Morgunblaðið - 20.03.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 39
Tilkynningar
Raðauglýsingar 569 1100
Auglýsing um inntöku nýnema
í Lögregluskóla ríkisins haustið 2007
Auglýst er eftir hæfum umsækjendum sem áhuga hafa á að stunda almennt lögreglunám við
grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins. Námið, sem skiptist í þrjár samfelldar námsannir, hefst á
ólaunaðri námsönn í Lögregluskóla ríkisins í byrjun september 2007. Þeir nemendur sem ljúka önninni
með fullnægjandi árangri hefja um áramótin 2007/2008 átta mánaða launaða starfsþjálfun í lögreglu en
náminu lýkur svo með launaðri lokaönn í Lögregluskóla ríkisins. Áætluð námslok eru í desember 2008.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs.
RÉTTINDI SEM NÁMIÐ VEITIR:
Hver sá sem lýkur almennu lögreglunámi með fullnægjandi árangri er hæfur til að sækja um laus störf lögreglumanna
í lögreglu ríkisins og uppfyllir skilyrði lögreglulaga til að geta hlotið skipun til slíkra starfa til fimm ára í senn.
ALMENN SKILYRÐI – PRÓF:
Sérstök valnefnd velur nemendur í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda. Henni ber að velja hæfustu umsækjendurna
til náms og eru ákvarðanir hennar endanlegar.
Í samræmi við það sem fyrir er mælt í lögreglulögum þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði:
a. vera íslenskur ríkisborgari, 20–40 ára,
b. hafa ekki gerst brotlegur við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt
um liðið frá því að það var framið,
c. vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis
samkvæmt fyrirliggjandi kröfum,
d. hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með
fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, hafa gott vald á íslensku og ensku,
hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs og vera syndur,
e. standast inntökupróf samkvæmt kröfum valnefndar með áherslu á íslensku og þrek.
SÉRSTÖK SKILYRÐI – PRÓF:
Auk ofangreindra almennra hæfisskilyrða, sem mælt er fyrir um í lögreglulögum hefur valnefndin sett fram ákveðin
viðmið til að starfa eftir og birtast þau í sérstökum verklags- og vinnureglum sem nefndin styðst við til að tryggja að
samræmis gæti við mat á hæfi umsækjenda. Auk þess eru lögð fyrir próf í ensku og almennri þekkingarkönnun.
Niðurstöður úr þeim eru hafðar til hliðsjónar við mat á hæfni umsækjenda.
AÐ HVERJUM ER LEITAÐ?
Leitað er eftir heilbrigðum, hraustum, duglegum, jákvæðum, kurteisum, reglusömum og liprum körlum og konum
sem eiga auðvelt með mannleg samskipti. Litið er til menntunar og reynslu sem getur nýst umsækjendum í námi og
lögreglustarfi.
SKIL UMSÓKNA OG ÚRVINNSLA:
Þeir sem uppfylla lágmarksskilyrði og ætla að sækja um skólavist við Lögregluskólann, fyrir haustið 2007, skulu skila
rétt útfylltum umsóknareyðublöðum ásamt staðfestum afritum af gögnum frá menntastofnun um að þeir hafi lokið til-
skildu framhaldsnámi. Gögnum frá erlendum skólum skal fylgja skýring á náminu á íslensku. Umsóknum og fylgi-
gögnum verður ekki skilað. Umsóknir skulu hafa borist til valnefndar Lögregluskólans fyrir 11. apríl 2007, merktar:
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5b, 110 Reykjavík.
LÆKNISVOTTORÐ
Eyðublöð fyrir læknisvottorð (sérstakt form) er að finna á netslóðinni www.logreglan.is. Læknisvottorð skal senda til
INPRO, Skipholti 50b, 105 Reykjavík en ekki til skólans. Ekki dugar að skila öðrum vottorðum. Skiladagur er sá
sami, 11. apríl 2007.
Leitast verður við að svara öllum umsóknum fyrir 5. maí nk.
Þeir umsækjendur sem taldir eru hæfir, samkvæmt umsókn og skila nauðsynlegum fylgiskjölum, verða boðaðir í
inntökupróf sem fara fram í Lögregluskóla ríkisins dagana 21. – 29. maí. Sjúkrapróf verður aðeins haldið einu sinni og
fer fram 7. júní. Skilyrði fyrir að mega þreyta það próf er að umsækjandi hafi verið sannanlega veikur á próftímabilinu
og skili sérstöku læknisvottorði. Öðrum gefst ekki kostur á að þreyta sjúkraprófið. Þeir umsækjendur sem standast
inntökupróf verða, að þeim loknum, boðaðir í viðtal við valnefnd. Viðtölin fara fram í skólanum 11. – 14. júní. Stefnt er
að því að niðurstöður liggi fyrir í síðari hluta júní.
Sérstaklega skal tekið fram að ekki er hægt að senda umsóknir vélrænt enda verða staðfest afrit skólaskírteina
að fylgja.
Nánari upplýsingar um námið, inntökuprófin, umsóknareyðublöð og handbók valnefndar, er hægt að nálgast á
lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir Lögregluskóli ríkisins / inntaka nýnema.
Reykjavík, 18. mars 2007,
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN.
FRÉTTIR
MIÐGARÐUR, þjónustumiðstöð
Grafarvogs og Kjalarness, stendur
fyrir málþingi undir heitinu „For-
varnir á fyrstu árunum“. Mál-
þingið verður í Rúgbrauðsgerð-
inni, Borgartúni 6, í dag,
þriðjudaginn 20. mars, frá kl. 13 til
17.
Á málþinginu verður sjónum
beint að breytingum sem orðið
hafa á íslensku samfélagi og áhrif-
um þeirra á uppvöxt og þroska
yngstu þjóðfélagsþegnanna.
Hvernig samrýmist það gildismat
sem nú ríkir hagsmunum barna?
Hvað er hægt að gera til að hafa
jákvæð áhrif á velferð barna og
fjölskyldna þeirra? Hvernig mótum
við sterka einstaklinga með virð-
ingu og ábyrgð fyrir sjáfum sér,
öðrum og samfélaginu? Hverskon-
ar verkefni eru fagmenn að nýta
sér til að stuðla að auknum fé-
lagsþroska barna?
Dagskrá málþingsins er að finna
á heimasíðu Miðgarðs www.mid-
gardur.is.
Forvarnir á
fyrstu árum
FÉLAG viðskiptafræðinga MBA
frá Háskóla Íslands stendur fyrir
opnum morgunverðarfundi á Nor-
dica hóteli, miðvikudaginn 21.
mars nk. kl. 8.15. Yfirskrift fund-
arins er ,,Hefur lækkun virð-
isaukaskatts og vörugjalds á mat-
væli skilað sér til neytenda?“
Framsögumenn verða Guðrún
Ragnheiður Jónsdóttir, deildastjóri
vísitöludeildar Hagstofu Íslands,
og Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna.
Fundurinn er haldinn í sal 1 á
Nordica. Aðgangseyrir með morg-
unmat er 2.500 krónur.
Hlutverk Félags viðskiptafræð-
inga MBA frá Háskóla Íslands,
sem stofnað var árið 2004, er að
stuðla að faglegum, félagslegum
og efnahagslegum ávinningi
þeirra sem útskrifast hafa með
MBA-prófgráðu frá Háskóla Ís-
lands og að styðja við áframhald-
andi þróun og framgöngu námsins
við Háskóla Íslands.
Fundur um
lækkun matar-
skattsins
OPIÐ hús skógræktar-
félaganna verður í
kvöld, þriðjudagskvöld-
ið 20. mars, og hefst kl.
19.30, í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla Ís-
lands í Vatnsmýrinni.
Þar fjallar Ari
Trausti Guðmundsson
náttúrufræðingur um
náttúrunýtingu og nátt-
úruvernd í landinu. Ari
Trausti kallar erindi
sitt „Fiskur, skógur og
steinar - hvert stefnir?“
og mun í máli og myndum fjalla um
ýmis álitamál varðandi nýtingu og
vernd þessara náttúruauðlinda.
Opnu húsin eru hluti af fræðslu-
samstarfi Skógræktarfélags Íslands
og Kaupþings.
Aðgangur er ókeypis, boðið er upp
á kaffi og allir eru velkomnir.
Rætt um vernd og
nýtingu auðlinda
Í MORGUNBLAÐINU í gær kom
ranglega fram að skáldaspírukvöld
með Lindu Vilhjálmsdóttur ljóð-
skáldi færi fram þá um kvöldið. Hið
rétta er að Linda les ljóð sín í kvöld.
Er beðist velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Skáldaspíru-
kvöld í kvöld