Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 43
menning
Þ
að er haft fyrir satt að á
mestu fátæktar- og nið-
urlægingartímum hafi
Íslendingar lagst svo
lágt að leggja sér til
munns dýrustu menningarverðmæt-
in, handritin. Þegar litið er til þess
hvernig ríkisstjórn þeirra flokka
sem nú situr, hefur farið með landið
sjálft, þá má líta svo á að það sé gert
með hugarfari sem er komið í beinan
karllegg frá því langsoltna fólki sem
bleytti upp handrit sér til átu. Þetta
hugarfar einkennist ekki síst af úr-
ræðaleysi og útkoman er niðurlæg-
ing.
Munurinn er sá að handritsæt-
urnar meintu höfðu sér afsökun.
Þær voru að berjast fyrir lífi sínu í
bókstaflegri merkingu. Landæturík-
isstjórn Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks hefur sér hins vegar ná-
kvæmlega ekki neitt til afsökunar
þegar hún heldur áfram á þeirri
braut að éta landið undan Íslend-
ingum, þessari einu eyju sem þeir
hafa til að lifa á um þá framtíð sem
þeim er skömmtuð í landinu. Það er
engu öðru landi til að dreifa.
Það má því líta á það sem mesta
alvörumál sem Íslendingar standa
frammi fyrir, hvernig þeir ætli að
ráðstafa því sem enn er eftir til-
tölulega óétið, af þeim menning-
arverðmætum sem guð eða einhver
gaf þeim, eyjunni sjálfri, landslag-
inu, náttúrunni, dýralífinu.
Til að véla um þessi menning-arverðmæti er haft ráðuneytisem kallast umhverfisráðu-
neyti. Svo virðist sem það nafn sé
nokkurs konar öfugmæli, því ekki
verður séð að þær og þeir sem þar
hafa ráðið húsum á undanförnum ár-
um, séu á bandi umhverfisins. „Um-
hverfisráðherrar“ svokallaðir virð-
ast undantekningarlaust vera á
bandi enn meiri mengandi stóriðju
(já og loftslagsbreytingar, hvað er
nú það?) og þar með fylgjandi því að
halda landátinu áfram. Þessu má
líkja við menntamálaráðherra sem
væri á móti menntun, og þar með því
að kenna íslenskum börnum að lesa.
Það segir mikið um styrkleika
þessa menningarráðuneytis náttúr-
unnar að í árslok 2006 samþykkti
stjórn Landsvirkjunar að leggja fé í
framkvæmdir við Norðlingaöldu-
veitu. En ráðherrann sjálfur, Jónína
Bjartmarz, hafði hins vegar sagt 3.
júlí sama ár: „Mín afstaða er sú að
nú sé svo komið í þessum orkuöfl-
unarmálum þjóðarinnar og við-
horfum almennings og ég held mikils
meirihluta fólks að við eigum að
stækka friðlandið og láta af öllum
orkunýtingaráformum sem snerti
þetta svæði.“ Með friðlandi er hér
átt við Þjórsárver.
Slík er niðurlæging Íslendinga ár-
ið 2007 að enn er hugsað til þess að
seilast inn í Þjórsárver, síðustu stóru
gróðurvinina á hálendinu sem hefur
lifað af eyðimerkurvæðingu Íslands,
skefjalausa rányrkjuna frá því land
var numið, rányrkju forríkrar þjóðar
sem nú er orðin svo gráðug og skeyt-
ingarlaus að hún stofnsetur þá stór-
felldu land- og náttúrueyðing-
armaskínu sem Kárahnjúkavirkjun
er.
Það kemur æ berlegar í ljós aðþeir sem eru á því að étalandið sitt enn lengra ofan í
svörðinn en nú þegar hefur verið
gert, eru skefjalausir öfgamenn, en
það er sú nafnbót sem þeir reyna að
klína á þá sem unna íslenskri nátt-
úru og líta á hana sem menningararf
sem Íslendingar hafi ekki rétt til
þess að ráðstafa með þeim óaft-
urkræfa og fruntalega hætti sem
gert hefur verið – meðal annars
vegna þess að við eigum hann ekki –
að við höfum hann að láni handa af-
komendum okkar og öllum heim-
inum.
Þeir valdamiklu öfgamenn sem
vilja halda áfram og ganga enn
lengra í að tæta og eyðileggja nátt-
úru Íslands, með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum, hafa ekki einu sinni
sannfærandi rök fyrir því að það sé
glóra í sovéskri orku- og stór-
iðjustefnu hinnar þaulsetnu rík-
isstjórnar Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks. Sú stefna felur í sér
orkusölu á þvílíkum útsöluprís að
hann er réttnefnt ríkisleyndarmál,
því hann er til orðinn fyrir stórfellda
ríkisaðstoð til orkufyrirtækja sem
hafa ótakmarkaðan aðgang að er-
lendu lánsfé.
Þetta þýðir í reynd að erlendir
lánardrottnar þurfa ekki einu sinni
að lesa skýrslur um gáfuleg og stór-
kostlega arðbær verkefni eins og
Kárahnjúkavirkjun, allt er það gull-
tryggt af íslenska ríkinu. (Já, fróð-
legt væri að vita hvað verður um ís-
lenskan efnahag ef eitthvað skyldi
nú klikka með þetta stærsta áhættu-
verkefni Íslandssögunnar. Yrðu þá
gömlu góðu virkjanirnar okkar
kannski bara teknar upp í pant í út-
löndum? Halló, rannsóknarblaða-
menn, er einhver heima? Vel á
minnst, eru ekki Kárahnjúkar alveg
örugglega nokkurn veginn á kostn-
aðaráætlun – þrátt fyrir ýmislegt
smotterí sem upp á hefur komið á
framkvæmdatímanum?)
Því miður er orðið NIÐ-URLÆGING enn lykilorðþegar hugsað er til þess
hvernig Íslendingar eyðileggja
menningarverðmæti – í þessu tilfelli
ekki handrit heldur íslenska náttúru,
enda var orðið niðurlæging viðhaft á
alþingi þegar auðlindafrumvarpið
var fram borið í síðustu viku, með öf-
ugmælaorðinu þjóðarsátt.
Það er ekki þjóðarsátt á Íslandi og
verður aldrei um það að hakka fóst-
urjörðina í enn meira spað og girða
hana enn fleiri háspennulínum þvera
og endilanga. Eða hefur fylgisaukn-
ing vinstri grænna farið fram hjá
ríkisstjórninni, rétt eins og Lauga-
vegsgangan gerði – og hefur það far-
ið fram hjá Framsóknarflokknum að
hann er að líða undir lok, samkvæmt
skoðanakönnunum? Og að það gæti
bara meira en vel verið að ein af
ástæðunum fyrir þessum stórfelldu
óvinsældum Framsóknarflokksins
væri sú að þeirra menn hafa farið
fremstir í landátinu, með fulltingi og
algjörum stuðningi þeirra sem ráða
Sjálfstæðisflokknum – svo ótrúlegt
sem það er, því margir kjósendur
Sjálfstæðisflokks skilja hvaða menn-
ingarverðmæti eru fólgin í náttúru
landsins – og hátt hlutfall þeirra
andvígt Kárahnjúkavirkjun, sam-
kvæmt skoðanakönnun.
Já loksins, loksins lítur út fyrirað trygglyndi kjósenda viðblessaðan FLOKKINN séu
einhver takmörk sett – að það nái
ekki lengur út yfir gröf og dauða ís-
lenskrar náttúru.
Að éta landið sitt
» Því miður er orðiðNIÐURLÆGING
enn lykilorð þegar hugs-
að er til þess hvernig Ís-
lendingar eyðileggja
menningarverðmæti …
steinunn@mac.com
FRÁ PARÍS
Steinunn Sigurðardóttir
Gróðurvin „Slík er niðurlæging Íslendinga árið 2007 að enn er hugsað til þess að seilast inn í Þjórsárver, síðustu
stóru gróðurvinina á hálendinu sem hefur lifað af eyðimerkurvæðingu Íslands.“
Mjög gott 198 fm. fimm
herbergja raðhús með
bílskúr, á góðum stað í
Árbænum. Jón Víkingur
fasteignaráðgjafi, veitir
fúslega nánari upplýsingar
í síma: 892 1316
OPIÐ HÚS
REYKÁS 18 - 110 REYKJAVÍK
Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 17.00 - 19.00
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
„ÞETTA er bara enn eitt ævintýr-
ið,“ segir leikarinn, leikstjórinn og
athafnamaðurinn Gísli Örn Garð-
arsson sem þekkst hefur boð Þjóð-
leikhússins í London um að leika í
verkinu Upp á líf og dauða (A Mat-
ter of Life and Death) sem frumsýnt
verður í byrjun maí. Um er að ræða
leikgerð á frægri breskri kvikmynd
frá 1946. Í henni segir frá ævintýr-
um bresks herflugmanns sem lifir af
flugslys vegna klúðurs af hálfu eng-
ils og er það einmitt hlutverk hins
seinheppna engils sem Gísli hefur
tekið að sér.
„Það er gaman að prófa að vinna í
þessu virta húsi sem hefur þessa
miklu sögu,“ segir Gísli en sýnt verð-
ur á stóra sviði leikhússins, Olivier-
sviðinu. „Ég veit ekki til þess að
nokkur Íslendingur annar hafi farið
þarna inn.“
Hefur unnið með leikstjóranum
Aðspurður segir Gísli tilboðið vera
afrakstur ýmissa uppsetninga sem
hann hefur ýmist tekið þátt í eða
staðið fyrir í London. Emma Rice,
sem leikstýrði Gísla í einni slíkri
sýningu, þ.e. Night at the Circus.
sem sýnt var í Lyric Hammersmith-
leikhúsinu í upphafi síðasta árs, er
einmitt leikstjóri Upp á líf og dauða.
„Hún er ótrúlega flinkur leikstjóri
og gerir æðislega skemmtilegar sýn-
ingar. Sú staðreynd vó þungt í
ákvörðun minni.“
Um þessar mundir leikstýrir Gísli
söngleiknum Ást sem hann hefur
samið ásamt Víkingi Kristjánssyni.
Stefnt er á frumsýningu 10. mars en
viku síðar er Gísli floginn til London.
„Æfingar hefjast 18. mars þannig
að það er að nógu að huga. Svo verð-
ur frumsýnt ytra í byrjun maí. Ég er
búinn að gera þannig samning að ég
get fengið mig lausan ef ég óska eftir
því í lok júní,“ segir Gísli en að hans
sögn gætu sýningar staðið yfir til
loka ágúst ef vel gengur. „Ég er að
undirbúa tvö leikhúsverk á Íslandi
fyrir næsta vetur þannig að ég þarf
að fara að huga að þeim,“ útskýrir
hann en þar er annars vegar um að
ræða Faust eftir Goethe og hins veg-
ar leikgerð á kvikmynd Lukas Moo-
dyssons, Till sammans.
Leikhús Hið virta Þjóðleikhús í London að næturlagi.
„Bara enn eitt ævintýrið“
Gísli Örn Garðarsson leikur á sviði Þjóðleikhússins í London
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikari Gísli Örn Garðarsson.