Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 52
Í HNOTSKURN » Fiskneysla fólksá aldrinum 17–26 ára hefur minnkað verulega undanfarin ár. » Ungar konur eruhrifnari af græn- meti og fiski en ungir karlar, samkvæmt könnun Matís. » Ungu karlarnir eru hrifnari af skyndi-bita og kjöti. » Ungt fólk sem er flutt úr foreldra-húsum borðar minnst af fiski. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „MÉR finnst hann ekki góður,“ segir Jóhanna Gísla- dóttir, 18 ára nemi í Menntaskólanum í Reykjavík, en hún er ekki mikið fyrir að borða fisk. Hið sama virðist gilda um marga jafnaldra hennar, en skv. nýrri könn- un Matís hefur fiskneysla ungs fólks 17–26 ára minnkað. Fólk á þessum aldri borðar fisk að með- altali 1,3 sinnum í viku, sem er töluvert minni fisk- neysla en Lýðheilsustöð ráðleggur. Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra sagði þegar niðurstöðurnar voru kynntar í gær að það væri áhyggjuefni hversu lítinn fisk ungt fólk borðaði. Fiskurinn fínn próteingjafi Í könnun Matís kemur fram að margt ungt fólk virðist fremur kjósa kjöt en fisk á sinn disk. Sumir unglingar hafa þó ekkert á móti fiskmet- inu. Þau Urður Anna Björnsdóttir og Elías Eyþórs- son, sem einnig eru menntaskólanemar í MR, segj- ast borða fisk í viku hverri. „Þetta er fínn próteingjafi,“ segir Elías. Hann segist hafa prófað að elda fisk en það sé nokkuð snúið. „Ég hef tvisvar reynt það og í bæði skiptin skaðbrenndi ég fiskinn.“ Urður Anna telur að hún borði fisk í nokkuð meira mæli en jafnaldrar hennar, en heima hjá henni er fiskur á boðstólum 1–2 sinnum í viku. Hún segir lax og saltfisk í uppáhaldi hjá sér. Ungmennin þrjú gera öll ráð fyrir að fiskur verði á boðstólum hjá þeim þegar þau fara sjálf að halda heimili í fyllingu tímans. „Kannski svona einu sinni í viku, upp á hollustuna,“ segir Jóhanna. Í könnun Matís kom í ljós að matarvenjur í æsku hafa mótandi áhrif á fiskneyslu ungs fólks og sömu- leiðis búseta þess í æsku. | 4 „Finnst hann ekki góður“  Ungt fólk neytir æ sjaldnar fisks og horfur á að neyslan minnki enn  Ungar konur eru gefnari fyrir fisk en karlar  Matarvenjur í æsku hafa mótandi áhrif ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2007 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Helmingur barna hefur heimsótt klámsíður  Um 49% íslenskra barna sem nota Netið hafa heimsótt klámsíður fyrir slysni. Barnaheillum berast um 50 ábendingar á mánuði vegna ólöglegs efnis á Netinu og í um 30–40% til- vika er um barnaklám að ræða. »Forsíða Milljarða tekjuauki  Tekjuauki Hafnfirðinga vegna stækkunar álversins í Straumsvík yrði 3,4–4,7 milljarðar króna á 50 ár- um, eða 6–9 þúsund krónur á hvern Hafnfirðing á ári, að mati Hag- fræðistofnunar HÍ. »Miðopna Vill frjálst mjólkurverð  Mjólkursamsalan vill að opinbera verðlagningin á mjólk verði lögð nið- ur, segir hana hafa orðið til þess að mjólkuriðnaðurinn borgi með drykkjarmjólkinni og það hafi áhrif á verðið á unnum mjólkurvörum. »2 Hættulegur áverki  Hólmfríður Magnúsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, verður frá keppni í 2–3 mánuði vegna hættu- legs áverka. Er það áfall fyrir lands- liðið því talið er að hún missi af þremur mikilvægum leikjum þess. »Íþróttir Nær viðskiptavininum  Glitnir hefur endurskilgreint hlut- verk útibúa bankans og segir að markmiðið sé m.a. að færa hann nær viðskiptavinum sínum. »13 Írakar á móti hernum  Aðeins 18% Íraka segjast hafa trú á bandaríska herliðinu í Írak og 78% segjast vera andvíg veru þess í land- inu nú þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í landið. »14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Hetjurnar mínar Staksteinar: Hægri og vinstri Forystugreinar: Stefna fjórðungs þjóðarinnar? | Hagvöxtur 21. aldar UMRÆÐAN» Rangfærslur ráðuneyta Laugardalur, svæði IV „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Sneypuför Jóns / % )7" -  ( ) 8   %    2  2 2  2   2  2 2   + 9 !6 "   2  2 2  2 :;<<=3> "?@3<>A8"BCA: 9=A=:=:;<<=3> :DA"993EA= A;3"993EA= "FA"993EA= "0>""AG3=A9> H=B=A"9?H@A ":3 @03= 8@A8>"0(">?=<= Heitast 8 °C | Kaldast -2 °C  S og SA 10–15 m/s. Úrkomulítið á NA- og A-landi fram á kvöld. Slydda, síðar rigning S- og V-lands síðdegis. » 8 Músíktilraunir halda áfram í kvöld þegar tíu sveitir freista þess að komast í úrslitin sem fram fara í lok mánaðar- ins. »46 TÓNLIST» Tilraunir með tóna ÚTVARP» „Íslenskt útvarp var við- bjóður þar til í gær.“ »44 Íslenskur ljósmynd- ari tók myndir fyrir Rolling Stone- tónlistartímaritið á South by South West. »44 FÓLK» Myndar fyrir RS BÍÓLISTINN» Íslendingar fjölmenntu í bíó um helgina. »49 KVIKMYNDIR» Fjöldi ungra leikara leik- ur í Veðramótum. »48 reykjavíkreykjavík VEÐUR» ATLI Jóhannsson, 24 ára Eyjamaður sem nú leikur með KR, var í gær valinn í landsliðshópinn í knatt- spyrnu í fyrsta skipti. „Ég er í skýjunum yfir þessu,“ sagði Atli við Morgunblaðið en hann er aðeins annar af tveimur leikmönnum íslenskra liða í hópnum. Atli lék listir sínar með boltann í snjónum í Vesturbænum í gær en nú fer hann í sólina á Mallorca þar sem Ís- land mætir Spánverjum 28. mars. »Íþróttir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Atli fer úr snjónum í sólina GREGORY Cattaneo er ekki við eina fjölina felldur. Íslenski víkingatíminn á hug þessa franska fræðimanns allan enda hefur hann lokið meistaragráðu í íslenskum mið- aldafræðum og leggur nú stund á meist- aranám í fornleifafræði á íslensku, einn út- lendinga við Háskóla Íslands. Að auki kennir hann tvö námskeið við frönskuskor skólans, hann þjálfar sundfólk hjá Ægi, hann er ástríðukokkur og kafari, talar fjölda tungumála og hefur auk fyrrnefndra gráða lokið meistaranámi í miðaldasögu við Sorbonne-háskólann í París sem og þremur BA-gráðum við CPGE Khâgne-skólann í Orléans. Og þó er hann ekki nema 22 ára gamall. » Daglegt líf Heltekinn af íslensku víkingunum Heillaður Gregory Cattaneo hefur brenn- andi áhuga á íslenskum fornsögum. Ungur Frakki kennari við Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.