Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 17

Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 17 ENGINN þurfti að skammast sín fyrir 90% húsfylli sinfóníutón- leikanna á fimmtudag, allra sízt Sjostakovitsj heitinn sem gruna mátti um meginaðdráttaraflið. Örstutt [4’] en því líflegri eld- flaugafantasía Stravinskíjs frá 1910 skerpti á tónlystinni sem heitk- ryddaður fordrykkur, og við tók Feigðareyja Rakhmaninoffs, sinfón- ískt ljóð frá 1907 í öllu kulnaðri og teygðari móð, samin við málverk er kann að tengjast Íslandi eins og fróðleg skrárskrif Árna Heimis Ingólfssonar bentu á. Verkið gat stundum minnt á ævintýrastíl Rimskíjs-Korsakoffs og hélt, þrátt fyrir stundum drunghæga trans- leita kafla, vel athygli í einbeittum flutningi SÍ. Síðast var 14. sinfónía Sjostako- vitsjar frá 1969, er nær mætti kalla e.k. rússneskt „Des Knaben Wun- derhorn“, við rússneskuð ljóð eftir Apollinaire, Rilke og Garcia Lorca; 11 alls og rituð fyrir aðeins 18 strengi og (mest) tvo slagverkara og selestu. Þrátt fyrir gegn- umgengt meginþema dauðans lét ótrúleg lýrísk litauðgi tónskáldsins hvergi að sér hæða. Burtséð frá einhverjum fágaðasta strengjaleik sem SÍ hefur áður framið var meiriháttar upplifun að eðaltúlkun einsöngvaranna, er hljómaði nánast eins og hið bezt fáanlega í heim- inum í dag fyrir einmitt þetta sér- stæða verk. Eðalraddir á eðalkvöldi Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Háskólabíó Stravinskíj: Flugeldar. Rakhmaninoff: Eyja hinna dauðu. Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 14. Einsöngur: John Tomlinson og Tatjana Monogarova. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba. Fimmtudaginn 15.3. kl. 19:30. Sinfóníutónleikar  FULLSETIN kirkja Krists kon- ungs í Landakoti myndaði full- komna umgjörð um fimm meist- araleg a cappella endurreisnarkórverk á laugardag. Flutt var í fyrsta sinn á Íslandi sex radda Requiem Tomásar de Vic- toria (1548–1611), ásamt smærri verkum eftir spænskan landa hans Cristóbal de Morales (1500–53) og franska Niðurlendinginn Josquin des Préz (1450–1521), þ.m.t. sorg- aróð Josquins um læriföður sinn Ockeghem. 14 manna kammerkór Carmina, þar af kontratenór, tenór og bassi úr ofangreindum brezkum kórum, söng hina vandmeðförnu einnar klukkustundar löngu dagskrá af agaðri innlifun og miklu stílrænu öryggi. Í afar viðeigandi hljómgun kirkjunnar var einkar auðvelt að setja sig í spor löngu liðinna tíma, ekki sízt eftir nýlokna BBC- leikþætti um Elízabetu I Breta- drottningu er uppi var undir lok endurreisnarskeiðsins. Upplifunin bar fegurstu merki tilurðartímans um rismikinn anda og heita trú. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristskirkja „Í afar viðeigandi hljómgun kirkjunnar var einkar auðvelt að setja sig í spor löngu liðinna tíma,“ segir m.a. í dómi. Kaþólskar kórperlur TÓNLIST Kristskirkja Kórverk eftir Victoria, des Préz og Mor- ales. Kammerkórinn Carmina ásamt meðlimum úr The Tallis Scholars og Kór Westminster Abbeys. Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfsson. Sunnudaginn 11. marz kl. 20. Kórtónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson LENGI skal salinn reyna. Þ.e.a.s. aðalsal Listasafns Íslands, sem fyrir skemmstu uppljómaði stjörnuleik Kammersveitar Reykjavíkur þvílíkum geislabaugi að ég hélt hann þá stundina nærri fullkomnasta eða a.m.k. van- metnasta kammersal höfuðborg- arsvæðisins. Nú er ég ekki eins viss. Í það minnsta hvað píanóhljómburðinn varðar. Því, með fyrirvara um fá- mennari aðsókn en við fyrr- greindan samanburð (og samsvar- andi minni líkamsdempun), var glymjandin á laugardag það áber- andi á Kristalskammertónleikum SÍ að mér fannst hún spilla áþreif- anlega fyrir víðast hvar glæsilegri spilamennsku. Hún hljómaði nú, einkum á sterkari stöðum, nálega eins og úr neðanjarðarlestarstöð, og gruggaði það að ósekju inn- byrðis skýrleika í að öðru leyti fáguðum og innblásnum samleik. Þetta átti við um öll þrjú verk dagskrár, eins ólík og þau annars voru. Tilkynnt var í upphafi um breytta niðurröðun (upphaflega Hafliði – Beethoven – Debussy). Varla það skýrmælt að allir heyrðu að fullu, en á móti var flestum tónlistarunnendum ætl- andi að geta greint á milli verka frá 1795, 1880 og 1993 út frá stíl einum. Heldur verra var að í sjálfri sér vel rituð tónleikaskráin nefndi hvorki þáttafjölda né -heiti, en það olli þó litlum vandræðum upp á að klappa á réttum stöðum er til kom. Að þeim agnúum frátöldum var mikil ánægja að túlkun efst- greindra hljómlistarmanna. Og þó að eldri stofutónlistarverk Beetho- vens og Debussys kæmu hlutfalls- lega verr úr ómvistinni en fram- sækið verk Hafliða Hallgrímssonar frá 1993, mátti samt nema gegnum staðarglyminn snemmtæk snilldartök hins unga píanóljóns frá Bonn fyrir fýrugt agaða tjáningu þremenninganna. Berangursleg tónaveröld Hafliða í sorg vegna fráfalls vinar og koll- ega í Skozku kammersveitinni skilaði sér einna bezt úr grjót- hörðum kalsa salarins, enda frá- bærlega leikin. Tiltölulega nýfundið og miður varðveitt handrit Debussys frá æskuvist hans hjá velgjörðarkonu Tsjækovskíjs í Moskvu, Nadezjdu von Meck, slapp og pinku betur fyrir hljómburðarhorn en Beetho- ven. Kannski ekki sízt þökk sé þess hvað eyru hlustenda höfðu í millitíðinni vanizt aðstæðum. Burgeisalega „salon“-skotið verkið (ásamt aðkenningu af Schumann og Brahms í fínalnum (IV)) þykir að vísu ekki sambærilegt við yngri meistaraverk Debussys, en var þó ekki laust við þokka, sízt í sjarm- erandi slavneskum álfapolka II. þáttar. Þar sem fyrr mátti kannski helzt harma hvað sýnilega meitlaðar flygilrunurnar fengu minna að skila sér en vert væri. Glymjandi glæsileikur Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Listasafn Íslands Beethoven: Píanótríó í G Op. 1,2. Hafliði Hallgrímsson: Metamorphoses Op. 16 (1993). Debussy: Píanótríó í G. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Una Sveinbjarnardóttir fiðla og Sigurgeir Agnarsson selló. Laugardaginn 10. marz kl. 17. Kammertónleikar GAMMAR héldu aðra tónleika sína í vetur eftir langt hlé. Þessir tónleikar voru mun betri en þeir á djasshátíð í september; sveitin kröftugri og þéttari og sér í lagi var altisti og höfuðtónskáld Gam- manna, Stefán S. Stefánsson, í essinu sínu. Tónleikarnir hófust og lauk á verki hans Af Niðarfjöllum þar sem wagnerískt drama og klassískt fönk gengu í eina sæng. Helmingur laga kvöldsins var nýr af nálinni, þar af tvö sem ekki heyrðust á djasshátíð. Björn Thor- oddsen gítarleikari, sem lék af- burðavel þetta kvöld, brá fyrir sig nýjum töktum og spann oft á neðra tónsviði gítarsins og var þá stundum blágresisblær í bræð- ingnum. Smágerð ballaða hans O er listasmíði. Ljúf í upphafi en undiraldan þung er á líður. Flat- eyjarkalýpsó Stefáns var snotur smíði en sætir vart tíðindum. Svo var eins og Lou Donaldson væri kominn með sitt lið í Hulafönk Stefáns og þá var Þórir Bald- ursson öflugur á hammondinn og Bjarni Sveinbjörnsson rafbassa- leikari og Scott McLemour trommari þéttir. Makalaust kröft- ugur trommari McLemour. Mikið stuð var á einleikurunum í Ókeyp- is inn eftir Björn og Stefán spann enn betur í djömpblússtílnum með frjálsdjassinnskotunum en fyrr. Kröftugur djassbræðingur þar sem fínar tónsmíðar og frábærir sólóar héldust í hendur. Gammar geysast fram Vernharður Linnet TÓNLIST Múlinn á DOMO Jazz. Fimmtudagskvöld 15.4. 2007. Gammar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.