Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 10

Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞETTA er mjög gleðileg nið- urstaða,“ segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra um niðurstöður könnunarinnar. Hún sýni að lands- menn beri mikið traust til heilbrigð- iskerfisins, sem byggist á samhjálp. Fólk vilji ekki gera neinar grund- vallarbreytingar á kerfinu. Stundum komi fram hugmyndir um viðamik- inn einkarekstur, en þær eigi ekki upp á pallborðið hér. Í könnuninni sé fjallað um fram- lög til heilbrigðisþjónustunnar. Ís- lendingar séu í efsta sæti á Norð- urlöndunum hvað varðar útgjöld til heilbrigðisþjónustunnar, miðað við verga þjóðarframleiðslu. Í könnuninni sögðust rúm 63% svarenda telja að hið opinbera ætti að reka tannlæknaþjónustu barna, en í dag fer sú þjónusta aðeins fram á tannlæknastofum. Siv segir að á sínum tíma hafi ekki náðst að semja við tannlækna, sem síðan hafi verið utan samninga. Hún sé í samninga- viðræðum við Tannlæknafélag Ís- lands um að bjóða tilteknum ár- göngum barna upp á forvarnir sér að kostnaðarlausu fyrir fast verð. „Þeir samningar eru núna yfirstand- andi en of snemmt að segja til um niðurstöðuna,“ segir hún. Þá þurfi að skoða gjaldskrána almennt. Algjör samstaða „Enginn flokkur hefur á stefnu- skrá sinni að fjármögnun heilbrigð- isþjónustunnar, og þar með kostn- aður, færist að mestu yfir til einkaaðila,“ segir Ásta Möller, þing- maður Sjálfstæðisflokks. Um þetta sé algjör samstaða. „Ég skil nið- urstöður þessarar könnunar í þá veru að fólki er mikið í mun að þessi þjónusta sé góð.“ Hún sé sjálf þeirr- ar skoðunar að ríkið eigi að fjár- magna þessa þjónustu að mestu. Sú sé enda raunin þótt ýmsar heilbrigð- isstofnanir, eins og hjúkrunarheimili og endurhæfingarstofnanir, séu að mestu reknar af öðrum en ríkinu. Fólk geri í sjálfu sér ekki grein- armun á því hvort einkaaðili eða hið opinbera reki þjónustuna. Ásta telur að breyta þurfi tann- læknaþjónustu við börn. „Það á að leggja meira fjármagn í tannheilsu barna, niðurgreiða meira en gert er og jafnvel gera hana ókeypis, eða að greiðslur verði mjög lágar,“ segir hún. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, seg- ir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. Íslendingar vilji að hér sé rekið heilbrigðiskerfi líkt og er á hinum Norðurlöndunum og „menn sjá hvað ójöfnuður eykst í löndum þar sem einkarekstur á heilbrigðisþjónust- unni hefur verið tekinn upp, eins og í Bandaríkjunum“, bendir Ásta Ragnheiður á. „Síðan kemur þarna fram greinilegur vilji til þess að það verði aukin framlög til heilbrigð- isþjónustunnar. Það er örugglega vegna þess að menn sjá hvernig ástandið er, bæði í því sem snýr að hjúkrunarmálum og sömuleiðis að heilbrigðisþjónustunni. Hún er mjög aðkreppt, ef maður horfir til dæmis til Landspítalans.“ Fram kemur í könnuninni að heldur færri eru eindregið fylgjandi opinberum rekstri hjúkrunarheim- ila, endurhæfingarstöðva, lækna- stofa o.s.frv. Ásta bendir á að ríkið sé ekki rekstraraðili að stofnunum líkt og hjúkrunarheimilium nema að litlu leyti. Fólk virðist sátt við þetta rekstrarform. „En það er mjög mik- ilvægt að heilbrigðisþjónustan sé á hendi hins opinbera til þess að tryggja jafnan aðgang allra, óháð efnahag, að heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. Um tannlæknaþjónustu við börn segir Ásta að henni hafi hrakað mjög eftir að hið opinbera minnkaði greiðsluþátttöku og skóla- tannlæknar hættu. Þau börn sem komi frá efnaminnstu heimilunum séu með mestu skemmdirnar og líði mest. Það hafi nýlegar rannsóknir hér á landi sýnt mjög greinilega. Þolmörk neytenda brostin „Þetta kemur mér ekki á óvart og alls ekki það sem snýr að grunn- þáttum þjónustunnar, sjúkrahús- unum og heilsugæslunni,“ segir Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna. Það sem snúi að tannlækningum komi heldur ekki á óvart. „Það hefur sýnt sig hvað eftir annað í könnunum sem gerðar hafa verið að þolmörk neytenda þjónust- unnar eru brostin hvað varðar greiðsluþátttöku,“ segir Þuríður. Heilbrigðisþjónusta sé orðin mjög dýr. Þá fari þetta líka eftir sjúkdóm- um. „Margir sem greinast með krabbamein fá orðið meirihluta þjónustunnar á göngudeildum sjúkrahúsanna og göngudeild- argjöldin eru orðin há. Fyrir venju- legt fólk sem eitthvað þarf að leita sér lækninga er þjónustan orðin mjög dýr,“ segir hún. Þuríður kveðst telja að í grunninn séu langflestir fylgjandi þeirri stefnu Vinstri grænna að styrkja velferðarkerfið í anda þess norræna en forðast amerísku leiðina. „Ég tel að þarna sé verið að stað- festa þann vilja fólks sem þeir sem stýrt hafa heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu hafa skynjað, að fólk vill hafa tryggingu fyrir því að þegar á reynir eigi það öruggt skjól,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Fólk vilji að sjúkrahúsin séu rekin af hinu opinbera, en það komi glögglega í ljós í könnuninni. Þá segir Sæunn niðurstöðurnar í samræmi við það sem hún hafi haft tilfinningu fyrir um hlutdeild sjúk- linga í kostnaði. 12,7% þátttakenda í könnunini sögðust telja að þeir ættu að leggja meira fé til heilbrigð- isþjónustu en nú væri. „Ég vona að þessi 12,7% hlusti og taki mark á vilja þjóðarinnar sem mér finnst koma þarna skýrt fram.“ Valdimar Leó Friðriksson, þing- maður Frjálslyndra, kveðst mjög sammála helstu niðurstöðu könn- unarinnar. „Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ segir hann. Það skipti miklu máli að almenningur hafi að- gang að læknisþjónustu „og við séum ekki að fara út í það að láta greiða fyrir allt sem valdi því þá að fólk leiti síður lækninga“. Hann telji þó að ákveðnir hluti megi vera meira í einkarekstri, til að mynda heimahjúkrun. Valdimar Leó er ekki sama sinnis og þeir sem vilja að tannlæknaþjónusta við börn verði flutt aftur til hins opinbera. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ segir hann. Hið opinbera fjármagni Valdimar Leó: Þættir í heilbrigðisþjónustu á borð við heimahjúkrun mega vera í einka- rekstri. Þuríður Þolmörk neyt- enda eru brostin. Heil- brigðisþjónusta sé orðin mjög dýr fyrir venju- legt fólk. Ásta Fólki er mikið í mun að þjónustan sé góð. Ríkið á að fjár- magna hana að mestu leyti. Um 81% landsmanna vill að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri sjúkrahúsa og rúm 76% að það reki heilsugæslustöðvar, samkvæmt nið- urstöðum könnunarinnar Heilbrigði og aðstæður Íslendinga. Þetta kemur þeim þingmönnum sem Morgunblaðið ræddi við ekki sérlega á óvart. Þingmennirnir telja flestir að bragarbót þurfi að gera á tannlæknaþjónustu við börn. Íslendingar vilji sams konar heilbrigð- iskerfi og er á Norðurlöndunum Siv Fólk vill ekki grundvallarbreytingar á kerfinu. Hugmyndir um einkarekstur eiga ekki upp á pallborðið. Ásta Ragnheiður Ójöfnuður eykst þar sem einkarekstur á heilbrigðisþjónustunni hefur verið tekinn upp Sæunn Fólk vill að hið opinbera reki sjúkra- húsin..Vonandi verður tekið mark á vilja þjóð- arinnar. Opinber rekstur æskilegur Þingmennirnir segja niðurstöður könnunarinnar ekki koma þeim á óvart.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.