Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 22
22 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
NÁM Í DANMÖRKU
Í boði er:
Á ensku og dönsku
• Byggingafræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
Á ensku
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
Á dönsku
• Véltækni
• Véltæknifræði
• Landmælingar
• Tölvutæknifræði
• Aðgangsnámskeið
• Byggingatæknifræði
Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við
upp á margvíslega menntun.
Fulltrúar skólans, Jørgen Rasmussen og
Johan Eli Ellendersen verða á Íslandi (Hótel Plaza) frá
23.mars til 30.mars. Þeir sem hafa áhuga geta haft sam-
band, hringið í síma 5901400, leggið inn skilaboð og við
munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Johan í síma
8458715.
UNIVERSITY COLLEGE -
VITUS BERING DENMARK
CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4
DK-8700 HORSENS
TEL. +45 7625 5000
FAX: +45 7625 5100
EMAIL: UC@VITUSBERING.DK.
www.vitusbering.dk/uc
V I T U S B E R I N G D E N M A R K
U N I V E R S I T Y C O L L E G E
KVENNAKÓR Kópavogs
fagnar fimm ára afmæli sínu
með tónleikum í Salnum á
morgun kl. 14, en stofnandi
kórsins og stjórnandi er Na-
talía Chow Hewlett. Strax á
stofnfundi kórsins nefndi Na-
talía að vorið 2007, á 5 ára
starfsafmæli kórsins, yrði
kórakeppnin Musica Mundi í
Búdapest sem gaman væri að
taka þátt í. Nú er komið að því,
og í byrjun apríl fer kórinn til Búdapest og tekur
þar þátt í umræddri keppni. Efnisskrá kórsins er
jafnan fjölbreytt: þjóðlög frá ýmsum löndum,
kirkjutónlist, bítlalög, negrasálmar og fleira.
Tónlist
Kvennakór
Kópavogs fimm ára
Natalía Chow
Hewlett
FAÐMUR er heiti tónleika
Kirstínar Ernu Blöndal í Hall-
grímskirkju á morgun kl. 17.
,,Tilgangurinn er að gefa
fólki kost á að hlusta á fallega
tónlist með bænum og sálmum
sem tjá það sem oft er erfitt að
segja með eigin orðum en
þannig er hægt að minnast
þeirra sem farnir eru og hugsa
á uppbyggilegan hátt um eigin
lífsgöngu,“ segir Kirstín Erna.
Henni fylgir eðalsveit hljóðfæraleikara; Örn Arn-
arsson leikur á gítar, Gunnar Gunnarsson á píanó
og Jón Rafnsson á kontrabassa. Tónleikarnir eru
liður í Sálmadagskrá Listvinafélags kirkjunnar.
Tónlist
Sálmar um huggun
og von í sorg
Kirstín Erna
Blöndal
ELDRI félagar Karlakórs
Reykjavíkur halda árlega vor-
tónleika í Digraneskirkju á
morgun kl. 16.
Á efnisskránni eru hefð-
bundin karlakóralög úr ýmsum
áttum. Sett hefur verið saman
syrpa laga eftir Sigfús Hall-
dórsson bæði til að heiðra minn-
ingu hans og einnig tvo kór-
félaga sem báðir unnu mikið
með Sigfúsi, þá Friðbjörn G.
Jónsson og Guðmund Guðjónsson.
Einsöngvarar með kórnum eru Einar Clausen og
Hlynur Andri Elsuson. Píanóleikari er Bjarni Þór
Jónatansson, og Kjartan Sigurjónsson stjórnar.
Tónlist
Sigfús Halldórsson
heiðraður í söng
Kjartan
Sigurjónsson
Ronnie Baker Brooks erkominn af traustri blú-sætt – faðir hans er gít-arleikarinn og söngv-
arinn snjalli Lonnie „Guitar Junior“
Brooks. Hinn ungi Ronnie Baker
byrjaði líka snemma að fást við
blúsinn líkt og fjölskyldan öll, því
hann á yngri bróður, Wayne Baker
Brooks, sem er eitursnjall gítarleik-
ari, og tvær söngnar systur.
Pabbi hans byrjaði að kenna hon-
um undirstöðuatriðin þegar piltur
var aðeins sex ára. Eftir því sem
hann náði betri tökum á hljóðfær-
inu langaði hann æ meira að fá að
spila með föður sínum, en sá þráað-
ist við, fannst að strákur ætti frek-
ar að einbeita sér að skólalærdómn-
um en að vera sífellt að glamra á
gítarinn. Á endanum lét hann und-
an, lofaði pilti af ef hann gæti lært
utan að tvö lög myndi hann fá að
spila þau með sveitinni þegar hann
sneri heim aftur úr Evrópuför. Það
gekk eftir og níu ára gamall spilaði
Brooks yngri með föður sínum og
hljómsveit á búllu í Chicago Junior
Wells-lagið „Messin with the Kid“
og „Reconsider Baby“ eftir Lowell
Fulsom.
Segja má að hann hafi byrjað á
botninum, var fyrst rótari, síðar
gítarrótari og fékk síðan að sjá um
skipulag á hinu og þessu. Þegar
þeim gamla fannst hann vera búinn
að læra nóg fékk hann að spila með
í einu lagi á kvöldi og síðan komst
hann í hljómsveitna smám saman.
Komst í tæri við snillinga
Eftir það fékk hann verkefni hjá
öðrum þegar Lonnie Brooks var
ekki á ferðinni og þannig spilaði
Brooks yngri með Koko Taylor,
Junior Wells og Elvin Bishop, svo
dæmi séu tekin. Það var þó íhlaupa-
vinna, aðalvinnan var að spila með
pabba og þá komst hann líka í tæri
við snillingana, fékk að spila með
Stevie Ray Vaughan, Albert Collins
og Luther Allison, svo dæmi séu
tekin.
Eftir því sem honum fleytti fram
í spilamennskunni fékk hann að
spila meira, hálftíma um miðbik
setts þess gamla, en síðan fékk
hann að hita upp á tónleikum og
spila síðan í hljómsveitinni það sem
eftir var kvölds. Ekki var bara að
hann varð sjóaður í sviðsspila-
mennsku, heldur lærði hann líka að
semja eigin tónlist því faðir hans
lagði einmitt höfuðáherslu á það.
„Þótt það sé gott að geta spilað
verk annarra af innlifun verður til-
finningin aldrei eins sönn og þegar
maður glímir við eigin verk“.
Eigin hljómsveit
Þar kom að Brooks yngri langaði
að spreyta sig einn síns liðs og
sagði hann því skilið við sveit föður
síns í góðri sátt og byrjaði síðan að
spila með eigin hljómsveit í klúbb-
um í Chicago og sendi frá sér
fyrstu breiðskífuna, Golddigger,
1998.
Næsta skífa, Take Me Witcha,
kom út þremur árum síðar, en í
kjölfar hennar hafði Brooks svo
mikið að gera að fimm ár liðu þar
til næsta plata leit dagsins ljós, The
Torch, sem kom út á síðasta ári.
Ekki er bara að Brooks stendur
traustum fótum í hefðinni heldur
vill hann miða forminu áfram, setja
sitt mark á blúsinn eins og hann
orðar það, og það má vel heyra á
The Torch, sem Brooks vann með
upptökustjóranum Jellybean John-
son, sem hefur meðal annars unnið
með Prince og Janet Jackson.
Það er mikil vakning í Chicago-
blúsnum nú um stundir, meðal ann-
ars fyrir tilstilli tónlistarmanna
eins og Ronnie Baker Brooks, She-
mekia Copeland og Bernard All-
ison, sem öll eru börn helstu blús-
listamanna síðustu áratuga.
Blúsinn fer líka víðar og algengt er
að popparar blandi blús saman við
poppið, svona rétt til að gefa því
meiri dýpt, eða nýti sér blúsfrasa
og tækni.
„Mig langar til að gera blúsinn
nútímalegri til að ungt fólk finni
eitthvað við sitt hæfi í honum, án
þess þó að þynna hann út. Þegar ég
var ungur hlustaði ég á blús á með-
an vinirnir hlustuðu allir á rapp og
fönk en við fundum það snemma að
það var minna bil á milli tónlistar-
innar en menn kannski halda, mik-
ið af rappi er í raun nútímablús,
verið að rappa um það sem blús-
menn sungu um á árum áður, en
það er stutt frá fönki í blúsinn.“
Snemma beygist
blúskrókurinn
Blúsmenn Ronnie Baker Brooks þykir stefna á jafnvel meiri frama í blúsn-
um en faðir hans, goðsögnin Lonnie Baker Brooks.
Meðal gesta á Blúshá-
tíð í Reykjavík sem
haldin verður í næstu
viku en gítarleikarinn
snjalli Ronnie Baker
Brooks. Árni Matthías-
son segir aðeins frá
Brooks sem tók fyrstu
skrefin á blússviðinu
aðeins níu ára gamall.
BÚIST er við að málverk eftir amer-
íska abstraktmálarann Mark Rothko
seljist fyrir sem svarar rúmum
þremur milljörðum íslenskra króna
á uppboði í New York í maí. Ef verk-
ið selst fyrir þetta verð verður það
dýrasti eftirstríðslistmunurinn sem
seldur hefur verið á uppboði hingað
til. Verkið heitir White Center og er
um tveggja metra hátt olíumálverk
frá árinu 1950. Dýrasta eftirstríðs-
verkið fram að þessu er eftir Willem
de Kooning og seldist það fyrir tæpa
tvo milljarða í fyrra.
Eigandi White Center núna er
billjónamæringurinn David Rocke-
feller.
Rothko-mál-
verk selst
fyrir milljarða
Fast þeir sóttu sjóinn
BJARNI Jónsson listmálari sýnir um þessar mundir málverk sem lýsa lífi
og störfum sjómanna á tímum áraskipanna. Bjarni hefur lengi unnið að
gerð heimildamynda um árabátatímann og líf og störf forfeðra okkar. Sýn-
ingin er í Sjóminjasafninu Grandagarði en þar er opið frá kl. 13–17.