Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 41
þið afi og fóruð að vera saman. Fljót-
lega voruð þið Helga fluttar á Sólvell-
ina til hans og var þá tengingin orðin
meiri. Þú háðir langa baráttu við
veikindi þín en sjaldan kvartaðirðu
eða sýndir á þér kvölina sem þú mátt-
ir þola.
Þú leitaðir í trúna sem gaf þér mik-
inn styrk og alltaf man ég eftir stóru
Biblíunni sem lá opin í stofuskápnum.
Það var erfitt að horfa á þig svona
veika og geta ekkert gert nema að
biðja, vera hjá þér og halda í hönd
þína. En nú líður þér vel og loksins
færðu að hitta Ágúst manninn þinn
sem þú misstir ung og saknaðir svo
mikið. Ég mun standa við það sem ég
lofaði þér þegar þú faðmaðir mig í
síðasta sinn, að passa Helgu Bettý
fyrir þig. Minningarnar eru óteljandi
um góða og hlýja konu sem mun lifa í
hjörtum okkar. Þín verður sárt sakn-
að og ekkert mun ná að fylla þinn
stað í hjarta dætra þinna sem þykir
svo óendanlega vænt um þig. Megir
þú hvíla í friði.
Elsku Helga Bettý, Pétur, Bjarn-
ey, Bjarni, Helga, Engilbert og aðrir
aðstandendur, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og megi algóður Guð
styrkja ykkur í sorginni
Agnes.
Þórunn vinkona mín er dáin. Í
þessari setningu er svo mikil sorg og
söknuður, með henni hverfur svo
ótrúlega margt sem við tvær áttum
bara saman. Ég man það eins og það
hefði gerst í gær þegar hún tók á móti
mér, nýju stelpunni í Gagnfræðaskól-
anum á Selfossi, tók mér opnum örm-
um inn í vinahópinn sinn og ekki bara
vinahópinn heldur inn á heimilið sitt
líka þar sem Helga og Betti buðu mig
velkomna og ég varð heimagangur
næstu árin. Á þessum þroskaárum
frá fimmtán ára vorum við að upplifa
allt; fyrstu böllin, fyrstu ástina,
fyrstu launuðu vinnuna, spara fyrir
fyrstu utanlandsferðinni því til út-
landa ætluðum við sem ekki var svo
algengt í þá daga. Við völdum hús-
mæðraskóla í Danmörku og kom-
umst alla leið þótt við værum að velta
því fyrir okkur hvernig við ættum að
heilsa hvað þá annað í þessu framandi
landi. Síðan tekur alvaran við, gift-
ingar og barneignir, hún alltaf aðeins
á undan mér. Giftist stóru ástinni
sinni honum Gústa, þvílík hamingja,
við Valli fengum að vera í dúkkuleik
með Bjarneyju litlu í hreiðrinu þeirra
á Sæfelli. Síðan kom sá harmur sem
enginn verður samur eftir þegar hún
missti Gústa sinn, þá hræðilegu sorg
sem fylgir þegar sjórinn hrifsar til sín
heila skipshöfn úr svo litlu plássi sem
Eyrarbakki var.
Tíminn líður og margt drífur á dag-
ana, við erum mismikið saman enda
lengra á milli. En þegar þú átt vin þá
er alveg sama hversu oft eða sjaldan
maður hittist það er alltaf eins og
maður hafi sést í gær. Þórunn var
ótrúlega dugleg og drífandi; þegar
hún hafði sett sér eitthvað skyldi hún
klára það, hvort heldur í leik eða
starfi. Hún sagðist hafa ákveðið að
eignast Helgu Bettý þegar Haukur
minn var fæddur svo við vorum sam-
tíma með krílin okkar yngstu.
Oft hef ég velt því fyrir mér hve
misskipt er mannanna gæðum. Frá
því ég man fyrst eftir hefur alltaf eitt-
hvað verið að hrjá Þórunni mína,
endalausir sjúkdómar af öllum mögu-
legum gerðum þótt bakveikin hafi
trúlega kvalið hana mest og í hvert
sinn sem búið var að reyna að bæta
böl hennar tók annað við. Þegar hún
sagði mér frá krabbameininu fannst
mér mælirinn fullur, var ekki komið
nóg? En Þórunn ætlaði sér ekki að
láta það buga sig. Hún skyldi yfir-
vinna það eins og allt annað og gerði
það líka lengi vel, hún minnti mig á að
það var svo margt sem við ætluðum
að gera saman þegar við yrðum gaml-
ar. En krabbinn læddist að aftur og
þá varð ekki við neitt ráðið. Í gegnum
öll hennar veikindi man ég aldrei eftir
að hún hafi talað um þau að fyrra
bragði og alltaf heldur dregið úr ef
um var rætt. Þegar hún sagðist ekki
ætla í fleiri meðferðir var æðruleysið
algjört, ákvörðunin tekin: „Auðvitað
langar mig að fylgjast með stelpun-
um mínum og barnabörnunum en
mér er það ekki ætlað.“ Þá var erfitt
að gráta ekki hátt. Það var aðdáun-
arvert að sjá hvað stórfjölskyldan öll
stóð þétt saman þessa síðustu mán-
uði, fyrir aldraða foreldra er það
þyngra en tárum taki að horfa upp á
barnið sitt deyja og systurnar móður
sem alltaf var til taks þegar leita
þurfti ráða. Guð gefi ykkur öllum
styrk í sorginni.
Hjördís vinkona.
Mig langar að minnast Þórunnar
vinkonu minnar með nokkrum orð-
um.
Þórunn var tengdamóðir mín til
margra ára og þrátt fyrir að upp úr
hjónabandinu slitnaði þá hélst vin-
skapur okkar og samband nánast
óbreytt. Lífið fór lengst af engum
vettlingatökum um Þórunni. Ung
missti hún manninn sinn á sviplegan
hátt og stóð uppi með unga dóttur
sína. Hún átti við veikindi að stríða
sem tóku sig upp af og til og þá helst
hin seinni árin. Þau reyndust henni
oft þungur baggi að bera en í því eins
og svo mörgu öðru stóð hún uppi sem
sigurvegari. Hún lá yfirleitt ekki á
skoðunum sínum, hún Tóta og stund-
um kom fyrir að mann sveið undan en
þá oftast af því maður vissi að maður
átti það skilið. En hún sýndi okkur
líka stuðning á erfiðum tímum og
hann oft meiri en hún kannski áttaði
sig sjálf á. Ég vissi alltaf að Þórunn
var sterkur persónuleiki en eftir að
hún veiktist fyrst fyrir nokkrum ár-
um af þeim banvæna sjúkdómi sem
loksins sigraði, fékk þessi sterki kar-
akter fyrst að blómstra fyrir alvöru.
Aldrei æðraðist hún eða kvartaði yfir
veikindum sínum. Frekar reyndi hún
að dylja slæma líðan sína fyrir öðrum
og sagði aðspurð að margir hefðu það
ábyggilega verra en hún, hún hefði
það bara ágætt. Maður vissi hins veg-
ar oftast betur. Og eftir því sem lík-
aminn gaf eftir þá efldist andinn. Hún
barðist hetjulega til síðustu stundar,
ekki af örvæntingu, heldur vegna
þess að henni fannst of miklu ólokið
af því sem hana langaði til að gera.
Ágúst og Rakel Steinunn kveðja
ömmu Tótu með söknuð í hjarta,
ömmu sem alltaf var til staðar og gott
var að kúra hjá þegar illa áraði í
litlum hjörtum.
Helga, Engilbert, Dagný, Heiðar,
Jóna Stína, Bjarney og Helga Bettý.
Ég votta ykkur samúð mína.
Mig langar í lokin að skilja eftir
fyrir þig, Tóta mín, lítið ljóð sem ég
veit að þér myndi þykja fallegt:
Svo vertu blessuð, blíða
og bjarta, göfga sál !
Nú hljóðnar harpan mín
og mér harmur stillir mál.
Í nafni allra’, er unna þér,
af alhug kveð ég nú,-
og ljóðsveig þennan legg ég á
þitt leiðı́ í von og trú.
(Guðmundur skólaskáld)
Hjalti Tómasson.
Vinahópurinn er horfinn og það á
tæpu ári. Einhver hlýtur tilgangur-
inn að vera, það kemur ekki annað til.
Sjálfsagt fáum við að vita eitthvað um
þessi mál þegar að okkar kveðju-
stund kemur en ykkur þremur hlýtur
að vera ætlað að vinna verkefni hand-
an móðunnar í guðsríki. Elsku Tóta
mín, eins og ég kallaði þig alltaf, mig
langar að minnast á öll ferðalögin
sem þið fóruð í saman bæði innan-
lands sem utan, þegar við sátum yfir
kaffibolla og rifjuðum upp skemmti-
leg atvik og var mikið hlegið af því
sem gerðist í þessum stórskemmti-
legu ferðum. Oft var hellt uppá sterkt
kaffi sem þú baðst sérstaklega um því
nú ætlaði mín að hvolfa bolla og spá,
og það gerðirðu með stæl þannig að
fólk rak upp stór augu eða maður
pissaði á sig út hlátri, orðaforðinn
þinn var stórskemmtilegur, oft var
nú gaman hjá okkur Tóta mín. Ef þér
fannst einhver ekki nógu tillitssamur
í munninum þá sagðir þú: „Aðgát skal
höfð í nærveru sálar“. Þú varst alltaf
svo nærgætin við allt og alla. Til þín
frá mér, þetta var okkar orðatiltak
þegar við gáfum hvor annarri rós eða
bara einhvern hlut. Aldrei gleymi ég
hvað þú varst hjálpleg við mig á erf-
iðum tímum. T.d færðir þú mér gull-
fallegan ramma með uppáhalds bæn-
inni þinni og ætla ég að leifa henni að
fylgja þér. Til þín frá mér. Ljúfi
Drottinn lýstu mér svo lífsins veg ég
finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í
sálu minni (Gísli á Uppsölum).
Nú er komið að kveðjustund.
Kæra vinkona ég kveð þig hinstu
kveðju með söknuði, þakklæti og
virðingu fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér. Megi guðs englar vaka yfir
þér. Þú varst hetja.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Nú hnígur sól að sævar barmi
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blóma hvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástar örmum,
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson.)
Þó í okkar feðra fold
falli allt sem lifir,
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Elsku Tóta mín,
minning þín lýsir upp allan heim-
inn.
Aðstandendum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur og bið Drott-
in að vaka yfir þeim.
Þín vinkona
Ingibjörg H.W. Guðmundsdóttir.
Við fráfall vinkonu okkar og
frænku langar okkur að minnast
hennar með örfáum orðum. Minning-
arnar eru margar og góðar. Hún var
hlý, góð og traust persóna. Við bjugg-
um í sömu götu við Suðurengi á Sel-
fossi í mörg ár og dætur okkar voru
sem systur þá og enn í dag. Við fórum
saman í útilegu í Galtalæk á sumrin.
Var það skemmtilegur tími og sam-
gangur fjölskyldna okkar mikill á
þessum árum.
Endalausar minningar streyma
fram á svona stundu og maður veltir
fyrir sér af hverju ekki eldri mann-
eskja en hún er tekin frá fjölskyldu
sinni. Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er og illvígur sjúkdómur sótti hana
heim. Tókst Þórunn á við hann af
miklu æðruleysi.
Elsku Þórunn okkar, lífið hefur
ekki alltaf verið dans á rósum en
núna hefur þú fundið hvíldina. Minn-
ingin um góða konu lifir um ókomna
tíð.
Guð blessi fjölskyldu Þórunnar,
dætur, foreldra, systkini og fjölskyld-
ur þeirra og megi hann styrkja þau í
þessari sorg.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Gréta, Marý og fjölskylda.
Kveðja frá Framsóknarfélagi
Vestmannaeyja
Þegar maður hugsar um hana Þór-
unni koma orðin æðruleysi og um-
hyggja fyrst fram í hugann. Það er
nefnilega fátt sem segir manni meira
um manneskjur en hvernig þær tak-
ast á við áföll í lífinu. Hvernig þær
glíma við ástvinamissi, sjúkdóma og
dauðann.
Hún Þórunn vinkona okkar mátti
fást við meira en margur en aldrei
heyrði maður hana samt kvarta.
Æðruleysið var hennar einkenni, allt
fram á síðustu stundu og umhyggja
fyrir öðrum var henni ávallt ofar í
huga en áhyggjur af eigin líðan. Þeg-
ar við hjónin hittum hana í síðasta
sinn fyrir nokkrum vikum lá hún á
sjúkrahúsinu á Selfossi og ljóst að
ekki væri langt eftir. Hún vildi samt
helst ræða nýliðið prófkjör Fram-
sóknarflokksins í Suðurkjördæmi og
eftirmála þess. Hún hafði fylgst vel
með prófkjörsbaráttunni og mætti
galvösk á kjörstað til að styðja sitt
fólk.
Svona var Þórunn. Umhyggja
hennar fyrir vinum sínum og fjöl-
skyldu litaði líka allt hennar pólitíska
starf. Velferðarmál voru henni hug-
leikin og sinnti hún þeim af kappi í
starfi fyrir Framsóknarflokkinn. Í
Eyjum sat hún í nefndum fyrir flokk-
inn auk þess að sitja í stjórn Fram-
sóknarfélags Vestmannaeyja.
Nú kveðjum við því ekki aðeins
samstarfskonu og flokkssystur, við
kveðjum góðan vin. Þau ár sem við
áttum með Þórunni voru allt of fá, en
við getum bara vonað að þau hafi gef-
ið henni jafnmikið og þau gáfu okkur.
Með sorg í hjarta sendum við ætt-
ingjum hennar og vinum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Nú verðum
við að fylgja fordæmi Þórunnar,
horfa æðrulaus fram á veginn og
muna að fjölskylda okkar og vinir eru
það dýrmætasta sem við eigum.
Sigurður E. Vilhelmsson
formaður Framsóknarfélags
Vestmannaeyja
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 41
jú, talandi um mat, uppskriftir og
fleira og hlógum okkar eftirtekt-
arverða hlátri sem í allri ættinni er
orðinn frægur. Mig langar að lok-
um að láta fylgja hér litla vísu sem
þér þótti svo falleg og sem er ein
af fáum vísum sem þú hafðir aldrei
heyrt og ég gat kennt þér, amma
mín, eða öllu heldur hann Víðir
sonur minn. Þegar hann var
þriggja ára þá stóð hann uppi á
litla rauða plussstólnum þínum og
söng þetta hástöfum fyrir þig þeg-
ar hann kom úr leikskólanum. Ég
gæti talað endalaust um þig, elsku
amma mín. Ég sakna þín svo sárt
og í einlægni minni og trú veit ég
að þú munt fylgjast með mér og
mínum. Trú mín er líka sú að þú
sért búin að hitta afa og Viktor og
gleðst ég yfir því.
Frost er úti, fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?
En ef þú bíður augnablik,
ég ætla að flýta mér
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.
(Höf. ók.)
Þín
Inga.
✝
Elskulegur faðir okkar,
ÞORVALDUR RUNÓLFSSON,
Álfhólsvegi 17,
Kópavogi,
lést á hjartadeild LSH fimmtudaginn 15. mars
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Pálína Þorvaldsdóttir,
Sóley Þorvaldsdóttir,
Auður Þorvaldsdóttir,
Dröfn Þorvaldsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞRÁINN GUÐMUNDSSON
fyrrverandi skólastjóri,
Sóleyjarima 1,
Reykjavík,
lést á Kanaríeyjum þriðjudaginn 20. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Þráinsdóttir,
Guðmundur Ómar Þráinsson, Bergþóra Haraldsdóttir,
Hulda Þráinsdóttir, Helgi Kristinn Hannesson,
Margrét Þráinsdóttir, Lúðvík Þráinsson
og barnabörn.
✝
TÓMAS TÓMASSON
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÍÐUR EIRÍKA GÍSLADÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu-
daginn 22. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Rafn Kristjánsson,
Ingibjörg Rafnsdóttir,
Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir,
Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson,
Auður Rafnsdóttir Bett, James Bett,
Hjördís Rafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.