Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 48

Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI / KRINGLUNNI 300 kl. 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ MUSIC & LYRICS kl. 8 LEYFÐ DIGITAL THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 LEYFÐ 300 kl. 6:30 - 9 - 10:40 B.i. 16 ára BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 -10:15 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 B.i. 16 ára DREAMGIRLS kl. 5:30 eeee V.J.V. BREAKING AND ENTERING HORS DE PRIX ísl. texti kl. 5:40 - 8 - 10:20 TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 8 - 10:20 PARIS, JE T'AIME kl. 5:40 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL ,,TÍMAMÓTAMYND" eeeee V.J.V. - TOPP5.IS STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er engin grínmynd eins og ég hef stundum gert, þótt það gerist skemmtilegir hlutir af og til,“ segir Guðný Halldórs- dóttir leikstjóri um sína nýjustu kvikmynd, Veðramót, sem verður frumsýnd í haust. „Þetta er kvik- mynd um þrjá unga hug- sjónamenn sem taka að sér að stjórna heimili fyrir vandræðabörn norður í landi,“ segir Guðný sem skrifaði einnig handritið að mynd- inni, en það er byggt á reynslu henn- ar þegar hún vann í Breiðavík snemma á áttunda áratugnum. „Ég læt þessa mynd hins vegar bara ger- ast einhvers staðar úti á landi, ég læt hana ekki gerast á Breiðavík, heldur heitir staðurinn Veðramót.“ Guðný segir myndina ekki fjalla um það ofbeldi sem átti sér stað í Breiðavík og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undanförnu, myndin gerist árið 1974 þegar því tímabili var lokið. „Það var afskaplega vel farið með þetta fólk á meðan við vor- um þar. Það var til dæmis einn hjá mér í heimsókn um helgina sem var þarna, og ég hef mjög gott samband við flesta þeirra sem eftir lifa,“ segir Guðný. Baugalín Guðný segir að útgáfa bókarinnar Launhelgi lyganna árið 2000 hafi orðið til þess að hún ákvað að gera myndina. Bókin var skrifuð undir dulnefninu Baugalín, en í bókinni lýsir höfundur því hvernig hún var misnotuð af fósturföður sínum í æsku. Stúlkan var send í Breiðavík, en að sögn Guðnýjar kom ekki í ljós fyrr en 25 árum seinna hvers vegna hún var send þangað. „Ég las bókina og varð svo agalega vond þegar ég uppgötvaði að hún var búin að vera lokuð inni fyrir ekki neitt, án þess að við vissum það. Hún var lokuð inni fyrir að vera fórnarlamb,“ segir Guðný, og bætir við að gerandinn í málinu hafi aldrei þurft að svara til saka. Ungir leikarar Eins og vænta má af mynd sem gerist á unglingaheimili leika fjöl- margir ungir leikarar í Veðramót- um. Að sögn Guðnýjar reyndust þeir mjög vel. „Þeir þurfa náttúrlega meiri æfingu en fullorðnu leik- ararnir,“ segir hún. „Ég fann þau flest í menntaskólaleikritunum sem voru í gangi síðasta vetur. Ég sá öll þessi leikrit og pikkaði þau út úr þeim, þá sem mér fannst standa sig vel. En þetta var annars góður hóp- ur og samviskusamur,“ segir Guðný, en á meðal leikara í myndinni eru Tinna Hrafnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Atli Rafn Sigurðarson, Baltasar Breki Baltasarsson, Ugla Egilsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson og Þorsteinn Bachmann. „Það má segja að ég sé búin að vera þrjú ár að gera þessa mynd. Fyrst skrifaði ég handritið, svo þurfti að fjármagna, taka hana og svo vorum við að ljúka við að klippa hana og hún er núna í hljóðklipp- ingu,“ segir Guðný. „Myndin var tekin í Reykjavík og vestur á Snæfellsnesi. Svo eigum við eina senu eftir og hún er tekin í Kaupmannahöfn, við tökum hana í næstu viku,“ segir Guðný, en mynd- in verður frumsýnd föstudaginn 17. ágúst. „Þetta er alvarleg mynd um það hvernig þessa krakka dagaði uppi án þess að nokkur hefði áhuga á þeim. Ég held að allir hafi gott af því að sjá svona mynd.“ Stormasamt á Veðramótum Kvikmynd byggð á dvöl ungs fólks í Breiðavík árið 1974 frumsýnd í ágúst Guðný Halldórsdóttir Við veiðar Að sögn Guðnýjar var vel farið með vistmenn í Breiðuvík á meðan hún vann þar. Baltasar Breki Baltasarsson og Gunnur Schlüter. Veðramót Arnmundur Ernst Björnsson og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum í kvikmyndinni. ÞAÐ HAFA eflaust margir gripið andann á lofti í gær þegar komst í hámæli að leikkonan Emma Wat- son, sem leikið hefur Hermione Granger í Harry Potter-mynd- unum, hefði neitað að skrifa undir samning um að leika í síðustu tveimur myndunum. Samkvæmt fréttunum átti Watson, sem er sex- tán ára, að hafa hafnað tilboði sem kvað á um tvöföldun launa hennar, þ.e. að hún fengi rúmar 262 millj- ónir króna fyrir hvora mynd. Warner Bros-kvikmyndaverið gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það sé „mjög líklegt“ að Watson verði með. „Við erum sannfærð um að Emma verði með í sjöttu og sjöundu myndunum,“ sagði talsmaður kvik- myndaversins í gær. Watson verður með Með? Margir Harry Potter- aðdáendur bíða frekari frétta. Á SJÖTTA hundrað manns hafði sótt sér eintak af nýrri smáskífu rokkhljómsveitarinnar Mínus á mbl.is þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Hægt var að sækja lagið, sem nefnist „Futurist“, fram- undir morgun. „Futurist“ er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri breið- skífu hljómsveitarinnar, The Great Northern Whalekill, sem út kemur 16. apríl nk. Fer lagið í spilun á út- varpsstöðvum í dag. Fjöldi sótti sér Mínus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.