Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 9

Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 9 FRÉTTIR Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16 Ný sending Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Nýjar peysur Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Str. 36-56          ! "!   #  Lagerhreinsun þriðjudag – miðvikudag Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. Trofe bikiní stök nr. 36 - 38 - 40, verð kr. 1.990.- Sportlína - eldri gerðir stuttbuxur - kvartbuxur - vesti - jakkar og pils 30% afsláttur TÍIU umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnesspró- fastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út hinn 15. mars sl. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi. Umsækjendur um embættið eru: Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir guð- fræðingur, Elína Hrund Kristjáns- dóttir guðfræðingur, sr. Ingileif Malmberg, sr. Kjartan Jónsson, Sigríður Rún Tryggvadóttir guð- fræðingur, Sigurvin Jónsson guð- fræðingur, sr. Skírnir Garðarsson, Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræð- ingur, sr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og sr. Þórhildur Ólafs. Tíu sóttu um LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu fann fíkniefni á gestum fjögurra veitingastaða af þeim sex sem farið var inn á um helgina. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25–30 manns og fannst maríjúana, hass, kókaín og amfetamín. Á laugardagskvöld fann lögregla kannabisplöntur á heimili karlmanns um fimmtugs. Einnig var lagt hald á tæki til kannabisræktunar og tæki til heimabruggunar. Fíkniefni á veitingastöðum TÍU snjóflóð féllu á vegi á norð- anverðum Vestfjörðum um helgina. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni féllu þrjú flóð á Kirkjubólshlíð á laugardag og tvö á sunnudag. Þá féllu tvö flóð á Súðavíkurveg á sunnudag. Á Hnífsdalsveg féllu tvö flóð aðfaranótt sunnudags. Á veg- inn um Óshlíð féll eitt flóð en sex önnur lentu á þiljum og netakössum sem sett hafa verið upp til varnar. Mörg snjóflóð DAGANA 18. til 25. mars stendur yfir hér á landi alþjóðlegt námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er ætlað háskóla- nemum á sviði verkfræði. Alls sækja á þriðja hundrað erlendir nemendur námskeiðið. Áhuginn var slíkur að einungis 10% þeirra sem sóttu um að koma hingað fengu tækifæri til þess. Mikill áhugi ENGAN sakaði þegar fólksbifreið og jepplingur rákust saman á eystri enda Skjálfandafljótsbrúar í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar á Húsavík skemmdust ökutækin hins- vegar talsvert og þurfti að kalla eft- ir kranabifreið til þess að draga þær á brott. Önnur bifreiðin var að aka af brúnni þegar slysið varð. Ökumað- ur hinnar bifreiðarinnar veitti bíln- um á brúnni ekki eftirtekt og ætlaði að aka inn á hana og úr því varð all- harður árekstur sem fyrr segir. Árekstur á brú VINNA við lóð Bauhaus í Halla við Vesturlandsveg er nú hafin. Háfell ehf. vinnur þessa dagana að því að undirbúa flutning stofnæða vatns- og hitaveitulagna milli Reykja- víkur og Mosfellsbæjar. Æðarnar liggja nú í stokki í gegnum miðja lóðina en hann verður tekinn upp og æð- arnar færðar nær Vesturlandsvegi á nokkrum kafla. Þá á einnig að gera götur í kringum Bauhaus-lóðina sem á að vera tilbúin 15. maí næstkomandi, samkvæmt upplýsingum frá Háfelli ehf. Eins eru fyrirhugaðar fleiri atvinnulóðir í Halla. Vinna við þetta verkefni hófst í byrjun febrúar og verklok eru áætluð í október næstkomandi. Morgunblaðið/RAX Grafið í Halla við Vesturlandsveg UNGUR Íslendingur, Ragnar Þor- valdsson, sótti nýlega ráðstefnuna „Menntun án landamæra“ sem hald- in var í Abu Dhabi, höfuðborg Sam- einuðu arabísku furstadæmanna. Ráðstefnan var nú haldin í þriðja sinn en markmið hennar er að ná saman ungu háskólafólki til að ræða mögulegar lausnir til að efla megi menntun á heimsvísu og til efla tengsl fólks landa á milli. „Markmiðið var að sameina nem- endur alls staðar í því sem kallað er virk umræða. Á ráðstefnunni fengum við tækifæri til að kynnast því hvaða verkefni eru í gangi til að efla mennt- un og í hvaða stöðu margir eru í til að mennta sig. Á endanum er stefnt að því að þátttakendur ráðstefnunnar reyni að leggja sitt af mörkum, hver á sínu sviði og sínum vettvangi, til að fá hugmyndir að því hvernig efla megi menntunarstig í heiminum,“ segir Ragnar. Hann hefur sjálfur starfað sem sjálfboðaliði á vegum AFS, samtaka sem sjá um að veita fólki færi á að gerast skiptinemar í öðrum löndum en heimalandinu. „Á ráðstefnunni kynntist ég mörgu fólki og fékk inn- sýn í annars konar verkefni, eins og verkefni sem miða að því að veita Afríkubúum sem ekki hafa fengið tækifæri til að læra á tölvur aðstoð við það.“ Margir þekktir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni og má þar helst nefna Muhammad Yunus en hann hlaut nýverið friðarverðlaun Nóbels fyrir að hafa í gegnum bankarekstur sinn veitt mörgum fátæklingum í Bangladesh lán til að koma sér úr fátækt. Einnig kynnti Nicholas Negroponte verkefni sem miðar að því að þróa ódýrar fartölvur fyrir börn í fátækari löndum. Ragnar stundar um þessar mundir nám í viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn en þar rakst hann á aug- lýsingu um ráðstefnuna en umsækj- endur þurftu að skila inn ritgerð til að fá aðgang. Um eitt þúsund há- skólanemendur frá 108 löndum tóku þátt í ráðstefnunni og voru þátttak- endur á aldrinum 17 til 28 ára. Menntamálaráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna kostaði ráðstefnuna að mestu leyti en ís- lenska menntamálaráðuneytið veitti Ragnari einnig styrk til fararinnar. Kynntist leiðum til eflingar menntunar í þróunarríkjum Í Abu Dhabi Ragnar Þorvaldsson ásamt öðrum ráðstefnugestum. NOKKUÐ hefur verið um að fólk renni í hálku á höfuðborgarsvæð- inu síðustu daga og slasi sig. Fall í skíðabrekkum getur líka dregið dilk á eftir sér og í gær varð slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum að fara í Bláfjöll og sækja fólk sem hafði dottið á skíð- um eða snjóbretti. Ýmist var um ökklabrot eða bakmeiðsli að ræða. Að sögn varðstjóra hjá slökkvi- liðinu var mikill erill í gær og síð- degis voru sjúkraflutningar t.a.m. orðnir rúmlega 50. Þrisvar sinnum var slökkviliðið kallað út vegna bruna í bílum. Um klukkan 14.30 féll erlendur verkamaður af þriðju hæð húss í Kórahverfi í Kópavogi. Kvartaði hann undan meiðslum í baki og fótum en ekki lá fyrir hversu alvarleg meiðslin voru. Runnu í hálku og duttu í brekkum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.