Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STEFNA FJÓRÐUNGS ÞJÓÐARINNAR? Vinstrihreyfingin – grænt fram-boð hefur mikinn meðbyr þessadagana samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana. Um fjórðungur þjóð- arinnar og um þriðjungur kvenna seg- ist myndu greiða flokknum atkvæði sitt í þingkosningum. Hátt í 60% lands- manna geta hugsað sér að VG setjist í ríkisstjórn að kosningum loknum, sam- kvæmt könnun Gallup fyrir Morgun- blaðið og RÚV. Fylgisaukning VG er vafalaust til- komin vegna áherzlu flokksins á um- hverfismál annars vegar og jafnrétt- ismál hins vegar. Þetta eru þau mál sem flokkurinn hefur lagt mesta áherzlu á og eiga augljóslega góðan hljómgrunn. En hver er stefna VG í öðrum mál- um? Hvernig ætlar flokkurinn til dæm- is að tryggja áframhaldandi atvinnu- uppbyggingu og hagvöxt á Íslandi? Hvernig ætlar hann að standa undir þeim stórauknu útgjöldum til velferð- armála sem hann boðar? Kjósendur þurfa varla að velkjast í vafa um að VG vill hækka skatta. Flokkurinn hefur verið á móti skatta- lækkunum ríkisstjórnarinnar og boðaði í eldhúsdagsumræðum á þingi „skatt- kerfi sem er öflugur burðarás sam- neyzlunnar, skattkerfi sem er nýtt til tekjuöflunar og til að draga úr mis- skiptingu.“ Í röðum VG er skilningur á því að lækkun skatthlutfalla geti jafn- vel orðið til þess að auka umsvif í þjóð- félaginu og hækka skatttekjur ríkis- sjóðs mjög takmarkaður. VG vill ekki stóriðju, það hefur ekki farið framhjá neinum. En flokkurinn hefur líka horn í síðu þeirrar atvinnu- greinar, sem lagt hefur einna mest til verðmætasköpunar á Íslandi undanfar- in ár og stendur með skattgreiðslum sínum undir t.d. framlagi ríkisins til allra háskóla landsins. Þetta er fjár- málageirinn, sem þingflokksformaður VG vildi helzt að færi úr landi „fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti“. Frjálsir fjármagnsflutningar á milli landa hafa gert íslenzku útrásina mögulega, þar með talinn ævintýraleg- an vöxt fjármálageirans. Í stefnu VG segir: „Koma verður með sérstakri skattlagningu eða alþjóðlegum reglum í veg fyrir spákaupmennsku með fjár- magn heimshorna á milli.“ Flokkurinn er líka á móti reglum Heimsviðskipta- stofnunarinnar um frjálsa verzlun nokkurn veginn eins og þær leggja sig og vill „umbylta“ þeim. VG er forsjárhyggjuflokkur; hann telur sjálfsagt að í skólakerfinu ríki fjölbreytni og frelsi „fagfólks“, þ.e. starfsmanna hins opinbera, til að velja á milli „viðurkenndra skólastefna“ en hann hefur allan fyrirvara á að for- eldrar geti valið á milli skóla fyrir börn sín, hvað þá á milli einkarekins skóla eða skóla hins opinbera. VG tortryggir einkaframtakið al- mennt og yfirleitt. Flokkurinn hefur verið á móti nokkurn veginn allri einkavæðingu og vill, ef marka má gild- andi stefnu hans, snúa einkavæðingu Símans við og þjóðnýta símaþjónustu upp á nýtt. VG er á móti samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, á móti Scheng- en-samstarfinu og á móti aðild Íslands að NATO, varnarbandalagi vestrænna ríkja. VG er reyndar líklega almennt á móti fleiru en flokkurinn er með. Er allt þetta stefna, sem fjórðungur Íslendinga getur skrifað upp á – eða sætt sig við? Í kosningabaráttunni, sem framundan er, verða frambjóðend- ur VG að útskýra fleiri stefnumál flokksins en þau sem mestra vinsælda hafa notið að undanförnu. HAGVÖXTUR 21. ALDAR Víglundur Þorsteinsson, stjórnarfor-maður BM Vallár, flutti athyglis- vert erindi á Iðnþingi fyrir nokkrum dögum. Í erindi þessu leitaðist Víglund- ur við að sýna fram á að hagvöxtur á Ís- landi á 21. öldinni mundi grundvallast á miklum vexti í íslenzkum orkuiðnaði. Víglundur hélt því fram, að upphafið að endalokum olíuhagkerfisins væri hafið. Eftirspurn eftir olíu yxi hratt og verðið hækkaði ekki sízt vegna þess, að þjóðir Asíu hefðu byrjað mikla sókn til bættra lífskjara. Um 4,5 milljarðar manna væru á hraðferð til að bæta lífs- kjör sín og Víglundur spurði hvort það gæti gerzt án þess að lífskjör Vestur- landabúa skertust á sama tíma a.m.k. fyrst um sinn. Endalok olíunnar í hagkerfi heimsins nálguðust hraðar en menn hefðu áður gert ráð fyrir. Víglundur Þorsteinsson sagði í erindi sínu á Iðnþingi að úrlausnarefni okkar Íslendinga á þessari öld væru ekki hvort við nýttum orkulindir okkar held- ur hvernig og með hvaða hraða. Við Ís- lendingar þyrftum að ræða og leysa ágreining okkar um nýtingu orkulinda þjóðarinnar í þessu samhengi. Heildarvatnsafl á Íslandi væri talið nema um 30 þúsund GWST og með stækkun álversins í Straumsvík yrði búið að ráðstafa um 20 þúsund GWST til stóriðju, sem væri þó tímabundin ráðstöfun. Víglundur lýsti þeirri skoð- un, að í ljósi reglunnar um sjálfbæra þróun ætti ekki að ráðstafa vatnsafli frekar til orkufreks iðnaðar að svo stöddu. Hins vegar væri áætluð stærð ís- lenzkra jarðhitabelta talin vera um 30 þúsund GWST og nýting þeirra skammt á veg komin. Röksemdafærsla Víglundar Þor- steinssonar byggist á því, að fiskurinn hafi verið aðaluppistaða hagvaxtar á síðustu öld en orkan verði það á þessari öld. Það er sjaldgæft að reynt sé að skapa þá yfirsýn yfir þróun heillar aldar sem framundan er, á þann veg, sem Víg- lundur Þorsteinsson gerði í umræddu erindi. Slík yfirsýn er hins vegar for- senda fyrir því að við tökum réttar ákvarðanir. Í ljósi átaka og deilna um virkjanir og stóriðju á undanförnum árum og ára- tugum er það áreiðanlega rétt hjá Víg- lundi Þorsteinssyni, að við þurfum að ná samkomulagi um það hvernig við ætlum að nýta þá orku, sem við ráðum yfir, á sama tíma og gamlir orkugjafar eins og olía eru á undanhaldi. Þetta er athyglisverð nálgun og spurning, hvort hægt er að beina þjóð- félagsumræðunum í þennan farveg. Það væri t.d. fróðlegt að heyra við- brögð umhverfisverndarsinna við þeim hugmyndum, sem Víglundur Þorsteins- son setti fram á Iðnþingi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TEKJUAUKI Hafnfirðinga vegna stækkunar álvers Alcan í Straums- vík og að meðtöldum heildartekjum Straumsvíkurhafnar yrði 3,4–4,7 milljarðar króna, að mati Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Það svarar til 140-200 þúsund króna á hvern Hafnfirðing. Tekju- auki bæjarins á hverju ári er met- inn verða 170–230 milljónir kr. eða 6–9 þúsund kr. á hvern Hafnfirð- ing. Þessar tölur sýna núvirtar tekjur sem Hafnfirðingar munu hafa af því að stækka álverið um- fram það að nýta þetta svæði undir aðra atvinnustarfsemi. Fasteignaskattar vegna stækk- unar álversins vega þyngst í tekju- auka Hafnfirðinga, en einnig skilar aukin umferð um höfnina talsverðu. Þá mun Hafnarfjörður spara um 560 milljónir kr. á núvirði við að há- spennulínur verði lagðar í jörð. Verði ekki af stækkun álversins og starfrækslu þess hætt árið 2014 gæti núvirt tekjutap Hafnarfjarð- arbæjar orðið um 600 milljónir. Dr. Gunnar Haraldsson for- stöðumaður Hagfræðistofnunar kynnti í gær skýrslu sem unnin var fyrir Hafnarfjarðarbæ um kostnað og ábata Hafnfirðinga af hugs- anlegri stækkun álversins. Hann sagði að í skýrslunni væri ekki litið til svæðisbundinna áhrifa sem stækkunin kynni að hafa á hag Hafnfirðinga á framkvæmdatíma stækkunar og ekki heldur til þjóð- hagslegra áhrifa vegna byggingar álversins og virkjanaframkvæmda vegna þess. Ekki er heldur litið til margfeldisáhrifa álversins á störf og tekjur í Hafnarfirði, enda er litið svo á að þeir framleiðsluþættir sem tengjast stækkun álvers myndu nýtast annars staðar ef ekki verður af stækkuninni.Greiningin tak- markast við þann tíma sem álverið er í rekstri og gerir ráð fyrir að framleiðsla hefjist árið 2011 og að álverið verði rekið í 50 ár. Í grein- ingunni er gert ráð fyrir að skatt- lagning Alcan verði með sa hætti og annarra fyrirtækj legg áherslu á að þetta er u ábati af því að stækka álver við að farið sé út í annars k rekstur eða landið nýtt á an konar hátt,“ sagði Gunnar. Ekki er tekið tillit til um isskaða sem hlýst af stækk versins í skýrslunni og ekk reynt að meta ábata af því Ísallínu og Kolviðarhólslínu heldur ávinning af minnkun ingarsvæðis. Í skýrslunni s Hafnfirðingar verði að veg ann af stækkun álversins á umhverfistjóni sem fylgir s þ.e. mengun, sjónrænum á eða raski sem hlýst af flutn Tekjuauki af stæ Alcan yrði 3,4–4 Álversstækkun skilar Hafnarfirði meiru en önnur starfsemi á lóðinni Kynning Skýrsla Hagfræðistofnunar um kostnað og ábata Hafnf Í FORUSTUGREIN Morg- unblaðsins 13. mars sem ber heitið „Kraftur Vestfirðinga“ er fjallað um borgarafundinn sem haldinn var á Ísafirði sl. sunnudag. For- ustugreinar skrifa oft- ast menn sem ekki þora að koma fram fyrir samborgara sína undir nafni, og eru fyr- ir þær sakir minni menn en ella, ef ekki litlir menn. Vestfirð- ingar eru vissulega kraftmikið fólk og sitja ekki þegjandi undir rangfærslum og rök- leysum Morgunblaðs- ins né annarra ef því er að skipta. Í eftirfarandi tilvitn- unum í forystugreinina eru rang- færslur sem þurfa leiðréttingar við: Rangfærsla 1 „Af frásögnum af fundinum að dæma var stjórnvöldum að flestu leyti kennt um og flestar þær hug- myndir og kröfur, sem viðraðar voru á fundinum, gengu út á aukin rík- isútgjöld eða ríkisafskipti af einu eða öðru tagi til að rétta hlut Vest- fjarða.“ Rangt er að stjórnvöldum, sem eru Alþingi, ríkisstjórn og einstakir ráðherrar, hafi að mestu leyti verið kennt um núverandi stöðu byggðar og atvinnulífs á Vestfjörðum, heldur alfarið. Til fundarins var boðað til að ræða aðkomu, orð og efndir einmitt þessara aðila að tilveru Vestfirðinga. Hið þróttmikla atvinnulíf sem ein- staklingsframtakið vissulega stend- ur undir víða í landshlutanum var ekki til umræðu sérstaklega, enda efni í annan fund og sérstakrar skoðunar út af fyrir sig, þar sem landsmönnum væri gerð grein fyrir því að Vestfirðingar eru engir sveit- arómagar og sjá mikla framtíð í því að lifa hér og starfa og takast á við margvísleg verkefni, þar með talið að græða fé. Hér býr kraftmikið fólk og svo hefur verið alla tíð. Fundurinn var að ræða þau skil- yrði sem þessum einstaklingum eru sköpuð til að byggja upp og reka þróttmikið atvinnulíf á Vestfjörðum. Skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að ein- staklingarnir og ein- staklingsframtakið fái notið sín. Skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að „…meginstefið í inn- anlandsstefnunni verði bundið við hlut ein- staklingsins. „…og svo hægt sé að tryggja „…sjálfstæða og þrótt- mikla einstaklinga“, svo þeir geti verið „…kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi…“ eins og skrifað stendur í sjálfstæðisstefn- unni eins og hún er nú birt á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins. Rangfærsla 2 Rangt er að flestar þær hug- myndir og kröfur sem viðraðar voru á fundinum gangi út „á aukin rík- isútgjöld og aukin ríkisafskipti til að rétta hlut Vestfjarða“. Engin slík hugmynd né krafa var þar sett fram. Einungis var farið fram á að við þeg- ar yfirlýstar aðgerðir byggðastefn- unnar verði staðið. Afgreiðsla á þeim kröfum eru sannarlega ríkisaf- skipti af þeirri einföldu ástæðu að ríkisútgjöld þarf að ræða við ríkið. Það mál getum við ekki rætt við annan aðila. Enginn á fundinum hvorki nefndi né ýjaði að auknum ríkisafskiptum af frelsi einstakling- anna til að njóta sín í því að byggja upp öflugt atvinnulíf eða aðhafast hvaðeina sem það frelsi annars gef- ur tilefni til. Hafi greinarhöfundur lesið það af frásögnum þá er farið rangt með, eða hann les mál manna með gleraugum frasatrúarm frjálshyggjunnar. Rökleysan Í umræddri forystugrein ennfremur: „Það er út af fy ekkert, sem segir að ekki m einhverja starfsemi hins op á land, sérstaklega ef um ný semi er að ræða. Fjarskipta hefur gert fólki kleift að vin störf hvar á landinu sem er vafalaust ekki sízt við í opin þjónustu. Hitt er svo annað opinber störf munu aldrei v undirstaða byggðar eða atv neinu landi eða landshluta. vænleg byggðarlög byggjas þróttmiklu atvinnulífi, sem framtakið stendur undir.“ Hér er okkur boðið upp á semdafærslu að opinber stö ekki undir byggð í neinu lan landshluta. Í fyrsta lagi hef ekki verið haldið fram af há firðinga að opinber störf æt standa undir byggð, hvorki annars staðar. Við gerum e kröfu um að opinberum stö sem eru ekkert annað en þa sem þegnarnir hafa sammæ að greiða fyrir sameiginleg látlega skipt niður á byggði landinu. Hvaða störf standa undir höfuðborgarsvæðinu? Eru Kraftar Morgunblaðsins – v Eftir Einar Hreinsson »Ef greinarhöfuhefði til þess k og heilindi ætti ha viðurkenna það að flutningur opinber starfa út á landby ina sé andstæður munum Reykvíkin og nærsveitunga þeirra. Einar Hreinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.