Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
RÁS 2
NICOLAS CAGE EVA MENDES
SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
SVALASTASPENNUMYNDÁRSINS
300 kr.- kl. 14:30
ÖSKUDAGSBÍÓ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER....
...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ
FRÁ SAMA HÖFUNDI OG FÆRÐI
OKKUR SILENCE OF THE LAMBS OG
RED DRAGON KEMUR
eeee
H.J. MBL.
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
HJÁLPIN BERST
AÐ OFAN
eee
S.V. - MBL SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára
BLOOD DIAMOND kl. 10:20 B.i. 16 ára
ROCKY BALBOA kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
/ KEFLAVÍK
HANNIBAL RISING kl. 8 -10:10 B.i. 16 ára
MAN OF THE YEAR kl. 8 - 10 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRILETTERS FROM IWO JIMA kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 6 - 9 LEYFÐ
BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 7:50 LEYFÐ
BABEL kl. 9:30 B.i. 16 ára
STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 LEYFÐ
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
Í kringlunni í dag
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
HJÁLPIN BERST
AÐ OFAN
eee
S.V. - MBL
ÓSKARSTILNEFNING1
ÖSKUDAGSBÍÓ
FLUSHED AWAY
eeee
S.V. MBL.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Um nauðgunarmál
Fyrir nokkrum árum var maður,
sem stolið hafði brauði úr búð,
vegna þess að hann var svangur,
dæmdur í lengra fangelsi en nauðg-
ari. Ég bara spyr, var brauðið meria
virði en líf konu sem hafði verið
framið sálarmorð á. Ég sá fyrir
stuttu síðan í blaði að á annan tug
nauðgara gengju lausir. Samfélagið
á að senda skýr skilaboð til yf-
irvalda að við viljum ekki að stór-
hættulegir nauðgarar gangi hér
lausir án þess að þurfa að axla
ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nú
orðið þannig nú til dags að sumar
konur þora ekki einar út þegar
dimma fer. Þær þora ekki á
skemmtistaði án fylgdar karlmanna.
Konur hafa jafnvel orðið fyrir því að
þær hafi verið eltar þegar þær eru
einar úti að keyra, snemma morg-
uns eða um kvöld. Er hægt að segja
að þetta séu frjálsar konur í frjálsu
landi sem þurfa að búa við slíkan
ótta.? Og við konur sem búum einar
erum jafnvel áreittar símleiðis af
ókunnugum karlmönnum sem eru
með dóna hringar.
Ég varð fyrir slíku seint á laug-
ardagskvöldi og lögreglan sagði mér
að hafa samband þegar kominn væri
virkur dagur. Ég var mjög hrædd
og mér fannst lögreglan ekki taka
rétt á málum. Og þegar kominn var
virkur dagur og ég hafði samband
við lögreglu var erindi mínu tekið
fálega.
Kona í fjötrum.
Skólayfirvöld ættu að ath.
þunga á skólatöskum barna
Ég, Laufey Dís, er móðir fjögurra
barna, er hafa stundað skóla.Yngsta
barn mitt er enn í skóla og næst
yngsta var að klára 10. bekk sl. vor.
Ekki er spáð í það hver skólataska
barna, með öllum sínum þunga,
skaða barnið? Síðast þegar taska
barns míns var viktuð var hún rúm-
lega 6,5 kíló. Flest börn þurfa að
ganga langan veg og jafnvel upp
brekkur. Yngri börnin mín hafa
þjáðst af vöðvabólgu, rifjagigt og sí-
felldum höfuðverkjum. Er þetta tal-
ið í lagi í þjóðfélaginu, sem segir að
réttur barnsins komi fyrst? Er þetta
að verja börnin fyrir seinna kom-
andi sjúkdómum? Eru foreldrar að
gera börn frá 6 ára aldri að sjúk-
lingum, í dag, vegna streytu sem
skólinn og allt of þung taska veldur?
Laufey Dís.
Tapað/Fundið
14. febrúar tapaðist svartur Nike
bakpoki í flugi frá Reykjavík til Ísa-
fjarðar. Hugsanlegt er að taskan
hafi endað á öðrum áfangastað
Flugfélags Íslands. Í töskunni eru
öll skólagögn þ.m.t.bækur, verkefni
og f.l. frá fyrsta árs nema í MR.
Töskunnar er því auðvitað mjög
sárt saknað. Ef þú hefur tekið hana
í misgripum vinsamlegast skilaðu
töskunni til FÍ eða hringdu í síma
892-9400 og við munum sækja hana.
Með fyrirframþökk.
Kristín.
Hálsmen fannst
Lítill gullkross fannst í Holtsbúð
Garðabæ, út frá húsi nr 22. Uppl. í
síma 8977140.
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
60 ára afmæli. Sextugir eru í dag,miðvikudaginn 21. febrúar,
Gunnar Einarsson, Ásbúð 75, og Karl
Einarsson, Hverafold 29. Þeir verða
að heiman.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að berast
með tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynningu
og mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins, www.mbl.is, og
velja liðinn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda vélrit-
aða tilkynningu og mynd í pósti.
Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Að vita eða ekki aðvita, það er
spurningin. Við lifum á
upplýsingaöld. Í raun
er sama hvað maður
vill fá að vita, upplýs-
ingarnar eru í seiling-
arfjarlægð.
x x x
Sumt vill maður hinsvegar ekki vita, en
kemst einhvern veginn
ekki hjá því: Mariah
Carey gengur ekki á
öðru en háhæluðum
skóm. Pete Doherty og
Kate Moss virðast
mestu mátar þessa
dagana. Svikamerðir bjóða hár-
lokka, sem sagðir eru af Britney
Spears, á vefnum. Jennifer Lopez er
tilbúin að eignast börn. Þarf maður
að vita þetta til að lifa daginn af?
x x x
Síðan er það spurningin um þaðhverju maður eigi að trúa: Glen
Ordnau er ekki aðeins líkur sjálfum
sér, hann ber svipmót dæmigerðra
vúdú-brúða og hefur engst um af
kvölum svo áratugum skiptir. Í frétt
í Weekly World News er gefið í skyn
að hann þjáist í hvert sinn, sem ein-
hver stingur nál í vúdú-dúkku, og
segir að í raun sé um sjúkdóm að
ræða, þótt ekki sé hann nefndur.
Segir að hár mannsins
sé eins og strá og húðin
sem strigi. Til að bæta
gráu ofan á svart féll
Ordnau þessi í æsku
beint á andlitið á hol-
ræsislok og mun andlit
hans síðan líta út eins
og farið hafi verið yfir
það með rifjárni og gert
við með saumavél.
Heilsu mannsins mun
hafa hrakað jafnt og
þétt, en læknar eru þó
sagðir tregir til að gera
á honum meiriháttar
aðgerðir. „Hann lítur út
eins og risavaxin vúdú-
dúkka,“ segir Stilton
Warnes, sérfræðingur í lýtalækn-
ingum. „Við erum þó fremur hikandi
við að byrja að stinga í hann nálum.“
Í sama blaði er í vikunni frétt um að
bandaríska varnarmálaráðuneytið
hyggist láta framleiða ratsjárfælna
orrustuvél úr baðmull. Merkilegt
nokk hefur enginn annar fjölmiðill
tekið fréttina upp og reyndar bendir
flest til að hún sé helber þvættingur
og heilaspuni blaðamanns. Varn-
armálaráðuneytið vísar fréttinni á
bug, en heimildarmaður í baðmull-
arfyrirtæki staðfestir hana og bætir
við að baðmullin geri vélina ekki að-
eins ósýnilega heldur dragi svo úr
vélarhljóðinu að ekki heyrist í henni
heldur. Trúi hver sem vill.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er miðvikudagur-
21. febrúar, 52. dagur
ársins 2007
Orð dagsins: Því að augu Drottins eru yfir hinum rétt-
látu og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En aug-
lit Drottins er gegn þeim, sem illt gjöra. (1Pt. 3, 12.)
Kærasti Önnu Nicole Smith heit-innar, Howard K. Stern, mætti
í dómsal í gær með það fyrir augum
að ná fram því sem hann sagði að
hefði verið ósk hennar um hinsta
hvílustað. Það eru þrettán dagar síð-
an hún lést í Flórída og nú er bæði
barist í réttarsölum í Flórída og
Kaliforníu um hvað eigi að gera við
jarðneskar leifar hennar sem og um
faðerni dóttur hennar.
Enn er verið að rannsaka hver
dánarorsökin var og þar sem ekki
liggur fyrir skrifleg ósk Önnu Nicole
um hinsta hvílustað þá mun Seidlin
dómari hlýða á vitnisburð þeirra
sem telja sig vita hverjar óskir henn-
ar í þeim málum voru.
Stern vill láta grafa hana á Ba-
hamaeyjum, í grafreit við hlið sonar
hennar, Daniels, sem lést í sept-
ember. Móðir Smith, Virgie Arthur,
vill hins vegar láta jarðsetja hana
heima í Texas þar sem hún ólst upp.
Faðernismálið hefur einnig tafið
fyrir áætlunum um jarðarför því
Larry Birkhead, fyrrum ástmaður
Smith, hefur farið fram á að annað
sýni verði tekið úr líkama hennar
sem hann vonast til að sanni að hann
sé faðir hinnar ungu dóttur Önnu
Nicole Smith, Dannielynn.
Fjölskylda bandarísku söngkon-unnar Britney Spears er nú
sögð hafa leitað til söngvarans Just-
in Timberlake, fyrrum unnusta
hennar, og beðið hann um að reyna
að fá hana til að leita sér hjálpar.
Fjölskyldan er sögð hafa miklar
áhyggjur af skemmtunum og
drykkjuskap söngkonunnar auk
þess sem því hefur verið haldið fram
að hún sé nú á barmi taugaáfalls.
„Justin er sennilega eina mann-
eskjan sem Britney hlustar á úr því
sem komið er. Fjölskylda hennar og
vinir vona að hann geti fengið hana
til að sjá að sér og leita sér hjálpar,“
segir ónafngreindur vinur söngkon-
unnar.
Þá er Lynn, móðir Britney, sögð
hafa farið til Malibu í Flórída til að
líta eftir sonum hennar Sean Pre-
ston, sautján mánaða, og Jayden
James, fjögurra mánaða, og hefur
því jafnvel verið haldið fram að Brit-
ney hyggist veita móður sinni for-
ræði yfir þeim til að reyna að koma í
veg fyrir að föður þeirra Kevin Fe-
derline verði dæmt forræðið. Hjónin
standa nú í skilnaði og hafa bæði far-
ið fram á forræði yfir börnunum.
Fólk folk@mbl.is