Morgunblaðið - 24.03.2007, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ OrmheiðurSverrisdóttir
fæddist í Kaldr-
ananesi í Mýrdal
hinn 30. nóvember
1916. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Kumbaravogi hinn
12. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sverr-
ir Ormsson, f. 10.
september 1878, d.
30. janúar 1956, og
kona hans, Hall-
dóra Einarsdóttir,
f. 6. mars 1879, d. 1. nóvember
1955, bændur í Kaldrananesi.
Systkini Ormheiðar voru Vil-
borg, f. 5. mars 1912, d. 13. jan-
úar 1986, og Einar, f. 1. apríl
1914, d. 30. janúar 2004. Hall-
dóra og Sverrir höfðu áður
eignast tvo drengi, 6. nóvember
1908, annar fæddist andvana,
hinn dó á fyrsta sólarhring.
Ormheiður giftist 25. maí
þeirra eru: a) Helgi, f. 11. maí
1969, kvæntur Svanhvíti Ósk
Jónsdóttur, f. 3. júlí 1974, börn,
Eva Ýr, Hugrún Líf og Ólafur
Kristófer. b) Heiðrún, f. 20.
mars 1971, gift Sveinbirni Jóns-
syni, f. 11. júlí 1966, börn, Jón
Freyr og Hlynur Örn. c) Erlend-
ur Karl, f. 27. apríl 1977, kvænt-
ur Hafdísi Harðardóttur, f. 23.
janúar 1977, börn, Jökull Ingi,
Ísak Þór og Elísa Katrín. d) Elín
Drífa, f. 3. janúar 1981, sam-
býlismaður Sigmar Freyr Pálm-
arsson, f. 3. júlí 1976. 3) Jón, f.
24. maí 1950, búsettur á Kjóa-
stöðum í Bláskógabyggð.
Ormheiður og Helgi hófu bú-
skap í Fagurhól í Austur-
Landeyjum vorið 1941. Ormheið-
ur bjó áfram í Fagurhól eftir lát
Helga til ársins 1963 en þá flutti
hún ásamt sonum sínum að
Hjallanesi í Landsveit. Árið 1982
flytur hún ásamt Jóni syni sínum
til Eyrarbakka þar sem hún
starfaði við fiskvinnslu um nokk-
urra ára skeið. Þau fluttu síðar
á Selfoss og árið 1999 fór Orm-
heiður til dvalar á Kumbaravogi.
Útför Ormheiðar verður gerð
frá Krosskirkju í Austur-
Landeyjum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1941 Helga Jóns-
syni, f. á Skeiðflöt í
Mýrdal 9. sept-
ember 1910, d. 3.
febrúar 1953. For-
eldrar hans voru
Jón Jónsson, f. 24.
desember 1867, d. 7.
desember 1926, og
Guðrún Mark-
úsdóttir, f. 20. febr-
úar 1868, d. 27. apr-
íl 1954. Börn
Ormheiðar og
Helga eru: 1) Hall-
dór, f. 23. janúar
1942, búsettur í Þorlákshöfn,
kvæntist Ingibjörgu Halldórs-
dóttur, f. 23. desember 1949.
Þau skildu. Sonur þeirra er
Markús, f. 5. október 1984. Börn
Ingibjargar af fyrra hjónabandi
eru Hrönn, Hafrún, Ívar Örn og
Andri Már. 2) Ólafur Kristján, f.
27. mars 1946, kvæntur Katrínu
Samúelsdóttur, f. 7. febrúar
1950, búsett á Hellu. Börn
Elsku amma, okkur systkinin
langar að minnast þín í örfáum orð-
um.
Dugleg, ákveðin, hjartahlý, eru
meðal þeirra orða sem koma upp í
hugann þegar við minnumst ömmu
Heiðu.
Ekki hefur það verið auðvelt hlut-
skipti að missa manninn sinn eftir
tólf ára hjúskap frá þremur ungum
drengjum en ótrauð hélt hún áfram
búskap í Fagurhól og síðar í Hjalla-
nesi.
Minningarnar eru margar.
Hænsnin í kjallaranum í Hjallanesi,
dimmur, langur stiginn úr kjallaran-
um upp í hlýtt eldhús ömmu þar sem
alltaf var til eitthvað gott til að stinga
upp í litla munna. Amma hætti bú-
skap í Hjallanesi árið 1982 og flutti til
Eyrarbakka og síðar á Selfoss. Ekki
voru móttökurnar síðri þar og eins
gott að vera svangur þegar komið var
í heimsókn því alltaf svignaði borðið
undan kræsingunum.
Óhætt er að segja að amma hafi
verið með græna fingur. Heimili
hennar var alltaf fullt af blómum.
Lísur, kólusar, blómstrandi kaktus-
ar. Allar plöntur blómstruðu í hönd-
unum á henni að því er virtist fyr-
irhafnarlaust. Eitthvað fannst henni
skrýtið hvað þetta erfðist illa til
barnabarnanna og fannst okkar
heimili frekar tómleg hvað blóma-
rækt varðaði.
Amma fluttist að Kumbaravogi ár-
ið 1999 þar sem heilsu hennar var
farið að hraka og þar lést hún 12.
mars síðastliðinn níræð að aldri. Við
viljum þakka starfsfólki Kumbara-
vogs fyrir góða umönnun.
Elsku amma, við þökkum þér um-
hyggjuna og elskuna alla tíð.
Helgi, Heiðrún, Erlendur
Karl, Elín Drífa.
Vinkona mín, Heiða í Hjallanesi, er
látin. Mér finnst ég tæplega þess
megnug að skrifa eftirmæli um slíka
sæmdarkonu sem Heiða var, en finn
hjá mér þörf til að setja á blað
kveðjuorð til hennar. Kynni okkar
hófust fyrir rúmum aldarfjórðungi er
ég réð mig ráðskonu í sveit með ung-
an son minn að Hjallanesi í Land-
sveit. Þá var Heiða um það bil að
ljúka ævistarfi sínu, sveitabúskapn-
um, og aðrir teknir við. Stuttu síðar
fluttu þau Jón yngsti sonur hennar að
Eyrarbakka og síðar á Selfoss.
Mér duldist ekki að Heiða hafði af-
skaplega sterkan persónuleika. Hún
var ein af hvunndagshetjum þessa
lands, dugleg svo af bar. Ein stóð hún
eftir með 3 unga syni sína og
sveitabúið er eiginmaður hennar
Helgi Jónsson veiktist og lést langt
um aldur fram árið 1953. Hún hélt
búskapnum áfram og hef ég heyrt að
hún hafi unnið þrekvirki, búið óx og
dafnaði og varð hið mesta myndarbú
með dyggri aðstoð sona hennar, sjálf
vildi hún minnst gera úr sínum þætti
þar. Dýravinur var hún og lét sér
annt um hag lítilmagnans. Hún hafði
stórt hjarta og til hennar leitaði fólk
og var hún örugglega fleirum en mér
styrkur á erfiðum stundum. Lífs-
speki hennar var gott veganesti og
minnist ég mánaðanna tveggja er við
bjuggum saman hlið við hlið með
gleði og þakklæti, líkt og góðrar upp-
skeru liðins árs. Með okkur tókst
hinn besti vinskapur sem aldrei bar
skugga á.
Við þurftum ekki endilega að hafa
mörg orð um hlutina til að skilja hvor
aðra, hún var mér styrkur og ég vona
að ég hafi einhvern tímann getað orð-
ið henni að liði á einhvern hátt. Þótt
aldursmunur okkar væri töluverður
kom það ekki í veg fyrir að við gætum
rætt allt mögulegt. Samræðurnar
leituðu iðulega út um víðan völl, tekið
var á landspólitíkinni, heimsmálun-
um eða því sem bar hæst í það og það
skiptið, og man ég ekki betur en að
við hefðum svör við öllu sem bar á
góma og leystum málin með stæl,
þótt ekki værum við alltaf alveg sam-
mála.
Heiða reyndist syni mínum elsku-
leg, spurði eftir honum og lét sig
varða hvernig honum vegnaði í lífinu.
Fyrir það er ég þakklát.
Síðustu æviárin dvaldi hún á
Kumbaravogi við Stokkseyri og naut
góðrar umönnunar. Hún hvarf okkur
smám saman inn í sinn eigin hugar-
heim og gat að lokum ekki tjáð sig
með orðum. Ég hitti hana í lok nóv-
ember síðastliðinn. Fjölskylda henn-
ar hélt henni þá veislu í tilefni 90 ára
afmælisins. Heiða var fín og vel til
höfð, yfir henni var reisn og virtist
hún njóta stundarinnar með fólkinu
sínu sem henni þótti svo vænt um og
var stolt af. Það er síðasta minning
mín um Heiðu sem ég varðveiti í
huga mér.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Ég votta Halldóri, Ólafi, Jóni og
fjölskyldum þeirra innilega samúð.
Far þú í friði, elsku vina, og hafðu
þökk fyrir tryggð og vináttu alla tíð.
Jónína Björgvinsdóttir.
Vorið 1963 urðu breytingar á lífi
okkar krakkanna í Hjallanesi. Vigfús
og Kristín, sem höfðu búið í neðri
bænum allt okkar líf og verið okkur
sem aukaafi og -amma, fluttust burtu
og jörðina keypti ekkja, sem búið
hafði í Landeyjunum og fluttist að
Hjallanesi með þremur sonum sínum
á unglingsaldri, þeir voru bara svolít-
ið eldri en við systkinin. Fljótt kom í
ljós að nýju nágrannarnir voru úr-
valsfólk og mörg voru sporin, sem við
systkinin áttum í neðri bæinn. Alltaf
var okkur tekið með kostum og kynj-
um, seint gleymist bragðið af krydd-
lagkökunni hennar Heiðu sem hún
bauð oft upp á, og margt var spjallað
um við eldhúsborðið, þar sem hún
sagði okkur frá æsku sinni í Mýrdaln-
um og hestunum sínum og þótt hún
Ormheiður
Sverrisdóttir
✝ Þorsteinn JósefStefánsson
fæddist á Rauðhól-
um í Vopnafirði 26.
desember 1904.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sundabúð í Vopna-
firði, fimmtudaginn
15. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Aðalbjörg Þor-
steinsdóttir, f. 22.
mars 1875, d. 3.
mars 1944 og Stefán
Stefánsson, f. 19.
ágúst 1860 d. 5. júní 1925.
Þorsteinn var yngstur fjögurra
systkina. Þau voru: Sigurbjörg, f.
1895, d. 20. febrúar 1898. Sig-
urjón, f. 10. mars 1899, d. 24. maí
1980, og Valborg Stefanía, f. 9.
mars 1901, d. í ágúst 1932.
Þorsteinn var tvíkvæntur: Hinn
13. mars 1943 giftist hann Sigrúnu
Guðmundsdóttur frá Ásbrands-
stöðum í Vopnafirði, f. 20. janúar
1910, d. 2. október 1945. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Kristjánsson, póstur og bóndi á
Ásbrandsstöðum, f. 25. október
1862, d. 27. júní 1948, og Sesselja
Eiríksdóttir frá Hafrafelli í Fell-
um, f. 1. apríl 1870, d. 25. maí
1956. Börn þeirra: 1) Heiðrún, f.
14. október 1942, búsett á Höfn í
Hornafirði, gift Hermanni Hans-
3) drengur sem dó í fæðingu, 2.
október 1945.
Síðari kona Þorsteins var Þur-
íður Jónsdóttir frá Læknesstöðum
á Langanesi, f. 13. maí 1914, d. 6.
ágúst 1993, ekkja Þorsteins Óla-
sonar frá Þórshöfn. Börn Þuríðar
af fyrra hjónabandi: Skúli, Þór-
unn, Jóna, Óli og Jóhanna.
Þorsteinn ólst upp á Rauðhólum
í Vopnafirði til 17 ára aldurs, en
fór þá í vinnumennsku um þrettán
ára skeið. Flutti í Vopnafjarð-
arkauptún 1935 og bjó þar í nokk-
ur ár með móður sinni. Skóla-
ganga Þorsteins var engin, utan
þrjár vikur í farskóla í Vopnafirði
þegar hann var tíu ára. Að öðru
leyti kenndi móðir hans honum
undir fermingu. Eftir að Þorsteinn
fluttist í Vopnafjarðarkauptún fór
hann fljótlega að fást við smíðar
og stundaði slíka vinnu um árabil,
var m.a. við brúarsmíðar í mörg
ár. Hann var vigtarmaður í slát-
urhúsi Kaupfélags Vopnfirðinga í
mörg ár og á bílavog á vegum
hreppsins. Ennfremur vann hann
á skrifstofu Kaupfélags Vopnfirð-
inga. Þorsteinn sat í hreppsnefnd í
fjögur ár, í skólanefnd Vopna-
fjarðarskóla í mörg ár og sömu-
leiðis í sóknarnefnd Vopnafjarð-
arkirkju og söng um árabil með
kirkjukór Vopnafjarðar. Hann var
einn af stofnendum Kiwanis-
klúbbsins Öskju og heiðursfélagi
klúbbsins. Þorsteinn skrifaði ýmsa
minningar- og fróðleiksþætti sem
birtust m.a í Heima er best og
Aldnir hafa orðið.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.00.
syni, f. 28. júlí 1943.
Börn þeirra: a) Unn-
ur, f. 9. nóvember
1968, sambýlismaður
Ólafur Árnason, f. 8.
ágúst 1966, þau eiga
einn son, Árna, f. 25.
október 2005. b)
Kristín, f. 5. febrúar
197l, gift Sæmundi
Helgasyni, f. 25.
ágúst 1971. Börn
þeirra: Heiðrún, f.
19. júní 1994, Helgi,
f. 13. mars 2000, og
Hermann Bjarni, f.
23. janúar 2005. c) Þorsteinn Rún-
ar, f. 6. mars 1977, giftur Gunn-
hildi Stefánsdóttur, f. 7. júní 1978,
barn þeirra; Þórhildur fædd 6.
september 2006. 2) Aðalbjörg, f.
19. ágúst 1944, búsett í Hafn-
arfirði. Maki 1: Ómar Ö. Kjart-
ansson, f. 27. júlí 1946. Þau skildu.
Börn þeirra. a) Sigrún, f. 15. mars
1967, gift Einari Kristni Vil-
hjálmssyni, f. 7. nóvember 1964.
Börn þeirra: a) Arnór, f. 28. febr-
úar 1989, Viktor, f. 28. febrúar
1989, Haukur, f. 13. júlí 1995. b)
Inga Hugborg, f. 6. október 1971,
gift Jóni Agnari Ólasyni, f. 15. maí
1973. Börn þeirra: Sindri Snær, f.
24. desember 1998, Sævar Leó, f.
15. október 2002, og dóttir, fædd
19. mars 2007. Maki 2: Viðar
Bjarnason, f. 25. nóvember 1946.
Það var kyrrð og friður í kringum
Þorstein, tengdaföður minn, þegar
hann kvaddi þennan heim laust eftir
miðnætti fimmtudaginn 15. mars sl.
Hann var búinn að ljúka góðu ævi-
starfi, lifa rösklega 102 ár og því
tilbúinn að kveðja.
Ég kynntist Þorsteini fyrst fyrir
meira en 40 árum nokkru eftir að ég
og Heiðrún, eldri dóttir hans, kynnt-
umst. Hann tók mér vel þá og alla tíð
síðan voru samskipti okkar hin
ánægjulegustu.
Þorsteinn var Vopnfirðingur af
bestu gerð. Átti þar heima alla ævi
og helgaði því byggðarlagi starfs-
krafta sína. Hann lifði ótrúlega mikl-
ar samfélagsbreytingar á sinni löngu
ævi. Var þátttakandi í þeirri miklu
þjóðfélagsbyltingu sem varð með
bættum samgöngum og betri húsa-
kosti fólksins. Starfaði m.a. við brú-
arsmíði í allmörg ár um miðja öldina
og einnig við smíðar um árabil.
Eiginleg skólaganga hans var ein-
ungis þrjár vikur í farskóla, en hann
var óþreytandi að afla sér þekkingar
og síðar að miðla þeirri þekkingu
sinni og reynslu, enda var hann
ágætlega ritfær og skrifaði ýmsa
minningar- og fróðleiksþætti sem
komið hafa fyrir almenningssjónir.
Þorsteinn var vel lesinn og átti mikið
bókasafn, þar til hann leysti upp
heimili sitt árið 1996 og flutti í þjón-
ustuíbúð í Sundabúð.
Hann stundaði vinnumennsku á
yngri árum eins og algengt var á
þeim tíma. Var það einkum í Vopna-
firði, en um eins árs skeið var hann
þó í vinnumennsku á Lágafelli í Mos-
fellssveit hjá Thor Jensen og var það
trúlega eini tíminn sem hann dvaldi
og starfaði utan héraðs, nema þegar
hann vann við brúarsmíðar.
Árið 1944 keypti Þorsteinn íbúð-
arhúsið Jaðar í Vopnafjarðarkaup-
túni. Það er eitt af elstu húsum á
staðnum. Byggt árið 1880 og var
byggingarmeistari þess F. Bald, sá
hinn sami og byggði Alþingishúsið
við Austurvöll í Reykjavík. Fyrsti
eigandi hússins og sá sem lét byggja
það var Pétur Hafsteinn Guðjóns-
son, verslunarstjóri hjá verslun Ör-
um og Wulf á Vopnafirði. Húsið átti
Þorsteinn til ársins 1996 og lét sér
alla tíð afar annt um að viðhalda því,
en gera jafnframt á því nauðsynleg-
ar endurbætur í takt við nýja og
breytta tíma.
Eins og algengt er upplifði Þor-
steinn bæði sorg og gleði á æviskeiði
sínu. Fyrri konu sína – Sigrúnu –
missti hann þegar hún lést af barns-
förum í október 1945 eftir fárra ára
sambúð þeirra. Það hlýtur að hafa
verið þung raun fyrir hann og tvær
ungar dætur hans, sem teknar voru í
fóstur og aldar upp, önnur hjá móð-
urfólki og hin hjá föðurfólki sínu.
Hlutu þar hið besta atlæti og um-
hyggju á alla lund. Þá var ekki í
tísku að tala um áfallahjálp og þessi
sorgartími reyndar aldrei ræddur af
hans hálfu. Hann sýndi dætrum sín-
um hinsvegar ávallt hina mestu
ræktarsemi þó svo að þær ælust
ekki upp hjá honum. Röskum tveim-
ur áratugum seinna kvæntist Þor-
steinn í annað sinn, Þuríði Jónsdótt-
ur frá Læknesstöðum á Langanesi,
en hún var ekkja og móðir fimm
uppkominna barna frá fyrra hjóna-
bandi. Þau Þorsteinn og Þuríður
áttu saman farsælt hjónaband í 25
ár. Nutu þess að búa saman, en einn-
ig að ferðast og fylgjast með afkom-
endum sínum.
Þorsteinn var virkur þátttakandi í
samfélaginu á Vopnafirði. Hann tók
margvíslegan þátt í félagslífi svo
sem í kirkjukór, bridgefélagi, Kiw-
anisklúbbi o.fl. og lét sig atvinnulíf
og hag héraðsins varða. Hann fylgd-
ist einnig afar vel með þjóðfélags-
umræðu fram undir það síðasta og
var óragur við að láta skoðanir sínar
í ljós.
Árið 1996 ákvað Þorsteinn að selja
íbúðarhús sitt á Jaðri og flytja í
þjónustuíbúð í Sundabúð. Þar dvaldi
hann í rösklega sjö ár, en frá því í
nóvember 2003 dvaldi hann á hjúkr-
unardeildinni í Sundabúð og naut
þar góðrar aðhlynningar ágætra
starfsmanna. Þó svo hann væri lítið
á ferli síðustu árin fylgdist hann
ótrúlega vel með og hlustaði m.a. á
útvarp fram undir það síðasta. Þor-
steinn var alla tíð heilsuhraustur, ef
undan eru skildar fáeinar síðustu
vikurnar sem hann lifði.
Ég kveð Þorstein, tengdaföður
minn, með virðingu og þakklæti og
ánægju yfir því að hafa fengið að
kynnast jafn heilsteyptum og skyn-
sömum manni.
Hermann Hansson.
Þorsteinn afi er dáinn. Maður sem
lifði ótrúlega öld í sögu Íslands og
heimsins. Við systkinin minnumst
húmorista með glettni í augum og
hreinskilni á vörum. Alla okkar
barnæsku bjó hann á Jaðri með Þur-
íði ömmu en þangað fórum við í ófáar
veislur í heimsóknum okkar til
Vopnafjarðar. Húsið var ævintýra-
heimur fyrir krakka, byggt á 19. öld
og var fátt meira spennandi en að fá
að fara niður í kjallarann undir bað-
herbergismottunni. Í minningunni
var alltaf boðið upp á kaldar rjóma-
pönnukökur, hangikjöt með grænum
baunum og niðursoðna ávexti með
rjóma í eftirrétt. Eftir matinn spil-
uðum við systurnar stundum á org-
elið, lög úr gamla söngvasafninu,
önnur lék á nótnaborðið en hin sá um
fótstigin. Þá var fastur liður að
skoða myndir með forláta stækkun-
argleri og stilla sér upp í sófanum
fyrir fjölskyldumyndatöku.
Það var alltaf gaman þegar afi og
amma komu á Lödunni upp í Ás-
brandsstaði og fengu okkur „lánuð“ í
dagpart, þegar við vorum í sveit hjá
frændfólki okkar. Þessi dagpartar
fóru í fjöruferðir, skógarferðir í
Burstafellsskóg og sundlaugarferð-
ir, þó að afi færi sjálfur aldrei ofan í
laugina.
Afi kunni margar sögur og var
Þorsteinn Jósef
Stefánsson