Morgunblaðið - 24.03.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.03.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STJÓRNVÖLD í Íran staðfestu í gær að þau hefðu látið taka fimm- tán breska sjóliða höndum í Persa- flóa og sögðu að þeir hefðu verið á ferð innan íranskrar lögsögu. Breska varnarmálaráðuneytið full- yrti hins vegar að mennirnir hefðu verið teknir er þeir fóru um borð í bát í ánni Arvand, sem arabar nefna Shatt al-Arab-vatnaleiðina, en þá grunaði að hann væri notaður til smyglstarfsemi. Shatt al-Arab skilur að Íran og Írak og liggur út í Persaflóa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist en atvikið nú þykir magna mjög þá spennu sem þó var næg fyrir í samskiptum Ír- ana og Vesturvelda. Íranar hafa mótmælt því sem þeir kalla yf- irgang Breta innan íranskrar lög- sögu en Margaret Beckett, utanrík- isráðherra Bretlands, hefur fyrir sitt leyti kallað íranska sendiherr- ann í London á sinn fund og krafist þess að mönnunum verði sleppt. Íranar tóku fimmtán breska sjóliða höndum í Persaflóa AP Handtaka Sjóliðarnir 15 voru á freigátunni HMS Cornwall. LÖGREGLA á Jamaica greindi í gær frá því að krufning hefði leitt í ljós að landsliðsþjálfari Pakistans í krikket, Suður-Afríkumaðurinn Bob Woolmer, hefði verið myrt- ur – en Woolmer fannst látinn á hóteli sínu í Kingston á Jamica sl. sunnudag. Mun hann hafa verið kyrktur og grunar lögregluna að fleiri en einn maður hafi verið að verki, enda Woolmer stór maður og sterklega vaxinn. Fjölskylda Woolmers sagði í gær að hún hefði enga vitneskju sem gæti skýrt hvers vegna Woolmer var myrtur. Atburðurinn átti sér stað einungis örfáum klukkustundum eftir að Pakistan tapaði fyrir Írum í heimsmeistarakeppninni í krikket en tapið þýddi að Pakistan var úr leik í mótinu þrátt fyrir að vera álitið fjórða besta lands- liðið í heimi. Búið er að yfirheyra liðsmenn pakistanska landsliðsins og starfsfólk hótelsins. Grunur leikur á að Woolmer hafi þekkt morðingjann en engin merki voru um að brotist hefði verið inn á hótelherbergið eða nokkru stolið. Landsliðsþjálfarinn var myrtur eftir tap gegn Írlandi Myrtur Bob Wool- mer þjálfari. MEIRIHLUTI demókrata í full- trúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær lög sem fela í sér að Bandaríkjaher skuli kallaður frá Írak í síðasta lagi 31. ágúst 2008. George W. Bush Bandaríkjaforseti brást ókvæða við samþykkt frum- varpsins og sagði ekki koma til greina að hann staðfesti lögin með undirskrift sinni. 218 þingmenn gegn 212 sam- þykktu að tengja fjárlög upp á 124 milljarða dollara, sem fara áttu til stríðsrekstrarins í Írak, við skilmála þess efnis að byrjað verði að fækka í bandaríska herliðinu í Írak og að heimkvaðningu hersins verði lokið eftir mitt næsta ár. „Þetta stríð er hrikaleg mistök,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi meiri- hluta demókrata í fulltrúadeild þingsins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Reuters Ósammála Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og George W. Bush, forseti, eru ekki á sama máli. Lög um heim- komu hersins ALKÓHÓL og sígarettur eru hættulegri en margar aðr- ar gerðir fíkniefna eins og t.d. alsæla og ætti að flokkar fíkniefni upp á nýtt í reglugerðum með hliðsjón af skað- seminni. Þetta er álit vísindamanna sem birtu í breska læknaritinu Lancet í gær viðamikla rannsókn á kostnaði sem fellur á samfélagið vegna neyslu fíkniefna. Að þeirra mati eru alkóhól og sígarettur á meðal tíu skað- legustu fíkniefnanna og lágu þrír þættir því til grund- vallar: áhrif á heilsu neytandans; hversu ávanabindandi efnið er og samfélagsleg áhrif vegna neyslu þess. Rannsóknin þykir sæta tíðindum en í Bretlandi má rekja 40% veikinda á sjúkrahúsum til tóbaks og um helming heimsókna á neyðarmóttökur til neyslu áfengis. Byggðist rann- sóknin á viðtölum við sérfræðinga, lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk. Alkóhól skaðlegra en alsæla Hættulegt Öl er annar maður UM 800 manns hafa látist úr heila- himnubólgu í Vestur-Afríku frá áramótum eftir að faraldur breidd- ist út frá Búrkína Fasó til átta ann- arra landa. Um 800 látnir SALAM al-Zubayi, varaforsæt- isráðherra Íraks, særðist í sprengjutilræði skammt frá heimili sínu í Bagdad í gær. Níu týndu lífi, þ.á m. bróðir ráðherrans. Ráðherra særðist ROBERT Gates, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, færði rök fyrir því að Guantanamo-fangabúð- unum á Kúbu yrði lokað þegar hann tók við embætti fyrir skömmu. Dagblaðið New York Times skýrði frá þessu. Vildi loka búðum ÆTTINGJAR hins goðsagna- kennda sjón- hverfingamanns Harry Houdini vilja að lík hans verði grafið upp til að skera úr um hvort spírit- istar hafi eitrað fyrir honum vegna efasemda hans um líf eftir dauðann. Allt frá dauða hans 1926 hafa samsæriskenningar skotið upp kollinum, hann hafi ekki látist af magahöggi. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ENGUM er ljóst hvaða áhrif þau tíðindi munu hafa á forsetaframboð Johns Edwards, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmanns Demókrata- flokksins, að eiginkona hans, Eliza- beth, þjáist nú af brjóstakrabbameini enn á ný. Hitt er víst að margir í Bandaríkjunum eru fullir aðdáunar á Elizabeth Edwards og ennfremur dást margir að því hversu samhent þau hjón virðast vera er þau standa and- spænis erfiðri raun. John Edwards var varaforseta- efni Johns Kerry í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum fyrir þrem- ur árum. Hann var meðal þeirra fyrstu sem lýsti því yfir í fyrra að hann hygðist sækjast eftir útnefn- ingu demókrata vegna forsetakosn- inganna 2008 og líkur á sigri hans í forvalinu hafa þótt ágætar þó að Hillary Clinton, fyrrverandi for- setafrú, og Barack Obama, öld- ungadeildarþingmaður frá Illinois, þyki vissulega sigurstranglegust. Edwards nýtur hins vegar mests fylgis í Iowa-ríki; nokkuð sem skiptir verulegu máli sökum þess að fyrsta forvalið fer einmitt fram í Iowa, snemma á næsta ári. Elizabeth Edwards var fyrst greind með brjóstakrabbamein skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2004. Hún þótti taka tíðindunum af mikilli yfirvegun og bók sem hún skrifaði eftir að hafa undirgengist læknismeðferð, Saving Graces, vakti athygli. Læknismeðferðin bar góðan árangur í það sinn og Edw- ards gat því leyft sér að horfa fram á veg þó að tölfræðin sýni að um 18% líkur séu á því að brjósta- krabbamein skjóti aftur upp koll- inum í konum sem fengið hafa meinið. Í þessari viku fengu þau hjón, John og Elizabeth, hins vegar þau tíðindi að krabbinn væri kominn aftur og fyrir liggur að sjúkdóm- urinn er í þetta sinn ólæknanlegur, ekki er hægt að skera því að krabb- inn er kominn á nýtt stig og hefur breiðst út í bein Edwards og hugs- anlega annað lunga hennar og önn- ur líffæri. Þau hjón báru sig þrátt fyrir þetta áfall vel á fimmtudag er þau greindu frá þessum slæmu tíðind- um, sögðu aldrei hafa komið til greina að Edwards hætti við fram- boð sitt. Þau sögðu að þó að meinið væri ólæknanlegt væri hægt að lifa með því og er gert ráð fyrir að Edwards hefji þegar lyfjameðferð. Köld tölfræði sýnir þó að aðeins eru um 50% líkur á að hún lifi 5 ár eða lengur. Misstu son sinn 1996 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Edwards-hjónin ganga í gegnum erfiðar raunir; elsti sonur þeirra, Wade, lést í bílslysi aðeins sextán ára gamall, það var árið 1996. Vinir þeirra Edwards-hjóna segja spurninguna ekki þá hvort Eliza- beth Edwards sýni styrk í þessari miklu raun eða ekki, heldur hvort John Edwards eigi eftir að geta einbeitt sér að kosningabaráttunni – sem á eftir að verða afar krefj- andi og þýða að hann þarf að vera á stöðugu ferðalagi um Bandaríkin – á meðan kona hans gengst undir læknismeðferð. Erfið raun framundan Framganga Elizabeth Edwards vekur aðdáun vestanhafs en hún vill ekki að bóndi hennar hætti við forsetaframboð Reuters Sterk saman John og Elizabeth Edwards halda ótrauð áfram. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁTTA Íslendingar eru í Mapútó, höfuðborg Mósambík, og þeir voru ekki í hættu þegar vopnabúr hersins sprakk í loft upp í úthverfi borg- arinnar síðdegis í fyrradag. Í gær var greint frá því að 87 manns hefðu látist í sprengingunum og um 300 manns væru særðir á sjúkrahúsum. Skjólstæðingarnir í skjól Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mapútó, segir að sprengingarnar hafi verið í um 10 til 15 km fjarlægð frá sendiráðinu og skrifstofu ÞSSÍ og því hafi starfsmenn ekki verið í hættu. Hins vegar hafi munaðar- leysingjahæli, sem Íslendingar styrki, farið mjög illa og ósprungnar sprengjur séu á víð og dreif á leik- vellinum og í garðinum við heimilið. Forstöðumaðurinn, faðir Andre, hafi brugðist skjótt við og komið öllum skjólstæðingunum, um 80 til 90 börnum, í burtu í tæka tíð. Aðvörun í janúar Að sögn Jóhanns lék allt á reiði- skjálfi í sprengingunum og víða brotnuðu rúður undan höggbylgj- unum í byggingum í nágrenni sendi- ráðsins. Skrifstofur Íslendinganna og heimili hafi samt sloppið en inn- fæddur bílstjóri þeirra hafi misst þakið á húsi sínu. Í janúar sl. sprakk vopnageymsla í loft upp og þá var mikil umræða um mikilvægi þess að koma þessum ára- tugagömlu sprengjum út úr borginni og eyða þeim, en sagt er að svona vopnageymslur séu í öllum stærstu borgum landsins. Jóhann segir að ekki hafi verið hlustað á varnaðar- orðin í byrjun árs og því séu íbúar mjög sárir og reiðir stjórnvöldum vegna aðgerðarleysisins. Svæðið sem fór verst út úr sprengingunum var lokað í gær og hermenn unnu að því að hreinsa upp sprengjubrot og ósprungnar sprengjur. Engar skemmdir urðu á alþjóðaflugvelli borgarinnar, sem er á hersvæðinu, en vegna sprenging- anna var hann lokaður til hádegis í gær og varð því seinkun á flugi. Að undanförnu hefur verið óvenju heitt og rakt í Mapútó og segir Jó- hann það talið vera orsök sprenging- anna. Ekki hafi verið á bætandi því árið hafi verið erfitt vegna veðurs. Íslendingar ekki í hættu Reuters Eyðilegging Hermenn skoða afleið- ingar sprenginganna í Mapútó. Mikið mannfall í sprengingum í Mapútó í Mósambík JOSE Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svipast um á sýningu í Brussel í gær í tilefni þess að 50 ár voru þá liðin frá undirritun Rómarsáttmálans, samkomulags sex þjóða um sameig- inlegt markaðssvæði sem markaði upphafið að stofnun Evrópusambandsins, ESB. Fulltrúar 27 aðildarríkja sambandsins voru viðstaddir hátíðaathöfn á ítalska þinginu í Róm ásamt Romano Prodi forsætisráðherra. Reuters Fagna 50 ára afmæli Rómarsáttmálans Vilja lík Houdinis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.