Morgunblaðið - 20.03.2007, Page 29

Morgunblaðið - 20.03.2007, Page 29
stundastarf. Í dalinn fer fjöldi barna í fimleika, frjálsar, handbolta og fót- bolta, skauta og sund, leiklist og ann- að hjá KFUM og K, svo fátt eitt sé talið. Svör borgaryfirvalda til okkar íbú- anna sem viljum ekki byggð á svæði IV hafa verið þau að samkvæmt að- alskipulagi sé svæðið merkt í sama lit og íbúðasvæði, og því íbúðasvæði. Þarna er um nokkra einföldun að ræða því sér- staklega er tekið fram í aðalskipulaginu að stofnana- þjón- ustusvæði og opin græn útivistarsvæði innan íbúðasvæðanna eru ekki merkt sér- staklega. Í gildandi að- alskipulagi AR 2001– 2024 segir ennfremur að ekki sé gert ráð fyr- ir fjölgun íbúða á þessu svæði né breyttri land- notkun. Í gildandi deiliskipu- lagi fyrir þennan reit er mikilvægi þessarar spildu sem græns úti- vistarsvæðis áréttað sérstaklega undir lið 3.2.20. „3.2.20 Svæði IV Nýtt garðsvæði og endurbætt aðkoma austan Fjöl- skyldugarðs. Gerð er tillaga að bættri aðkomu frá Holtavegi að Fjöl- skyldugarði og sameiginlegum bíla- stæðum við KFUM. Einnig er lagt til að opið svæði IV, við enda Holtaveg- ar, verði nýtt sem útivistar- og garð- svæði. Skýring: Bætt aðgengi að Laugardalnum og betri þjónusta við byggð umhverfis dalinn.“ Þarna er beinlínis verið að tryggja að þetta græna svæði verði útivist- arsvæði áfram og ekki lagt undir mannvirki. Í gildandi deiliskipulagi segir ennfremur: „Mikilvægt er að missa ekki sjónar af þeirri heild- arsýn sem mörkuð var í upphafi með skipulagi Laugardalsins sem sam- hangandi útivistarsvæðis með fjöl- breyttum útivistarmöguleikum fyrir alla aldurshópa auk aðstöðu fyrir íþrótta- og tómstundastörf. Hin opnu garðsvæði Laugardalsins myndast af grænum svæðum og grænni um- gjörð utan girðinga um einstök svæði. Í þessu opna svæði eru garðar og leiksvæði og þar er einnig gang- stíga- og vegakerfi dalsins sem gefur möguleika á mislöngum útivist- arleiðum, jafnframt því að tengja saman hin ýmsu skipulögðu athafna- svæði.“ Það bendir margt til þess að alvar- legt ósamræmi sé á milli þeirrar breytingar á gildandi deiliskipulagi sem er til kynningar þessa dagana og Aðalskipulags Reykjavíkur 2001– 2024. Þar fyrir utan gengur tillagan í berhögg við þau markmið sem árétt- uð eru í gildandi deiliskipulagi svæð- isins auk þess að brjóta gegn af- mörkuðum þáttum skipulagsins hvað varðar umræddan reit. Einnig vil ég mótmæla þeim orð- um borgarstjóra í Morgunblaðinu fimmtudaginn 22. febrúar að um mis- skilning hljóti að vera að ræða og að ekki hafi verið haft samband við borgaryfirvöld né heldur að um fjöl- býlishús sé að ræða. Fulltrúar íbúa- samtaka Laugardals hafa spurt for- mann skipulagsráðs og borgarfulltrúa í hverfisráði Laug- ardals um þennan reit en fengið óljós svör. Og samkvæmt kynningunni á breyttu deiliskipulagi fyrir svæði IV, sem nú er í gangi, kemur skýrt fram að þarna er verið að tala um fjölbýlis- hús (hvort um sig 450 fm með 6 íbúð- um). Misskilningurinn, ef einhver er, liggur ekki hjá íbúum við Laugardal- inn. Að lokum er rétt að það komi fram að mótmæli mín við þessum bygg- ingum snúa ekki á neinn hátt að þeirri starfsemi sem þarna er fyr- irhuguð heldur eingöngu að því að ég vil ekki fækkun opinna, grænna svæða í hverfinu. NÚ ÞEGAR daginn tekur að lengja svo um munar, vorið að ganga í garð og náttúran fer að vakna eftir vetrardvala leggja borgaryfirvöld fram til kynningar breytingar á deiliskipu- lagi Laugardals. Þar sem nú er grænn opinn reitur, svæði IV, á að byggja tvö lágreist 6 íbúða fjölbýlishús. Lág- reist en samt á tveim hæðum, samtals 12 íbúðir með einu bíla- stæði fyrir hverja íbúð. Þessi opni græni reitur er við Holtaveg við austurenda Laugardals þar sem farið er inn í dalinn. Og hvað getur verið að því að byggja þar? Sem íbúi við dalinn sem nýti mér kosti hans allan ársins hring sé ég ýmislegt að því að byggja þarna. Aðkom- an að dalnum þrengist mjög. Fá græn, opin svæði eru eftir í hverf- inu þar sem hvorki þarf að vera í íþróttafélagi til að komast á svæðið né borga sig inn dýru verði. Þessi grænu opnu svæði eru hluti af lífsgæðum okkar íbúanna í hverfinu og borgarbúa allra því margir telja það nauðsynlegt fyrir andlegt og lík- amlegt atgervi að hafa greiðan að- gang að grænum svæðum. Sem foreldri barna í Langholts- skóla sé ég ýmislegt að því að byggja þarna. Skólalóð Langholtsskóla sem telur nú 600 nemendur er of lítil og takmarka byggingar þarna mjög möguleika á stækkun hennar. Að auki slíta byggingar á þessum reit á tengsl skólans við dalinn sem úti- kennslusvæði, en skólinn notar þenn- an fyrirhugaða byggingarreit og dal- inn allan mjög í sínu starfi. Umferðin um Holtaveg, framhjá skólanum nið- ur að Laugardalnum, er nú þegar talsverð (liggur að leikskóla og birgðastöð Fjölskyldugarðsins) og ljóst að 12 íbúðir bæta við þá umferð. Ég get ekki séð hvernig hægt er að bæta við umferðina þarna nema gera ferð niður í dalinn enn hættulegri fyrir þann fjölda barna sem fer um hann á leið í íþróttir og annað tóm- Laugardalur, svæði IV Hildur Björg Hafstein skrifar um skipulagsmál í Laugardal Hildur Björg Hafstein Höfundur er íbúi við Laugardal og foreldri barna í Langholtsskóla. » Þessi grænuopnu svæði eru hluti af lífs- gæðum okkar íbúanna í hverf- inu og borg- arbúa allra. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 29 Í AÐSENDRI grein í Morg- unblaðinu þann 6. mars er m.a. fjallað um stjórnskipulagsvanda á Landspítalanum. Falla þar stór orð og má einna helst lesa úr greininni að á Land- spítalanum logi allt í illdeilum. Þessi boð- skapur hefur um tíma verið alláberandi og er almenningur án efa farinn að undrast að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu gripið í taumana og fjarlægt þá stjórnendur sem virðast aðallega stjórna með yfirgangs- semi og stjórnlaga- brotum. Aðalforsenda of- annefndrar fullyrð- ingar um stjórn- skipulagsvanda í umræddri grein er vandað svar umboðs- manns Alþingis vegna kvörtunar greinarhöf- unda. Virðist að- alstjórnskipulagsvand- inn stafa af því að svokallaðir sviðs- stjórar séu að vasast í stjórnun lækninga sem þeim kemur ekki við. Ég er sammála of- annefndum aðilum um að umrætt álit er mjög vandað. Túlkun þessa álits er því miður mismunandi og ræðst af því hvaða þættir eru þar dregnir fram. Athygli vekur þó að í þeim kafla úr svari umboðsmanns sem birtur er með grein þeirra fé- laga má lesa eftirfarandi setningu: „Ég geng út frá því að þrátt fyrir núverandi orðalag starfslýsinganna [sviðsstjóra] hafi ekki, miðað við fyrirliggjandi skýringar, komið til þess að sviðsstjórar gengju inn á lögmælt ábyrgðarsvið yfirlækn- anna“. Með öðrum orðum, umboðs- maður hefur ekki fengið upplýs- ingar um eitt einasta tilvik þar sem sviðsstjórar hafa með offorsi tekið fram fyrir hendur yfirlækna hvað varðar ábyrgð þeirra gagnvart sjúk- lingunum. Þannig að ætla mætti að stjórnskipulagsvandi þeirra þre- menninga sé illa orðuð setning í starfslýsingu sviðsstjóra. Einnig mætti ætla að blaðaskrif þeirra þre- menninga stöfuðu af því að yf- irstjórn spítalans – eina ferðina enn – ætlaði að sniðganga lög og rétt- indi. Nei, ekki er það ástæðan. Það liggur nú þegar fyrir að starfslýs- ingum sviðsstjóra hefur verið breytt. Og ekki bara það, bréf ligg- ur fyrir frá forstjóra Landspítalans til formanns stjórnar læknaráðs þar sem fram kemur beiðni forstjóra Landspítalans um að formaður læknaráðs taki þátt í vinnu sem m.a. á að fela í sér hvernig „stjórn- unarleg ábyrgð yfirlækna verði auk- in og treyst í stjórnskipulagi spít- alans“. Umrætt bréf var kynnt á fjölmennum almennum fundi lækna- ráðs og fékk formaður læknaráðs umboð fundarins til þessarar vinnu. Yfirgnæfandi meirihluti fund- armanna var á því að nú væru sam- skipti lækna við yfirstjórn spítalans komin í viðunandi farveg og ekki væri ástæða til að vera með harð- orðar yfirlýsingar á meðan sú vinna færi fram. Má af því tilefni benda á að einn af meðhöfundum ofannefnd- ar greinar tók sérstaklega fram að þörf væri á „vopnahléi“ og þá á báða bóga á meðan þessi vinna væri í gangi. Er það vel. Ég held að allir læknar auk al- mennings séu þokkalega ánægðir með þá þjónustu sem hægt er að veita og fá við núverandi aðstæður. Aftur á móti held ég líka að allir átti sig á því að núverandi aðstæður, og þá fyrst og fremst þrengsli og að- stöðuleysi sem læknar og annað starfsfólk Landspítalans vinna við og sjúklingum er boðið upp á, jaðrar oft við að vera óboðlegt eða jafnvel hættulegt. Höfuðvandi sjúkrahússins er þannig að flestra áliti gífurleg þrengsli og tvískipting hans. Það er því mikið ábyrgðarmál ef seinka á byggingu nýs spítala. Að lokum vil ég taka undir með þeim þre- menningum um að lög þau um heilbrigð- isþjónustu sem nú liggja fyrir á Alþingi eru stórgölluð og þá sérstaklega hvað varð- ar öryggi sjúklinga. Sjúklingur getur aldrei verið öruggur um að meðferð sú sem hann fær sé viðunandi ef enginn af þeim sem veitir meðferðina ber höfuðábyrgð á henni. Þá ábyrgð hafa yf- irlæknar borið og það er mikilvægt að svo verði áfram. Það hefur komið berlega í ljós að und- anförnu að læknaráð Landspítalans hefur verið að vinna geysi- lega gott og uppbyggj- andi starf. Það er því mikilvægt að í þessum nýju lögum verði áfram ákvæði um læknaráð og jafnvel er ástæða til þess að kveða á um enn frekari ráð- gefandi aðild þess að stjórnun og rekstri spítalans. Eins og fram kom í grein þeirra þremenninga „hafa flestir læknar spítalans aflað sér mikillar sérþekkingar við nám og starf á helstu háskólasjúkrahúsum austan hafs og vestan. Læknarnir sinna mjög sérhæfðu starfi og þekkja af eigin raun hvernig há- skólasjúkrahús erlendis starfa.“ Læknaráð er mikilvægur vett- vangur til að þessi þekking nýtist Landspítalanum. Mál að linni og upp- bygging hefjist? Aðalbjörn Þorsteinsson skrifar um skipulagsmál á Landspítalanum Aðalbjörn Þorsteinsson »Meirihlutilækna var á því að samskipti lækna við yf- irstjórn spít- alans væru komin í við- unandi farveg og ekki væri ástæða til harð- orðra yfirlýs- inga á meðan. Höfundur er yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans. AÐ LOKINNI leiksýningu stóð starfsmaður Þjóðleikhússins í teppaklæddum stigaganginum til að passa að prúðbúnir leikhús- gestir álpuðust ekki undir vatns- lekann úr loftinu. Það er pollur á gólfinu og ljótir, brúnir lekataumar á veggjum leikhúss þjóðarinnar. Nokkrum dögum áður sá ég grein eftir Árna Johnsen um jarðgöng til Eyja og á föstudag sé ég Árna mæra hlutverk Morgunblaðsins í íslensku samfélagi. Árni Johnsen og Þjóðleikhúsið, vatnsþéttur dúk- ur og Morgunblaðið? Er ekki teng- ing þarna á milli sem vert er að rifja upp? Árni Johnsen stal ítrekað verð- mætum úr okkar sameiginlegu sjóðum, af fullum ásetningi og í skjóli trúnaðarstarfa fyrir bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Árni laug oft að fjölmiðlamönnum á þessum tíma, en einn atburður olli vatnaskilum. Árni misnotaði traust Morgunblaðsins og blekkti blaðið til að birta frétt um að þéttidúkur sem Árni hafði svikið út og flutt til Eyja, hefði í raun verið geymdur á Korpúlfsstöðum allan tímann. Morgunblaðið trúði Árna, sem stillti upp til myndatöku af dúkn- um. Blaðið stóð nokkuð ber- skjaldað að því loknu sem leik- soppur í flótta þingmanns frá sannleika og réttvísi. Þykir lesendum ekkert ósmekk- legt að sjá Árna mæra blaðið með þessum hætti? Er ekki líka ósmekklegt þegar maður sem skaraði eld að eigin köku með þeim hætti að fangavist lá við, að sjá þann mann efast um heilindi þeirra vísindamanna og opinberra aðila sem voga sér að benda á vankanta á því baráttumáli hans að grafa göng til Eyja? Þetta yrðu lang- lengstu veggöng undir sjávarmáli í heiminum og auk þess í næsta ná- grenni við síkvikt eldfjallasvæði. Duga þar kannski þéttidúkar ef goðin reiðast? Er samt ekki ósmekklegust sú niðurstaða sem virðist blasa við í vor, að Árni Johnsen, dæmdur fyr- ir þjófnað á almannaeigum í op- inberu trúnaðarstarfi, taki á ný sæti á Alþingi Íslendinga? Ég trúi því ekki að sátt ríki um þessa nið- urstöðu á öllum stöðum og ég neita að láta kyrrt liggja. Þessi afstaða hefur ekkert með skort á fyrirgefn- ingu að gera. Hana má Árni fá frá mér, ef hann kærir sig um. Ég er heldur ekki að setjast í dómarasæti yfir einum eða neinum, því mitt er hvorki að dæma né fyrirgefa. Þetta er einfaldlega heilbrigð skynsemi. Ef þú blekkir mig, máttu skammast þín. Ef þú blekkir mig aftur, þá er skömmin mín. Fjalar Sigurðarson Þjóðleikhúsið, þéttidúkurinn og Morgunblaðið Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum. Á ÁHRIFARÍKRI ráðstefnu Félags félagsfræðinga, sem ég sat í síðustu viku, fóru sérfræðingar yfir afleiðingar fátæktar á íslensk börn. Hér á landi búa um 5.300 börn í fjölskyldum sem hafa tekjur undir fátæktarmörkum og í könn- un Gallup frá í janúar telur fjórð- ungur Íslendinga að í fjölskyldu sinni séu einhverjir sem eru fá- tækir. Niðurstöður rannsóknanna sem kynntar voru vekja sorg og óhug. Ein mældi upplifun unglinga á peningaskorti á heimilinu og tengsl við vanlíðan og vanda barna, þátttakendur voru 7.500 skólabörn í 9. og 10. bekk 2006. Önnur mældi upplifun barna á fjárhagsstöðu foreldranna og tengsl hennar við bágt heilsufar þeirra sjálfra. Þar tóku þátt um 12.000 börn í 6., 8. og 10. bekk árið 2006. Niðurstöður beggja rann- sóknanna eru marktækar: Bein tengsl eru milli fjárhagslegrar af- komu foreldra og andlegrar líð- anar barna. Fátækustu börnin voru margfalt líklegri til þess að sýna mikil einkenni depurðar, að vera leið og einmana, langa til að gráta og eiga erfitt með að sofna. Fátæk börn fóta sig verr í skóla- kerfinu og gengur illa í námi. Fá- tæku börnin töldu sig síður bundin af reglum samfélagsins. Þeim fannst heimurinn óréttlátur. Börnunum sem upplifðu fátækt fannst þau heilsulausari, þau hreyfðu sig minna, voru of þung, borðuðu óhollari mat, minna af ávöxtum og fóru mun sjaldnar til tannlæknis en önnur börn. Árið 2005 var rannsökuð tannheilsa 2.250 grunnskólabarna og nið- urstöðurnar, – jú, því lægri sem tekjur foreldranna voru þeim mun meiri voru tannskemmdirnar. „Drengir, sjáið þið ekki veisl- una?“ – voru viðbrögð fjár- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins við þeirri staðreynd að barnabæt- ur hafa lækkað ár frá ári í tíð rík- isstjórnarinnar þar til nú rétt fyrir kosningar, en málið var rætt í þinglok. Þarf frekari vitna við að gefa þurfi þessum stjórnarherrum frí í vor? Ásta R. Jóhannesdóttir „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.