Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 40

Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 40
40 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórunn Eng-ilbertsdóttir fæddist á Selfossi 30. júlí 1950. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar eru Engilbert Þórarinsson, f. 4. ágúst 1922, og Helga Frímanns- dóttir, f. 20. jan- úar 1931. Systkini Þórunnar eru Jóna Kristín, f. 24. júlí 1949, eiginmaður hennar er Guðfinnur Karlsson, þau eiga þrjú börn. Heiðar Snær, f. 14. janúar 1958, eiginkona hans er Guðbjörg Nanna Einarsdóttir, þau eiga fjög- ur börn. Dagný, f. 4. febrúar 1964, í Skilmannahreppi, f. 8. ágúst 1945, þau slitu samvistir. Foreldrar Jóns voru Sigursteinn Ó. Jóhannsson og Þuríður Katarínusardóttir. Dóttir þeirra er Helga Bettý, f. 31. októ- ber 1982, sambýlismaður hennar er Pétur Herbertsson og börn þeirra eru Daníel Sindri og Benedikta Diljá. Þórunn ólst upp á Selfossi og gekk þar í skóla. Eftir skólagöngu vann hún við ýmis verslunarstörf. Þórunn flutti á Eyrarbakka vorið 1970 og bjó þar um nokkurra ára skeið. Fljótlega eftir að Ágúst fórst í sjóslysi flutti hún á Selfoss og bjó þar lengst af, en bjó þó um tíma í Vestmannaeyjum. Lengst af starf- aði hún sem gangavörður við Gagnfræðaskóla Selfoss og stuðn- ingsfulltrúi á sambýli fyrir fatlaða, þar til hún lét af störfum vegna heilsubrests. Árið 2004 greindist hún með krabbamein sem síðan dró hana til dauða. Útför Þórunnar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eiginmaður hennar er Brynjar Jónsson, þau eiga þrjú börn. Hinn 12. september 1970 giftist Þórunn Ágústi Ólafssyni frá Sæ- felli á Eyrarbakka, f. 12. nóvember 1949, d. 2. mars 1976. Faðir hans var Ólafur Guðmunds- son og móðir hans er Bjarney Ágústsdóttir. Dóttir þeirra er Bjarney, f. 12. nóv- ember 1970. Hún giftist Kristbirni Hjalta Tómassyni og börn þeirra eru Ágúst, Ríkey, Rak- el Steinunn og Eva Dögg, þau skildu, núverandi sambýlismaður Bjarneyjar er Bjarni G. Emilsson. Sambýlismaður Þórunnar var Jón K. Sigursteinsson frá Galtarvík Elsku mamma, mín ástkæra móð- ir, hér ligg ég í rúminu mínu með tár- in í augunum að rifja upp alla þá góðu og yndislegu tíma sem við áttum saman og ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Ég man þegar við vor- um að flytja í Fossheiðisblokkina og þú hljópst með okkur Marý heim á sleðanum og sveiflaðir sleðanum til og frá og við hlógum eins kjánar. Er heim var komið varstu alveg uppgef- in eftir öll hlaupin og ég hugsaði með mér, „Ég á skemmtilegustu mömmu í heimi“. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir móður. Þó varst svo góð og skilningsrík og sama hvað gekk á, ég gat alltaf leitað til þín, hvort sem það voru strákamál eða eitthvað ann- að. Við vorum eiginlega meiri vinkon- ur en mæðgur. Enda hefur þú alltaf verið besta vinkona mín. Ég dáðist alltaf að þér fyrir hvað þú varst já- kvæð og hress, miðað við öll veikindin þín, maður skilur eiginlega ekki hvernig það var hægt. Ég vona að þessi orð lýsi því hversu góð og sterk þú varst. Elsku mamma, ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég mun varðveita allar þær góðu minningar, sem ég á í hjarta mínu. Ég sakna þín samt svo sárt og mér finnst dálítið ósanngjarnt að þú skulir vera farin frá okkur, en það er gott að Guð er búinn að taka allar kvalirnar og verkina þína. Elsku mamma, ég elska þig meira en orð fá lýst. Þú ert besta mamma í heimi. Þín dóttir, Helga Bettý Nú eruð þið báðar farnar, ömm- urnar mínar. Ég get ekki tjáð það með orðum hve mikið ég elskaði ykk- ur né hvað ég á eftir að sakna ykkar mikið. Mér fannst líða alltof stuttur tími á milli ykkar og þó við vissum öll hvað mikið veikar þið voruð þá er samt erfitt að kveðja. En ég veit að hvar sem þið eruð þá líður ykkur miklu betur núna. Ég mun ekki kalla það himnaríki því mér finnst það allt- of stórt orð. Eins og mamma segir, þá vil ég heldur tala um hinn staðinn, þið vitið hvað ég meina. Ég man voða lítið eftir ömmu Minný áður en hún varð veik, ég man bara eftir þegar hún gekk um húsið með súrefnisslönguna á eftir sér. Og þar sem ég bjó á neðri hæðinni, hjá ömmu Minný og afa Tomma, þá var ég oft hjá ömmu og við spjölluðum mikið saman. Ég vildi að ég hefði gert það oftar en ég gerði. Oft á kvöldin fór ég inn í svefnherbergið þitt til að kyssa þig góða nótt og þú sagðir að ef ég kæmi ekki þá fyndist þér eitthvað vanta. Eitt kvöldið kom ég aðeins seint upp og fór inn til þín og þú sagðir „ég hélt þú hefðir gleymt mér“ og svo hlóstu. Suðið í öndunarvélinni þinni. Alltaf leið mér einhvern veginn vel að heyra það þegar ég var uppi á efri hæðinni seint á kvöldin eða snemma á morgn- ana því þá vissi ég að ég var ekki ein, þú varst þarna hjá mér. Amma Tóta. Þegar við bjuggum úti í Eyjum þá var ég hjá henni í nokkra daga vegna þess að mamma og pabbi voru uppi á landi. Það voru skemmtilegir tímar hjá okkur þó ég muni kannski ekki eftir öllu sem gerðist. En það sem ég man er ynd- islegt. „I love you“ sagðir þú alltaf við mig. „I love you to“ svaraði ég á móti. Og við nudduðum alltaf saman nefj- unum á okkur eins og eskimóarnir. Þú áttir heima rétt hjá skólanum og í hádeginu þá stökk ég yfir til þín og fékk mér eitthvað í gogginn. Ég fékk mér skyr.is og kveikti á Skjá einum. Ég man meira að segja hvað var verið að spila af lögum. Og einu sinni þegar þú varst ekki heima og ég þurfti að hringja heim og láta sækja mig þá brá ég á það ráð að smeygja hendinni minni inn um litla rifu á svefnherbergisglugganum þín- um og náði taki á heimasímanum og gat hringt heim. Það eru svona minn- ingar sem ég á, skemmtilegar og fyndnar. Það eru líka minningar sem eru ekki eins skemmtilegar en ég ætla ekki að nefna þær hér. Amma Tóta og amma Minný. Ég elska ykkur af öllu mínu hjarta og ég bið að heilsa öllum sem ég þekki þarna uppi. Ég bið að heilsa Sonju og Steinunni og afa Gústa. Þórunn Engilbertsdóttir og Guð- rún Daníelsdóttir. Betri ömmur og vinkonur gæti ég ekki hugsað mér Ríkey. Þau voru mörg verkefnin, sem Þórunni systur minni var úthlutað um ævina. Flest leysti hún vel af hendi, önnur voru þyngri. Sum verk- efnin voru svo erfið að ekki varð við ráðið. Alltaf sýndi hún mikið æðru- leysi og yfirvegun þó hún fengi ný verkefni án þess að vera búin með önnur. Hún kvartaði aldrei þó verk- efnin sem hún fékk væru miklu erf- iðari en hjá okkur hinum. Alltaf hlustaði hún af athygli og gaf jafnvel góð ráð þegar við hin kvörtuðum. Hún var sönn hetja. Ég kveð systur mína með þessum fallega sálmi, sem segir meira en mörg orð. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði. Dagný Engilbertsdóttir. Elsku Þórunn. Núna ertu farin frá okkur en þó hef ég trú á því að þú sért nú ekki farin langt. Minningin um þig á alltaf eftir að vera í hjarta okkar sem eftir lifum og þau sem kynntust þér hafa öll lært eitthvað af þér. Þú hefur þurft að ganga í gegnum margt í gegnum tíðina og síðasta verkefnið sem þú fékkst í hendur, eins og þú orðaðir það, var að berjast við krabbamein. Eins og við vitum öll er ómögulegt að segja hvernig slíkt stríð endar og eftir hetjulega baráttu fór sem fór. Ég mun alltaf minnast þín sem af- skaplega góðrar manneskju sem vill gera allt fyrir aðra og það hafa verið fríðindi að fá að þekkja þig. Ég er viss um að þú heldur áfram að hjálpa okk- ur í gegnum lífið þó svo þú gerir það annars staðar. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Jónsdóttir) Bylgja frænka. Minningarnar frá æskuárunum streyma upp í hugann þegar við kveðjum frænku okkar og vinkonu. Mikill samgangur var milli heimila okkar á bernsku- og uppvaxtarárun- um og mikið brallað og var Þórunn oft aðaldriffjöðrin í ýmsu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Í dag erum við heppnar að eiga þessar minningar en þær eru ómetanlegar. Á æskuárum okkar voru mörg börn í hverju húsi í hverfinu okkar á Selfossi og oft var verið í útileikjum. Til dæmis lékum við á Sigga Ólatúni, hjóluðum að ströndinni á Stokkseyri og Eyrarbakka og mjög hratt framhjá nautagirðingunni í Sandvík, reyndum að selja happdrættismiða Alþýðuflokksins sáluga, sýndum leik- rit í bílskúrnum við góðan orðstír og svo lékum við okkur í „portinu“ sem var náttúrlega bannað, svo fátt eitt sé nefnt. Þú varst líka kappsfull spila- manneskja og góð í að vinna okkur hinar sem olli oft gremju meðspilar- anna. Þetta voru áhyggjulausir og yndislegir tímar. Okkur langar að þakka innilega fyrir að hafa átt þig fyrir vinkonu og frænku. Minningarnar um Þórunni munu fylgja okkur um ókomin ár og viljum við senda dætrum hennar, foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Emilía, Jóna Guðlaug og Jenný. Elsku Þórunn, mig langar að minn- ast þín með þessum orðum. Um 8 ára aldur kynnist ég Helgu Bettý, við urðum fljótt bestu vinkon- ur. Alltaf var gott að koma inn á heimili ykkar og ekki spillti það fyrir að þú leyfðir okkur að bralla ýmis- legt. Hvort sem það var að breyta bíl- skúrnum í leikhús og bjóða hálfri göt- unni á sýningu eða gera stofuna nánast fokhelda við að byggja stórar hallir úr sófasettinu. Eitt er mér mjög minnisstætt en það var þegar þú gafst okkur leyfi til að halda partý í Fossheiðinni. Fljótt fylltist kjallar- inn af stelpum og pantaðar voru nokkrar pizzur. Svo var fjörið farið að færast yfir hópinn og ærslagangur- inn var orðin það mikill að partýið endaði með pizzuslag. Íbúðin var orð- in heldur skrautleg. En í staðinn fyrir að vera reið og skamma okkur í háum tóni, varðstu sár, því þarna varstu að treysta okkur. Auðvitað sáum við að okkur, þrifum íbúðina og skömmuð- umst okkar. Þú talaðir við okkur af skynsemi, þannig fékkstu okkur til að hlusta og finna til ábyrgðar. Þú barst virðingu fyrir okkur sem börn en vildir líka fá sömu virðingu frá okkur til baka. Sem þú svo sann- arlega fékkst með þínum leiðum. Alltaf var hægt að leita til þín og ávallt varstu til í að spjalla sem vin- kona. Þú hafðir góða nærveru og það var gott að tala við þig, þú skildir svo vel. Alltaf réttirðu fram hönd þína ef einhver þarfnaðist hennar, þú vildir að öllum liði vel. Þú hafðir gaman af því að ráða drauma, láta okkur draga rúnir og spá fyrir okkur. Það kom fyrir að ég hringdi í þig ef mig vantaði svör við einhverju, þá lagðirðu fyrir mig spil í gegnum símann. Ótrúlegt að þú komst alltaf með réttu svörin. Hlýjan þín og góðvild var þægileg og þú minntir mig oft á ömmu mína sem ég var svo oft hjá. Við fráfall Agnesar ömmu hvattirðu Helgu til að hringja í mig og bjóða mér í heimsókn og ég var varla komin inn úr dyrunum þeg- ar þið tókuð báðar utan um mig. Það var gott að finna samúð ykkar og reyndust þið mér mjög vel. Svo nokkrum árum síðar kynntust Þórunn Engilbertsdóttir ✝ Sigríður Frið-riksdóttir fædd- ist á Ósi á Borg- arfirði eystra 8. ágúst 1914. Hún lést á sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar 17. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björg Ásgríms- dóttir, f. 24.11. 1881, d. 1.12. 1969 og Friðrik Val- garður Jóhannsson, f. 7.5. 1882, d. 28.9. 1921. Maður Sigríðar var Aðalbergur Sveinsson, f. 19.6. 1910, d. 5.6. 1989. Börn þeirra eru Katrín Björg, f. 16.6. 1935, Sveinn, f. 2.9. 1936, Friðrik Heiðdal, f. 5.3. 1940, Viktor Heiðdal, f. 5.3. 1940, d. 25.11. 1964, Gunnhildur Berg- lind, f. 2.6. 1947, og Sigríður Að- alheiður, f. 19.3. 1954. Einnig ólu þau upp sonarson sinn, Sigurjón Heiðdal Viktorsson, f. 22.3. 1963. Sigríður verður jarðsungin frá Seyðisfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdamóðir mín, Sigríður Frið- riksdóttir, er fallin frá. Á tíræð- isaldri hafði hún séð þjóð sína brjótast úr örbirgð til allsnægta. Sigríður fæddist á Borgarfirði eystra. Faðir hennar dó úr berkl- um þegar hún var 7 ára. Hún var yngst 5 systkina og ólst upp hjá móður sinni sem með elju og ráð- deildarsemi bjó þeim gott heimili. 16 ára gömul flutti hún ásamt móð- ur sinni til Seyðisfjarðar. Á ung- lingsárum vann Sigríður úti á Eyr- um, en 1932 hitti hún lífsförunaut sinn Aðalberg Sveinsson og hófu þau búskap á Seyðisfirði. Hún starfaði ásamt móður sinni við hús- vörslu í Barnaskólanum 1947–1949 og tók svo alfarið við því starfi til 1952. Um miðja síðustu öld flutti Sig- ríður að Fossgötu 5 á Seyðisfirði og bjó þar ásamt manni sínum í lið- lega þrjátíu ár. Eftir fráfall hans flutti hún í íbúð fyrir aldraða að Múlavegi 30 á Seyðisfirði og bjó þar til aldamóta er heilsan bilaði og hún varð að fara á sjúkrahús. Sigríður hafði yndi af bókum, las mikið og kunni ógrynni af stökum, þulum og kvæðum. Á efri árum varð hún nánast blind og stytti sér þá stundir við að hlusta á hljóð- bækur. Hún var náttúrubarn með græna fingur og fallegi garðurinn hennar á Fossgötunni vitnaði um alúð hennar og natni við garð- yrkjustörfin. Þá var hún einnig listakokkur og bakaði gómsætar hnallþórur. Að auki var hún mikil hannyrðakona og saumaði allan fatnað barna sinna. Tengdamóðir mín bar með sér æðruleysi og jafnaðargeð gamla sveitasamfélagsins. Hún upplifði ís- lenska fullveldið og örar þjóð- félagsbreytingar 20. aldarinnar og náði að skyggnast inn í 21. öldina. Hún fylgdist ávallt vel með líðandi stund og hafði mikinn áhuga á veg- ferð barna sinna. Guð geymi einstaka konu og blessi afkomendur hennar. Hilmar Þór Hafsteinsson. Elsku amma mín er látin á ní- tugasta og þriðja aldursári. Fyrir mér var hún stórkostleg kona í alla staði. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það virtist allt breytast í gull fyrir mér. Ég man að þegar við systurnar vorum litlar biðum við alltaf í ofvæni eftir sunnudagsmorgnunum. Þá fór pabbi með okkur til ömmu og afa á Fossgötuna í morgunkaffi. Þar var ekki slegið slöku við að skera niður alls konar kökur, góðgæti og heitt kakó með. Það er svo skrýtið að allar minningar mínar af ömmu á Fossgötunni snerust um mat, kök- ur, kleinubakstur já, og „kallana“ sem hún bjó til handa Sjonna frænda og ef við systur vorum heppnar að koma akkúrat þegar hún var að steikja kleinurnar þá fengum við „kalla“ líka. Öll handa- vinnan sem amma gerði varð að listaverkum og þeir eru ófáir „sjón- varpssokkarnir“ sem hún prjónaði og veit ég að þeir eru til víðsvegar um heiminn. Þegar ég varð 23 ára þá eign- aðist ég mitt fyrsta barn, en aðeins þremur vikum síðar þá dó hann afi minn. Ég flutti þá með drenginn minn til ömmu og bjuggum við hjá henni í eitt ár. Það var góður tími og gleymist aldrei. Við höfum alltaf verið sagðar líkar, ég og amma og tek ég undir það. Margt í fari okk- ar er ekki hægt að þræta fyrir. Þegar Sigga föðursystir mín sagði við mig eitt sinn þegar ég gisti hjá henni: þú sefur alveg eins og hún mamma, þá skildi ég nákvæmlega hvað hún meinti, því að við sváfum svo oft á hliðinni með krosslagðar hendur. Eftir að ég flutti svo frá Seyðisfirði þá sá ég ömmu sjaldnar en ég fór á hverju sumri til að heimsækja hana. Eftir að hún var komin á sjúkrahúsið, þar sem var hún enn höfðingi heim að sækja; alltaf átti hún gott handa börn- unum sem þau mauluðu á meðan við töluðum um mat (hvað annað). Og það var ekki leiðinlegt er við vorum allar komnar saman þarna hjá ömmu, ég og föðursystur mínar Sigríður Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.