Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 12

Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                       !!"! !# ! $$ % $" !& % %$ $             $  !   %$ %  '   %$ % %! % % $  %$ % %! % % $  !  % %! % % $  !                 ! #  #  %# % #          (  )  *+  ,            - . /0- - . /0-  - . /0-  $! %# &# $! %" %"& 1 !% 1    +   & -+    2    2 %"  .   #  ' 2    ' 2  + !%  ' 2       34     !  +   %"% -+ 2     2 %"  *  +  %$% -+    2 %$  '                  !  !   !   " ! Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LEIGUVERÐ á þorski er nú komið í 190 krónur á kílóið og hefur aldrei verið hærra. Björn Jónsson, kvóta- miðlari hjá LÍÚ, segir að framboðið sé afskaplega lítið og hann telji að verðið fari fljótlega í 200 krónurnar. Síðustu mánuði síðasta árs var leiguverðið í kringum 160 krónur, en það hefur svo hækkað hratt á þessu ári. Nýta heimildirnar sjálfir í auknum mæli Björn segir að nú liggi fyrir óskir um kvóta á 190 krónur, en fram- boðið sé afar takmarkað. Menn sem leigi til sín á þessu verði, hljóti að gera það út úr neyð. Menn séu kannski með bát, fiskverkun og fólk í vinnu og samninga um afhendingu og neyðist því til að leigja til sín á þessu verði. Það hljóti hins vegar að vera lítið út úr því að hafa annað en að skapa vinnu og standa við samn- inga. „Þróunin er sú að menn nýta heimildir sínar sjálfir í auknum mæli. Þeir geta þá tekið fiskinn inn í eigin vinnslu á viðráðanlegu verði og útkoman því mun betri en við leigu eða kaup á markaði. Annars ætti framboð að fara að aukast með þessu háa verði. Ef menn ætla sér að leigja frá sér er líklegt að þeir noti tækifærið til þess nú. Annars hafa menn náð að leigja til sín eitt- hvað af þorski, en verða þá oft að taka annað með eins og ýsu og ufsa,“ segir Björn Jónsson. Betri staða í ýsu og ufsa Það er ljóst að ekki er mikið út úr því að hafa að leigja til sín aflaheim- ildir í þorski á 190 krónur. Með- alverð á slægðum þorski á mörk- uðunum í gær var um 276 krónur á kílóið. Lágmarksverð á þorski í beinum viðskiptum er um 185 krón- ur fyrir fjögurra kílóa þorsk og stig- hækkar eftir stærð upp í 240 krónur fyrir þann allra stærsta, 8,5 kíló. Þar sem ekki er leyfilegt að láta áhafnir taka þátt í kvótakaupum verður að gera upp við áhöfn á gild- andi lágmarksverði hverju sinni. Það er því lítið til skiptanna að frá- dreginni kvótaleigunni. Staðan í ýsu og ufsa er allt önnur. Þar er framboð nægilegt og verð miklu lægra. Leiguverð á ýsu er til dæmis 42 krónur um þessar mundir, en meðalverð á fiskmörkuðum í gær var 233 krónur. Lágmarksverð á ýsu í beinum viðskiptum er frá tæplega 110 krónum fyrir 1,5 kílóa fisk upp í tæpar 135 krónur fyrir 2,6 kílóa fisk. Leiguverð á þorski komið í 190 krónur Í HNOTSKURN »Síðustu mánuði síðasta ársvar leiguverðið í kringum 160 krónur, en það hefur svo hækkað hratt á þessu ári. »Ef menn ætla sér að leigjafrá sér, er líklegt að þeir noti tækifærið til þess nú, þeg- ar verðið er í hámarki. »Staðan í ýsu og ufsa er alltönnur. Þar er framboð nægilegt og verð miklu lægra, til dæmis aðeins 42 krónur í ýsunni. ÚR VERINU Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RÚMUM sólarhring eftir að Fram- tíðarlandið kynnti sáttmála sinn um framtíð Íslands höfðu vel á annað þúsund manns skrifað undir sáttmál- ann, þar af var á annan tug þing- manna. Á vefnum framtidarlandid.is er almenningi boðið upp á þann möguleika að senda þingmönnum beiðni um að þeir skrifi undir sátt- málann og sýni þannig sitt „græna andlit“, en myndir af þingmönnum birtast á vef Framtíðarlandsins ým- ist í grænu eða gráu eftir því hvort viðkomandi hefur staðfest sáttmál- ann. Í sáttmálanum má lesa hvað slík staðfesting felur í sér fyrir stjórn- málamenn. Þar kemur fram að sátt- málinn feli í sér að ekki verði ráðist í frekari virkjunar- og stóriðjufram- kvæmdir fyrr en búið verði að af- greiða og samþykkja fyrsta og annan áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og að ramma- áætluninni í heild verði gefið lög- formlegt vægi. Í þessu felst í raun al- gjört stóriðjustopp, því tekið er fram í sáttmálanum að þetta útiloki ný ál- ver í Helguvík og á Húsavík, sem og stækkun álveranna í Straumsvík og á Grundartanga. Eftir því sem blaða- maður kemst næst gæti fyrrgreind rammaáætlun legið fyrir um áramót- in 2009–2010. Jafnframt felur sátt- málinn í sér að engum frekari rann- sóknarleyfum verði úthlutað fram að samþykkt fyrrgreinds rammaáætl- unar. Óskynsamlegt að stöðva alla framþróun í orkuvinnslu „Mér finnst mjög jákvætt að verið sé að vekja athygli á umhverfismál- um í aðdraganda kosninga og vonast til að það verði mjög áberandi mál í kosningabaráttunni,“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður um- hverfisnefndar Alþingis. Aðspurður segist hann hafa fengið nokkurn fjölda áskorana í formi tölupósts. „Það er alltaf gott að fá hvatningu og ég fagna þessu framtaki,“ segir Guð- laugur, sem hafði þegar Morgunblað- ið náði tali af honum ekki haft tíma til að kynna sér sáttmálann í þaula. „Ég hef haft mínar áherslur og hef starfað að umhverfismálum frá árinu 1990, þannig að það mun ekkert breytast,“ segir Guðlaugur og tekur fram að hann telji sig hafa í verki, m.a. sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur, sýnt hvaða áherslur hann hafi í stjórnmálum. Aðspurður segist Guðlaugur hafa lagt mikla áherslu á að menn klári vinnuna við rammaáætlunina sem fyrst. „En það væri mjög óskynsam- legt ef við ætluðum að stöðva alla framþróun í orkuvinnslu á meðan. Sérstaklega væri það óskynsamlegt ef menn ætluðu að halda áfram að vera í forystu í umhverfismálum,“ segir Guðlaugur og bendir á að Ís- lendingar standi framarlega í útflutn- ingi á sérþekkingu á sviði umhverf- isvænnar orkuvinnslu og að eigin nýting í heimalandi sé forsenda slíks útflutnings. „Ef menn ætla að stoppa það eru menn að stoppa nýsköpun á Íslandi, stoppa útflutning á þekkingu og hátækni,“ segir Guðlaugur. Skemmtilega ágeng nálgun „Mér finnst þetta fersk og skemmtilega ágeng nálgun. Stjórn- málamenn þurfa verulega á því að halda að fá aðhald og áreiti af þessu tagi þegar kosningar eru framund- an,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og félagi í Framtíðarlandinu, sem er einn þeirra þingmanna sem staðfest hafa sáttmálann. Að mati Kolbrúnar endurspeglar sáttmálinn þá hugarfarsbreytingu sem er að verða meðal meirihluta landsmanna þar sem umhverfis- verndarmálin eru að fá meira vægi. „Í huga okkar vinstri grænna er tækifæri til þess að breyta í vor vegna þess að almenningsálitið hefur snúist. Almenningur hefur vaknað til vitundar og er núna í gegnum svona sterka grasrótarhreyfingu að reyna að vekja stjórnmálaflokkana.“ Aðspurð segir Kolbrún niðurstöð- ur rammaáætlunar sem og auknar náttúrufarsrannsóknir og vistkerfis- skráningu sem lið í náttúruverndar- áætlun forsendu þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. „Þegar þessar tvær áætlanir liggja fyrir get- um við tekið þær ákvarðanir sem liggur fyrir að við þurfum að taka, þ.e. hvað á að vernda og hvar á að heimila nýtingu. Fyrr getum við það ekki,“ segir Kolbrún og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa dregið lapp- irnar í rannsóknarvinnunni og áætl- unargerð. Telur sáttmálann bæði málefnalegan og hófstilltan „Ég er afskaplega ánægð með að Framtíðarlandið skuli hafa tekið sér það fyrir hendur að búa til slíkan sáttmála um framtíð Íslands og reyna að ná um hann þverpólitískri samstöðu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, og tekur fram að sér finnist sáttmálinn bæði málefnalegur og hóf- stilltur. „Ég get fyllilega tekið undir sáttmálann efnislega, þó að ég hefði kannski kosið að haga hlutunum með öðrum hætti,“ segir Ingibjörg og heldur áfram til útskýringar: „Mér finnst mikilvægt að náttúran sé met- in á sínum forsendum, en ekki ein- vörðungu út frá nýtingu hennar til virkjunar vatnsafls og jarðvarma. Þess vegna viljum við í Samfylking- unni vinna rammaáætlun um nátt- úruvernd, en ekki bara rammaáætl- un um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.“ Aðspurð segir Ingibjörg stóriðju- stoppið sem sáttmálinn boði í algjör- lega samhljóm við stefnu Samfylk- ingarinnar. „Við höfum sagt að gera eigi hlé á öllum virkjunar- og stór- iðjuáformum af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að við vilj- um láta vinna rammaáætlun um nátt- úruvernd, þannig að þegar við tökum ákvarðanir um nýtingu náttúru- svæða þá séu það upplýstar ákvarð- anir. Hins vegar af því að við viljum ná niður þenslunni.“ Að sögn Ingibjargar finnst henni of langt gengið að stöðva algjörlega útgáfu rannsóknarleyfa meðan rammaáætlunarinnar sé beðið. „Ég geri ráð fyrir að ástæða þess að þau setji þetta svona fram sé að á rann- sóknarleyfum hefur hingað til hangið nýtingarleyfi. Ég vil gera þar alveg skýran greinarmun á,“ segir Ingi- björg og tekur fram að hún telji ekk- ert að því að það fari fram rannsóknir á vatnsafli, þó að fara þurfi af mun meiri varúð þegar komi að rannsókn- arleyfum vegna jarðvarmavirkjana á ósnortnum svæðum sökum þess að þeim fylgi ávallt rask. Nýting og verndun ekki andstæður „Ég fagna því alltaf þegar menn hafa áhuga á náttúrunni og umhverf- isvernd,“ segir Guðjón Ólafur Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins. Aðspurður segist hann þegar hafa fengið vel á annað hundrað áskoranir í tölvupósti um að skrifa undir sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð landsins og sagðist ekki útiloka að hann skrifaði undir, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég vil að það sem búið er að sam- þykkja, þ.e. gefa út leyfi fyrir eða bú- ið er að samþykkja í mati á umhverf- isáhrifum, að það standi,“ segir Guðjón og leggur áherslu á að hann sé ekki hlynntur því að menn hætti að nýta náttúruna alfarið, hvort heldur það sé til orkuvinnslu eða annars. „Ég vil að menn leiti leiða til að geta bæði nýtt og notið náttúrunnar, þar sem nýting og verndun eru ekki and- stæður í mínum huga.“ Guðjón minnir á að framsóknar- menn hafi lengi lagt áherslu á að gerðar verði áætlanir um það hvaða virkjunarkosti eigi að nýta og hvaða staði eigi að vernda. Vísar hann til lagafrumvarps sem umhverfisráð- herra lagði fram sem gerði ráð fyrir að annars vegar yrði undirbúin ein verndaráætlun og hins vegar ein nýt- ingaráætlun um virkjunarkosti. „Því miður náði þetta ekki fram að ganga vegna andstöðu stjórnarandstöðunn- ar.“ Ekki hrifinn af útfærslunni Í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðjón Arnar Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, ekki enn hafa haft tíma til þess að kynna sér sáttmála Framtíðarlandsins og því ekki geta svarað neinu um afstöðu sína til málsins. Tók hann fram að hann væri ekki hrifinn af þeirri leið sem Framtíðarlandið væri að fara með því að bjóða almenningi að senda þingmönnum beiðni um að skrifa undir sáttmálann. „Ég er sennilega búinn að fá um hundrað áskoranir. Mér finnst sjálfsagt að félagasamtök sendi manni póst og biðji mann um að skoða hann, en hins vegar er óþarfi að drekkja pósthólfum manns með sömu skilaboðunum til að afgreiða sama málið,“ sagði Guðjón og tók fram að slík leið væri ekki til þess fallin að vinna málinu jákvætt braut- argengi. „En að sjálfsögðu mun ég við tækifæri taka einhverja afstöðu til þess efnis sem í póstinum var,“ segir Guðjón. Fagna umræðu um umhverfismál  Þingmönnum hafa borist tugir og jafnvel hundruð áskorana frá almenningi í formi tölvupósta  Sáttmálanum lýst sem málefnalegum og hófstilltum  Ekki eru allir á eitt sáttir um aðferðina Guðlaugur Þór Þórðarson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kolbrún Halldórsdóttir Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón A. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.