Morgunblaðið - 24.03.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 82. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TROMMUSTUÐ
BÝR Á GRUNDARFIRÐI EN REYNIR AÐ MÆTA Á
ALLA VALSLEIKI, KVENNA OG KARLA >> 26
LEAVES VINNUR AÐ
NÝRRI BREIÐSKÍFU
Í MIKLUM MÓÐ
VIÐTAL >> 54
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
ÞÓTT Íslandshreyfingin segist vera hægri
græn virðist sem hún muni aðallega sækja
fylgi sitt til kjósenda, sem í dag segjast
styðja flokka vinstra megin við miðju. Ef
framboðið fær eitthvert fylgi að ráði bitnar
það líklega verst á Vinstri grænum.
Í könnun Gallup, sem gerð var fyrir Morg-
unblaðið og RÚV 14.–20. marz, var spurt
hversu líklegt væri að fólk kysi framboðið,
sem hefði „vinnuheitið Íslandsflokkur“. Sam-
tals sögðu rétt rúm 15% það líklegt, þó aðeins
3,7% mjög líklegt.
Þegar svörin eru sundurgreind eftir því
hvaða framboð fólk segist nú styðja kemur í
ljós að Íslandshreyfingin fær sáralítið fylgi
hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins, innan við 5%, og
13–14% hjá stuðningsmönnum Frjálslynda
flokksins og Samfylkingarinnar. Hins vegar
segja 25% stuðningsmanna VG líklegt að
þeir myndu kjósa Íslandshreyfinguna.
Þetta getur þýtt tvennt. Annaðhvort höfð-
ar fólkið, sem stendur að Íslandshreyfing-
unni, frekar til kjósenda á vinstri vængnum
en þeim hægri, eða þá að kjósendur, sem
undanfarið hafa fært sig yfir á VG og aðra
vinstri flokka vegna afstöðunnar í umhverf-
ismálum, eru ekkert vinstrisinnaðir og taka
hægri grænum kosti fegins hendi.
Umhverfismálin mikilvægust
Könnun Gallup sýnir það, sem ekki kom út
af fyrir sig á óvart, að umhverfismálin verða
eitt aðalkosningamálið. Reyndar nefna örlít-
ið færri „umhverfismál“ en samgöngu- og at-
vinnumál, þegar spurt er hvert verði mik-
ilvægasta málið eða málefnið á næsta
kjörtímabili á landsvísu.
Þegar lagðir hafa verið við þeir, sem vilja
sporna við stóriðjustefnu eða nefna orku- og
virkjanamál, álversmál, stóriðjumál og auð-
lindamál, liggur fyrir að rétt tæp 20% kjós-
enda telja umhverfismál og tengd málefni
mikilvægustu málin framundan.
Stuðningsmenn VG leggja langmesta
áherzlu á umhverfismálin; 31,4% þeirra
segja umhverfismálin verða mikilvægasta
mál næsta kjörtímabils. Ekkert mál er jafn-
mikilvægt í stuðningsmannahópi neins ann-
ars flokks. Um leið er ekki ólíklegt að það sé
umhverfisstefna VG fremur en vinstripólitík-
in, sem ræður stuðningi margra við flokkinn.
Þegar annar flokkur með jafnsterka um-
hverfisáherzlu en annars konar pólitík að
öðru leyti kemur fram á sjónarsviðið geta
þessir kjósendur verið tilbúnir að færa sig til.
Allt skýrist þetta í næstu viku, þegar Gallup
mælir í fyrsta sinn fylgi við Íslandshreyfinguna.
Morgunblaðið/RAX
Hægri snú Nær Íslandshreyfingin kjós-
endum sem eru grænir en ekki til vinstri?
Græn frá
vinstri til
hægri?
Íslandshreyfingin
mest ógnun við VG
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„EKKERT húsnæði“ var skráð í sjúkraskrár
um 300 einstaklinga sem komu í meðferð á Vogi
á síðasta ári. Langflestar þeirra húsnæðislausu
kvenna, sem koma í meðferð hjá SÁÁ, hafa ver-
ið beittar kynferðislegu ofbeldi, bæði áður en
þær leiddust út í neyslu og meðan á henni stóð.
Sjötíu einstaklingar gistu í fangaklefum lög-
reglu á síðasta ári samkvæmt eigin ósk. Í hverri
viku þarf lögreglan að kalla til lækni vegna þess
að þeir heimilislausu einstaklingar sem þangað
leita eru fárveikir. „Stundum höfum við það á
tilfinningunni að verði ekki gripið strax inn í lifi
þeir ekki út vikuna eða mánuðinn,“ segir Berg-
lind Eyjólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður.
Þetta kom m.a. fram á málþingi um stöðu heim-
ilislausra sem fram fór í gær.
„Það er greinilegur munur á körlum og kon-
um sem til okkar leita,“ segir Vilborg Odds-
dóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar. Konur gisti í Konukoti eða fái inni hjá
karlmönnum í stuttan tíma í senn. „Konurnar
hafa oftar sjáanlega áverka eftir barsmíðar og
eru verr farnar bæði á sál og líkama og hafa
meiri þörf fyrir að ræða um börnin sín og börnin
sem þær hafa misst frá sér. Eins er greinilegt
að konur greiða fyrir gistingu sína og vernd með
kynlífi og í nokkrum tilfellum eru þær notaðar
sem gjaldmiðill af þeim sem veitir þeim húsa-
skjól. Karlar ræða um goggunarröðina og of-
beldi á milli þeirra sjálfra. Þeir séu neyddir til
að láta frá sér bæði hluti og fjármagn til að fá
frið. Karlarnir tala meira um einmanaleika og
að þeir hafi ekki neitt tengslanet, hafi étið það
allt upp og geti ekki leitað til ættingja lengur.“
300 heimilislausir í með-
ferð hjá SÁÁ á síðasta ári
70 manns óskuðu eftir gistingu í fangaklefum lögreglunnar í Reykjavík
Einfaldlega veikasta fólkið | 4
FYRSTA áfanga við botnplötusteypu tónlist-
ar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn
anna í lok apríl. Þær eru um metri á þykkt og
fara í þær um 7.000 rúmmetrar af steypu.
er lokið. Undirbúningur að 2. og 3. áfanga er
hafinn og verður búið að steypa 2⁄3 botnplatn-
Morgunblaðið/RAX
Hljómbotninn steyptur
KJÓSENDUR á landsbyggðinni
og höfuðborgarsvæðinu hafa tals-
vert ólíka afstöðu til þess hvað
séu mikilvægustu mál á komandi
kjörtímabili. 36–41% kjósenda í
Norðvestur- og Norðausturkjör-
dæmum eru þeirrar skoðunar að
atvinnumál séu mikilvægustu
mál á næsta kjörtímabili. Hins
vegar segja 1–4% kjósenda kjör-
dæmanna á höfuðborgarsvæðinu
að atvinnumál eigi að vera mik-
ilvægustu mál á kjörtímabilinu.
Þetta kemur fram í nýrri skoð-
anakönnun Capacent sem gerð
var fyrir Morgunblaðið og RÚV.
11–23% kjósenda í kjördæm-
um á Suðvesturlandi telja að mál-
efni aldraðra og öryrkja séu mik-
ilvæg mál en 2–7% kjósenda í
landsbyggðarkjördæmunum
telja þetta mikilvæg mál. Kjós-
endur á suðvesturhorni landsins
leggja einnig áherslu á umhverf-
ismál en kjósendur á landsbyggð-
inni miklu síður. Almennt leggja
kjósendur mesta áherslu á sam-
göngumál. | 6
Málefnin fara
eftir kjördæmum