Morgunblaðið - 20.03.2007, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is
Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri
gummi@mbl.is
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
„ÞAÐ er orðið mjög tímabært að við beitum okkur
fyrir því að hin opinbera verðlagning á mjólk verði
felld niður,“ er mat Guðbrands Sigurðssonar, for-
stjóra Mjólkursamsölunnar.
Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi MS/Auð-
humlu sl. föstudag en fundurinn var sá fyrsti sem
haldinn er eftir stofnun sérstaks rekstrarfélags um
mjólkuriðnaðinn sem hlaut nafnið Mjólkursamsal-
an. Telur Guðjón að Mjólkursamsalan verði eitt
stærsta matvælafyrirtæki landsins innan tíðar.
Magnús H. Sigurðsson, formaður Auðhumlu, gat
þess í ræðu sinni að mjólkuriðnaðurinn hefði tekið á
sig umtalsverðan kostnað til þess að koma í veg fyr-
ir verðhækkun á mjólkurvörum, meðal annars með
12 mánaða verðstöðvun á mjólkurvörum sem nú er í
gildi. Á aðalfundinum kom fram að verðstöðvunin
kostaði mjólkuriðnaðinn á milli 500 og 800 milljónir
króna á ársgrundvelli. „Þetta útspil mjólkuriðnað-
arins verður hins vegar ekki sársaukalaust og má
gera ráð fyrir nokkrum halla á rekstri Mjólkursam-
sölunnar fyrstu tvö rekstrarárin eða þangað til að
sú hagræðing sem er möguleg fer að skila sér í
rekstri félagsins,“ sagði Guðbrandur á fundinum.
Hann sagði ennfremur að hið opinbera verðlags-
kerfi hefði orðið til þess að iðnaðurinn borgaði með
drykkjarmjólkinni og það hefði áhrif á verðlagn-
ingu á vinnsluvörum mjólkuriðnaðarins. „Þannig
hefur skapast töluverð slagsíða í verðlagningunni
hjá okkur og auðvelt er fyrir nýja aðila, hvort sem
er erlenda eða innlenda, að fleyta rjómann af mark-
aðnum í orðsins fyllstu merkingu. Með því móti
gefst okkur nokkurra ára aðlögunartími til að verð-
leggja afurðir okkar þannig að þær endurspegli
framleiðslukostnaðinn.“
Á aðalfundinum var nafn eignarhaldsfélags
mjólkuriðnaðarins stytt úr MS/Auðhumla í Auð-
humla. Félagið á allar fasteignir sem áður tilheyrðu
mjólkurbúunum og leigir aðstöðuna til Mjólkur-
samsölunnar.
Konur voru kjörnar í fyrsta sinn í stjórn félags-
ins. Mjólkursamsalan er í eigu um 700 bænda og
fjölskyldna þeirra. Hjá fyrirtækinu starfa um 450
manns.
Vilja fella niður opinbera
verðlagningu á mjólk
Segja verðstýringu drykkjarmjólkur hafa áhrif á verð á unnum mjólkurvörum
Í HNOTSKURN
» Verðstöðvun á mjólkurvörum er talinkosta mjólkuriðnaðinn um 5–800 millj-
ónir króna á ári.
» Forstjóri Mjólkursamsölunnar segiropinbert verðlagskerfi verða til þess að
iðnaðurinn borgi með drykkjarmjólk og
það hafi áhrif á verðlagningu á vinnsluvör-
um iðnaðarins.
» Konur voru kjörnar í stjórn félagsins ífyrsta skipti á nýliðnum aðalfundi.
ÞINGMÖNNUM
hafði í gær borist
fjöldi áskorana
um að skrifa und-
ir sáttmála Fram-
tíðarlandsins.
Fjölmargir
stjórnarand-
stöðuþingmenn
eru nú orðnir
„grænir“, en auk
þeirra hefur Jón-
ína Bjartmarz umhverfisráðherra
skrifað undir. „Að sjálfsögðu mun ég
við tækifæri taka einhverja afstöðu
til þess efnis sem í póstinum var,“
segir Guðjón Arnar Kristjánsson.
Hann var þó ekki sáttur við leiðina
sem farin var til að vekja athygli
hans en hann hafði fengið um hundr-
að áskoranir í tölvupósti. „Mér finnst
sjálfsagt að félagasamtök sendi
manni póst og biðji mann að skoða
hann, en hins vegar er óþarfi að
drekkja pósthólfinu manns með
sömu skilaboðunum til að afgreiða
sama málið.“ | 12
„Óþarfi
að drekkja
í pósti“
Guðjón Arnar
Kristjánsson
BARÁTTUSAMKOMA var haldin í gærkvöldi, í tilefni af því að fjögur ár
eru síðan innrás var gerð í Írak.
Hópur félagasamtaka stóð að samkomunni og segir innrásina hörmuleg
mistök sem notið hafi fulltingis íslensku ríkisstjórnarinnar. Þau krefjast
þess að stjórnvöld axli ábyrgð vegna stuðnings við ólöglegt innrásarstríð.
Góð mæting var á fundinn sem haldinn var í Austurbæ og mikil stemning
að sögn fundargesta. Ávörp fluttu Helgi Hjörvar og Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir en auk þeirra komu listamenn fram.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fjögur ár frá því ráðist var inn í Írak
♦♦♦
ELDRI karlmaður lést eftir að hafa
orðið milli dráttarvagns og bifreiðar
í Reyðarfirði um hádegisbil í gær.
Að sögn lögreglunnar á Eskifirði
varð slysið með þeim hætti að mað-
urinn var að tengja vagninn við bif-
reiðina þegar bíllinn rann til með
fyrrgreindum afleiðingum. Lífgun-
artilraunir báru ekki árangur og lést
maðurinn af áverkum þeim sem
hann hlaut við slysið.
Slysið varð á geymslusvæðinu á
Hjallanesi sem mörg fyrirtæki hafa
afnot af.
Ekki er hægt að greina frá nafni
mannsins að svo stöddu.
Lést í vinnuslysi
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Banaslys Karlmaður lést er hann varð á milli dráttarvagns og bifreiðar.
RÍKISENDURSKOÐUN hefur
ekki tekist að fylgja því eftir sem
skyldi að kanna og staðfesta hvort
þeir fjármunir sem Alþingi sam-
þykkir að veita til aðila utan kerf-
isins skili sér í þeirri þjónustu sem til
er ætlast eða hvort styrkveitingar
gangi til þeirra hluta sem þær
grundvallast á. Þetta kemur fram í
formála ríkisendurskoðanda, Sig-
urðar Þórðarsonar, að ársskýrslu
stofnunarinnar fyrir árið 2006.
Þar kemur einnig fram að Ríkis-
endurskoðun hafi ekki endurskoðað
meginþorra umræddra verkefna eða
leitað eftir upplýsingum um ráðstöf-
un fjármuna.
Ráðuneytin gerðu alls 195 skuld-
bindandi samninga um opinbera
þjónustu við aðila utan stjórnkerfis-
ins á árabilinu 2006 til 2007 um út-
gjöld sem nema samtals 94,1 millj-
arði króna. Að sögn Sigurðar
endurskoðar Rík-
isendurskoðun 30
til 40 af þessum
samningum en
hitt er endur-
skoðað af öðrum.
„Þeir sem end-
urskoða þessa
samninga gera
það ekki í umboði
okkar,“ segir Sig-
urður en til
greina kemur að breyta fyrirkomu-
laginu þannig að samningarnir verði
endurskoðaðir í umboði Ríkisendur-
skoðunar.
Í formála Sigurðar er bent á að
sérstakt átak þurfi að gera til þess að
ná utan um þessi mál og það verði
annars vegar gert með því að nýta til
þessa aukinn hluta núverandi vinnu-
framlags og hins vegar með því að
leita eftir viðbótarfjármunum.
Ekki skoðað
sem skyldi
Samningar við aðila utan ríkiskerfisins
Sigurður
Þórðarson
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
SAMKOMULAG hefur í grundvall-
aratriðum náðst um aðild Búlgaríu
og Rúmeníu að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er líklegt að gengið verði frá sam-
komulagi á næsta fundi sameigin-
legu EES-nefndarinnar á föstudag.
Gengið er út frá að EFTA-ríkin
greiði samtals um 60 milljónir evra
til viðbótar á ári í þróunarsjóð fyrir
fátækari ríki ESB. Þar af koma um
1,5 milljónir evra, eða um 135 millj-
ónir króna, í hlut Íslands. Á móti fá
íslenzk fyrirtæki tollfrjálsan inn-
flutningskvóta á humri og karfa,
sem metinn er til tæplega 70 millj-
óna króna árlega.
Norðmenn fá um 2.000 tonna toll-
kvóta á rækju, auk smávægilegra
leiðréttinga á tollkvótum vegna
fyrri viðskipta við Rúmeníu og
Búlgaríu.
Senn samið
um EES
VÉLSLEÐAMAÐUR varð fyrir
nokkrum meiðslum þegar hann varð
fyrir snjóflóði sem féll í hlíðum
Kálfstinds norðan Lyngdalsheiðar
um tvöleytið í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Selfossi voru fimm vélsleða-
menn á ferðinni þar sem snjóflóðið
féll og virðist sem það hafi komið á
einn þeirra, sem í kjölfarið féll af
sleða sínum við hamrabelti.
Maðurinn mun hafa komist niður
að veg með aðstoð félaga sinna þar
sem sjúkraflutningamenn tóku á
móti honum. Hann kenndi sér
eymsla í hálsi og baki og var því
fluttur með sjúkrabifreið á Land-
spítala – háskólasjúkrahús til skoð-
unar. Þar kom í ljós að meiðsl hans
voru ekki alvarleg og fékk hann að
fara heim að skoðun lokinni.
Maðurinn var vel búinn en hann
var klæddur sérstakri hlífðarbrynju
og með hjálm. Mun það hafa átt sinn
þátt í að ekki fór verr.
Snjóflóð
féll á vél-
sleðamann