Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Epic Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
Epic Movie LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10
Norbit kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20
The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4 og 4:45 STUTTMYND
Night at the Museum kl. 3:30 og 5.40
Epic Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
Norbit kl. 6 og 8
Smokin´ Aces kl. 10 B.i. 16 ára
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
JIM CARREY
eee
V.J.V. - TOP5.IS
eee
S.V. - MBL
700 kr fyrir fullorðna
og 500 kr fyrir börn
eeee
K.H.H. - FBL
eeee
S.V. - MBL
Hefur þú einhvern tímann gert
mjög stór
mistök?
HÚN ER STÓR...
VIÐ MÆLDUM
UPPLIFÐU MYNDINA
SEM FÉKK ENGIN
ÓSKARSVERÐLAUN!
eee
SV, MBL
eee
VJV, TOPP5.IS
25. músíktilraunir hófust í gærkvöldi þegar níu hljómsveitir tókust á um
sæti í úrslitunum 31. mars. Tilraunirnar fara fram í Loftkastalanum, en
úrslitin verða haldin í Listasafni Reykjavíkur.
Til mikils er að vinna í Músíktilraunum; sigursveitin fær 20 hljóðvers-
tíma með hljóðmanni í Sundlauginni, annað sætið gefur 20 tíma með
hljóðmanni í Stúdíó September og þriðja sætið 20 tíma með hljóðmanni í
Sýrlandi. Athyglisverðasta hljómsveitin fær að launum framleiðslu á
einu lagi hjá TÍMA.
Fjörið hefst kl. 19 í kvöld líkt og önnur kvöld undanúrslitanna.
Hljómsveitin Strengur
Hljómsveitin Strengur kemur
að norðan, er frá Akureyri, og
spilar rokk/metal blöndu. Sveit-
ina skipa Almar gítarleikari,
Sölvi söngvari, Daníel trommu-
leikari og Arnar bassaleikari.
Þeir eru allir sextán nema Arn-
ar sem er sautján.
Vyð
Reykjavíkurdúettinn Vyð er ekki nema mánaðargam-
all eða þar um bil skipaður þeim Lárusi Jóni Björnssyni
kassagítarleikara og söngvara og Huga Leifssyni
trommuleikara. Þeir félagar eru báðir sextán ára og
spilar tónlist í rólegri kantinum, einhverskonar indie-
rock.
Occasional Happyness
Önnur Vestmannaeyjasveitin sem tekur þátt í tilraununum í kvöld
heitir Occasional Happyness. Alexandra Sharon Róbertsdóttir, sem
er líka í Primera, sér um hljómborðleiks og söng, Andri Fannar Val-
geirsson leikur á gítar, Ingi Þór Þórarinsson leikur á trommur og
Ingibjörg Sigurjónsdóttir á bassa. Þau eru fjórtán og fimmtán ára
gömul.
Spooky Jetson
Spooky Jetson kemur af úr Kópavogi og Reykjavík. Hljóm-
sveitarmenn eru Smári Sigurgrímsson trommuleikari, Ívar
Björnsson gítarleikari, Jón Baldur Lorange gítarleikari og
Ævar Örn Hermannson bassaleikari. Þeir eru á aldrinum
fimmtán og sextán ára og spila blúsað rokk.
Primera
Stúkur eru í öllum hlutverkum í rokksveitinni Primera frá Vest-
mannaeyjum. Þær Alexandra Sharon Róbertsdóttir hljómborðleik-
ari og söngkona, Írena Dís Tórshamar gítarleikari og söngkona,
Þóra Sigurjónsdóttir bassaleikari og Ingibjörg Sigurjónsdóttir
trommuleikari. Þær eru á aldrinum fimmtán til sextán ára og á
rokk.is segjast þær spila pjásupopp.
Endless Dark
Því dapurlega nafni Endless Dark heitir hljómsveit úr Ólafs-
vík. Liesmenn hennar eru Atli Sigursveinsson gítarleikari,
Hólmkell Leó Aðalsteinsson bassaleikari, Viktor Sig-
ursveinsson söngvari, Daníel Hrafn Sigurðsson trommuleik-
ari og Egill Sigursveinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar
eru á ýmsum aldri, frá fimmtán upp í nítján, og segjast spila
gothic/rokk/metal tónlist.
Hestreður
Hestreður heitir hljómsveit frá Hellu. Sveitina skipa
Tómas Steindórsson söngvari, Þráinn Þórisson bak-
raddasöngvari, Róbert Ómarsson gítarleikari, Sindri
Aron Þórsson bassaleikari og Árni Rúnar Kristjánsson,
sem allir eru sextán ára. Hestreður ætlar að spila
skemmtilegt pönk.
Universal Politics
Universal Politics heitir hljómsveit úr Kópavogi. Liðsmenn
hennar eru Daði Rúnarsson gítarleikari, Gísli Grímsson gít-
arleikari og söngvari, Gísli Sveinsson bassaleikari og Jón
Kristófer Sturluson trommuleikari. Allir eru þeir félaar
fimmtán ára og spila rokk.
Stelpur rokka
Músíktilraunum verður fram haldið í kvöld í
Loftkastalanum. Árni Matthíasson kynnti sér
hvaða tíu hljómsveitir keppa í kvöld og komst
að því að meðal þeirra er ein kvennasveit.
Monastereo
Reykvíska sveitin Monastereo er skipuð þeim Sigurði
Atla Sigurðssyni gítarleikara og söngvara, Arnari Sig-
urðssyni gítarleikara, Sævari Má Óskarssyni trommu-
og slagverksleikara og Herði Frey Harðarsyni bassa-
leikara. Sigurður Atli og Hörður eru átján, Arnar
fimmtán og Sævar sextán. Þeir segjast spila dúndur
artí stöff.
Oboi
Oboi er úr Kópavogi og spilar fjöl-
breytta tónlist. Liðsmenn heita
Gísli Gunnar D. Guðmundsson, gít-
arleikari og söngvari, Sveinn Ósk-
ar Karlsson trommuleikari, Axel
Birgisson gítarleikari, Örn Ágústs-
son píanóleikari og Þorbergur
Ingvi Kristjánsson bassaleikari.