Morgunblaðið - 20.03.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.2007, Qupperneq 1
                               Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is UM þriðjungur þeirra 3.500 ábendinga sem Barna- heillum hafa borist frá almenningi undanfarin fjögur ár varðar meint ólöglegt efni á Netinu, aðallega barna- klám. Eru þær í kjölfarið sendar ríkislögreglustjóra til frekari rannsóknar eða til ábendingalína í þeim lönd- um er efnið hýsa, sem senda þær síðan áfram til lög- reglu. Um 2–3% allra ábendinga sem berast snúa að ólöglegu efni á vefsíðum sem hýstar eru á Íslandi. Alls bárust Barnaheillum 1.076 ábendingar um ólöglegt efni á Netinu á tímabilinu 2001–2006. Aðrar snúa að ósiðlegu efni og er slíkum ábendingum beint til netþjónustuaðila hér á Íslandi. Frá september 2004 til ágúst 2005 bárust 600 ábendingar frá almenningi þar sem í 176 tilfellum reyndist um kynferðislegt of- beldi á börnum að ræða. Á sama tímabili árin 2005– 2006 bárust 418 ábendingar þar sem í 220 tilfellum reyndist um kynferðislegt ofbeldi á börnum að ræða. Niðurstaðan bendir til þess að almenningur sé sér bet- ur meðvitandi um hvað átt sé við með ólöglegu efni eða barnaklámi, segir Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla. Hún segir mikilvægt að netþjónustuaðilar komi að baráttunni við barnaklám og klámefni sem birtist börnum að óvörum og óumbeð- ið. Barnaheill hafi einnig áhuga á að settar verði síur á vefsíður þar sem ólöglegt klám- og ofbeldisefni sé að finna, líkt og gert sé í Noregi og víðar á Norðurlöndum með ágætum árangri. Slíkar síur koma þó aldrei í stað vökuls auga foreldris. „Þetta eitt og sér leysir ekki vandamálið,“ segir Petrína. Um 49% íslenskra barna sem nota Netið hafa heim- sótt síður með klámfengnu efni fyrir slysni, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir nokkru meðal níu til 16 ára barna. Sama könnun sýndi að um 87% foreldra segjast sitja hjá börnum sínum þegar þau vafra um Netið en einungis um 22% barnanna segja að svo sé. „Miðað við þessar tölur eru börn á Íslandi í dag berskjölduð fyrir klámi og ofbeldi á Netinu,“ segir Petrína.  „Kynþokkafullar háskólastelpur“| 6 Börn eru berskjölduð fyrir klámi á Netinu  Yfir eitt þúsund ábendingar borist Barnaheillum um ólöglegt efni á Netinu STOFNAÐ 1913 78. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KÖRFUBOLTINN KRAFTMIKLAR STELPUR SEGJA KÖRFU EKKI BARA FYRIR HÁVAXNA >> 20 ÍMYNDUNARVEIKIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU EFTIRMOLIÈRE FJÖLSKYLDUDRAMA >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GJÁIN sem hefur verið að myndast innan Samfylkingarinnar, á milli þeirra sem eru andvígir stækkun álversins í Straumsvík og þeirra sem eru fylgjandi stækkun, virðist breikka og dýpka með degi hverjum, og hún mun halda áfram að gera það fram til 31. mars, þegar kosið verður um stækkunina, ef marka má ummæli samfylkingarfólks sem ég ræddi við í gær. Andstæðingum stækkunar álversins inn- an Samfylkingarinnar hljóp kapp í kinn í gær, þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar kynnti á blaðamannafundi skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Hafnarfjarðarbæ, en þar kemur m.a. fram að tekjuauki Hafnfirðinga af stækkun álvers yrði á bilinu 3,4 til 4,7 millj- arðar króna. Gagnrýna þeir harðlega að hvergi sé tekið tillit til umhverfisskaða í skýrslunni og afgreiða skýrsluna út af borð- inu, á þann veg, að um pantað plagg með pantaðri niðurstöðu sé að ræða. „Fagra Ísland“ orðin tóm Andstæðingarnir segja sem svo, að verði það niðurstaðan að stækkun álversins í Straumsvík verði samþykkt hinn 31. mars nk. sé ljóst að gróðahyggjan og skammtíma- sjónarmið hafi valtað yfir umhverfissjónar- mið og hugsjónir Samfylkingarinnar og þeir spyrja hvernig flokkurinn eigi að geta hald- ið því fram að umhverfis- og náttúruvernd- arstefna flokksins „Fagra Ísland“ sé annað en orðin tóm verði stækkun samþykkt. Andstæðingarnir virðast flestir vera von- daufir um að Hafnfirðingar hafni stækkun og segja að verði stækkunin samþykkt muni fylgið hrynja af Samfylkingunni í Suðvest- urkjördæmi og í Hafnarfirði sérstaklega og flytjast beint yfir á Vinstri græn. Samfylkingarmenn í Hafnarfirði sem eru fylgjandi stækkun segja að flokkssystkin þeirra sem eru svo hörð á móti sýni óþarfa taugaveiklun. Þeir sem hafi sig mest í frammi gegn stækkun séu alls ekki Hafn- firðingar, heldur búi í öðrum sveitarfélög- um, og þeim komi málið, strangt til tekið, ekkert við. Benda þeir á að „Fagra Ísland“ hafi orðið til 13. september sl. en ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um íbúalýðræði og að bera stórar ákvarðanir undir bæjarbúa hafi verið tekin árið 2001. Morgunblaðið/Ómar ALCAN Átökin um stækkun álversins stigmagnast frá degi til dags. Pantað plagg pöntuð niðurstaða? Andstæðingar í Samfylk- ingu mjög gagnrýnir Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is PÁSKAEGG eru farin að taka sitt pláss í verslunum og kemur sjálfsagt fáum á óvart enda innan við þrjár vikur til páska. Eins og undanfarin ár eru framleidd tæp- lega milljón páskaegg hérlendis fyrir vertíðina. Verð frá fram- leiðendum hefur hækkað um 5 til 12% á milli ára en verð til neyt- enda hefur lækkað vegna breyt- inga á virðisaukaskattinum úr 24,5% í 7%. Samtals 26 tegundir Helgi Vilhjálmsson í Góu fram- leiðir fjórar tegundir og gerir ráð fyrir að selja um 100.000 páskaegg. Hann segist vera brautryðjandi í því að hafa lækk- að verðið á páskaeggjum en hækkunin nú sé um 6–7% á milli ára, fyrst og fremst vegna al- mennra hækkana. Hins vegar bendir hann á að verðið til neyt- enda lækki vegna lægri virð- isaukaskatts og það skipti öllu máli. Freyja framleiðir átta tegundir og samtals hátt í 300.000 páska- egg. Ævar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir að helsta söluaukningin sé í mjólkur- og sykurlausum eggjum og öll fram- leiðslan sé á vegum Freyju eftir kaup fyrirtækisins á Mónu. Ævar segir að verðhækkunin á milli ára sé um 12%, fyrst og fremst vegna hækkaðs hráefnisverðs og þá fylgi því kostnaður að taka óseld egg til baka, en samt sem áður verði páskaegg stöðugt ódýrari miðað við það sem áður hafi verið. Gunnar Sigurgeirsson, mark- aðsstjóri hjá Nóa-Síríusi hf., seg- ir að fyrirtækið framleiði 14 vörunúmer og samtals um 500.000 páskaegg, frá litlum eggjum upp í risaegg. Verðið hafi ekki hækkað í nokkur ár en það sé nú um 5% hærra en í fyrra. Hækkunin sé tilkomin vegna hækkunar á launum og að- föngum og í því sambandi segir hann að umbúðir hafi t.d. hækk- að um 16% á innan við ári. Verð hafi verið hækkað á öllum fram- leiðsluvörum fyrirtækisins í byrj- un árs en bara hækkanir á að- föngum eftir það séu enn meiri. Morgunblaðið/Ásdís Skreyting Starfsmenn Nóa-Síríusar leggja lokahönd á nokkur af þeim 500.000 eggjum sem framleidd eru. Milljón egg á markaðinn  5 til 12% hækk- un á verði frá framleiðendum  Vsk. af páska- eggjum lækkar úr 24,5% í 7% 30-40% ábendinga barnaklám VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.