Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 36
36 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÁFRÆÐI flokkssystur minnar.
Sigrúnar E. Smáradóttur, borgarfull-
trúa Samfylkingarinnar, um málefni
fólks í hjólastólum og Ferðaþjónustu
fatlaðra, kemur mér ekki í opna
skjöldu. Það hefur
nefnilega margsannað
sig að betra er að hugsa
fyrst og tala svo. Þegar
menn snúa þessu við er
fjandinn laus. Af skrif-
um hennar að dæma
veit hún lítið eða ekkert
um Ferðaþjónustu fatl-
aðra. Ljóst er að hún
talaði ekki við bílstjór-
ana en þeir eru vel inni í
málum er varða þjón-
ustu og farþega sem
hún augljóslega hafði
ekkert samband við.
Ekki ætla ég Sigrúnu að vilja gera
fötluðu fólki illt en það gerir hún
ómeðvitað með tillögum sínum svo
óupplýst sem hún er um líf fatlaðra og
starfsmanna Ferðaþjónustunnar.
Hún hæðist að því að fatlaðir skuli
gera sér ljósan þann kostnað sem
fylgir breytingum til hins betra. Þeir
eru sér alveg meðvitandi um að vinn-
andi fólk borgar hærri skatta þeirra
vegna og er þó nóg í þeim efnum fyrir.
Sigrún virðist ekki skilja að ef allir
sem rétt hafa á þjónustunni, gætu
pantað með þriggja tíma fyrirvara án
kostnaðar og fyrirvara, yrði það vinn-
andi fólki ofviða. Heimtufrekja er ekki
aðalsmerki fatlaðra. Sigrún þarf að
fiska á öðrum miðum eftir slíkum aðli
og kannski ekki svo langt að fara. Ná-
grannasveitarfélögin hafa einkavætt
keyrslu með fatlaða og þar er ólíku
saman að jafna og við Ferðaþjón-
ustuna í RVK. Þjónustan dróst sam-
an, auk þess að verða
óskilvirkari. Fólk sem
ætlar á mismunandi staði
er sett í bílana og flækist
með þeim til að spara
keyrslu fyrir handhafa
einkavæðingarinnar. Al-
gengt dæmi. Kona beið
svo lengi eftir bíl einka-
væddrar þjónustu í Kópa-
vogi að hún var orðin
gegnköld og varð of sein í
leikhúsið. Þetta er það
sem fatlaðir eiga á hættu
ef Sigrúnu verður að ósk
sinni. Hún trúir á einka-
væðingu og telur þá leið verða ódýrari
fyrir samfélagið og jafnvel betri en
núverandi þjónusta er. Það undrar
mig að Sigrún skuli ekki skilja að
þjónusta þessi verður ekki rekin með
peningagróða og að einkaaðilar vinna
ekkert sem ekki gefur af sér. Auðvitað
geta aðrir en Ferðaþjónusta fatlaðra
flutt fólkið með sóma hafandi velferð
þess í fyrirrúmi. En þeir bara gera
það ekki því það skaðar fjárhag
þeirra. Það er margsannað. Fólk í
hjólastólum á mest allra undir góðri
ferðaþjónustu og borgarfulltrúanum
er enginn heiður að leggja til að hún
verði færð í verra horf. Jafnvel þó að
vanþekking valdi. Mér er kunnugt að
þrautþjálfað starfslið Ferðaþjónust-
unnar lítur á skrif Sigrúnar sem aðför
að atvinnu þess og öryggi. Fatlaðir
eru sárir og undrandi, enda áttu þeir
ekki óvinar von úr herbúðum Sam-
fylkingarinnar. Borgin á fyrst og
fremst að reka Ferðaþjónustu fatl-
aðra með sæmd. Það er hægt að halda
utan um fjármálinn þó að svo sé gert.
Það er engin sæmd að flytja lamað
fólk eins og hunda eða farangur í
skottinu aftan við sætin. Ef Sigrún vill
halda herferðinni gegn fötluðum
áfram, rálegg ég henni að fara á skrif-
stofu og símaþjónustu starfseminnar
og ræða við fólkið. Líka að ferðast
með bílunum og setja sig í stöðu
bjargarlítils fólks sem getur ekki
gengið og hendurnar jafnvel mátt-
lausar. Fatlaðir koma til með að líta
svo á að Sigrún sem borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar sé þarna að fylgja
eftir skoðun flokks síns á málinu.
Fleirum en mér finnst sorglegt ef
Samfylkingin hefur tekið þann pól í
hæðina. Þannig þenkjandi flokk munu
fatlaðir ekki styðja til valda.
Sigrún og hjólastólafólkið
Albert Jensen svarar grein Sig-
rúnar E. Smáradóttur »Ekki ætla ég Sig-rúnu að vilja gera
fötluðu fólki illt, en það
gerir hún ómeðvitað
með tillögum sínum …
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SÚ þróun mála sem er orðin á sjúkra-
liðanámi hefur leitt til þess að það
þarf sérstakt andlegt úthald til þess
að stunda það, hvort heldur er farin
hin hefðbundna leið eða hin nýja, þ.e.
sjúkraliðabrúin, sem hér er til um-
fjöllunar. Það stundar enginn nám í
sjúkraliðabrú með hangandi hendi því
námið er mjög þungt, eins og í hinni
almennu sjúkraliðabraut, og getur
kornið svitanum út hjá þeim sem eldri
eru í starfi.
Þeir sem kosið hafa að mennta sig
og hætt sér út á hina margumræddu
brú eru margir með áratuga reynslu
á sviði umönnunar ásamt brennandi
áhuga, því annars væri þetta ekki
hægt. Þessum nemum er ekkert hlíft
þó svo sum skrifin, sem birst hafa
undanfarið í dagblöðum, hallist að því
að hér sé um einhverja menntunar-
útsölu að ræða.
Önnur skrif hafa þó verið jákvæð-
ari og virðist sem höfundar þeirra
hafi haft fyrir því að kynna sér málið
en gefi sér ekki ímyndaðar forsendur.
Eins og gefur að skilja er eingöngu
vaktavinnufólk í þessu námi. Dæmi
eru um einstaklinga sem eru á næt-
urvöktum og verða að einbeita sér
næstum á hlaupum því heimaverk-
efnin eru ekkert smá.
Þótt skólinn sé 2–4 sinnum í viku er
alltaf verið að huga að úrlausnum
verkefna. Það er því lítið um pásur ef
árangur á að nást.
Þrátt fyrir góðan vilja er mjög
erfitt að setja sig í spor þeirra sem
eru á móti þeim nýju leiðum sem í
boði eru fyrir þá sem vilja mennta
sig og nýta sína reynslu. Manni
dettur helst í hug skotgrafahern-
aður í verstu látunum. Samt er ekki
öll nótt úti enn, því fólk, sem hefur
bitið í sig ákveðna fordóma, getur
komið mjög á óvart þegar það loks-
ins fæst til að hlusta á staðreyndir
og rök.
Það eru fleiri starfsstéttir sem
nota sams konar námsleið svo
reynsluríkt fólk geti öðlast réttindi,
en frá þeim berast engin mótmæli.
Sé einhver vottur af skynsemi hjá
þessum mótmælendum, þá ætti
hann að til að koma vitinu fyrir þá
áður en í óefni er komið.
Námshraðinn sem krafist er af
þessum sjúkraliðanemum er slíkur
að undirritaður hefði illilega verið
sleginn út af laginu þegar hann
stundaði sitt nám.
Að lokum vil ég taka fram að ég
ber fyllsta traust til formanns okk-
ar, Kristínar Á. Guðmundsdóttur.
Sem félagsmaður veit ég um festu
hennar og ósérhlífni varðandi kjara-
baráttu okkar sjúkraliða.
Spurning! Myndum við, sjúkralið-
ar, hafna því ef okkur opnaðist
„brú“ yfir í hjúkrunarfræðinginn?
Svari nú hver fyrir sig.
ELÍAS VALDIMARSSON,
sjúkraliði á geðsviði.
Aldeilis breyttir tímar
Frá Valdimar Elíassyni:
SIGURJÓN Þórðarson þingmað-
ur var ræðumaður dagsins í Mein-
horninu á Útvarpi Sögu hinn 20.
mars sl. og kvartaði undan því há-
stöfum, að einhver fiski-
fræðingur á Hafró hefði
farið með rangt mál
þegar hann, að sögn
Sigurjóns, sagði í Rík-
isútvarpinu, að ástæða
þorskhrunsins í Kanada
hefði verið hækkun á
hitastigi sjávar. Sig-
urjón kvað það rangt
mál og vildi koma á
framfæri leiðréttingu,
sem ekki hefði verið
flutt. – Hann tíundaði
síðan, að ástæðan hefði
verið sultur sem sést
hefði af því, að lifrarstuðull var lágur.
– Svipað sjónarmið hefur einnig
komið margsinnis fram hjá Jóni
Kristjánssyni fiskifræðingi, en fyrir
fáeinum dögum sagði hann í Morg-
unhananum á Útvarpi Sögu, að hann
hefði komist í kast við þorsk í Breiða-
firði, sem hefði reynst vera lítill og lé-
legur en þó kynþroska, hvort tveggja
merki um sult. Í þessu felst sú skoð-
un, að sultur sé eða geti verið ástæða
fyrir bráðþroska, kynþroska við lít-
inn þunga eða litla lengd. – Þetta er
alveg af og frá. – Margir vís-
indamenn hafa rannsakað ítarlega
skýringar á of snemmbærum kyn-
þroska og eru skýr-
ingar allar á einn veg;
bráðþroskinn er vegna
erfðabreytinga í kjöl-
far langvarandi stærð-
arvals. Þegar stærsti
fiskurinn er viðvarandi
„sigtaður“ ofan af hópi
fiska, þá gerast smám
saman þær breytingar
í þeim fiskinum, sem
eftir er, að hann verð-
ur sífellt yngri kyn-
þroska. Ritara er ekki
kunnugt um neinar
vísindagreinar, sem
gefa það til kynna, að bráðþroski
verði vegna sultar, en hann lengir
biðtíma eftir kynþroska en ekki öf-
ugt. – Það sem Sigurjón sagði er af
sama meiði og líklega komið frá Jóni.
Þeim báðum til upplýsingar þá getur
skrifari bætt við, að kanadíska þingið
sendi sjávarútvegsnefnd sína fyrir
um hálfu öðru ári til Nýfundnalands
og Labrador til að reyna að fá skýr-
ingar á því, hvers vegna þorskurinn
þar hefði ekki verið orðinn veiðibær
eftir 14 ára veiðibann. Fjórir vís-
indamenn komu fyrir nefndina og
gáfu vitnisburð og allir nefndu erfða-
breytingar sem ástæðu auk ýmissa
annarra breytinga eins og eyðilegg-
ingar á vistkerfum, sem eiga sinn
þátt í því að lifur fiskanna var lítil yf-
irleitt. Það er fráleitt að ætla sér að
skýra hið hörmulega þorskhrun við
Kanada fyrir tæpum 20 árum án þess
að tilnefna erfðabreytingar og það er
ábyrgðarlaust af þeim Jóni og Sig-
urjóni að gaspra um sult og seyru og
vilja ekkert af erfðabreytingum vita.
Þeim væri nær að tilnefna einhverja
nýlega vísindagrein máli sínu til
stuðnings en að endurtaka sífellt
heimabruggaðar skýringar sínar.
Röng „leiðrétting“
Jónas Bjarnason skrifar um
kynþroska þorska
» Sigurjón Þórðarsonþm. flutti erindi á
Útvarpi Sögu 20. mars
og kvartaði undan röng-
um skýringum á RÚV
og vildi leiðrétta þær en
gerði það rangt.
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur
dr.rer.nat.
ÞAÐ leynir sér ekki, það blasir
raunar við hverjum manni, að Sam-
fylkingin fer mikla erindisleysu
þessi dægrin. Það er að minnsta
kosti greinilega álit kjósendanna í
landinu. Því verður ekki um kennt,
að flokkurinn njóti lítillar athygli.
En kannski að það sé
einmitt vegna athygl-
innar sem hann nýtur,
að lánleysið er svona
mikið. Athyglin bein-
ist nefnilega að þess-
ari miklu pólitísku er-
indisleysu flokks, þar
sem frambjóðendurnir
stritast við að gagn-
rýna, en setja fátt
fram sem handfesta
er í; nema ef pólitísk
yfirboð eru nefnd því
nafni.
Frambjóðendur
skrifa í blöðin. Nýj-
asta dæmið um það er
grein eftir Önnu
Kristínu Gunn-
arsdóttur, alþing-
ismann Samfylking-
arinnar, í
Morgunblaðinu í gær.
Þar er því meðal ann-
ars haldið fram að
ekkert hafi gerst í
sjávarútvegsmálum,
sem gagn sé að fyrir
byggðir landsins. Al-
veg eins og ekki sé
vitað að sjávarútveg-
urinn sé landsbyggðaratvinnugrein
fyrst og fremst, aflaheimildirnar
einkanlega á landsbyggðinni og
sjávarútvegurinn því burðarstoðin í
atvinnulífinu þar. Því er það mikið
hól í mínum eyrum þegar því er
haldið fram að ég sé talsmaður
sjávarútvegsins; jafnvel þó að reynt
sé að gera það með neikvæðum for-
merkjum.
Og það er eins og það hafi
framhjá þeim sem gagnrýna sjáv-
arútvegsmálin, undir byggðalegum
vinkli, að veiðiréttur minni bátanna,
krókaaflamarksbátanna, hefur verið
stóraukinn, en þessir bátar eru að
langmestu leyti gerðir út frá minni
byggðarlögunum í landinu. Meðal
annars þeim byggðarlögum sem
höfðu misst frá sér veiðiréttinn.
Hafnirnar tíu þar sem þorskígildin í
krókaaflamarki eru mest eru allar
utan höfuðborgarsvæðisins eins og
það er skilgreint á byggðakorti hins
evrópska efnahagssvæðis.
Raunar hefur veiðiréttur þessara
báta verið aukinn svo
mjög, að það hefur ver-
ið harðlega gagnrýnt af
öðrum útgerð-
armönnum.
Sú umdeilda línu-
ívilnun skilaði 5.400
tonnum til þeirra skipa
sem hennar nutu, nær
algjörlega á lands-
byggðinni.
Þessi staðreynd og
þessi umræða hefur
greinilega algjörlega
farið framhjá samfylk-
ingarmönnum; í það
minnsta ef marka má
skrif þeirra. En hitt
hlýtur þeim þó að vera
ljóst að við þinglok
voru samþykkt ný lög
sem gera munu
byggðakvótann mark-
vissari og treysta hann
sem tæki til þess að
styrkja veikar sjáv-
arútvegsbyggðir. Þetta
viðurkenndi Samfylk-
ingin, eins og raunar
allir stjórnmálaflokkar
á Alþingi, því þessar
breytingar voru sam-
þykktar samhljóða.
Það er síðan eftirtektarvert að
þegar svona greinar eru skrifaðar,
eins og sú sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni, þá örlar hvergi á til-
lögum. Gagnrýnin er leiðarljósið,
rétt eins og annars staðar. Hvergi
glittir í ærlegar tillögur, því varla
dettur nokkrum manni það í hug að
fyrningarleið í sjávarútvegi sé lík-
leg til að styrkja íslenskan sjávar-
útveg, hvað þá byggðirnar í land-
inu.
Erindisleysan mikla
Einar K. Guðfinnsson
svarar grein Önnu Kristínar
Gunnarsdóttur
Einar K. Guðfinnsson
» Þessi stað-reynd og
þessi umræða
hefur greinilega
algjörlega farið
framhjá sam-
fylkingarmönn-
um; í það
minnsta ef
marka má skrif
þeirra.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
MIG langar til að vekja athygli á
þeirri miklu breytingu sem orðið hef-
ur í sjúkraflugi á
landsbyggðinni þar
sem þjónusta við íbúa
landsbyggðarinnar
hefur stórbatnað svo
jafna má við það sem
best gerist í öðrum
löndum þar sem und-
irritaður þekkir til.
Áður var það þannig
að notaðar voru litlar
vélar sem voru að
sumu leyti vanbúnar
til sjúkraflugs með
mjög veika sjúklinga.
Flestar ekki búnar
jafnþrýstibúnaði þannig að ekki var
hægt að fljúga upp fyrir slæm veður.
Undantekningalítið þurftu dreif-
býlislæknar að fylgja með og var þá
héraðið oft læknislaust á meðan
Sjúkraflugi hingað á Vestfirði, en
undirritaður starfar á Patreksfirði,
er sinnt frá Akureyri svo að til fyr-
irmyndar er. Ávallt skjót viðbrögð og
það er í valdi þess lækn-
is sem biður um sjúkra-
flugið hve hátt hann vill
hafa þjónustustigið um
borð í vélinni. Það fer
eftir því hve alvarleg
veikindi sjúklingsins
eru. Sjúkraflugvélin er
sérútbúin og hönnuð
sérstaklega fyrir sjúkra-
flug. Hún er búin jafn-
þrýstibúnaði sem skiptir
sköpum þegar fljúga
þarf yfir vond veður og
skiptir einnig miklu máli
fyrir sjúklinginn. Þeirri
breytingu sem orðið hefur á þjónust-
unni má jafna við byltingu.
Það þarf ekki að hafa um það mörg
orð hve miklu máli það skiptir fyrir
dreifbýlislækna og sjúklinga þeirra
að vita það að ef á þarf að halda er til
taks fullkomin sjúkraflugvél með vel
þjálfuðum læknum og sjúkraflutn-
ingamönnum.
Þessi breyting hefur haft mjög já-
kvæð áhrif á starfsumhverfi dreif-
býlislækna og hefur það jafnframt í
för með sér að sjúklingar á lands-
byggðinni eiga ávallt kost á full-
komnustu heilbrigðisþjónustu sem
völ er á.
Það var í tíð Jóns Kristjánssonar
sem heilbrigðisráðherra sem ráðist
var í þessar breytingar, sem eins og
áður segir má jafna við byltingu. Hafi
hann mikið hrós fyrir.
Frábær þjónusta
Jón B.G. Jónsson skrifar um
sjúkraflug til Vestfjarða
Jón B.G. Jónsson
» Sjúkraflugi hingaðá Vestfirði, en
undirritaður starfar á
Patreksfirði, er sinnt
frá Akureyri svo að til
fyrirmyndar er.
Höfundur er yfirlæknir á Patreksfirði.