Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 33
Elsku tengdapabbi,
ég vil kveðja þig með
nokkrum orðum frá
okkur Haraldi og börn-
um á 60 ára afmælisdeginum þínum
sem er í dag, 20. mars.
Fjölskyldan mun halda upp á dag-
inn og eflaust verður þú þá með okk-
ur því helst lést þú þig ekki vanta í
fjölskylduveislur. Yfirleitt gafstu þér
ekki tíma til veislu á afmælisdegin-
um þínum sem bar upp á 1. dag grá-
sleppuvertíðar og varst þar af leið-
andi að leggja net.
Fyrir 10 árum, hinn 20. mars í 50
ára afmælinu þínu, sem var með
þeim fyrstu skiptum sem ég hitti þig,
sá ég strax hve ákveðin og heilsteypt
persóna þú varst. Ófeiminn varstu
við að segja þínar skoðanir og hélst
fast við það sem þú ákvaðst og ætl-
aðir þér. Sérstaklega var gaman að
frásagnarhæfileikum þínum en þú
komst fólki alltaf til að brosa eða
hlæja. Þegar þið systkinin komuð
saman var ekki annað hægt en að
hlusta á ykkur en þar varst þú oft
hrókur alls fagnaðar.
Þegar þú veiktist fyrst, komst þú
öllum á óvart með hve vel og fljótt þú
náðir þér því á sjóinn varstu kominn
um leið og þú varst fótafær. Þitt ein-
kunnarorð var einmitt allt eða ekk-
ert og fannst mér þetta vera þrjósk-
an sem kom þér áfram. Þrátt fyrir
þrautseigju og þrjósku tók Almættið
í taumana og tók þig burt frá okkur
alltof snemma.
Þitt hlutverk í lífi okkar var mikið
þar sem þið Haraldur höfðuð ekki
aðeins sama áhugamál heldur stund-
uðuð einnig sömu atvinnu sem voru
sjórinn og fiskarnir, því voru sam-
vistir ykkar miklar. Svo virðist sem
þetta ætli að erfast til nafna þíns en
hann hefur alltaf haft mikinn áhuga
á bátunum þínum og hefur farið
margar ferðirnar með þér. Ein ferð-
in er mér minnisstæð en það var þeg-
ar farið var á hákarlaveiðar. Þótti
honum það mjög spennandi og var
beðið með óþreyju eftir aflanum en
vonbrigðin urðu mikil þegar í ljós
kom að enginn hákarl hafði bitið á.
Hann var þó sáttur við tyggjóið sem
honum var gefið í staðinn.Hann situr
oft með skipaskrána á baðherberg-
inu og á þar langa stund með bókinni
að skoða bátana og skipin. Það var
yndislegt að sjá þig með barnabörn-
unum þínum og virtust engin tak-
mörk vera fyrir eftirlátseminni. Her-
mann Björn talar mikið um þig og
sagði strax að hann gæti alltaf séð
þig í hjartanu sínu. Eins talar hann
við þig ef illa gengur og biður þig að
hjálpa sér því hann veit að þú ert
núna engill sem passar hann.
Þú varst yndislegur afi og finnst
mér verst að yngsta barnabarnið þitt
fái ekki að kynnast ást þinni og
hlýju. Síðustu helgina sem þið voruð
saman er mér minnisstæð því hann
vildi engan annan kveðja með kossi
en þig og man ég eftir hve mikið þú
hlóst yfir því og trúi ég að þá hafi
hann verið að kveðja þig.
Minning þín mun lifa, á myndum, í
tali og í hjörtum okkar. Við vonum
innilega að þar sem þú ert, sé eins
heillandi að vera eins og þér fannst á
hafinu.
Bryndís, Haraldur,
Bjarney Rún, Hermann Björn,
Birkir og Fannar Hólm.
Það eitt mun ylja mér
að vita af þér.
Fylgir mér hvert sem er
í hjarta mér
(Brot úr texta eftir Birgittu Haukdal)
Hermann Björn
Haraldsson
✝ Hermann BjörnHaraldsson
fæddist á Hamri í
Fljótum 20. mars
1947. Hann lést á
heimili sínu á Ak-
ureyri 18. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akureyrarkirkju 28.
desember.
Með sárum söknuði
kveð ég elsku besta
afa minn, Hermann
afa. Ég var fyrsta
barnabarn hans og
það eina líka, í 7 ár.
Ég fékk með honum
14 ár alls og öll þau ár
með honum voru mér
ómetanlegur tími.
Mér finnst þetta ótrú-
lega skrýtið og er enn
ekki búin að átta mig
á því að hann sé far-
inn. Ég bíð bara eftir
að hann komi úr
Fljótunum til Akureyrar í heimsókn.
Fljótin voru hans uppáhaldsstaður
og ég held að það sé ekki hægt að
lýsa því með orðum hversu mikið
honum þótti vænt um þau og fannst
alltaf best að vera þar. Hann hélst
aldrei lengi á Akureyri, hinu heim-
ilinu sínu og daginn sem hann lést
var hann á leiðinni út í bíl til þess að
keyra af stað í Fljótin.
Í nóvember árið 2006 byrjuðu
veikindi hans. Við amma flugum suð-
ur til að vera hjá honum og styðja.
Ég missti mikið úr skóla en afi skipti
mig öllu máli og ekkert annað kom til
greina en að ég yrði til staðar fyrir
hann. Stubburinn, bangsinn minn
sem var ætíð í uppáhaldi hjá okkur
afa, gisti hjá honum á sjúkrahúsinu
og passaði hann þegar ég gat ekki
verið.
Afi hugsaði alltaf voða vel um mig,
auk þess sem hann leyfði mér flest-
allt. T.d. fékk ég að fara í mjólkurbað
þegar ég bað um það, þótt því miður
muni ég ekki mikið eftir því. Hann
vissi svo sannarlega hvernig var að
vera ungur og langa til þess að gera
hina ótrúlegustu hluti. Á öðrum jól-
unum mínum skellti hann fullum
Mackintosh-bauknum fyrir framan
mig og leyfði mér að borða eins og ég
vildi. Ef ég fengi illt í magann þá
gæfi hann mér bara hákarl. Afa há-
karl var bestur og hann var líka voða
grobbinn yfir því hversu ung ég
byrjaði að borða hann og það með
bestu lyst. Afi var mikill nammigrís
og ófá voru þau skiptin þegar ég var í
heimsókn að hann segði ekki við mig:
,,Hvar ætli hún amma þín hafi falið
nammið okkar núna?“ Og við vorum
varla byrjuð að leita. Frásagnir hans
voru líka alltaf vel kryddaðar með
góðum húmor auk blótsyrða sem ég
hafði mjög gaman af og var ekki ein
um það.
Oft á tíðum áttaði maður sig ekki á
því hversu veikur hann var því alltaf
var það harkan sex hjá honum og
mikið spaug inni á milli. Eitt skiptið
þegar ég var að fara frá honum
spurði mamma hvort amma heyrði
ekki alltaf eitthvað í honum og hann
svaraði með stríðnisbros á vör og
þessum orðum: ,,Jú, kerlingin hring-
ir á hverju kvöldi til þess að athuga
hvort ég sé ekki örugglega dauður.“
Afi og amma mættu á allar skóla-
skemmtanir hjá mér og Hermanni
Birni yngri og flestalla tónleika sem
ég spilaði á. Hvar sem þau voru og
hvernig sem viðraði, ef þau voru ekki
upptekin við eitthvað annað. Síðasta
skiptið sem ég hitti afa var þegar
hann og amma mættu á tónleika 15.
desember þegar við í Stúlknakór Ak-
ureyrarkirkju sungum með Regínu
Ósk. Eftir tónleikana vorum við að
grínast með eitthvað eins og alltaf og
vorum öll farin að fella tár með hlátr-
inum eins og gerðist oft.
Mér þótti og þykir enn ólýsanlega
vænt um hvað hann gaf sér alltaf
tíma fyrir litlu stelpuna sína, sýndi
mér mikla ást og umhyggju og hvað
við vorum náin.
Lífið heldur áfram en það verður
aldrei eins.
Ég veit að afi hefði ekki viljað eyða
elliárunum uppi á sjúkrahúsi veikur
svo að kannski var þetta rétti tíminn
þótt það sé alveg ósættanlegt.
Sál hans er í Fljótunum núna og
einn daginn, þegar lífi mínu hér er
lokið, sé ég hann aftur og sú tilhugs-
un gleður mig.
Ég vil þakka öllum þeim sem
studdu við bakið á mér og fjölskyldu
minni og þá sérstaklega Söndru
Lind, bestu frænku minni.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert
eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt
látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Bjarney Rún Haraldsdóttir.
Ég man er ég hitti ykkur fyrst.
Ó, hvað ég kveið fyrir;
hvernig þið mynduð taka mér
en sá kvíði var ástæðulaus.
Þið tókuð mér eins og
ég væri ykkar barn.
Það er svo gott að koma til ykkar,
þið takið alltaf vel á móti mér.
Ef allir væru eins lánsamir og ég,
þið eruð mér eins og aðrir foreldrar.
Mér þykir afskaplega vænt um ykkur.
Þessari lesningu ætlaði ég að
lauma með í jólapakkann hjá fyrr-
verandi tengdaforeldrum mínum um
síðustu jól en 6 dögum fyrir jól lést
Hermann Björn aðeins 59 ára gam-
all.
Ég var bara 16 ára þegar ég flutti
til Akureyrar og inná heimili Her-
manns, Hönnu og bræðranna Guð-
mundar og Haraldar, en Haraldur
var þá kærastinn minn. Það var mik-
ið ævintýri fyrir sveitastúlku úr
Skagafirði að flytja til Akureyrar og
hvað þá að fá að búa hjá kærastanum
sínum. Þó að þröngt væri í Háhlíð-
inni fannst mér sambúðin hjá okkur
öllum ganga ótrúlega vel. Hermann
Björn var ekki mikið heima, stundaði
sjóinn þá eins og hann var vanur
þannig að ég kynntist honum ekki
mikið fyrst. Ég var eiginlega bara
pínu smeyk við hann og hélt í raun að
honum litist ekkert á mig. En það
átti nú heldur betur eftir að breytast
þegar ég fór að kynnast Hermanni
Birni betur og bak við þykka skráp-
inn leyndist traust og yndisleg
manneskja sem ég mun aldrei
gleyma. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast honum vel og
alltaf tókst honum að koma mér á
óvart með góðmennsku sinni. Ég get
þakkað honum fyrir svo margt. Þeg-
ar ég var 17 ára og hafði rétt til að
taka bílprófið ætlaði ég bara að bíða
með það, Haraldur yrði 17 ára
nokkrum mánuðum síðar og þá
myndi hann bara keyra! Hermanni
fannst það ekkert vit og sagði okkur
að velja bíl sem hann skyldi lána
okkur fyrir og við borguðum þegar
við gætum. Það gerðum við og ég fór
að keyra. Árið 1992 fæddist yndisleg
dóttir okkar Haraldar hún Bjarney
Rún, fyrsta barnabarn Hermanns og
Hönnu. Það var skrýtið en ég hugs-
aði um leið og ég vissi að þetta var
stúlka: „Hvernig ætli Hermanni lít-
ist á?“ Kannski hefði hann frekar
viljað strák til að dúlla með en þetta
voru nú óþarfa vangaveltur. Her-
mann afi og Hanna amma voru mætt
að líta á krílið einum og ½ tíma eftir
að hún fæddist og þeirri stund mun
ég seint gleyma. Bjarney Rún varð
mjög fljótt náin afa sínum og ömmu
enda samskiptin mikil við þau og það
var svo gaman að fylgjast með
hvernig Hermann Björn, þessi harði
sjómaður sem blótaði oft svo mikið,
breyttist í ljúfan afa sem skreið á
gólfinu til að leika við barnabarnið.
Oft voru þau búin að snúa öllu við í
stofunni til að búa til hús til að skríða
inn í og leika sér. Þolinmæði Hönnu
ömmu var ótrúleg við dóttur mína
því hún var líka alltaf sökuð um að
hafa falið suðusúkkulaðið sem þau
ætluðu að borða saman, en hún hló
bara og hristi hausinn enda ýmsu
vön með karlinum sínum. Hermann
afi var nefnilega rosalegur nammigr-
ís og Mackintosh og suðusúkkulaði
var það besta og þetta fékk Bjarney
fljótt að smakka. Ásamt hákarlinum
sem hann gaf henni, sérstaklega ef
hún fékk í magann. Já, Hermann var
ótrúlegur maður, það var líka eitt-
hvað svo hátíðlegt við hann og í
kringum hann, sérstaklega þegar
eitthvað stóð til. Hann hafði afskap-
lega gaman að því að fara í veislur og
á samkomur, sérstaklega sem tengd-
ust ættingjum hans sem hann unni
svo mikið og ekki lét hann sig vanta á
skólaskemmtanir eða tónleika sem
Bjarney Rún var þátttakandi í.
Skiptu vegalengdir hann engu máli.
Það var líka svo gaman að heim-
sækja Hermann Björn og sérstak-
lega í hans fögru Vík í Fljótunum þar
sem að hans sögn var hvergi betra að
vera. Og svei mér þá ef mér var ekki
bara farið að líka vel þar, enda var
maður nú búin að dvelja þar nokkrar
stundirnar.
Þó að leiðir okkar Haraldar hafi
skilið þegar Bjarney Rún var 4 ára,
var ég svo heppin að samskiptin við
Hermann Björn og Hönnu voru allt-
af mjög góð og það lýsir því kannski
best hvaða manneskjur þau höfðu að
geyma. Og þegar mig og fjölskyldu
mína vantaði húsnæði í 2 mánuði
sumarið 2005, buðu þau okkur að
flytja inná heimili þeirra í Urðagili á
Akureyri. Betra gat ekki komið fyrir
mig meðan ég var að átta mig á nýju
umhverfi og boð þeirra var einstakt.
Mikið á ég eftir að sakna Her-
manns Björns og samverustundanna
með honum en ég er samt svo þakk-
lát fyrir að hafa átt sérstaklega góð-
ar stundir síðasta árið með honum og
Hönnu, því Bjarney Rún vék ekki
langt frá afa sínum í veikindum hans.
Minningarnar um Hermann Björn
munu fylgja okkur um alla tíð og
styrkja okkur öll í söknuðinum um
manninn sem var kletturinn í lífi svo
margra.
,,Ekki fylgja stígnum þangað sem hann
liggur. Farðu heldur leiðina sem enginn
stígur liggur um og skildu eftir slóð“.
Með þessum orðum, sem mér
finnst hafa átt svo vel við Hermann
Björn, kveð ég hann og votta stór-
fjölskyldu hans samúð mína.
Anna Birna Sæmundsdóttir.
Ég sakna þín afi og mér þyk-
ir leitt að þú sért dáinn.
Pabbi saknar þín líka. Amma
er núna bara ein í húsinu og
hún þarf að gera margt fyrir
þig. Ég get ekki séð þig leng-
ur en get haft þig í hjartanu.
Ég elska þig afi minn.
Hermann Björn.
HINSTA KVEÐJAPeggí hafa án vafa fagnað þér
mjög vel enda mátti hver sem
komst í návist við þig þakka fyrir
þá stund, því það var alltaf svo
gott að vera hjá þér.
Uppáhaldsbænin mín hefur allt-
af verið þessi og vil ég hafa hana
með:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Skömmu áður en ég fór út kom
ég til þín og sagði þér að ég hefði
verið að skoða myndir úr afmæli
mömmu þar sem þú leist út eins
og sú drottning sem þú ert, í bláa
satínkjólnum sem klæddi þig svo
vel, enda blár okkar uppáhalds-
litur. Þú varst ansi hógvær þrátt
fyrir hrósið enda ekki kona sem
stærir sig af hlutunum, þó svo að
þú hafir afrekað það sem svo
margur sæi sér ekki fært.
Ég á virkilega eftir að sakna
stunda okkur saman, og sagna
þinna frá uppvaxtarárum þínum,
en aldrei fékk ég nóg af að hlusta
á þær enda varst þú svo góð sögu-
manneskja að maður gleymdi sér.
Þegar þú varst að lesa fyrir okkur
barnabörnin skáldsögur gast þú
alltaf gætt þær svo miklu lífi að
við vorum sjálf orðin að persónum
í sögunni. Ég get staðið stolt upp
og sagt öllum hversu æðislega og
góða ömmu ég átti og á enn í huga
mínum og hjarta. Elsku amma
mín, það versta sem ég veit er að
geta ekki verið með fjölskyldu
okkar og kvatt þig en þú veist
samt að ég er búin að tala við þig
á hverju kvöldi og biðja með þér
og það ætla ég mér að gera það
sem eftir er af minni ævi.
Við áttum góða stund saman áð-
ur en ég hélt utan sem ég mun
varðveita ásamt öllum okkar
stundum eins og demant í hjarta
mínu.
Mig langar að senda heim styrk
með orðum sem hafa hjálpað mér
mikið á þessum erfiðu tímum.
Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,
og ljósið svo skelfing lítið,
skaltu eiga þér von sem þinn vin í neyð,
það virkar, en virðist skrýtið.
Því vonin hún vinnur gegn myrkri og kvíða,
og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl.
Sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er
að bíða,
að sólskinið sjáir, ég veit það er til.
(SHL)
Ég sakna ykkar allra og vildi að
ég gæti verið með ykkur.
Elsku amma mín, líf mitt mun
aldrei verða samt án þín, ég mun
sakna þín alla mína daga og
hlakka til að hitta þig aftur. Elsku
amma mín, hvíldu í friði. Ég læt
jákvæðni þína og góðmennsku
verða mitt leiðarljós í lífi mínu.
Takk fyrir allt.
Þín dótturdóttir,
Inga Kristín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Elsku amma Sallý, mikið á ég
eftir að sakna þess að koma niður í
Efstó því að það var ómissandi
hluti af tilverunni, að setjast niður
með þér og spjalla yfir kaffibolla
og ræða skemmtileg málefni og
gamlar minningar, en nú ertu
komin til afa Gumma og ég efa það
ekki að þar verður um margt að
spjalla og rifja upp enda samein-
aðar á ný tvær manneskjur gerðar
úr gulli.
Lokka safnið ljósgult er
líkast humli á víði,
hún Salvör litla sýnist mér
systkinanna prýði.
Hvíl þú í friði, elsku amma mín.
Jakob Viðar Grétarsson.
Fleiri minningargreinar um Sal-
vöru Jakobsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Snorri Arn-
arson, og Soffía, Anna María, Jór-
unn, Berta, Svana, Gummi og fjöl-
skyldur.
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði