Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 22
daglegt líf
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
E
inn ákafasti aðdáandi íslenska
víkingatímans er Gregory Catt-
aneo, franskur fræðimaður sem
búsettur er hér á landi um þess-
ar mundir. Gregory státar af
þremur mismunandi BA-gráðum og tveimur
meistaragráðum auk þess sem hann vinnur nú
að þeirri þriðju. Hann talar nokkur tungumál,
er afreksmaður í sundi og eins og sönnum
Frakka sæmir er matargerð ástríða hans. Þar
að auki er hann yngsti kennarinn við Háskóla
Íslands enda ekki nema 22 ára að aldri.
„Ég hef alltaf verið hrifinn af víkingum og
íslenskri sögu,“ svarar Gregory þegar hann er
inntur eftir því hvað ber hann til landsins
kalda í norðri. „Þökk sé bróður mínum þá upp-
götvaði ég franskar teiknimyndasögur um
Thorgal Aegisson þegar ég var 14 ára. Þær
fjalla um víkinga, sterka karaktera sem vöktu
forvitni mína og mig langaði að læra meira um
þessa garpa. Lengi vel var þetta bara áhuga-
mál því við lærðum ekkert um víkingana í skól-
anum. Í staðinn las ég mér til í frístundum en
það var ekki fyrr en ég kom til Íslands sem
einhver alvara færðist í málið.“
Það gerðist árið 2005 þegar Gregory innrit-
aði sig í Háskóla Íslands, í nýtt meistaranám í
íslenskum miðaldafræðum sem Guðrún Nor-
dal stýrði. „Ég lauk því síðastliðið sumar en
vildi ekki fara aftur í nám til Frakklands svo
ég ákvað að vera hér í eitt ár í viðbót og taka
meistaragráðu í fornleifafræði. Ég á þó von á
því að ég fari héðan í júlí 2008 því þá langar
mig að hefja doktorsnám í fornleifafræði.“
Hann segir litla þekkingu um víkingana í
heimalandi sínu. „Eiginlega er öllum líka sama
um þá,“ segir hann hlæjandi. „Mig langar að
sýna fólki fram á að víkingarnir voru ekki bara
villimenn heldur áttu þeir eigin menningu og
voru vel siðmenntaðir. Íslensku fornsögurnar
eru sennilega með merkilegustu bókmenntum
miðalda og a.m.k. jafn mikilvægar og frönsku
bókmenntirnar. Ég vil því gera mitt til að
stuðla að því að hugarfar Frakka gagnvart
þeim breytist – það er nánast eins og köllun
fyrir mig.“
Klikkaður skóli
Gregory er vanur miklum aga við nám því
þrátt fyrir ungan aldur hefur hann lokið þrem-
ur BA-gráðum, í sögu, heimspeki og frönskum
bókmenntum, auk meistaragráðanna sem
bráðum verða þrjár talsins. BA-gráðurnar tók
hann við CPGE Khâgne-skólann í Orléans í
Frakklandi og tvær þeirra hafa verið stað-
festar formlega af Háskólanum í Orléans.
„Frakkar hefja háskólanám um 18 ára aldur
en CPGE Khâgne er ætlaður allrabestu nem-
endunum í Frakklandi á hverjum tíma.
Napóleon fyrsti stofnaði þennan skóla en eins
og menn vita var hann eiginlega klikkaður.
Hann skapaði þennan klikkaða skóla fyrir
klikkaða nemendur. Til dæmis er ekki ætlast
til að nemendur sofi meira en fjóra tíma á
nóttu og þeir þurfa að lesa a.m.k. eina náms-
bók á dag, sjö daga vikunnar til að halda
dampi. Þannig er hægt að ljúka þremur BA-
gráðum á þessum tíma. Kröfurnar eru gríð-
arlegar og oft kikna nemendurnir undan þeim
– sjálfsmorðstíðnin er hvergi hærri meðal ung-
linga í Frakklandi en einmitt þar.“
Gregory segist í raun hafa verið slakur nem-
andi áður en hann hóf nám við CPGE Khâgne.
„Fyrsta árið var því mjög erfitt og ég þurfti að
temja mér alveg ný vinnubrögð. Það gekk hins
vegar ágætlega og þegar ég lauk námi útskrif-
aðist ég efstur yfir skólann og var meðal fimm
efstu námsmannanna í Frakklandi.“
Að því loknu innritaðist hann í Sorbonne-
háskólann í París og lauk þaðan meistaragráðu
í miðaldasögu með hæstu einkunn áður en
hann hélt til Íslands.
Íslensku miðaldafræðin sem Gregory lauk í
fyrra voru kennd á ensku en nú nemur hann
fornleifafræði á íslensku og á íslenskum styrk.
Gangi áætlanir hans eftir verða rússneskir vík-
ingar hins vegar ofan á í doktorsnáminu sem
hann hyggst ráðast í að einu og hálfu ári liðnu.
„Þess vegna verð ég að fara frá Íslandi – hér
er enginn leiðbeinandi fyrir doktorsnema í
þessum fræðum. Allir þeir bestu eru í Svíþjóð
og Noregi svo ég stefni á að fara þangað en
sennilega mun ég starfa heilmikið í Rússlandi,
Úkraínu og öðrum austantjaldslöndum á
námstímanum.“
Tungumálið setur Gregory ekki fyrir sig,
enda liggja erlendar tungur vel fyrir honum.
Auk frönskunnar hefur hann lært ensku,
spænsku, ítölsku, grísku, latínu, fornegypsku,
ofurlitla arabísku auk norrænna tungumála á
borð við sænsku, norsku og íslensku en m.a.
vinnur hann að þýðingum á íslenskum forn-
sögum yfir á frönsku, s.s. Íslendingabók.
Maturinn og veðrið
kolómögulegt
Þungar og rykugar fræðiskruddur hafa ekki
sérlega frísklegt yfirbragð og því verða margir
undrandi þegar þeir komast að því að Gregory
er afreksmaður í íþróttum. Hann lærði að
synda sex ára og 14 til 15 ára átti hann sæti í
unglingalandsliði Frakka í sundi. Eftir það
keppti hann á innanlandsmótum til 17 ára ald-
urs. „Þetta er náttúrlega stórfurðulegt,“ segir
hann hlæjandi. „Venjulega er maður ann-
aðhvort góður námsmaður eða góður íþrótta-
maður – þú getur eiginlega varla verið hvort
tveggja. Ég hef hins vegar alltaf notið þess að
synda og núna er ég að þjálfa sund hjá Ægi.
Þar hefur Gústaf Adolf Hjaltason reynst mér
einstaklega vel. Fyrst eftir að ég kom þjálfaði
ég 18 tíma á viku en núna þjálfa ég hóp fullorð-
inna einstaklinga þrisvar í viku sem eru eig-
inlega að læra að synda upp á nýtt. Flestir
kunna lítið annað en svona „ömmu-bringu-
sund“ svo ég kenni þeim skriðsund, alvöru
bringusund, baksund og svolítið flugsund.
Markmiðið er að þeim líði vel í vatninu og
þreytist ekki eins mikið við sundið.“
Köfun er líka ofarlega á lista hjá Gregory
sem eyðir sumrunum iðulega við grunnsjáv-
arköfun við suðurhluta Frakklands. „Í fram-
tíðinni dreymir mig um að starfa við neðan-
sjávarfornleifafræði og grafa upp norsk og
dönsk víkingaskip. Ég gæti líka vel hugsað
mér að skoða fornleifar í vötnum í Rússlandi.“
Enn hefur hann ekki kafað hér við land en það
er á dagskránni. „Ég hreinlega verð að kafa í
Þingvallavatni áður en ég fer héðan – það er
einstakur staður í veröldinni því vatnið þar er
svo tært og kalt. Eins langar mig mikið að kafa
í Jökulsárlóni.“
Sennilega eru fáir menn eins háðir því að
vera vel skipulagðir og Gregory því fyrir utan
það sem að ofan er talið kennir hann franskar
bókmenntir og franska nútímasögu við Há-
skóla Íslands og einn fyrirlestur þar á bæ
krefst margra daga undirbúnings. Þar fyrir
utan er hann ástríðukokkur og útskýrir það á
einfaldan hátt: „Ég er franskur svo mér finnst
gaman að elda,“ segir hann og yppir öxlum.
„Við Frakkarnir tökum okkur alltaf tíma í
eldamennskuna.“
Íslenskt hráefni á þó ekki upp á pallborðið
hjá honum, ekki frekar en veðrið sem honum
finnst kolómögulegt. Náttúran höfðar heldur
ekkert sérstaklega til hans svo það liggur
beinast við að spyrja hvað í allri veröldinni
heldur honum hérna úti á hjara veraldar? „Það
er íslenski hugsunarhátturinn,“ svarar hann
að bragði. „Íslendingar eru svo afslappaðir.
Frakkar eru mjög stoltir og sjá bara naflann á
sjálfum sér. Í Frakklandi er líka mikil stétta-
skipting og fólk festist auðveldlega í ákveðnu
fari en hér virðist fólk geta skipt um vinnu
þegar það vill. Þegar ég kom uppgötvaði ég að
Íslendingar eru mjög forvitnir og opnir fyrir
annarri menningu en sinni eigin. Þeir eru líka
menntaðir og hér er ekki eins mikið stress og í
Frakklandi. Það er afstaða sem ég kann vel að
meta.“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Miðaldir „Mig langar að sýna fólki fram á að víkingarnir voru ekki bara villimenn heldur áttu þeir eigin menningu og voru vel siðmenntaðir,“ segir franski fræðimaðurinn Gregory Cattaneo.
Í víking frá Frakklandi
Teiknimyndahetjan Thorgal Aegisson á sök á því að bókabéusinn, afrekssundmaðurinn, tungumálaséníið og
ástríðukokkurinn Gregory Cattaneo dreif sig á hjara veraldar til að grufla í íslenskum miðaldaskruddum.
„Til dæmis er ekki ætlast til að
nemendur sofi meira en fjóra tíma
á nóttu og þeir þurfa að lesa
a.m.k. eina námsbók á dag …“