Morgunblaðið - 24.03.2007, Qupperneq 29
gömlu höfðu þó mikil áhrif á lita-
valið, þennan brúna tón,“ segja þau
og brosa. „Svo eru hér auðvitað
hlutir sem höfðu tilfinningalegt
gildi en flest hér er „okkar“. Við
völdum innanstokksmunina sam-
an.“
Dagsverkin sem að baki liggja
nýja heimilinu eru mörg. „Við
gerðum flest sjálf eða með aðstoð
góðra vina en fengum engan arki-
tekt til þess að hana. Það gerðum
við allt sjálf. Þær eru ófáar stund-
irnar sem hafa farið í að skoða,
hanna og útfæra. Sumt teiknuðum
við margoft áður en við fundum
bestu lausnina. Þetta var mikil
vinna. Þetta er útkoman og ég er
stoltur af henni,“ segir Vignir Ingi.
Og það mega þessi heiðursskötuhjú
líka vera, stolt af heimili sínu og
verki. Það er með hallarbrag.
Rómantískt Arinninn er í miðju heimilisins, líkt og hjarta. Sig-
ríður stillir fallegu húsmununum, sem flestir eru úr gleri, upp
svo úr verði samræmi en samt einstakt og persónulegt. Hún
leikur sér oft skemmtilega með form, liti og litla skrautmuni.
Stílhreint Baðherberginu gjörbyltu Sigríður og Vignir frá upphaflegu
teikningunni en það er stórt, rúmgott og stílhreint.
Handleikur Það verður allt að listaverki í
höndum húsfreyjunnar sem hún fellir síðan á
áreynslulausan hátt en listilega inn í heild-
armynd heimilisins enda alvön.
uhj@mbl.is
„Við vildum skapa nýtt en ljósakrónan yfir
borðstofuborðinu og gardínustangirnar
gömlu höfðu þó mikil áhrif á litavalið.“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 29
árum saman.
Það er líka kominn
tími til að stefnubreyt-
ing verði hjá þeim sem
annast mötuneyti úti
um allan bæ. Þeir
bjóða upp á of flókna
matargerð sem í mörg-
um tilvikum er ger-
samlega misheppnuð.
Veitingahúsið í Ikea
ætti að verða öðrum
nokkur fyrirmynd.
Með því er ekki sagt að
aðrir ættu að apa eftir
Ikea í einu og öllu held-
ur er grunnhugmyndin
þess virði að henni sé
fylgt.
Einfaldur matur. Ódýr matur.
Góður matur.
Við Íslendingar erum komnir of
langt á braut amerískrar skyndi-
bitamenningar. Við eigum að snúa
við og halla okkur að því sem vel
hefur gefizt t.d. á Norðurlöndum og
í norðurhluta Evrópu.
Þar að auki er ljóst að mat-
reiðslan á hamborgurum og kjúk-
lingum er ekki með þeim hætti að
samræmist hollustu sjónarmiðum
nútímans þótt einhver breyting hafi
á orðið.
Víkverji hvetur veitingamenn og
umsjónarmenn mötuneyta til þess
að taka veitingahús Ikea sér til fyr-
irmyndar.
Veitingahúsið í Ikeaer ódýrasti veit-
ingastaður landsins.
Nú veit Víkverji ekki
hvort það er vegna
þess að verzlunin nið-
urgreiði matinn en þó
verður það að teljast
ólíklegt.
En jafnframt býður
þessi veitingastaður
upp á einfaldari mat en
aðrir veitingastaðir og
það kann að vera skýr-
ingin á hinu lága verði.
Sú spurning vaknar
hvers vegna aðrir veit-
ingastaðir fylgi ekki
fordæmi Ikea og bjóði
upp á jafn einfaldan og ódýran mat.
Raunar má hið sama segja um ýmis
mötuneyti. Hvers vegna þarf mat-
argerðin að vera svona óskaplega
flókin í mötuneytum og á veit-
ingastöðum?
Ef Ikea tæki upp á því að opna
útibú frá veitingastað sínum annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu má
fullyrða að þeir veitingastaðir yrðu
vinsælir vegna lágs verðs, vegna
þess hversu einfaldur maturinn er
og vegna þess að hann er góður.
Það er kominn tími til að stefnu-
breyting verði í framboði veit-
ingastaða á mat. Hamborgarastað-
irnir og kjúklingastaðirnir eru
staðnaðir. Þar hefur lítil þróun orðið
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100