Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan- og norðaustanátt, víða 10–15 m/s en 18–23 við suð- urströndina. Snjóar aust- anl. en rigning suðvest- anlands. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KARLMAÐUR um fertugt situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á smygli á tæplega fjórum kílóum af kókaíni til landsins en þetta er mesta kókaínmagn sem fundist hefur í einu lagi hér á landi. Tollgæslan í Reykjavík fann það í pallbíl sem verið var að flytja inn um Sundahöfn hinn 17. nóvember í fyrra en maðurinn, sem nú situr í haldi, leysti bílinn ekki úr tolli fyrr en í byrjun þessa mánaðar og var handtekinn nokkrum dögum síðar. Kókaínið var vandlega falið í bílnum sem var að koma frá Cux- haven í Þýskalandi. Einnig fundust um 40 grömm af amfetamíni. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yf- irmanns fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, var vand- lega fylgst með bílnum frá því efn- ið fannst og þar til maðurinn leysti pallbílinn, sem er af gerðinni Mercedes Benz Sprinter, úr tolli í byrjun þessa mánaðar. Nokkrir dagar voru síðan látnir líða þar til maðurinn var handtekinn 9. febr- úar. Hann var í kjölfarið úrskurð- aður í þriggja vikna gæsluvarð- hald. Í síðustu viku var annar maður handtekinn vegna málsins og sá þriðji var handtekinn í fyrra- dag. Báðum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Sjö kíló í nóvember 2006 Í málum sem þessu er venjan að lögregla fjarlægi fíkniefnin og komi fyrir gerviefnum í staðinn áð- ur en hinn meinti smyglari fær vöruna í hendur og má fastlega gera ráð fyrir að það hafi einnig verið gert í þessu tilfelli. Ásgeir vildi þó ekki staðfesta það eða greina nánar frá því hvernig rann- sókn málsins var háttað að öðru leyti. Eins og fyrr segir fannst kókaínið, sem um ræðir í þessu máli, hinn 17. nóvember. Aðeins fjórum dögum síðar, 21. nóvember, lögðu tollverðir á Keflavíkurflug- velli hald á næstum þrjú kíló í stærstu kókaínsendingu sem fund- ist hefur á flugvellinum. Það er því óhætt að segja að í nóvember hafi verið skammt stórra högga á milli í fíkniefnamálum. Metmagn fíkniefna Þessar tvær stóru sendingar vega þungt þegar heildarmagn haldlagðra fíkniefna er skoðað en á síðasta ári var samtals lagt hald á um 12,8 kíló af kókaíni. Þetta er margfalt á við það sem áður hefur fundist á einu ári og má benda á, að á sjö árum, 1999–2005, var alls lagt hald á tæplega 12 kíló. Í fyrra var sömuleiðis lagt hald á met- magn af amfetamíni eða um 46,5 kíló, sem er um fimm kílóum minna en náðist frá 1999–2005. Fjögur kíló af kókaíni vandlega falin í pallbíl Mesta magn kókaíns sem lagt hefur verið hald á hér á landi í einu lagi Í HNOTSKURN » Karl-maður um fertugt situr í gæslu- varðhaldi vegna smygls á 4 kílóum af kóka- íni til landsins. » Kókaínið fannst 17.nóvember sl. en pall- bíllinn, sem efnin voru fal- in í, var ekki leystur úr tolli fyrr en í byrjun febr- úar. » Alls hafa þrír veriðhandteknir vegna máls- ins, sá síðasti í fyrradag. » Þetta er stærsta send-ing kókaíns sem fund- ist hefur hér á landi. HVÍTABJÖRN verður til sýnis í skiptistöð Strætós á Hlemmi í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þar fyrir örsýningu undir yfirskriftinni „Hefur þú rekist á hvítabjörn?“ og verður hún opnuð á föstudagskvöld. Er það framlag stofnunarinnar til Vetr- arhátíðar í Reykjavík og safnanætur. Sýningarsalir Náttúru- fræðistofnunar við Hlemm verða opnir á föstudagskvöld til mið- nættis og verður aðgangur ókeypis, líkt og að öðrum söfnum á safnanótt. „Við viljum vekja athygli á loftslagsbreytingum og hvítabjörninn er orðinn tákn fyrir þá ógn sem að lífríkinu steðjar af yfirvofandi hlýnun andrúmsloftsins,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar. „Við fengum lánaðan hvítabjörn hjá Veiði- safninu á Stokkseyri og húsnæði hjá Strætó. Þar ætlum við að segja frá hvítabirninum og loftslagsbreytingum klukkan sjö á föstudags- kvöld.“ Einnig verða fyrirlestrar sérfræðinganna Guðmundar A. Guð- mundssonar og Snorra Baldurssonar um loftslagsbreytingar og líf- ríkið á norðurhjara í Möguleikhúsinu á föstudagskvöldið. Þar verða einnig sýndar þrjár íslenskar náttúrulífsmyndir; um Mývatn, mink- inn og fuglamerkingar, eftir Magnús Magnússon kvikmyndagerð- armann. Morgunblaðið/ÞÖK Hefur þú rekist á hvítabjörn? TIL GREINA kemur að skrá Glitni í er- lenda kauphöll og stjórnendur bankans munu fara vandlega yfir kosti þess á næstu mánuðum. Þetta kom fram í ræðu Einars Sveins- sonar, formanns bankaráðs Glitnis, þar sem hann fór meðal annars yfir þær miklu breytingar sem bankinn gekk í gegnum í fyrra, m.a. með kaupum á fjármálafyrir- tækjum í Svíþjóð og nú síðast í Finnlandi. Um skráningu í erlenda kauphöll sagði Ein- ar: „Slík skráning hefur marga kosti í för með sér fyrir félagið og munu stjórnendur bankans vega þá og meta vandlega á kom- andi mánuðum.“ Stjórnendur Glitnis munu um hríð hafa skoðað þann möguleika að skrá bankann í norsku kauphöllina en bankinn er með um- svifamikla starfsemi í Noregi. Þegar Glitnir keypti finnska fjármálafyrirtækið FIM á dögunum greiddi hann helming kaupverðs með eigin bréfum þannig að ætla má að einnig kunni að vera áhugi á að skrá bank- ann í kauphöllina í Helsinki. | 15 Glitnir í erlenda kauphöll? Horfa væntanlega til Noregs og Finnlands VIÐ höfum einfaldlega verið að bíða eftir grænu ljósi á að fá lyfið í hendurnar,“ segir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum við HÍ og yfirlæknir augndeildar LSH. Und- irbúningur að notkun lyfsins Lucentis er nú hafinn á sjúkrahúsinu. Lyfið getur spornað við blindu af völdum hrörnunar í augnbotnum. „Það að nota lyfið krefst ekki neins sérstaks viðbúnaðar og við höfum hæfnina og tæknina,“ segir Einar. „Ég held að þetta sé óþarfa skrif- ræði og málalengingar,“ segir hann um leyf- isferlið fyrir lyf. „Við höfum sett upp ferli sem tefur fyrir að lyf, sem hafa sannað gildi sitt alþjóðlega og vísindalega, séu tekin í notkun.“ Margir mánuðir séu síðan óskað var eftir að taka lyfið í notkun. | 10 „Óþarfa skrifræði“ Einar Stefánsson EKKJA Ragnars Björnssonar fyrrver- andi dómorganista, Sig- rún Björnsdóttir, stað- hæfir að dægurlagið Við gengum tvö sé eftir mann hennar en ekki skráðan höfund þess, Friðrik Jónsson. Að sögn Sigrúnar samdi Ragnar lagið er hann var ungur maður á Siglufirði en sökum æsku og ókunnug- leika um höfundarrétt láðist honum að að- hafast nokkuð þegar hann heyrði lagið eignað Friðriki. Sigrún segir sönn- unargögnin liggja í laginu sjálfu, þau fáu lög sem Ragnar samdi séu í sama rytma og Við gengum tvö. Lagið stingi hins vegar í stúf við aðrar lagasmíðar Friðriks. | 19 Eignað röng- um höfundi? Ragnar Björnsson KONA á fimmtugsaldri slasaðist í gær þeg- ar steinveggur brotnaði og féll á hana á bæ í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Lög- reglan á Blönduósi segir að konan hafi legið föst undir veggnum í fjórar klukkustundir þar til hjálp barst. Að sögn lögreglu var konan að reka hross út úr hesthúsi um tvöleytið í gærdag þegar slysið varð. Það vildi þannig til að eitt hrossanna sparkaði í vegginn, þar sem kon- an stóð, með fyrrgreindum afleiðingum. Konan lá föst undir steinveggnum til klukk- an 18 þegar bóndinn á næsta bæ fór að at- huga um hana þar sem ekkert hafði sést til hennar. Konan fótbrotnaði og marðist þegar veggurinn féll á hana, en að öðru leyti er hún ekki talin vera alvarlega slösuð. Hún var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Í fjóra tíma undir steinvegg ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.