Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 25
hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 25 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Við höfum verið beðnir um að útvega 800-1200 fermetra skrifstofu- og þjónusturými á svæðinu frá Borgartúni og að Fossvogi. Fleiri staðir koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Við höfum verið beðin um að útvega fjársterkum kaupanda hús í Fossvogi. Staðgreiðsla fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST Þ etta byrjaði þannig að Heilsupósturinn ákvað að stefna á hnjúkinn,“ segir Sveinbjörn R. Svavarsson, vinnslu- stjóri hjá Póstinum. Nefndur hnjúk- ur er Hvannadalshnjúkur en allt að 100 starfsmenn Póstsins og makar þeirra ákváðu að taka þeirri áskorun að ganga á hnjúkinn 19. maí í vor. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma, menn hafa gengið í hópum, auk þess sem starfsmönnum er í sjálfsvald sett hvernig þeir standa að undirbúningnum. „Í fram- haldi af því hefur verið farið í ákveðnar göngur til að þjálfa liðið í að fara í fjallgöngur,“ heldur Svein- björn áfram. „Ég er nú ekki búinn að mæta í allar göngurnar,“ segir hann kíminn. „Það fer svolítið eftir því hvort tekið er fram í auglýsingunni að það sé skyldumæting fyrir þá sem ætla sér á hnjúkinn hversu margir mæta í hverja göngu.“ Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustudeildar, ætl- ar sér líka á hnjúkinn í vor. Hún kveðst hafa verið dugleg að mæta í undirbúningsgöngurnar en þær hafa verið farnar t.d. á Esjuna, Móskarðs- hnjúka og önnur nálæg fjöll við höf- uðborgarsvæðið. „Það má eiginlega segja að undirbúningurinn hafi hafist fyrir fjórum árum,“ segir nú Ingi- björg Sigrún, „beint og óbeint. Þá byrjaði hið svokallaða heilsupósts- verkefni. Þetta er fjórði veturinn sem fyrirtækið í heild er með markvisst prógramm fyrir starfsmenn til að efla okkur og styrkja. Í ár er svo áskorunin annaðhvort að fara á hnjúkinn eða á Esjuna eftir því sem geta hvers og eins býður upp á. Þannig að margir hverjir hafa leynt og ljóst verið að undirbúa sig allan tímann,“ segir hún og bætir við að hún sé í tíu manna hóp sem æfir sam- eiginlega fyrir gönguna miklu. „Við hittumst reglulega og stefnum núna á að hittast vikulega til að ganga upp á fjöllin hér í kring, Esjuna og Úlf- arsfell og svona, til viðbótar við hitt prógrammið, og æfa okkur enn frek- ar.“ Pósturinn hefur staðið fyrir reglubundnum mælingum sl. fjögur ár að sögn Ingibjargar Sigrúnar. „Við mælum reglulega þyngd, fi- tuprósentu og mittismál auk þess sem við höfum fylgst með vöðva- styrk, blóðþrýstingi og kólesteróli. Það er mismunandi milli ára hvað er mælt en auk þess er boðið upp á fræðsluerindi.“ Starfsmönnum er jafnframt beint inn á líkamsrækt- arstöðvar og þeir hvattir til að lyfta lóðum til að styrkja og undirbúa lík- amann fyrir komandi átök. Mikil samkeppni „Þeir sem ekki ætla á hnjúkinn geta verið með í mælingunum og í sínu eigin átaki. Ég er í tíu manna hópi og við höfum sett niður á blað hver árangurinn hefur verið og það er mikil samkeppni í gangi,“ segir Sveinbjörn léttur. „Þeir sem sjá um mælingarnar lesa í tölurnar og ákvarða hver er „sigurvegarinn“ í hvert sinn og það er innbyrðis keppni í gangi, bæði í að bæta vöðvamassa og losa sig við fituprósentu.“ Í fyr- irtækinu er þannig almenn heilsuefl- ing í gangi fyrir alla sem vilja bæta líkamsástand sitt. Leiðbeinendur starfsmanna Pósts- ins eru ekki af verri endanum, enda þrælvanir menn þar á ferð. Ingþór Bjarnason og Haraldur Örn Ólafs- son, pólfarar með meiru, hafa haldið utan um gönguferðir vetrarins og munu leiða þá áfram sem ætla sér alla leið á hnjúkinn. „Það verður einn leiðsögumaður á hverja tíu þannig að það verður gengið í litlum hópum upp á hnjúkinn,“ segir Ingibjörg. Um 1.200 manns vinna hjá Póstinum og á þessum fjórum árum sem heilsupóst- sverkefnið hefur verið í gangi hafa alla jafna um 500 starfsmenn tekið virkan þátt á ári hverju með mismun- andi markmið í huga. Til að mynda léttust starfsmenn Póstsins um 700 kíló og bættu á sig 100 kílóum af vöðvum veturinn sem verkefnið hófst. „Það er svo hvetjandi, fyrir utan hvað það er þægilegt, að þeir sem mæla okkur koma hingað,“ segir Sveinbjörn. „Það munar svo miklu að geta gert þetta í vinnunni, maður fær þetta allt upp í hendurnar.“ Fínn taktur í mötuneytinu Að sögn Sveinbjörns og Ingibjarg- ar Sigrúnar gerir svona átak innan fyrirtækis gríðarlega mikið fyrir starfsandann. „Maður kynnist stærri hóp innan fyrirtækisins og á öðrum forsendum, þetta eflir hópinn sem annars vinnur ekki saman innan fyr- irtækisins,“ segir Sveinbjörn. Ingi- björg Sigrún segir minna um veik- indi og í heildina sé miklu skemmtilegra í vinnunni. Sá matur sem boðið er upp á í mötuneytinu dregur að einhverju leyti dám af átaki starfsmanna. „Þegar þetta byrjaði var svolítið tekið á því og hef- ur þróast síðan, kominn fínn taktur í þetta,“ segir Sveinbjörn. „Það er sal- atbar og boðið upp á fría ávexti. Svo er líka möguleiki á að fá óhollari mat, fólk bara velur.“ „Já, við fengum ráðgjafa hingað fyrir fjórum árum til að fara yfir mötuneytin hjá okkur,“ segir Ingi- björg Sigrún, „og til að gefa okkur góð ráð. Unnið hefur verið markvisst að því að gera matinn hollari án þess að taka alla óhollustuna út, fólk hefur val,“ segir hún og hlær. „Maður sér samt mun minni ásókn í sætindin nú en áður. Fólk kýs að borða hollari mat. “ Hægt af stað Þau Sveinbjörn og Ingibjörg Sig- rún ráðleggja þeim sem vilja feta í fótspor þeirra að byrja rólega og taka eitt skref í einu. „Það er mjög gott að fá einhverja ráðgjöf,“ segir Sveinbjörn, „um hvernig rétt er að fara af stað. Sumir fara of hratt í byrjun sem verður til þess að þeir gefast bara upp. Það borgar sig að finna sinn takt og fara ekki of geyst.“ Þó að í upphafi hafi heilsupóstsverk- efnið verið heilsuátak hefur það með tímanum þróast í að verða einfald- lega breyttur lífsstíll. „Það má segja að við séum alla daga í átaki,“ segir Ingibjörg Sigrún að lokum og bætir við að gaman sé fyrir þau í höf- uðstöðvunum að fá fréttir af félögun- um úti á landi þegar þeir hafa afrek- að eitthvað stórt og það hvetji þau á höfuðborgarsvæðinu til að halda áfram á sömu braut. Heilsupósturinn stefnir á toppinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Nokkrir starfsmenn Póstsins taka rösklega göngu til að búa sig undir gönguna á Hvannadalshnjúk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefna hátt Þau Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður þjón- ustudeildar Póstsins, og Sveinbjörn R. Svavarsson vinnslustjóri ætla sér bæði að fara alla leið á topp Hvannadalshnjúks. Til að mynda léttust starfsmenn Póstsins um 700 kíló og bættu á sig 100 kílóum af vöðvum vet- urinn sem verkefnið hófst. Um 100 starfs- menn Póstsins stefna ásamt mökum á Hvannadalshnjúk HÆTTAN á að krækja sér í ör- lagaríka salmonellusýkingu er ekki ofarlega í huga danskra neytenda þegar þeir standa á haus ofan í kæliborðum verslana, að því er ný rannsókn sýnir og sagt er frá á fréttavef Berlingske Tidende. Danir voru spurðir um afstöðu til kjúklingaafurða og neyslu sína á þeim. Niðurstöðurnar eru ekki upp- lífgandi fyrir danska kjúklinga- framleiðendur sem rembast eins og rjúpan við staurinn til að halda dönskum kjúklingum lausum við salmonellu. Einungis 9% aðspurðra telja það skipta máli að afurðirnar séu lausar við salmonellu og kam- fýlóbakter þegar valinn er kjúkling- ar á matarborðið. Hins vegar sögðu 20% verðið skipta miklu máli. „Mér sýnist á öllu að danskir neytendur tefli í tvísýnu með heils- una,“ er haft eftir Per. V. Møller, framkvæmdastjóra eins stærsta ali- fuglabús í Danmörku, Rose Poultry. Það, hversu verðið er mikilvægt fyrir Dani, sýnir vel hver þróunin hefur verið í kjúklingaframleiðslu í Danmörku undanfarin ár. 42% allra seldra kjúklinga í Danmörku voru innflutt árið 2006. Til samanburðar má geta þess að árið 2005 voru inn- fluttir kjúklingar 29% heildarneysl- unnar. Þó að danskir neytendur spari einhverjar krónur á því að kaupa innfluttar kjúklingaafurðir marg- faldast hættan á salmonellu- sýkingum. Árið 2006 fannst salmon- ella í 2% danskra kjúklingaafurða en í allt að 26% innfluttra kjúklinga- afurða. Vísbendingar eru þó um að hræðslan við salmonellu sé meiri meðal eldri neytenda. Svarendur sem voru aldrinum 50–59 ára í rannsókninni sögðu óttann við salm- onellu hafa áhrif í 16% tilfella, en 13% þeirra gáðu að því hvert verðið var. Vilja ódýran kjúkling Morgunblaðið/Árni Sæberg Girnilegur er hann En er hann ódýr og laus við salmónellu? Verðið hefur meira að segja en salmon- ellan þegar Danir kaupa kjúkling neytendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.