Morgunblaðið - 24.03.2007, Qupperneq 2
Ný tónlistar-
hús hafa góð
áhrif á aðsókn
REYNSLA erlendra sinfóníu-
hljómsveita sem flutt hafa í nýtt
húsnæði sýnir að það getur haft
góð áhrif á starfsemi þeirra.
Í grein eftir Örnu Kristínu Ein-
arsdóttur í Lesbók í dag kemur
fram að Hallé-hljómsveitin í Man-
chester í Englandi og Los Angeles-
fílharmónían í Bandaríkjunum hafa
báðar styrkt stöðu sína nokkuð eft-
ir að hafa flutt í nýtt húsnæði. Það
gekk þó ekki átakalaust fyrir sig,
sveitirnar þurftu að gera talsvert
átak í markaðsmálum og
ungmennastarfi til þess að vinna
sig út úr erfiðleikum sem fylgdu
flutningunum.
Telur Arna Kristín að álíka verk-
efni bíði Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands er hún flytur í nýja Tónlistar-
húsið í Reykjavík. | Lesbók
2 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
straumsvik.is
Verið velkomin í skoðunarferð um álverið í Straumsvík.
Skoðunarferðirnar verða á fimmtudögum kl. 17:00
og á laugardögum kl. 14:00. Hægt er að skrá sig á
straumsvik.is eða í síma 555 4260.
Af öryggisástæðum er aldurstakmark í skoðunarferðirnar 14 ár.
Við bjóðum þér í
skoðunarferð um
álverið
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Á ÁRSFUNDI Veiðimálastofnunar í
gær sagði Guðni Guðbergsson fiski-
fræðingur að ekki væru nein merki
um annað en veiði á laxi í sumar yrði
yfir meðaltali rétt eins og síðustu ár.
Þó gerir hann ráð fyrir einhverri
fækkun. Í fyrrasumar veiddust rúm-
lega 45.100 laxar á stöng, sem var
samdráttur um 18% frá árinu 2005.
Þá var metveiði á laxi, 55.168 fiskar.
Veiðin í fyrra var þó um 26% yfir
meðalveiði áranna 1974 til 2006.
Sagði Guðni að veiðimenn og veiði-
réttareigendur mættu því vel við
una.
Netaveiði á laxi fer minnkandi í
kjölfar netauppkaupa á Ölfusársvæð-
inu. Mest veiddist í net í Þjórsá, 3.334
laxar, en um 2.300 í Ölfusá-Hvítá.
18% laxa sleppt aftur
Hátt í 8.300 löxum var sleppt aftur,
en það er rúmlega 18% veiðinnar.
Hlutfall slepptra smálaxa var 14,4%
en hins vegar hefur vænn hluti veiði-
manna svarað kalli Veiðimálastofn-
unar um að sleppa veiddum stórlöx-
um, löxum sem hafa verið tvö ár í sjó,
aftur í árnar, því hlutfallið þar er
32,5%.
Mestu af laxi var sleppt í Vatns-
dalsá, 96%, og í nokkrum öðrum ám,
svo sem Bugðu, Víkurá og Laxá í Að-
aldal er hlutfallið yfir 70%.
Um fimmti hver lax sem veiddist í
fyrra var stórlax, en það hlutfall hef-
ur lækkað jafnt og þétt í íslenskum
ám síðustu árin. Hefur breytingin
komið svipað fram í öllum landshlut-
um. Meira munar þó um fækkunina
norðan- og austanlands, þar sem
hlutfall tveggja ára laxanna er jafnan
hæst. Í ársskýrslu stofnunarinnar
segir Guðni að ef stórlöxum haldi
áfram að fækka hlutfallslega með
sama hraða, þá verði þeir nær horfn-
ir úr íslenskum laxastofnum eftir 15
til 20 ár.
„Ef við reiknum okkur yfir þetta
tímabil, þá stefnir í að síðasti stórlax-
inn verði drepinn 2020. Við skulum
vona að til þess komi ekki, en það er
ekki langt í það. Þetta er alvara máls-
ins,“ sagði Guðni á fundinum í gær.
Fækkun stórlaxa hefur bein áhrif
á verðmæti veiði, en stórlaxinn geng-
ur jafnan fyrr upp í árnar en smálax-
inn. Fyrir vikið er veiðiálagið einnig
mun meira á stórlaxinum. Ítrekar
Guðni mikilvægi þess að sleppa stór-
laxi í veiði.
Fjöldi stangaveiddra silunga hefur
verið stöðugur á síðustu árum en í
fyrra varð um 22% samdráttur, bæði
í veiði á bleikju og urriða.
Spáð að laxveiðin í sumar verði yfir meðaltali en þó verði einhver fækkun
„Stefnir í að síðasti stór-
laxinn verði drepinn 2020“
Morgunblaðið/Golli
Stórlax Varað er við því að slíkir fiskar kunni að hverfa eftir 15 til 20 ár.
GRÍPA þurfti til bráðabana til að
skera úr um úrslitin í seinustu und-
anúrslitaviðureigninni í Gettu bet-
ur, spurningakeppni framhalds-
skólanna, sem fram fór í beinni
útsendingu í sjónvarpinu í gær-
kvöldi. Þar áttust við lið Mennta-
skólans í Kópavogi og Mennta-
skólans við Hamrahlíð og lauk
viðureigninni 33-31 fyrir MK, en
staðan að lokinni hefðbundinni
keppni var 31-31. MK mun því
keppa á móti Menntaskólanum í
Reykjavík til úrslita eftir viku.
Æsispennandi Gettu betur
Ljósmynd/Guðmundur Ólafsson
VAFALAUST hafa margir rekið upp stór augu um há-
degisbil í gær þegar Airbus A380 þotu var flogið í lág-
flugi yfir höfuðborgarsvæðið. Alloft hafa þotur þess-
arar gerðar verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli
undanfarið. Þotan er 72,8 metrar að lengd og vænghaf-
ið er á við fótboltavöll.
Ljósmynd/Jón Arnar Ólafsson
Stærsta farþegaþota heims í lágflugi
TVÆR konur voru fengnar til að
fækka fötum á karlakvöldi hesta-
mannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ
sem haldið var í félagsheimili þess í
lok febrúar. Bréf sem kona sem er
félagi í Herði skrifaði til að mótmæla
þessu hefur vakið töluverða umræðu
á spjallvef hestamanna á www.847.is,
Femínistafélagið hefur tekið undir
mótmælin og í grein á vef Íþrótta-
sambands Íslands lýsir fram-
kvæmdastjóri sambandsins van-
þóknun sinni á framtakinu.
Konan sem ritar bréfið lætur ekki
nafns síns getið en það fékkst stað-
fest hjá Marteini Hjaltested, for-
manni Harðar, að á umræddu karla-
kvöldi hefðu tvær dansmeyjar komið
og fækkað fötum. Aðspurður hvers
vegna ákveðið hefði verið að fá fata-
fellur sagði hann að fyrir því væri
ákveðin hefð en tók jafnframt fram
að stjórnin hefði ekki skipulagt
karlakvöldið. Hann sagði að hvorug
þeirra hefði farið úr öllum fötunum
en sagðist aðspurður ekki muna
hvort þær hefðu t.d. farið úr að ofan.
Hann mundi heldur ekki hvort þær
hefðu verið íslenskar eða erlendar.
Aðspurður sagði hann vel koma til
greina að láta af þessari hefð.
Í bréfinu sem konan ritar segir
hún mjög athugavert að slíkar nekt-
arsýningar séu taldar sjálfsagðir við-
burðir á skemmtunum sem haldnar
eru á vegum íþróttafélags og í fé-
lagsheimili þess. Viðkomandi félag
vinni að því að fá gæðastimpilinn
„Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“ og hún spyr
hvernig slíkar skemmtanir falli að
jafnréttismarkmiðum ÍSÍ. Fyrir-
myndarverkefnið lúti að barna- og
unglingastarfi og þeir sem það
skipuleggi verði væntanlega að vera
til fyrirmyndar „líka eftir klukkan
átta á kvöldin.“
Í grein sem birt var í gær á vef ÍSÍ
harmar Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri sambandsins, þessa
uppákomu og segir að skilaboðin séu
í raun kvenfyrirlitning og slíkt megi
ekki láta viðgangast. „Nektardansar
og það sem þeim fylgir á ekki heima
á opinberum samkomum í okkar
hreyfingu. Vilji menn perrast á
þessu sviði er best að þeir geri það á
öðrum vettvangi,“ segir hann.
Fatafellur á samkomu
hestamannafélags
„Vilji menn perrast á þessu sviði er best að þeir geri
það á öðrum vettvangi,“ segir framkvæmdastjóri ÍSÍ