Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 21
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 21
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni
ekki í síma eða á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
Sérstök fyrirtæki!
1. Ein þekktasta bjórstofa landsins. Er að selja drykkjarvörur
fyrir á 200 millj. á ári. Best staðsetti pöbbinn í borginni
og sá þekktasti. Allir þekkja þennan pöbb jafnvel
bindindismaður eins og sá sem þetta skrifar (drekkur hann í
laumi?). Góð framlegð. Einstakt tækifæri sem sjaldan
koma. Selur um 85 þús. lítra af kranabjór á ári.
2. Glæsilegasta hársnyrtistofa á 101 svæðinu í borginni.
Tilbúin til afhendingar strax. Þekkt fyrir góða og vandaða
vinnu. Heimasíða. 6 stólar, 4 förðunarstólar, aðstaða fyrir
tengda aukavinnu.
3. Nú er lag. Myndlistarverslun til sölu einmitt þegar listaverk
eru að þjóta upp í verði. Þekkt verslun sem flestir kannast
við. Til sölu og afhendingar strax. Stofnkostnaður að baki.
4. Tveir söluturnar og bensínsjoppur til sölu á Suðurnesjum,
mikið að gera í báðum. Liggja nálægt hver annarri. Seljast
saman enda hagkvæmt að nýta þær saman.
5. Stór söluturn við einn stærsta menntaskóla borgarinnar.
Mikil verslun. Ísvél og grill á staðnum sem er mikið notað.
Minna að gera á sumrin. Húsnæðið getur einnig verið til
sölu. Örugg og góð vinna sem gefur mikið af sér.
6. Gistiheimili sem er 400 fm og með 13 herbergjum, tilbúið
til notkunar. Allt fylgir með nema rúmteppin. Staðsett á
101 svæðinu og því ein besta fasteigna-fjárfesting sem
hægt er að gera í Reykjavík, hvernig sem reksturinn
gengur. En á þessu svæði er alltaf fullbókað.
Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari
einstaklega fögru borg. Flogið er út að morgni föstudagsins langa og
komið heim á fimmtudegi eftir páska (aðeins 3 vinnudagar). Prag hefur
skipað sér sess sem eftirlæti
Íslendinga sem fara þangað í
þúsundatali á hverju ári með
Heimsferðum. Fararstjórar okkar
gjörþekkja borgina og kynna þér
sögu hennar og heillandi
menningu. Apríl er frábær tími til
að heimsækja borgina - vorið
komið á fulla ferð og borgin
hreint yndislega falleg. Bjóðum
nú frábært tilboð á glæsilegum
fimm stjörnu lúxushótelum
Hilton Hotel eða Hotel Corintia
Towers. Gríptu tækifærið og
skelltu þér til þessarar frábæru
borgar og njóttu þess að hafa
allan aðbúnað í toppi.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Lúxuspáskar í
Prag
6.-12. apríl
frá kr. 69.990
Ótrúlegt verð - Aðeins 16 herbergi
Verð kr. 69.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi, 6. apríl í 6
nætur á Hilton Hotel ***** eða Hotel Corintia
Towers ***** með morgunmat.
Ath. takmarkaður herbergjafjöldi í boði á hvoru
hóteli fyrir sig.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Fimm stjörnu páskar
Hilton Hotel *****
eða
Hotel Corinthia Towers *****
6 nátta páskaferð
Í Bolungarvíkinni er björgulegt lífið
segir í upphafi „þjóðsöngs“ Bolvík-
inga sem kyrjaður er við öll tæki-
færi, lítil sem stór. Raunveruleikinn
er auðvitað sá að lífið er mis-
björgulegt eins og víðast hvar og
hér er svo sannarlega við ýmis
vandamál að glíma sem bæjarbúar,
hver um sig og sameiginlega, tak-
ast á við dag hvern.
Það er þó óumdeilt að hin
smærri samfélög hafa ýmsa kosti
fram yfir þau stærri þá sérstaklega
er lýtur að fjölskyldu og fé-
lagslegum þáttum mannlífsins.
Fyrir viku, á björtum vetrardegi,
komu boð frá Veðurstofu Íslands
um að rýma þyrfti fimm íbúðarhús
efst í bænum, við Dísarland og
Traðarland.
Staðkunnugir menn töldu víst að
nú hefði brostið á einhver kerfis-
feill, bilun í tölvukerfi eða annað
álíka enda búið að vera einmuna
snjólétt um þessar mundir.
Rýming þessara húsa var byggð
á þeirri viðbragðsáætlun sem Veð-
urstofan styðst sem tekur mið af
veðurspá, snjóalögum og ekki síst
bindingu snjóþekjunnar í hlíðum
fjalla, að þessu sinni Traðarhyrnu
sem skýlir bæjarstæðinu fyrir
norðanáttunum.
Það sem brennur hvað mest á
bæjarbúum er hin neikvæða um-
ræða sem vart verður þegar grípa
þarf til þessara nauðsynlegu örygg-
isráðstafana, þá sérstaklega meðal
fólks sem ekki þekkir til.
Þrátt fyrir þessar rýmingar þá
gengur lífið í bænum sinn vanagang
en þetta er auðvitað mikið óþolandi
rask fyrir það fólk sem býr við þær
aðstæður að vera vísað að heiman,
með litlum fyrirvara, um lengri eða
skemmri tíma.
Nú hillir undir það að úr fari að
rætast því innan fárra vikna má
reikna með að gerð varnargarðs
fyrir ofan byggðina verði boðin út
og framkvæmdir geti hafist í sum-
arbyrjun. Undirbúningur að gerð
varnarmannvirkisins hefur staðið í
rúman áratug, m.a. hefur mála-
rekstur vegna uppkaupa sex húsa
við Dísarland staðið í nokkur ár en
lyktir náðust í þeim málum á síð-
asta ári.
Aflabrögð hafa verið mjög lítil að
undanförnu, tíðarfar til sjávarins
hefur verið einmuna erfitt það sem
af þessum mánuði .
Nú stendur sem hæst steinbíts-
veiðitímabilið en sökum gæftaleysis
hefur illa gengið að sækja á þau
mið.
Afli sem landað hefur verið í Bol-
ungarvík í janúar og febrúar er er
tæpum 200 tonnum minni en á
sama tíma í fyrra. Ástæður þessa
má rekja til þess að nú eru gerðir
út færri bátar sem hafa yfir að ráða
minni kvóta en líka þess að tíðarfar
var öllu stöðugra í fyrra en í ár.
Á móti vegur að fiskverð hefur
verið mun hærra það sem af er
árinu.
Bolvíkingar hafa þurft að horfa
upp á verulegan samdrátt í smá-
bátaútgerðinni frá því að sá útgerð-
arflokkur var kvótasettur í upphafi
fiskveiðiárs 2004 til 2005.
Síðasta árið sem dagakerfið var
við lýði lönduðu 140 bátar í Bolung-
arvík, ári síðar fækkað þeim um
helming og það sem af er þessu
fiskveiðiári hafa aðeins um 30 bátar
landað afla sínum í Bolungarvíkur-
höfn.
Nýlega var gengið frá samstarfs-
samningi um stofnun fræðaseturs
Háskóla Íslands í Bolungarvík.
Að samkomulaginu standa Há-
skóli Íslands, Náttúrustofa Vest-
fjarða og Bolungarvíkurkaupstaður.
Setrinu, sem heitir Fræðasetur
HÍ í Bolungarvík, er ætlað að verða
öflug rannsóknarstöð í ferða-
málafræði í tengslum við náttúru,
umhverfi, sögu og lífshætti á Vest-
fjörðum.
Þá er því jafnframt ætlað að vera
starfsvettvangur vísindamanna frá
m.a. samstarfsaðilum setursins og
aðstaða fyrir fræði- og vísindamenn
til lengri eða skemmri dvalar.
Í samkomulagi stofnaðila kemur
fram að Háskóli Íslands leggur til
sex milljóna króna framlag á ári til
að byggja upp þverfaglega rann-
sóknarstofnun fyrir vísindamenn og
nemendur skólans. Bolungarvíkur-
kaupstaður leggur til samstarfsins
skrifstofuaðstöðu og íbúð fyrir
fræðimenn sem koma til lengri eða
skemmri dvalar á vegum Fræðaset-
ursins og Náttúrustofa Vestfjarða
leggur til alla aðstöðu sem nýst
gæti aðilum sameiginlega.
Með tilkomu Fræðaseturs HÍ í
Bolungarvík skapast eitt stöðugildi
og má reikna með því að á næst-
unni verði ráðinn fræðimaður í þá
stöðu.
Morgunblaðið/ Gunnar Hallsson
Leikur í snjó Þrátt fyrir rýmingar vegna snjóflóðahættu gegnur lífið í Bol-
ungavík sinn gang og börnin láta slíkt ekki trufla leik sinn.
BOLUNGARVÍK
Gunnar Hallson fréttaritari
Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd tekur eftir því að
framboðum fjölgar:
Gamla fólkið fer af stað,
framboð kýs að mynda.
Einkum vegna þess að það
þarfnast mannréttinda!
Karlalandsliðið í knattspyrnu
hefur hækkað um nokkur sæti á
heimslistanum frá því í janúar.
Slíkt hefur ekki gerst lengi.
Hreiðar Karlsson yrkir:
Margur í sóknina vasklegur velst
og vörnin er stabíl yfirleitt.
Gengið á liðinu hækkar þó helst,
hafi það ekki spilað neitt.
Davíð Hjálmar Haraldsson
bendir á að í knattspyrnunni eigum
við kvennalandslið líka. Og að
stelpurnar okkar hafi unnið
Kínverja, þótt þeir hafi verið með
rembing framan af leik.
Kínverjarnir kepptust við um skeið,
knettinum með list í eyður stungu,
en virtust þreytast er á leikinn leið
og lémagna á endanum þeir sprungu.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
bætir við:
Í knattspyrnunni komst á blað
kvennaliðið stórgóða.
Frægar urðu fyrir hvað
flott þær sprengdu Kínverja.
VÍSNAHORNIÐ
Af fótbolta og
gömlu fólki
pebl@mbl.is
kom ekki á óvart að sjá
slíkt hjá húmoristanum
Óskari Magnússyni,
forstjóra Trygginga-
miðstöðvarinnar. Ósk-
ar flutti aðalfundar-
gestum sínum nokkur
sýnishorn af umsögn-
um er viðskiptavinir
TM höfðu sent félag-
inu, flestar jákvæðar að
sjálfsögðu. Óskar mátti
til með að láta þessa
fljóta með, sem Guð-
mundur nokkur hafði
sent félaginu: „Ég hef
nú fengið margar léleg-
ar jólagjafir í gegnum
tíðina en það sem mér
barst frá Tryggingamiðstöðinni
núna fyrir jólin slær allt annað út.
Eitthvert batterí í einhvern reyk-
skynjara. Ég hefði nú haldið að þið
gætuð verið frumlegri en það, þið
hefðuð að minnsta kosti getað sent
mér þrjú batterí þar sem ég er jú
auðvitað með fleiri en einn reyk-
skynjara.“
Skemmtileg ábending hjá Guð-
mundi og minnir Víkverja á andann í
jólalagatextanum Kæri Jóli. Hvað
skyldi TM gefa um næstu jól?
x x x
Yfir í annað. Allt varð vitlaust ádögunum yfir meintri og boð-
aðri klámráðstefnu hér á landi en
hvað finnst femínistum, karlrembum
og siðapostulum um auglýsingar Víf-
ilfells á Coke Zero? Víkverja finnst
nóg um klámyrði og mannfyrirlitn-
ingu sem þar birtist. Núll og nix.
Hlutafélög stór ogsmá halda aðal-
fundi sína þessa dag-
ana þar sem rekstur
síðasta árs er gerður
upp. Flest hafa félögin
haft ástæðu til að
gleðjast yfir góðri af-
komu og hluthafar hafa
getað gengið saddir af
aðalfundum, með léttar
veitingar í maga og
góðar arðgreiðslur í
hendi, sumir með troð-
fulla vasa, og stigið upp
í eðalvagna sína eða
einkaþotur. Síðan eru
aðalfundir haldnir þar
sem engar eru arð-
greiðslurnar og hluthafar geta að-
eins glaðst yfir veitingunum.
Til allrar hamingju á Víkverji ekki
lengur eitt einasta hlutabréf og því
laus við spennu eða áhyggjur af því
hvort slík bréf skili einhverju í aðra
hönd. Hefur Víkverji ekki enn jafnað
sig á að hafa selt lítilræði í Búnaðar-
bankanum á sínum tíma, skömmu
fyrir einkavæðinguna, til að eiga fyr-
ir lántökukostnaði við íbúðarkaup.
Fengust skitnar 60 þúsund krónur
út úr þeirri sölu. Hefði Víkverji hald-
ið bréfunum og ætti nú í Kaupþingi,
gæti hann selt sömu bréf á 15 millj-
ónir króna!
x x x
Ræður á aðalfundum eru sjaldn-ast skemmtilegar, þar sem
þuldar eru upp endalausar tölur og
lofsyrði um eigið ágæti. Inn á milli er
gamanyrðum laumað að og Víkverja
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is