Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 44

Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 44
44 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn Skúlasonfæddist í Bræðratungu 6. júlí árið 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands aðfaranótt 14. mars síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Valgerðar Pálsdóttur frá Tungu í Fáskrúðs- firði, f. 20. maí 1899, d. 13. mars 1983, og Skúla Gunnlaugs- sonar bónda í Bræðratungu, f. að Kiðjabergi í Grímsnesi 11. sept- ember 1888, d. 26. desember 1966. Bræður Sveins eru 1) Gunnlaugur, dýralæknir í Laugarási, f. 10. júní 1933, eiginkona Renata Vilhjálms- dóttir frá Þýskalandi og 2) Páll, lögfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1940, eiginkona Elísabet Gutt- ormsdóttir frá Hallormsstað. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Sigríður Stefánsdóttir frá Skip- holti í Hrunamannhreppi, f. 20. apríl 1927. Þau gengu í hjónaband 17. júní árið 1954. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Kjart- ansdóttir frá Hruna, f. að Hvammi í Dölum 28. október 1902 og Stef- án Guðmundsson bóndi í Skipholti, f. í Skálholti 1897. Sveinn og Sigríður eignuðust fimm börn en þau eru: 1) Guðrún, býr í Reykholti, Biskupstungum, f. 25. mars 1956. Maður hennar er Þorsteinn Þórarinsson frá Fell- Hann gegndi fjölda félags- og trúnaðarstarfa. Á unglingsárum var hann í stjórn Ungmennafélags Biskupstungna. Hann var 12 ár í hreppsnefnd Biskupstungna- hrepps, formaður skólanefndar í nokkur ár, og framkvæmdastjóri við byggingu sundlaugarinnar í Reykholti. Hann var formaður Nautgriparæktarfélags Bisk- upstungna 1966–1998 og í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands í á annan áratug. Sveinn vann öt- ullega að uppbyggingu Til- raunastöðvarinnar á Stóra- Ármóti. Hann var um áratuga- skeið deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands og Mjólkurbús Flóa- manna í Biskupstungunum auk þess sem hann var áratugum sam- an formaður Jarðanefndar Árnes- sýslu. Einnig tók hann virkan þátt í fjölda annarra starfa er vörðuðu framfarir í héraðinu og sveitinni. Hann fór fyrst til fjalls 1941, 14 ára gamall og oftast síðan og var fjallkóngur í um 11 ár. Sveinn tók í meira en hálfa öld virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í kjördæmisráði Sjálfstæð- isfélaganna í Árnessýslu, sótti í fjölda ára landsfundi Sjálfstæð- isflokksins og var í heiðurssæti listans við alþingiskosningarnar 1995. Hann starfaði einnig öt- ullega fyrir kirkjuna, var með- hjálpari í Bræðratungukirkju frá 1966 til dauðadags og formaður sóknarnefndar Bræðratungusókn- ar í fjölda ára. Útför Sveins verður gerð frá Skálholtsdómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Bræðratungu. skoti. Synir þeirra eru Valgeir og Smári. 2) Skúli, býr í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1958. Kona hans er Þórdís Sigfúsdóttir. Börn þeirra eru Sveinn Halldór og Þórarinn Hrafn. Þórdís átti áð- ur Þórhildi Björku og Óskar Maríus. 3) Kjartan, bóndi í Bræðratungu, f. 21. ágúst 1962. Kona hans er Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir frá Kjóa- stöðum. Börn þeirra eru Sigríður Magnea, Unnur og Magnús Skúli. 4) Stefán, býr Mosfellsbæ, f. 25. nóvember 1965. Kona hans er Sig- rún Þórarinsdóttir. Börn þeirra eru: Bergsveinn, Þorsteinn og Ás- mundur. Áður átti Stefán Gunn- hildi Erlu. 5) Halldór, f. 26. febr- úar 1971, d. 13. nóvember 1973. Sveinn ólst upp í Bræðratungu og tóku þau Sigríður við búinu af foreldrum hans. Voru þau alla tíð með umsvifamikinn búrekstur þar. Árið 2000 tók Kjartan sonur þeirra og kona hans Guðrún Svan- hvít alfarið við búinu en 1987 hafði Kjartan tekið við hluta þess. Sig- ríður og Sveinn áttu áfram heima í Bræðratungu. Sveinn stundaði nám í tvo vetur við Héraðskólann á Laugarvatni 1944–1946. Hann lauk auk þess námi frá Bænda- skólanum að Hvanneyri árið 1948. Nú er afi okkar dáinn, afi sem má segja við höfum alist upp hjá og gerði okkur að mönnum. Okkur var vissulega mjög brugðið við þessi tíð- indi því hann var svo hress og í fullu fjöri. Afi var nýbúinn að byggja nýtt fjárhús og fá sér nýtt fé eftir nið- urskurð vegan riðu í sveitinni 2004. Svo mikill var áhuginn á fjárrækt. Það koma vissulega margar góðar og dýrmætar minningar upp í hugann þegar við lítum til baka. Þegar við bjuggum á Selfossi var tilhlökkunin vissulega mikil að fá að fara í sveitina til ömmu og afa. Þá var það oft þannig að afi sótti okkur jafn- framt því að hann verslaði eða notaði ferðina til annarra erindagjörða. Það gat tekið tíma og reyndi á þolinmæð- ina, því alls staðar þar sem stoppað var hitti hann yfirleitt einhvern sem hann þekkti og talaði oft á tíðum svo lengi að blái Opalpakkinn sem var í bílnum var löngu búinn. Það sýnir hversu mikill mannþekkjari hann var, því alltaf gat hann fundið ein- hverja tengingu á einn eða annan hátt við þá sem hann hitti. Það sem lýsir kannski afa best er að hann var einlægur, góður og hlýr og hafði stórt hjarta. Það skipti hann miklu máli að vera til gagns, líkt og þegar Kjartan sonur hans keypti nýjan traktor og seldi þann gamla. Afi kærði sig ekkert um að læra á nýja traktorinn heldur keypti þann gamla aftur til að geta verið með í heyskapnum. Svona er hægt að halda lengi áfram um þær stundir sem við áttum saman. Elsku afi, það verður aldrei hægt að færa í orð hversu mikil forréttindi eru að hafa alist upp til manndóms og visku í návist þinni. Guð geymi þig. Valgeir Þorsteinsson og Smári Þorsteinsson. Stórfrændi minn og velgjörðar- maður er horfinn í tímans djúp. Sveitin hans drúpir höfði. Hann var einn þeirra sem ekki bognuðu en brotnaði í bylnum stóra. Svenni var einn sá heilsteyptasti maður sem ég hef kynnst. Þau hjón mótuðu mig í uppvexti og sköpuðu mér lífsskoðun sem ég hef farið eftir til þessa dags, sú að gera kröfur til sjálfs þín. Með fádæma dugnaði og mann- dómi byggðu þau upp eitt stærsta býli á Íslandi. Þarna lærði maður að vinna og um leið að vera hrósað fyrir vel unnið verk. Sveinn í Tungu var höfðingi sem valdist til margra trúnaðarstarfa. Hann var ekki ræðumaður og skrif- aði fátt en var þeim mun meiri sel- skapsmaður. Svenni hafði þennan mikla hæfi- leika að skapa andrúmsloft vináttu í kringum sig. Flestir sem kynntust honum geta vitnað um lag hans að leiða umræðuna inn á svið sem vakti áhuga viðmælanda. Hann hafði leiftrandi persónutöfra og gaf svo fúslega af sjálfum sér. Það mikilvæg- asta var ósýnilegt augunum, þessi mikla hlýja og falsleysi. Hann var barngóður með afbrigðum. Þetta fundu öll okkar sem gengum í þann skóla sem Bræðratunga var. Á langri skólagöngu lærði ég þar mest. Þó svo að sveitalífið geti stundum verið fábreytt fór því fjarri að hann sykki upp að eyrum í fásinni hvers- dagsins. Það var alltaf tími til að taka á móti góðum gesti. Þannig sótti hann sér andlega næringu. Þegar ókunnugan bar að garði var við- kvæðið ávallt það sama, „hvaðan kemur þú“? Glettni var honum svo eiginleg og í blóð borin að flestum var strax ljóst að þar fór maður sem hafði takmarkalausan áhuga á lífinu og hafði til að bera persónuleika sem var ekki ofinn úr neinum hversdag- sefnum. Ég stend í ævarandi þakkarskuld fyrir það ástríki og umburðarlyndi sem þau hjón veittu mér. Ég trega hann sárt. Blessuð sé minning Sveins í Bræðratungu. Skúli Gunnlaugsson, Vestur-Virginíu, Bandaríkjunum. „Mínir vinir fara fjöld.“ Svo kvað Bólu-Hjálmar. Kirkjubóndinn í Bræðratungu, Sveinn Skúlason, var kallaður heim. Þar verður skarð fyr- ir skildi í Biskupstungum og í þéttri vinafylking. Hann var að vísu nær áttræður orðinn og hafði lokið ærnu verki, stórbóndi og höfðingi um ára- tugi. Við vorum nokkuð jafnaldra. Það féll í minn hlut að þjóna kirkj- unni í Bræðratungu, því fræga Guðs- húsi, á fimmta áratug, og þar með þrem kynslóðum sömu fjölskyldu á staðnum. Mér eru enn í minni fyrstu komur okkar hjóna að kirkjunni og á heimilið í Bræðratungu. Þar réðu engir meðalmenn húsum. Engan hroka var þó þar að finna, fjarri því. Enn sé ég fyrir mér Skúla Gunn- laugsson, oddvita Tungnamanna, spakvitran öðlinginn, sem sveitung- ar allir dáðu og virtu, sitja í kór við altarið, – fylgja hverri bending og orði prestsins, – heyri hann lesa bænirnar af einlægri lotning. Þar var helg þjónusta. – Og þar sat hann einnig, helsjúkur síðast, og gegndi verki sínu skömmu fyrir andlát sitt. Þegar næst var messað í kirkjunni góðu andaðist hann heima um messutímann. Valgerður, kona hans og móðir Sveins, var einnig höfðingi, dáð fyrir drenglund sína og hrein- lyndi. Sveinn var elztur þriggja sona þeirra hjóna og tók við búi og skyld- um af þeim, einnig umsjá kirkjunn- ar. Það mátti ætíð merkja, þegar komið var að staðnum, að honum var sú skylda heilög. Þar var engin hálf- velgja né hégómi. Og frétt hef ég, að hann hafi fyrir skemmstu hugað að ýmsu, sem honum þótti til bóta í þeim gamla helgidómi. Sá gæfumaður var hann, að eiga þá konu, sem ung og lítt kunn sveit- ungum ávann sér traust og vinsældir allra með hógværð, góðvild, elju og skörungsskap við hvert verk, úti sem inni. Þau hjón reyndust mér og konu minni sem beztu vinir frá fyrstu kynnum. Komurnar að Bræðra- tungu urðu því býsna margar, og margar eru þær orðnar messurnar, sem við Sveinn sungum saman röska hálfa öld. Ég minnist þess ekki, að hann hafi verið fjarstaddur, þegar messað var. Kirkjan var honum helgidómur, dýrgripur, tákn mikillar sögu. Það má því heita við hæfi í sögu vináttu okkar, að ég frétti andlát hans við messulok á Mosfelli. Þar hafði ég þjónað við altari. Það fylgdi andlátsfregninni, að hann hefði ætl- að sér að vera við þá messu. Sigríði og börnum þeirra, svo og bræðrum Sveins og öðrum ástvinum bið ég blessunar Drottins með virðing og einlægri þökk. Guðm. Óli Ólafsson. Sveinn Skúlason í Bræðratungu setti svip sinn á sveit sína og hérað. Hann bjó rausnarbúi í Bræðratungu ásamt Sigríði konu sinni og nú síð- ustu árin með syni sínum og tengda- dóttur. Bræðratunga er fornfrægt höfuð- ból, mikil kostajörð, bæði landstór og góð undir bú. Sveinn tók við búi af föður sínum, Skúla Gunnlaugssyni frá Kiðjabergi en Skúli var lengi í forystusveit Tungnamanna, annálað- ur sem slíkur, sagnamaður og au- fúsugestur hvar sem hann kom. Oft er það nú svo í lífinu, að fyrstu kynni grópast í minni manns, ég tala nú ekki um minni barnsins, sem ein- hver virðir og sýnir sóma. Fyrst man ég eftir Sveini þegar hann snaraðist að Rússajeppa föður míns, þar heils- uðust þeir, á kaupfélagsstéttinni og tóku tal saman. Rússajeppinn var þéttsetinn af okkur bræðrum, ung- um að aldri. Sveinn heilsaði okkur öllum og spurði eftir högum okkar og smástund fannst okkur að við værum heljarkarlar. Sveinn var ræðinn og glaður í við- móti og mér fannst þetta fylgja hon- um; að vilja fræðast og kynnast við- horfum þeirra sem á vegi hans urðu, ekki síst ungs fólks. Í eitt þúsund ár var íslenska mold- in ósnortin og bændur áttu allt sitt undir sól og regni og því hvernig út- haginn og engið spruttu. Sveinn var af kynslóð þeirra Íslendinga sem landið erfðu og breyttu því. Ungur maður stóð hann í hlaðvarpanum við upphaf vélaaldar og hlýddi kalli nýs tíma. Það var þessi duglega kynslóð, sem með framsýni og einstökum krafti breytti búskaparháttum og bylti íslenskum landbúnaði á síðustu öld. Vélar og ný verkmenning tóku við af striti og púli kynslóðanna. Iða- græn tún, þar sem vallarfoxgrasið bylgjaðist í blænum, leysti engja- sláttinn af hólmi. Vélar og ræktun- arbúskapur urðu upphaf að grósku- miklum landbúnaði. Tungnamenn hugsuðu strax stórt og lyftu grett- istaki í búskap sínum; þar voru þeir feðgar í Bræðratungu í fararbroddi. Sveinn kom víða að félagsmálum í sveit sinni og héraði. Hvarvetna lagði hann gott til, honum fylgdi kraftur og framsýni, hann var ekki maður málalenginga eða málþófs, en hikaði aldrei við að setja fram skoð- anir sínar og rökræða mikilvæg at- riði sem honum fannst brýn. Það er skemmtilegt að vera á haustin í Tungnaréttum þar sem raddaður söngur Tungnamanna yf- irtekur allt. Þeir Vatnsleysumenn stjórna söngnum enn í anda Þor- steins og ástin til landsins og sveit- anna blikar í hverju auga. Sauðkind- in hefur mögnuð áhrif og kallar Íslendinga í göngur og réttir undir septembersól. Bóndinn í Tungu stóð jafnan við dilkinn sinn, stjórnaði sínu fólki og fagnaði hinni hvítu hjörð sem hafði notið öræfakyrrðar sum- arlangt – og bóndinn var glaður í sinni og þau Sigríður gerðu vel við gesti sína. Það var fögur sýn þegar dilkurinn var opnaður og féð í Tungu silaðist í langri lest niður með Tungufljótinu. Í síðasta sinn sem ég heyrði í Sveini var bjartsýni og til- hlökkun; sveitin að ná sér eftir sárs- aukafullan niðurskurð fjárstofnsins vegna riðu og nú var féð aftur komið í sveitina. Að leiðarlokum vil ég þakka Sveini einstaka vináttu og tryggð við for- eldra mína og æskuheimili. Síðast en ekki síst þakka ég allar þær góðu stundir sem við skröfuðum saman um menn og málefni. Það var gott að eiga Svein í Bræðratungu að sem ferðafélaga og góðan vin. Fyrir það þakka ég í dag. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson. Sveinn var sonur Skúla Gunn- laugssonar sem fæddur var á Kiðja- bergi í Grímsnesi, sonur Gunnlaugs Þorsteinssonar, Jónssonar sýslu- manns á Kiðjabergi og konu hans Soffíu Skúladóttur, Gíslasonar prests á Breiðabólstað. Skúli var oddviti Biskupstungna mjög lengi og naut einstakrar virð- ingar og trausts. Með kvonfangi Skúla kom til viðbótar í ættina létt- leiki og glaðværð, sem fór vel saman við traust og skyldurækni ættarinn- ar sem þar var fyrir, en kona hans var Valgerður Pálsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Það var svo ekki fyrr en Sveinn sonur hans fór að búa, þegar hann var orðinn rúmlega tvítugur, að búið í Bræðratungu fór að stækka, og árið 1964 voru þar 70 nautgripir og þar af 40 mjólkurkýr, rúmlega 500 fjár, 70 hross og rúmlega 20 svín. Árið 1986 hafði búið stækkað enn, og voru hrossin þá orðin um 200 og féð um 900 á vetrarfóðrum. Sveinn hafði nú bætt við sig allmiklum op- inberum störfum. Hann var á árun- um 1990 til 2000 í stjórn Búnaðar- sambandsins og formaður Stóru-Ármótsstjórnar, og hann átti mest allra heiðurinn af því hvað gripabyggingar yfir alla nautgripi voru rúmgóðar og byggðar nægilega við vöxt næstu ára. Kona Sveins er Sigríður Stefáns- dóttir frá Skipholti, dóttir Guðrúnar Kjartansdóttur frá Hruna og Stef- áns Guðmundssonar bónda í Skip- holti. Hún giftist að Bræðratungu Sveini Skúlasyni árið 1954. Þau hjón- in hafa sýnt mikla atorku í búskapn- um og er nú einn sonur þeirra, Kjartan, tekinn við búskapnum að mestu leyti. Ég get vottað það að Sveinn Skúlason átti mjög gæfurík spor í stjórn Búnaðarsambands Suður- lands og á hann sérstaklega miklar þakkir skildar fyrir mótun bygging- anna fyrir nautgripina og stórhug hans við allt uppbyggingarstarfið á Stóra-Ármóti. Þá minnist ég þess hvað Sveinn var oft fljótur að finna úrræði, þegar of takmarkaður véla- kostur á Stóra-Ármóti stóð í vegi fyrir að heyskapur gæti gengið nógu hratt í stuttum þurrkum. Ég var eitt sinn nýkominn að Ár- móti til að kynna mér þessi vand- ræði, en í því kom Sveinn þar, á stórum vörubíl, en á bílnum voru ein- mitt þau tæki, sem vantaði mest við heyþurrkun á Stóra-Ármóti. Ég var svo undrandi, að þetta skyldi geta gerst, með svo snöggum hætti, að ég spurði Svein hvernig hann hefði get- að komið þessu í kring með svo litlum fyrirvara. Hann sagði þá bara, að hann fengi sér venjulega einhver ný heyskapartæki á hverju vori og þessi sem hann hefði gripið með sér, hefðu verið nýkomin að Bræðra- tungu og gætu nú leyst okkar vanda hér, áður en þau kæmu í túnasláttinn í Bræðratungu. Svona úrlausnir voru ekki einsdæmi, en Sveinn leysti oft vandann, sem steðjaði að á St.- Ármóti fyrstu árin þar, með því að lána tæki og tól í bili frá Bræðra- tungu, með sanngjörnum skilmálum. Sveinn bætti því við sig í nokkur ár, að vera fjallkóngur á Biskups- tungnaafrétti í fjallsafni, og það kostaði hann þá hálfsmánaðar fjar- veru frá búskapnum. Auk þess átti hann að leggja til fimm fjallmenn helst alla með tvo til reiðar. Ég kom að Bræðratungu þegar Sveinn var að ferðbúast, í þeim erindum að falast eftir því, að hópur norrænna bænda, sem yrðu hér á ferð, laust eftir réttir, mætti koma hér við og líta á búsmal- ann í Bræðratungu, og helst sem næst bænum og gripahúsunum í Bræðratungu. Sveinn svaraði án þess að hugsa sig um, að þetta væri velkomið og ég mætti undirbúa þetta í samráði við konu sína og börn, sem myndu áreiðanlega greiða úr öllum vanda við þessa móttöku, og að því mæltu vatt Sveinn sér á bak á sinn fjörháa reiðhest og tók við taumnum á glæsilegum unghesti, og á eftir fylgdu fimm hinir ungu aðstoðar- fjallmenn og minnist ég varla glæsi- legri hópreiðar, sem ég hefi séð, enda var þetta eins konar æfing fyrir móttöku norrænu bændanna, sem við vorum þegar farin að undirbúa í huganum. Fjallferðin gekk vel og ég hitti Svein í Tungnaréttum og hans ungu fjallmenn, sem allir höfðu verið snúningastrákar í Bræðratungu í æsku. Sveinn heimti vel í réttunum og var áætlað að þeir hefðu rekið heim um 1500 fjár. Tveim dögum seinna komu svo norrænu gestirnir og það sem þeim var sýnt var eftirfarandi: Í túnhall- anum nyrst var girðingarhólf rúmur ha. Þar voru um 70 nautgripir og það þétt saman að auðvelt var að hand- sama nokkra gripi til skoðunar. Sunnan við kúahólfið var féð af austurtúnunum að renna inn í fjár- hólfið, sem mun hafa verið um þrír ha. Þetta var fjallsafnið sem var ný- komið úr afréttinum og var það eitt- hvað um 1500 – og stóð svo þétt í gerðinu að auðvelt var að taka þar nokkrar kindur til skoðunar. En syðsta hólfið, sem var eitthvað um 2 ha, var ætlað hrossunum og nú sást hvar ungu mennirnir fimm komu með öll hrossin, nærri 200 og riðu geyst og man ég aldrei eftir að ég hafi tekið á móti norrænum gest- um við meiri hrifningu. Frú Sigríður og Guðrún dóttir þeirra hjóna höfðu haft nóg að gera meðan gestirnir skoðuðu búféð og fræddust um búskapinn af heimilis- Sveinn Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.