Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 12
12 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚRSKURÐARNEFND skipulags-
og byggingarmála hefur vísað frá
kæru Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands vegna ákvörðunar skipulags-
ráðs Reykjavíkur um að veita fram-
kvæmdaleyfi til lagningar
vatnsveitu Kópavogs frá Vatns-
endakrikum um Heiðmörk innan
lögsögu Reykjavíkurborgar.
Kærunni var vísað frá á þeim for-
sendum að Náttúruverndarsamtök
Íslands ættu ekki samkvæmt lögum
aðild að kærumálum á sviði skipu-
lags- og byggingarmála, og hefðu
því ekki lagalegar forsendur til að
kæra þetta umdeilda fram-
kvæmdaleyfi. Einnig segir að aðild
kæranda geti ekki átt sér stoð í svo-
nefndum Árósasamningi, því hann
hafi ekki hlotið fullgildingu.
Árni Finnsson, sem á sæti í stjórn
samtakanna, segir að þessi nið-
urstaða þýði að bæjaryfirvöld í
Kópavogi geti farið sínu fram og
brotið skipulagslög líkt og við land-
fyllingu á Kársnesi.
Kæru náttúruverndarsamtaka
vegna vatnsveitu vísað frá
Morgunblaðið/RAX
Heiðmörk Hin umdeilda lögn vatns-
veitu Kópavogs, sem stöðvuð var.
NÝLEGA varð sr. Bragi
Friðriksson, fyrrverandi
sóknarprestur í Garða-
prestakalli og prófastur, átt-
ræður. Við messu í Vídal-
ínskirkju afhentu Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri í
Garðabæ, og Matthías
Guðm. Pétursson, formaður
sóknarnefndar Garðasókn-
ar, sr. Braga skjal til stað-
festingar á því að Garðabær og Garðasókn muni gangast fyrir útgáfu á riti
hans um sr. Jón Þorláksson, sem var prestur í Vesturheimi. Ritið mun
koma út á komandi hausti og mun mönnum gefast kostur á því að skrá nöfn
sín á heillaóskaskrá sem birt verður í ritinu.
Sr. Bragi
Friðriksson
heiðraður
Afmæli Gunnar Einarsson og Matthías G.
Pétursson ásamt sr. Braga Friðrikssyni.
MAGNÚS Stefánsson félagsmála-
ráðherra lýsir því sem skoðun
sinni í nýjasta fréttabréfi félags-
málaráðuneyt-
isins að óhjá-
kvæmilegt sé
að herða jafn-
réttislög, þar
sem þau jafn-
réttislög sem
sett voru fyrir
30 árum og
önnur lög hafi
ekki skilað
þeim árangri
sem að var
stefnt.
Frumvarp til nýrra jafnrétt-
islaga er í opnu umsagnarferli á
Netinu, en þverpólitísk nefnd
undir forystu Guðrúnar Erlends-
dóttur, fyrrverandi hæstarétt-
ardómara, samdi frumvarpið.
Meðal tillagna í því er að heimila
launamanni að gefa þriðja aðila
upplýsingar um laun sín og
starfskjör.
Magnús segir í fréttabréfinu að
kynbundinn launamunur hér-
lendis sé 15,7% samkvæmt könn-
un Capacent Gallup og aðrar
kannanir hér sem annars staðar á
Norðurlöndum gefi sömu vísbend-
ingar. Segir Magnús þennan mun
óviðunandi og að hann muni leita
allra leiða til að jafna launamun-
inn.
Vill herða
jafnréttislög
Magnús Stefánsson
RAGNAR Ómarsson matreiðslumeistari keppti fyrir
hönd Evrópu í matreiðslukeppninni One World í Suður-
Afríku sl. mánudag og lenti í öðru sæti. Með Ragnari í
för voru íslenskir aðstoðarmenn.
Fram kemur á vefnum freisting.is að litlu hafi munað
á Ragnari og sigurvegara keppninnar sem er frá Fiji-
eyjum. Hver keppandi átti að elda úr hráefni sem hann
hefði ekki unnið með á sínum heimaslóðum, og var því
allt hráefni frá Suður-Afríku og er þ.a.l. nýtt fyrir Evr-
ópuþjóðirnar.
Umgjörð keppninnar hafi verið á léttu nótunum og
fyrir vikið hafi verið erfitt að fá rétta hráefnið. En íslenskir kokkar séu
vanir að „redda“ sér við erfiðar kringumstæður og því hafi allt farið vel.
Segir á vefnum að þetta hafi verið hin mesta ævintýraför.
Ragnar hreppti silfrið
Ragnar Ómarsson
Á SJÖUNDA þúsund höfðu í gær
skrifað undir Sáttmála um framtíð
Íslands sem Framtíðarlandið
stendur fyrir. Alls hafa 20 af 63
alþingismönnum skrifað undir
sáttmálann. Þar af eru aðeins
tveir flokksformenn, þ.e. Stein-
grímur J. Sigfússon og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Jónína Bjart-
marz er enn eini stjórnarþingmað-
urinn sem hefur staðfest sáttmál-
ann.
Á sjöunda þúsund
ALLIR frambjóðendur til alþing-
iskosninga 2007 sem ekki hafa
þegar undirritað Sáttmála um
framtíð Íslands, sem Framtíð-
arlandið stendur fyrir, fengu nú í
vikunni sáttmálann sendan heim
ásamt gulri rós og voru í með-
fylgjandi bréfi beðnir um að skýra
frá afstöðu sinni til sáttmálans.
Framtíðarlandið mun kynna af-
stöðu þingmanna og frambjóðenda
á opnum fundi nk. miðvikudag,
þ.e. 28. mars.
Sáttmáli og blóm
MARGIR líta svo á að þegar lóan
kemur sé vorið komið. Á vef Nátt-
úrufræðistofnunar er bent á að
einnig megi líta á hrossafluguna
sem vorboða, en hún fer yfirleitt að
sjást í byrjun maí. 17. mars sl.
fannst hins vegar hrossafluga á
húsvegg í Hafnarfirði. Ekki er vitað
til þess að slík fluga hafi áður fund-
ist svona snemma árs hér á landi.
Hrossafluga
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
GERT hafði verið ráð fyrir að milli-
þinghaldið í Baugsmálinu sem var
háð í gærmorgun yrði stutt og tíð-
indalítið enda lá aðeins fyrir að leggja
ætti fram rafræn gögn, nokkuð sem
ekki gaf fyrirheit um miklar svipting-
ar í dómsalnum. Raunin varð allt önn-
ur því til töluvert harkalegra orða-
skipta kom milli verjanda Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og saksókn-
arans og lauk þinghaldinu með því að
dómurinn tók ekki við neinum gögn-
um og dómarinn bað menn að „hugsa
málið“ yfir helgina.
Þinghaldið átti að hefjast klukkan
9.30 en saksóknara hafði misheyrst
þegar tímasetningin var tilkynnt í
síðasta þinghaldi og taldi að það ætti
að hefjast klukkan 10. Hann mætti til
dóms klukkan 9.45 og taldi sig vænt-
anlega hafa góðan tíma til undirbún-
ings. Með honum í för var lögreglu-
maður sem byrjaði þegar að setja upp
skjávarpa en ætlun saksóknara var
að sýna dómnum hvernig afrit af
tölvupóstum Tryggva Jónssonar litu
út en þau voru á hörðum diski sem
hann hugðist afhenda dómnum.
Seinkun sem varð af þessum sök-
um mæltist illa fyrir hjá Gesti Jóns-
syni, verjanda Jóns Ásgeirs, og hann
var síst ánægðari með fyrirhugaða
sýningu á tölvupóstum. Gestur var
eini verjandinn sem mætti í þinghald-
ið en hann hafði umboð frá Jakobi R.
Möller, verjanda Tryggva.
Gestur sagðist hafa komið til dóms
eingöngu í því skyni að taka á móti
gögnum, eins og rætt hefði verið um,
og hann teldi að umboð hans frá Jak-
obi næði eingöngu til þess að taka við
einhverju sem hann gæti afhent hon-
um í umslagi. Hann mótmælti að
gögn yrðu lögð fyrir dóminn svo seint
í ferlinu og alls ekki kæmi til greina
að lögð yrðu fram ný gögn föstudag-
inn áður en málflutningur hæfist
enda hefðu verjendur engin tök á að
fara yfir þau.
Varðandi fyrirhugaða sýningu með
skjávarpanum sagði Gestur að hún
kæmi ekki til greina enda hefði hann
engin tök á því að fara á fund Jakobs
til að útskýra sýningu saksóknarans
fyrir honum. Þessi framlagning væri
„ekki í samræmi við neitt sem ég hef
séð í opinberu máli, aldrei“, sagði
Gestur og lagði þunga í orð sín.
Framlagning gagnanna og útskýring
á þeim með aðstoð skjávarpa á þess-
um tímapunkti væri án fordæmis og
„algjörlega út í hött“.
Sigurður Tómas sagði á hinn bóg-
inn að sýningin væri eingöngu til þess
að dómarar gætu betur áttað sig á því
hvernig finna mætti tölvupósta á
harða diskinum og tók skýrt fram að
hér væri ekki um ný gögn að ræða.
Framlagning þeirra væri þó ekkert
sem skipti sköpum í málinu.
Sigurður Tómas ætlaði einnig að
leggja fram afrit af tölvupóstsam-
skiptum lögreglumanna við Deloitte,
en þeim gögnum höfðu verjendur
óskað eftir og sagði hann að öflun
þeirra hefði kostað töluverða vinnu
og fyrirhöfn. Gestur benti þá á að
verjendur hefðu óskað eftir að um-
rædd gögn yrðu lögð fram fyrir 19.
mars og það hefði verið einfalt mál
fyrir lögregluna að senda gögnin með
tölvupósti. Sigurður Tómas sagði þá
að það væri ekki góð reynsla af því að
senda Gesti tölvugögn því þau kæmu
þá í fjölmiðla strax í kjölfarið. „Þakka
þér fyrir það,“ svaraði Gestur, stuttur
í spuna.
Um þessi gögn sagði Arngrímur
Ísberg dómsformaður að hann áttaði
sig ekki alveg á þýðingu þeirra fyrir
málið. „Dómurinn ætlar ekki að láta
þennan skjalagrúa kaffæra sig,“
sagði hann. Annars kæmi dómurinn
ekki fyrr en undir jól.
Ætlun um tíðindalítið
þinghald stóðst ekki
Morgunblaðið/Sverrir
Deilur Gestur Jónsson og Sigurður Tómas Magnússon deildu harkalega
fyrir dómi í gær. Myndin er tekin á fyrstu dögum aðalmeðferðarinnar.
Í HNOTSKURN
» Saksóknari hugðist leggjafram rafræn afrit af öllum
tölvupósti Tryggva Jónssonar
sem lagt var hald á.
» Ákæruvaldið hafði þegarlagt fram þá tölvupósta
sem það telur skipta máli.
» Einnig átti að leggja framafrit af tölvupóstum milli
rannsóknarlögreglumanna við
endurskoðendur Deloitte en
þar var gert að ósk varn-
arinnar.
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi.
Til sýnis og sölu einn glæsilegasti sportbíll sögunnar,
Mercedes-Benz SLK55 AMG, svartur að lit með svörtu leðri.
Slagrými: 5439 cc. Tog: 510 Nm v/ 4000 sn.
Afl: 360 hestöfl. Hröðun: 4,9 sek. 0-100 km/klst.
SPENNANDI SUMAR!
SLK55 AMG