Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
22. daga ævintýraferðir á ári Gríssins, 2007
til Kína og Tíbet með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO,
SHANGHAI, SUZHOU og TONGLI. Siglt verður á LÍ FLJÓTINU
og á KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN.
Kína-Tíbet: 26. ágúst - 16. september
Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO,
SHANGHAI og SUZHOU. Siglt verður á LÍ FLJÓTINU og farið á
KÍNAMÚRINN.
Í TÍBET verður dvalið í höfuðborginni LHASA, en þar verður m.a.
POTALA HÖLLIN skoðuð, ein frægasta bygging veraldar.
Heildarverð á mann: kr. 370 þús.
á hvora ferð.
Allt innifalið: þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. +
70 þ.), fullt fæði, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar
Guðjónsdóttur, en þetta verða 24. og 25. hópferðirnar, sem hún skipuleggur og
leiðir um Kína.
Kínakvöld: Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á
Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R
sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
Geymið auglýsinguna
Kína: 19. apríl - 10. maí
Njálsgötunni eða úti í bæ, með myndasýningu og
mat, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum.
POURQUOI-PAS? – franska
vorið á Íslandi tekur sér ból-
festu í Háskólabíói í dag með
fransk–íslenskri stutt-
myndahátíð. Hátíðin hefst kl.
15 og henni lýkur kl. 23 í kvöld.
Tveir salir bíósins verða und-
irlagðir. Myndirnar verða
sýndar í öðrum salnum og
verður mörgum þeirra fylgt úr
hlaði af leikstjóra eða öðrum
aðstandendum þeirra. Í hinum salnum verður
haldið málþing í tengslum við myndirnar. Þar
verður skipst á skoðunum og leikstjórar og aðrir
aðstandendur myndanna taka þátt í umræðum.
Hátíðin er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Kvikmyndir
Frönsk–íslensk
stuttmyndahátíð
Sólveig Anspach
Í ÁR eru 200 ár liðin frá fæð-
ingu Jónasar Hallgrímssonar.
Af því tilefni hafa Menningar-
miðstöðin Gerðuberg og Búta-
saumsfélag Íslands efnt til
samkeppni um gerð búta-
saumsteppa sem unnin eru út
frá ljóði Jónasar, Ég bið að
heilsa.
Hægt er að senda inn teppi í
hefðbundnum flokki og óhefðbundnum. Texti
ljóðsins má vera ísaumaður eða áþrykktur í verk-
inu, jafnt stök orð, valdar setningar, eitt vísuer-
indi eða ljóðið í heild. Fagnefnd velur úr inn-
sendum teppum og verða þau sýnd í Gerðubergi í
vor. Skráningarfrestur er til 31. mars.
Samkeppni
Ég bið að heilsa
– Jónas í bútum
GUÐRÚN Kristjánsdóttir
lýsir landslagi, smáu og stóru,
í verkum sínum. Í dómi um
sýninguna sagði Ragna Sig-
urðardóttir: „Myndefnið er
gjöfult. Það gefur í skyn
áhugavert millibilsástand, um-
breytingu. Kraftur leysinga
minnir á sköpunarkraft sem
leystur er úr læðingi og finnur
sér farveg. Tilvísanir í ís-
lenska náttúru eru sterkar og
formin minna t.d. á eina af myndum Kjarvals af
Esjunni, Esja, frá 1959, sem birtist gráfjólublá
með hvítu mynstri, allt að því abstrakt.“ Sýningu
Guðrúnar í Listasafni ASÍ lýkur á morgun.
Myndlist
Síðasta sýningar-
helgi Guðrúnar
Guðrún
Kristjánsdóttir
MYNDBANDSVERK Steinu Va-
sulku hafa ferðast víða um heiminn
og hlotið mikið lof en hún er ein af
frumkvöðlum þessarar tegundar list-
ar og var meðal stofnenda Eldhússins
(The Kitchen) árið 1971, sem er sviðs-
vettvangur rafrænnar listsköpunar í
New York.
Steina verður á meðal listamanna
sem sýna á Alþjóðlegu kvikmynda-
og myndbandsverkahátíðinni 700IS
en hátíðin hefst í dag og stendur til
31. mars. Verður myndbandsverk
Steinu sýnt annað kvöld á Eiðum þar
sem hún mun sýna í slagtogi við lista-
mennina Finnboga Pétursson og
Rúrí. Listamannaspjall mun svo
fylgja kjölfarið og þar sem Sigurjón
Sighvatsson mun einnig leggja orð í
belg.
„Það er mjög ánægjulegt að fara
austur á firði og alltaf skemmtilegt
þegar listalífið nær út fyrir Reykja-
vík,“ segir Steina. Nokkuð er liðið síð-
an hún sýndi hér á landi en Steina er
búsett í Bandaríkjunum ásamt eig-
inmanni sínum. Síðast sýndi hún hér
á Listahátíð í Reykjavík árið 2000.
„Mér finnst ekkert sérstaklega
gaman að sýna en mér finnst aftur á
móti mjög gaman að vinna verkin
mín. En svo kemur alltaf að því að
maður sýnir þau,“ segir Steina en á
sýningunni á Eiðum mun hún sýna
myndbandsverk sem hún vann árið
2000.
Það hafa óneitanlega orðið tölu-
verðar breytingar á myndbandslist-
inni frá því að Steina fór að sinna
henni árið 1969. Ný tækni breytir
forminu stöðugt.
„Maður notar varla myndband
lengur – þetta er allt í rafrænum
skjölum. Svo á maður stöðugt von á
nýrri tækni en það er engin ástæða að
staldra of mikið við t.d. DVD því það
er líka á leiðinni út. Það gæti þó alveg
haldist inni næstu tíu árin – maður
veit aldrei – en það er greinilega að
verða gamaldags. Maður er alltaf að
eltast við eitthvað nýtt en framfar-
irnar eru alltaf skemmtilegar því í
þeim felast óskaplega miklir mögu-
leikar,“ segir Steina að lokum.
Listakonan Steina Vasulka sýnir myndbandsverk á Eiðum
Síbreytilegt listform
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frumkvöðull Steina Vasulka sýnir, ásamt fleirum, á Alþjóðlegu kvik-
mynda og myndbandsverkahátíðinni 700IS sem hefst á Eiðum í dag.
EINN frægasti rithöfundur í heimi,
Jane Austen, þykir ekki nógu fríð
fyrir auga nútímamannsins.
Útgefandi að
bók um líf Aus-
ten ákvað að
breyta andlits-
mynd af henni til
hins betra eftir
að hann ákvað að
hún væri of ófríð
á upprunalegu
myndinni, grein-
ir fréttavefur
BBC frá.
„Hún var ekki
mikið fyrir augað,“ sagði Helen
Trayler hjá Wordsworth-bókaút-
gáfunni.
Útgefendur hafa hingað til sætt
sig við að nota andlitsmynd af Aus-
ten sem var máluð af systur hennar
en nú hefur Wordsworth bætt við
myndina andlitsfarða, hárlengingu
og tekið af henni nátthúfu sem hún
var með á upprunalegu myndinni.
Bókin er ný útgáfa af minningum
um Austen sem frændi hennar
skrifaði.
„Ég veit að það á ekki að dæma
bók af kápunni en því miður gerir
fólk það. Ef þú lítur betur út þá
stendur þú út úr,“ sagði Trayler um
þessa ákvörðun forlagsins sem
virðist vera tekin í gróðaskyni.
Upprunalega myndin eftir Cass-
andru Austen hangir í National
Portrait Gallery í London. Hún er
talin af sérfræðingum vera eina
ófalsaða myndin sem er til af Aus-
ten. En önnur mynd sem er sögð
vera af Austen fer á uppboð hjá
Christies í New York hinn 19. apríl,
það er olíumálverkið sem hefur
valdið nokkrum deilum eftir að sér-
fræðingar sögðu það vera falsað.
Það er eftir Ozias Humphry og kom
fyrst fyrir augu manna árið 1884
þegar það birtist á kápu á fyrstu út-
gáfunni á bréfasafni Austen.
Austen of
ófríð á
bókarkápu
Fríkkar Jane Austen
til að auka söluna
Mynd af Austen
eftir Humphry.
Skipið siglir
til Danmerkur
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA er alveg frábært. Aðdrag-
andinn er búinn að vera langur;
Gyldendal er stórt forlag og erfitt að
brjóta ísinn þar,“ segir Stefán Máni
rithöfundur, en danska forlagið
Gyldendal hefur keypt útgáfurétt að
spennutrylli Stefáns Mána, Skipinu,
sem JPV gaf út hér á landi á síðasta
ári. Skipið hlaut frábærar viðtökur
fyrir jólin og seldist í 8.500 eintökum
og var með söluhæstu bókum ársins.
Gyldendal er stærsta og virtasta
forlag Danmerkur og einn fremsti
útgefandi landsins á sviði fagurbók-
mennta. Stefán Máni er að vonum
ánægður en ráðgert er að bókin
komi út í Danmörku í febrúar á
næsta ári. „Þetta er fyrst og fremst
mikill heiður en ef bókin selst vel í
Danmörku þýðir það líka pening í
aðra hönd. Til að byrja með er heið-
urinn nóg, það lyftir manni upp.“
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111