Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 33
frávísuninni sú að forstjórarnir
hefðu ekki notið lögbundinna rétt-
inda sakborninga „… í þeirri lög-
reglurannsókn, sem fram fór í
kjölfar meðferðar samkeppn-
isstofnunar, eins og henni var
hagað“ eins og segir í dómnum.
Telur þú að hægt hefði verið að
haga lögreglurannsókninni þannig,
að hægt hefði verið að reisa á
henni ákæru?
„Eftir að Samkeppnisstofnun
fór í húsleit hjá olíufélögunum í
desember 2001 hefði fljótlega átt
að koma í ljós hvort málið væri
þannig vaxið að beina hefði átt því
til lögreglu eða ríkissaksóknara
sem sakamáli til að tryggja að
refsing eða önnur viðurlög næðu
fram að ganga. Það var ekki gert.
Hefði það verið gert væri staðan
ef til vill öðruvísi og þannig að
efnisdómur hefði gengið í málinu
en því ekki vísað frá dómi,“ sagði
Haraldur. Vandamálið hefði ekki
verið rannsókn lögreglu, vandinn
hefði legið í óskýrri löggjöf. „Eins
og segir í dómi Hæstaréttar skar
löggjöfin ekki úr um hvernig
málsmeðferðin skyldi vera. Það
var óskýrt hvernig átti að fara
með opinbera rannsókn, jafnhliða
meðferð samkeppnisyfirvalda.
Embættið varaði við því að lög-
gjöfin væri ekki nægilega skýr.
Það væri hætta á að sakir spillt-
ust og það væri hætta á að mann-
réttindaákvæði væru brotin.
Þessu var hafnað í umræðunni af
fáeinum stjórnmálamönnum og
öðrum, meðal annars mannrétt-
indalögfræðingi. Því var haldið
fram að löggjöfin væri skýr í
þessu efni og menn skildu ekki
hvers vegna ríkislögreglustjóri
var með efasemdir um þetta. Nú
hefur komið í ljós að okkar lög-
fræðilega mat var rétt og full
ástæða var til að hafa þessar efa-
semdir. Ríkissaksóknari hafði
sömuleiðis lýst því yfir að þessi
málsmeðferð væri varasöm.“
Í dómi Hæstaréttar kemur
fram að auk frumgagna sem lagt
var hald á við húsleit Samkeppn-
isstofnunar í höfuðstöðvum olíufé-
laganna hafi lögregla fengið af-
hentar fundargerðir af fundum
starfsmanna olíufélaganna og
Samkeppnisstofnunar. Og þótt
þið, þ.e. ákæruvaldið, hafið lýst
því yfir að ekki hafi verið stuðst
við fundargerðirnar segir Hæsti-
réttur að ekki verði séð, eins og
rannsókn Samkeppnisstofnunar
var háttað, hvernig hefði mátt
halda fundargerðunum aðskildum
frá öðrum gögnum. Þetta leiðir
síðan til frávísunar málsins. Voru
það mistök að taka ekki aðeins við
frumgögnum Samkeppnisstofn-
unar heldur einnig fundargerð-
unum eða hefði það ekki skipt
neinu máli?
„Nei. Ef einhver mistök voru í
málinu þá tengdust þau óskýrum
lagaákvæðum. Löggjafarvaldið
hefur á undanförnum árum, sér-
staklega í þeim erfiðu málaflokk-
um sem efnahagsbrotadeildin hef-
ur verið að fást við, ekki sett nógu
skýra löggjöf í öllum tilvikum.
Efnahagsbrotadeildin hefur þurft
að vera brautryðjandi varðandi
ýmsa löggjöf og verið fyrst til að
láta á hana reyna fyrir dóm-
stólum. Þá hefur komið í ljós
hvort löggjöfin hafi verið nægilega
skýr og lagagrunnur traustur.
Þetta mál er eitt af þeim tilvikum
þar sem svo hefur ekki verið,“
sagði Haraldur.
En er löggjöfin nægilega skýr í
dag?
„Það á eftir að koma í ljós.“
Er ekkert hægt að segja um
það núna?
„Nei, það er vandinn. Það reyn-
ir ekki á nýja löggjöf fyrr en fyrir
dómi. Þess vegna hefur mér þótt
undarlegt að sjá ummæli sumra
þingmanna í þá veru að vinnu-
brögð starfsmanna efnahags-
brotadeildar séu slæleg á sama
tíma og deildin er að láta reyna á
nýja löggjöf sem jafnvel hinir
sömu þingmenn hafa unnið að en
sú löggjöf síðan ekki haldið fyrir
dómstólunum. Þess vegna má
skoða hvort vinnulag við lagasetn-
ingu og frumvarpasmíð sé eitt-
hvað sem þarf að athuga. Það er
kannski lærdómurinn sem við
þurfum að draga af þessu nýjasta
dæmi.“
Eitthvað varð undan að láta
En hvað um þekkingu innan efna-
hagsbrotadeildar meðan á rann-
sókn þessara stóru mála hefur
staðið. Það hefur verið gagnrýnt
að þekking hafi ekki verið til stað-
ar og ekki væri nægur mann-
skapur til að sinna rannsóknum.
Hefur deildin verið nægilega
sterk?
„Ég held að þessi deild hafi
eflst mjög á undanförnum árum.
Hún hefur hins vegar ekki notið
sannmælis. Það hefur verið ákveð-
inn áróður gegn deildinni og ekki
gert mikið úr árangri hennar sem
hefur verið þannig að milli 90 og
95% af þeim málum sem ákært
hefur verið í hefur lokið með sak-
fellingu. Í langflestum þessara
mála hafa rannsóknir verið óað-
finnanlegar. Deildin hefur náð
miklum árangri og er að eflast.
Þar starfar vel menntað starfsfólk
með háskólapróf í viðskiptafræð-
um og reyndir og öflugir lög-
reglumenn.“
Rannsókn svokallaðs Baugsmáls
hefur verið umfangsmikil. Hefur
hún orðið til þess að mál sem t.d.
Fjármálaeftirlitið eða skattrann-
sóknastjóri hefur vísað til ykkar
hafa þurft að bíða vegna þess að
þið höfðuð ekki nægan mannskap?
„Það hefur verið mikið álag og
á ákveðnum tímapunkti söfnuðust
í þessa deild mörg umfangsmikil
og flókin mál. Það segir sig sjálft
að eitthvað verður undan að láta.
Hins vegar held ég að mál hafi
ekki borið skaða af því,“ sagði
Haraldur. Mál hefðu ekki fyrnst
af þessum sökum.
Aðalmeðferðinni í Baugsmálinu
lýkur í næstu viku. Hvernig horfir
hún við þér?
„Það eina sem ég segi um
Baugsmálið er að ég mun tjá mig
um það síðar.“
„Það var ríkissaksóknari sem
beindi því til ríkislögreglustjóra
að rannsaka málið.“
Var það vegna þrýstings?
„Þetta var ákvörðun rík-
issaksóknara.“
En má skilja það sem svo að
þið hefðuð ekki tekið upp málið
nema vegna fyrirmæla rík-
issaksóknara?
„Ríkissaksóknari er æðsti yf-
irmaður rannsóknar- og ákæru-
valds í landinu og það er hans
hlutverk að taka slíkar ákvarð-
anir. Hann tók þá ákvörðun í
ágúst 2003 að fela ríkislög-
reglustjóra að rannsaka málið. Í
kjölfarið gaf ríkissaksóknari út
ákæru í málinu,“ sagði Haraldur.
Þú vísaðir áðan til þess að
Hæstiréttur hefði tekið undir
sjónarmið ykkar í máli olíu-
forstjóranna. En má ekki einnig
sjá í honum gagnrýni á hvernig
lögreglurannsókninni sem slíkri
var háttað?
„Nei, alls ekki.“
Ef við förum aðeins yfir dóm-
inn. Þegar Hæstiréttur vísaði olíu-
forstjóramálinu svokallaða frá
dómi var meginforsendan fyrir
sögur um óeðlileg afskipti stjórn-
málamanna af stórfyrirtækjum
(t.d. afskiptum Davíðs Oddssonar
af lögreglurannsókninni á Baugi
og málum Jóns Ólafssonar). Nú er
svo komið að fjölmiðlamenn grípa
gjarnan fyrst til samsæriskenn-
inga fremur en að leita annarra
og oft nærtækari skýringa,“ segir
í grein Guðna.
Haraldur sagðist hafa velt því
fyrir sér, eftir að hafa lesið þessa
grein, hvort þarna væru ekki
varnaðarorð sem mark væri á tak-
andi. „Bæði stjórnmálamenn, fjöl-
miðlamenn og almenningur ættu
að hafa í huga hvort það sé ekki
full ástæða til að hafa varann á
sér þegar samsærishugmyndirnar
um einstök sakamál fara á flot.
Umræðan getur leitt til þess að
fólk trúi samsærishugmyndum og
það getur haft afleiðingar sem
verða ekki aftur teknar.“
Ákvörðun ríkissaksóknara
Þú vísaðir áðan til þrýstings á
ykkur sumarið 2003. Var það
þessi þrýstingur sem varð til þess
að málið var tekið til lög-
reglurannsóknar?
um skil-
heims-
g óvinina
hástétt-
msær-
nasinni
opni á
eru
á sam-
ega magn
ta stoð-
nganna
ndir séu
orsaka-
em sam-
g fleiri
ær-
sta ein-
eikasýnar
m í um-
enningu.
Á Íslandi
ama. Á
ur hver
aðra í ís-
æstan
egum
jórn-
af Jóni
unni) og
ræðilega álit var rétt“
Morgunblaðið/Júlíus
fjölmiðlamenn og almenningur ættu að hafa í huga hvort það sé ekki full ástæða til að
amsærishugmyndirnar um einstök sakamál fara á flot,“ segir Haraldur Johannessen.
Í HNOTSKURN
» Meginforsendan fyrir frávísun Hæstaréttar á ákærunni gegn for-stjórum stóru olíufélaganna þriggja, eins núverandi og tveggja
fyrrverandi, var að forstjórarnir hefðu ekki notið lögbundinna rétt-
inda sem sakborningar.
» Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, telur að Hæstirétturhafi í raun staðfest þær efasemdir sem embættið hefði haft um að
hægt væri að rannsaka málið sem sakamál um leið og það væri rekið
hjá samkeppnisyfirvöldum.
» Hann segir að alþingismenn, fjölmiðlamenn og almenningur ættuað hafa varann á þegar samsærishugmyndir fara á flot.
» Hafi einhver mistök verið gerð í málinu tengist þau óskýrumlagaákvæðum.
Morgunblaðið/Ásdís
Fundu Gögn úr húsleit samkeppnisyfirvalda hjá olíufélögunum borin í hús í desember 2001.
sjónarmið sem embættið hélt fram varðandi
nn, hafi reynt að gera þau tortryggileg