Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 24

Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 24
24 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI „VIÐ erum ákaflega stolt af hljóm- sveitinni okkar og það er því með mikilli ánægju sem ég undirrita þennan samning,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri í vik- unni þegar hún undirritaði nýjan samning milli bæjarfélagsins og Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands, áamt Gunnari Frímannssyni, for- manni hljómsveitarinnar. Samningurinn gildir til þriggja ára og með honum er tryggð áfram- haldandi blómleg starfsemi SN, eins og sagt er í frétt frá Akureyrarbæ. Framlög til sveitarinnar hækka um samtals 10,5 milljónir króna á samn- ingstímanum. Samningurinn er reistur á sam- starfssamningi ríkisins og Akureyr- arbæjar um samstarf í menningar- málum. Meginmarkmiðið er að styðja við uppbyggingu SN sem meginstoðar sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins. Áfram verð- ur lögð mikil áhersla á skapandi starf með börnum á Akureyri og í nágrenni. Helstu tímamótin á samningstím- anum eru þau að menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en þar verður aðalstarfsvettvangur hljóm- sveitarinnar. Það gjörbreytir mögu- leikum sveitarinnar til vaxtar og þró- unar, auk þess sem aðstaða fyrir áheyrendur verður til fyrirmyndar. Samningurinn tekur mið af þessu og er stefnt að því að hljómsveitin haldi tónleika mánaðarlega yfir vetrartím- ann eftir að hún flytur í Hof, að sögn Gunnars Frímannssonar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samið um tónlist Gunnar Frímannsson formaður Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Sigrún Björk Jakobsdóttirk, bæjarstjóri á Akureyri. Blómleg starf- semi SN tryggð Í HAUST eru 20 ár frá því að Há- skólinn á Akureyri hóf starfsemi sína og af því tilefni verður haldið málþing, Framtíð Háskólans á Ak- ureyri – háskólinn í akureyrsku samfélagi, á mánudaginn kl. 14.30. Þorsteinn Gunnarsson rektor set- ur málþingið en erindi flytja Sigrún Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Ak- ureyri, Víðir Benediktsson skip- stjóri, Jón Már Héðinsson, skóla- meistari MA, Sigurður Kristinsson, dósent í Háskólanum á Akureyri, og Páll Skúlason, prófessor við Há- skóla Íslands. Framtíð háskólans OPINN hádegisfundur verður í Há- skólanum á Akureyri nk. mánudag kl. 12-14 undir yfirskriftinni Ísinn brotinn – Norðurhafssiglingar í al- þjóðlegu og íslensku ljósi. Fjallað verður margvíslegar breytingar á hafsvæðum norðurskautssvæðisins og afleiðingar þeirra með tilliti til skipasiglinga í framtíðinni. Erindi flytur dr. Lawson W. Brigham, að- stoðarforstjóri heimskautarann- sóknaráðs Bandaríkjanna. Ísinn brotinn Eftir Örn Þórarinsson Fljót | „Þetta er fjórði veturinn sem ég fer með ómsjána milli bænda og kanna fyrir þá hve mörg fóstur eru í kindunum. Þetta er stanslaus törn frá 10. febrúar og líklega til loka mars,“ sagði Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, þegar fréttaritari hitti hann á dög- unum. Gunnar segir að ekki sé ætlunin að skoða fé sem komið er nærri burði en kindin verði hafa gengið með í um fjörutíu daga til að nið- urstöðurnar séu nákvæmar. „Ég fer yfir svæðið frá Austur-Húnavatns- sýslu og austur um, að Völlum á Héraði og enda svo oftast í Borg- arfirði eystra. Ég hef ekki töluna hvað ég fer á marga bæi í ár en þetta verða tæplega 50 þúsund fjár,“ sagði Gunnar. Skakkaföll vegna dauðra fóstra Það eru ýmsar ástæður fyrir að bændur fýsir að vita hvað kindurnar eru með í sér. Víða er orðinn um- talsverður hluti af ánum þrílembdur og það er gott að vita áður og fóðra slíkar kindur meira en aðrar. Sömu- leiðis er þá ekki ástæða til að fóðra einlembur eins vel þannig að fóstrið verði ekki mjög stórt því stórum einlembingum er oft hætt við að deyja í fæðingu. Þá er með þessu hægt að fylgjast sérstaklega grannt með einlembunum um burð því oft er reynt að koma undir þær öðru lambi og þá auðveldast að gera það þegar þær bera. Sömu sögu er að segja um gemlinga. Þá sem eru með tvö fóstur er hægt að fóðra sér í þeim tilgangi að fá afkvæmin stærri fædd. Þá er enn ótalin ein ástæða fyrir fósturtalningu en hún er sú að sumir bændur hafa nýtt sér þann möguleika að senda gelda gemlinga og ær í sláturhús þegar ljóst er að þær munu ekki skila afkvæmum. Við fósturtalningu sjást einnig dauð fóstur. Segir Gunnar að tals- vert sé um dauð fóstur í ár og ljóst að veruleg skakkaföll af þeim völd- um verði á nokkrum bæjum. Talningin er nokkuð nákvæm. „Í fyrra var skekkjan innan við 1%. Í þeim tilfellum er helst að mér sjáist yfir þriðja fóstrið. En þetta hefur orðið nákvæmara með hverju árinu því maður þjálfast upp í þessu eins og öðru sem maður er að fást við,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fósturtalning Gunnar Björnsson fylgist með lambafjöldanum á tölvuskjá en aðstoðarmaður hans, Sigurður Alexander, styður við kindina Vita nú fjölda ófæddra lamba Í HNOTSKURN »Fósturtalning fer þannigfram að kindin er rekin inn í þar til gert búr og síðan er nemi, sem tengdur er við tölvu, settur í nára kindarinnar og þá kemur mynd af legi hennar á tölvuskjá. »Með þessari aðferð geturvanur maður séð fjölda lamba. Þau geta verið frá einu og upp í fimm. »Einnig er mikilvægt að sjá efkind er án fósturs eða fóstrið er dautt. Húnavatnshreppur | Hugmynda- og hvatningarþing um ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið á Húnavöllum í dag og hefst klukkan 13.15. Húnavatnshreppur stendur fyrir þinginu. Fyrirlesarar munu halda tölu um þá möguleika sem ferðaþjónustan felur í sér. Meðal annars er rætt um náttúrutengda og menning- artengda ferðaþjónustu og sagt frá stuðningi sem Impra nýsköp- unarmiðstöð veitir atvinnulífinu. Þá verða pallborðsumræður. Hugmyndir í ferðaþjónustu FRÉTTARITARAR Morgunblaðs- ins á landsbyggðinni halda aðal- fund félags síns í Morgunblaðshús- inu við Hádegismóa síðdegis í dag. Fundurinn hefst klukkan 16.30. Fréttaritarar Morgunblaðsins hafa með sér félag, Okkar menn, sem kemur saman til aðalfundar á tveggja ára fresti. Farið er yfir starfsemina síðustu tvö árin, fundað með forstjóra og ritstjóra Morgunblaðsins og öðrum yf- irmönnum á ritstjórn og að því búnu verða afhent verðlaun í ljós- myndasamkeppni fréttaritaranna við sérstaka athöfn. Um helgina halda Okkar menn námskeið fyrir hóp fréttaritara. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöf- undur og myndlistarmaður, hefur umsjón með námskeiðinu sem hann nefnir „Næringin í sögunni“. Annað eins námskeið verður fyrir annan hóp fréttaritara um næstu helgi. Fréttaritarar funda í dag Borgarfjörður | Landbúnaðarhá- skóli Íslands verður með opið hús í kennslu- og rannsóknarhúsunum á Hesti í Borgarfirði í dag, laug- ardag, kl. 13 til 17. Kynnt verða rannsóknarverkefni í sauðfjárrækt á vegum Landbún- aðarháskólans og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á kom- andi misserum. Þá verða lamb- hrútar sem eru í afkvæmarannsókn kynntir og ýmsar uppákomur til skemmtunar. Loks munu fyrirtæki og stofnanir kynna þjónustu sína. Kynna rann- sóknir á sauðfé Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Kennsla var brotin upp á yngsta stigi Grunnskólans í Þorlákshöfn í eina viku. Unnið var með fjölmenningu í fimm aldursblönduðum hópum. Löndin sem tekin voru fyrir eru: Taíland, Filipps- eyjar, Rúmenía, Rússland, Litháen, Pólland og Ísland. Þessi lönd urðu fyrir valinu vegna þess að í þessum bekkjum eru nemendur frá þeim öllum. Í hópunum fimm var tekið fyrir mismunandi þema og blandað saman fróðleik og skemmtun. Prikadans með kústsköftum Í tónlistarhópnum hlustuðu börnin á tónlist frá löndunum sjö, horfðu á myndband með danslist frá Taílandi og dönsuðu prikadans með kústsköftum en í Taílandi eru notaðar bambusstangir. Einnig lærðu börnin að syngja „Meistari Jakob“ á flestum tungu- málunum. Í listasmiðjunni voru búnir til ýmsir munir sem eru vinsælir í þessum löndum og einkennandi fyrir þau hvert fyrir sig. Þarna var um að ræða fíla (Taíland), krossa (Litháen), óróa (Filippseyjar), egg (Rússland), munsturmálaða diska (Rúmenía), vasa með mósaík- munstri (Pólland) og fiska (Ísland). Í fánahópnum var áhersla lögð á þjóðfána og land- fræðilega legu landanna. Fánarnir voru málaðir á lér- eft og löndin teiknuð fríhendis á pappír. Í leturhópnum var börnunum kynnt mismunandi letur þessara þjóða og kennt að skrifa það. Í upplýsingahópnum var leitað á Netinu að ýmsum fróðleik um viðkomandi lönd. Ásta Júlía Jónsdóttir, stigstjóri á yngsta stigi, sagði að þemavikan hefði gengið mjög vel, bæði kennarar og nemendur verið mjög ánægðir. „Þetta er skemmti- leg tilbreyting í skólastarfinu, gaman og fróðlegt fyrir kennara jafnt sem nemendur, allir kynnast betur þjóðháttum nemendanna sem starfa saman daglega í skólanum,“ sagði Ásta Júlía. Afrakstur vinnunnar var síðan kynntur foreldrum síðastliðinn fimmtudag. Tóku fyrir menningu 7 landa Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Fánahópurinn Hér má sjá fána landanna sjö og stolta fulltrúa þeirra landa sem að baki þeim standa. ÁRBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ HÖRÐUR Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnins, endurtekur í dag kl. 14 í safninu fróðleiksmola sína um ljós- myndatækni fyrr og nú. Ljósmyndun KVENNAKÓR Akureyrar heldur árlega vortónleika í Akureyr- arkirkju í dag kl. 16. Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Vortónleikar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.