Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 25
Eftir Alfons Finnsson
Ólafsvík | Settar hafa verið fram
hugmyndir að snjóflóðavörnum í
Ólafsvík. Voru þær kynntar á íbúa-
fundi sem haldinn var á Klifi fyrr í
vikunni. Heildarkostnaður við þess-
ar framkvæmdir er talinn vera á
bilinu 150 til 200 milljónir og er hlut-
ur Snæfellsbæjar 10% af því.
Á fundinum voru kynntar hug-
myndir Verkfræðistofu Siglufjarðar
og Landslags ehf. um gerð snjóflóða-
varna í Ólafsvík. Hugmyndir fyrir-
tækjanna eru metnaðarfullar og
fjalla um stóran hluta Ólafsvíkur, allt
frá svæðinu þar sem skíðalyftan var
og áfram með hlíðinni fyrir ofan
Heilsugæslustöðina og hluta Ennis-
ins auk þess sem svæðið í kringum
bæjarlækinn allt niður að höfn er til
skoðunar.
Þrjár raðir af
snjóflóðagrindum
Gert er ráð fyrir að komið verði
fyrir öflugum stoðvirkjum í hlíðinni
fyrir ofan Heilsugæsluna. Þeim er
ætlað að hindra snjóflóð. Grindur
þessar eru allt að fjórir metrar á hæð
og koma í þremur röðum, tvær raðir
eru nánast á brúninni og ein heldur
neðar. Nær Heilsugæslunni er svo
gert ráð fyrir að efla og endurmóta
núverandi varnargarð.
Frá Bæjarfossinum og niður að
fyrsta fjölbýlishúsi er gert ráð fyrir
að breikka farveg lækjarins til að
minnka líkur á krapaflóðum sem
hætta er á að berist niður farveginn.
Á Engihlíðina verður svo sett ný brú
sem gerir það einnig að verkum að
lækurinn mun ekki renna í átt að
leikskólanum heldur mun stefnan
vera meira niður í átt að höfninni.
Miklar breytingar munu eiga sér
stað á umhverfi bæjarlækjarins og
gilinu, þar með töldu bílastæði og að-
komu að leikskólanum, auk þess sem
uppi eru hugmyndir um talsverðar
breytingar á umhverfi kirkjunnar.
Hönnuðir gera ráð fyrir að hlaðið
verði grjóti í kanta gilsins og að í
lækinn komi tjarnir þar sem endur
og annað líf verði áberandi. Ný
göngubrú verður auk þess sett yfir
lækinn.
Gönguslóðar um allt svæðið
Á fundinum komu fram hugmynd-
ir um að grjóthreinsa skíðabrekkuna
og nota grjótið í varnargarðinn fyrir
ofan Heilsugæsluna. Einnig voru
hönnuðir með hugmyndir um hvern-
ig mætti útbúa gönguslóða um allt
svæðið og tengja það helstu ferða-
mannastöðum í Ólafsvík. Á svæðinu í
kringum Heilsugæsluna var í tillög-
unum gert ráð fyrir tjörnum og mikl-
um trjágróðri sem m.a. kemur til
með að minnka sjónmengun af völd-
um snjóflóðagrindanna ofar í brekk-
unni.
Á verktímanum verður útbúið
geymslusvæði þar sem efni í grind-
urnar verður geymt, undirlag þessa
svæðis þarf að styrkja talsvert en
þegar notkun þess lýkur er t.d. hægt
að nota það sem hjólhýsa- og felli-
hýsasvæði fyrir ferðamenn.
Kynntar tillögur um miklar
snjóflóðavarnir í Ólafsvík
Morgunblaðið/Alfons
Heilsugæslan Snjóflóð hefur fallið úr hlíðinni ofan við Heilsugæsluna. Þar
er gert ráð fyrir miklum snjóflóðagrindum til að hindra flóð.
Suðurnes | Samtök sveitarfélaga
á Suðurnesjum og Ferðamálasam-
tök Suðurnesja halda kynningar-
fund á Radisson SAS Hótel Sögu,
í Ársal, næstkomandi þriðjudag
kl. 14 til 16.30. Er þetta í fyrsta
skipti sem ferðaþjónustufólk á
Suðurnesjum kynnir svæðið og
þjónustu þar með þessum hætti.
Markmið fundarins er að gefa
ferðaþjónustuaðilum á höfuðborg-
arsvæðinu kost á að hitta fagfólk
af Suðurnesjum til að ræða og
fara yfir ferðamöguleika á
Reykjanesinu á komandi sumri, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Ferðamálasamtökunum.
Ferðaþjónustuaðilar af höfuðborg-
arsvæðinu eru sérstaklega vel-
komnir en auk þess eru allir
áhugamenn um ferðamál á Reykja-
nesinu boðnir velkomnir, segir
ennfremur.
Á fundinum verður meðal ann-
ars kynnt uppbygging Bláa lónsins
og þjónusta þess, fyrirhuguð upp-
bygging Víkingaheima í Reykja-
nesbæ og sýning Orkuversins
Jarðar í Reykjanesvirkjun.
Sagt verður frá náttúru Reykja-
ness, söfnum og vitum, Reykjanes-
fólkvangi fyrr og nú og fornum
þjóðleiðum á Reykjanesi.
Að loknum fyrirlestrum verður
fyrirspurnum svarað og umræður
opnaðar.
Félög kynna ferða-
þjónustu á Reykjanesi
BMW3 lína
www.bmw.is
Sheer
Driving Pleasure
Með bílinn handa þér
Bíll á mynd: BMW 318i með 17” álfelgum og krómlistum.
* BMW 318i kr. 3.790.000.
Útborgun 30%.
Lán í 84 mánuði.
Kr. 39.990* á mánuði.
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is
Eining-Iðja auglýsir hér með eftir
listum eða tillögum um menn í
stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið
2007-2008 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni,
varaformanni, ritara og fjórum svæðisfulltrúum, þ.e. frá
Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði, Hrísey og Grýtubakkahreppi ásamt
100 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga
og einum til vara eða tillögum um menn í eitthvert, einhver eða
öll sætin, sem kjósa skal til. Kjósa skal formann, ritara og svæðis-
fulltrúa frá Grýtubakkahreppi og Ólafsfirði til tveggja ára.
Varaformann og svæðisfulltrúa frá Dalvíkurbyggð og Hrísey til
eins árs. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli
minnst 80 fullgildra félagsmanna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14,
Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 3. apríl 2007.
Akureyri 22. mars 2007
Stjórn Einingar-Iðju
Stjórnarkjör