Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Sunnudagaskólar
Garðaprestakalls
á faraldsfæti
Sunnudaginn 25. mars eru ferm-
ingar í Garðaprestakalli. Í tilefni af
því verður sunnudagaskóli Garða-
sóknar í Garðakirkju. Farið verður
með rútu frá Vídalínskirkju kl. 11
yfir í Garðakirkju. Sunnudagaskól-
inn er í umsjá Ármanns H. Gunn-
arssonar æskulýðsfulltrúa. Boðið
verður upp á hressingu að stund-
inni lokinni. Sunnudagaskólinn í
Bessastaðasókn fer í óvissuferð
þennan dag af því að þetta er síð-
asta samveran á þessari önn. Farið
verður með rútu frá íþrótta-
miðstöðinni á Álftanesinu kl.11, en
það er komið aftur heim kl. 12.
Sunnudagaskólinn er í umsjá Krist-
jönu Thorarensen leikskólakenn-
ara. Allir velkomnir.
Kirkjustarf
eldri borgara
Á undarförnum árum hafa Elli-
málaráð Reykjavíkurprófastsdæma
og kirkjurnar í prófastsdæmunum
staðið fyrir sameiginlegri föstuguð-
sþjónustu sem er sérstaklega ætluð
eldri borgurum. Að þessu sinni
verður guðsþjónustan í Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 29. mars
kl. 14. Prestar eru sr. Guðmundur
Karl Ágústsson og sr. Svavar Stef-
ánsson. Djákni er Ragnhildur Ás-
geirsdóttir. Gerðubergskórinn
syngur undir stjórn Kára Friðriks-
sonar og orgelleikari er Lenka Má-
téová. Eftir guðsþjónustuna eru
kaffiveitingar í boði Fella- og Hóla-
sóknar. Allir eru velkomnir og eru
eldri borgarar sérstaklega hvattir
til að taka þátt í guðsþjónustunni
þennan dag.
Hvað er gott kynlíf
Sunnudagskvöldið 25. mars kl.
20.30 verður hjóna- og sambúð-
armessa í Garðakirkju. Þetta eru
uppbyggjandi og endurnærandi
kvöldmessur þar sem hlúð er að
sambúð fólks með ráðgjöf, tónlist
og fyrirbæn. Í þessari messu mun
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkr-
unar- og kynfræðingur, flytja er-
indi sem ber yfirskriftina „Hvað er
gott kynlíf“. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir, Tómas R. Einarsson og Anna
Sigga Helgadóttir leiða lofgjörðina,
en prestarnir Jóna Hrönn Bolla-
dóttir og Friðrik J. Hjartar þjóna
fyrir altari. Allt fólk er velkomið,
óháð aldri og kynhneigð. Sjá
www.gardasokn.is
Kvikmyndasýning
í Landakoti:
„The shoes of the fisherman “
„Í fótspor fiskimannsins“
Mánudaginn 26. mars er þessi
magnaða mynd eftir skáldsögu
Morris L. West og er stórkostlegur
lokapunktur kvikmyndasýninga
þessa vetrar.
Anthony Quinn leikur rússnesk-
kaþólskan biskup, Kiril Lakota,
sem lengi hefur verið fangi í fanga-
búðum í Síberíu. Sovéski leiðtoginn
og fyrrverandi fangavörður hans
(Sir Laurence Olivier) lætur hann
lausan og sendir hann til Rómar í
þeirri von að hann geti verið nyt-
samlegur í þeim deilum sem Sov-
étríkin og heimurinn allur glímir
við. Heimurinn er á barmi kjarn-
orkustríðs. Í Róm er Lakota fyrst
sæmdur kardínálatign. Skömmu
seinna deyr páfinn og páfakjörið
hefst. Og það sem enginn getur
ímyndað sér gerist: Kiril Lakota er
kjörinn páfi, fyrstur erlendra páfa
eftir 400 ár … Nú reynir á hvort
hann getur eitthvað gert í þessum
miklu erfiðleikum sem ögra framtíð
mannkynsins.
Myndin hefur hreppt mörg verð-
laun (tvisvar Academy Awards,
Golden Globe). Athyglisvert er m.a.
að sjá hvernig páfakjör fer fram
fyrir luktum dyrum. Myndin er frá
1968 og notar heimildarmyndir frá
andláti Jóhannesar XXIII. páfa og
kjöri Páls VI. páfa. Hún er sýnd á
ensku með enskum texta. Sýningin
hefst kl. 19.30 í safnaðarheimilinu á
Hávallagötu 16 og tekur u.þ.b. 2 1⁄2
tíma.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Selfosskirkja.
Messa 25. mars kl. 11., 5. sunnudag-
ur í föstu. Hjónin Eyjólfur Stur-
laugsson og Guðbjörg Hólm Þor-
kelsdóttir lesa ritningarlestra.
Barnasamkoma kl. 11.15 í lofti
Safnaðarheimilisins. Sama dag kl.
14.30: Guðsþjónusta á Ljósheimum.
Sama dag kl. 15.15: Guðsþjónusta í
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þriðjudagur 27. mars: Kirkjuskóli í
Félagsmiðstöðinni við Tryggvagötu
kl. 14.00. Miðvikudagur 28. mars:
Foreldramorgunn í Safnaðarheim-
ilinu kl. 11.00. Heimsókn frá leik-
skóla. Opið hús og spjall. Fimmtu-
dagur 29. mars: Fundur í
Æskulýðsfélagi Selfosskirkju kl.
19.00. Sr. Gunnar Björnsson.
Tómasarmessa
í Breiðholtskirkju
Áhugahópur um svokallaðar Tóm-
asarmessur efnir til sjöttu mess-
unnar á þessum vetri í Breiðholts-
kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið
25. mars, kl. 20. Tómasarmessan
hefur unnið sér fastan sess í kirkju-
lífi borgarinnar, en slík messa hef-
ur verið haldin í Breiðholtskirkju í
Mjódd síðasta sunnudag í mánuði,
frá hausti til vors, síðustu níu ár.
Framkvæmdaaðilar að þessu
messuhaldi eru Breiðholtskirkja,
Kristilega skólahreyfingin, Félag
guðfræðinema og hópur presta og
djákna.
Tómasarmessan einkennist af
fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikil áhersla er lögð á fyrirbæn-
arþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Stór hópur
fólks tekur jafnan þátt í undirbún-
ingi og framkvæmd Tómasarmess-
unnar, bæði leikmenn, djáknar og
prestar.
Ensk messa
í Hallgrímskirkju
Sunnudaginn, 25. mars nk. kl. 14
verður haldin ensk messa í Hall-
grímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Prédikun
flytur Þorgils Hlynur Þorbergsson
cand. theol. Organisti verður Björn
Steinar Sólbergsson. Guðrún Finn-
bjarnardóttir mun leiða almennan
safnaðarsöng. Sjötta árið í röð er
boðið upp á enska messu í Hall-
grímskirkju síðasta sunnudag
hvers mánaðar. Messukaffi.
Service in English
Service in English at the Church of
Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 25th
of March, at 2 pm. Holy Comm-
union. The Fifth Sunday of Lent.
Celebrant: TheRevd Bjarni Thor
Bjarnson. Preacher: Þorgils Hlynur
Þorbergsson, cand. theol. Organist:
Björn Steinar Sólbergsson. Leading
singer: Guðrún Finnbjarnardóttir.
Refreshments after the Service.
Umfjöllun og spjall
um eilíft líf á mann-
ræktar kvöldi
í Laugarneskirkju
Að loknum kvöldsöng í Laugarnes-
kirkju þriðjudagskvöldið 27. mars
2007, sem hefst kl. 20, mun Sig-
urbjörn Þorkelsson rithöfundur og
framkvæmdastjóri og meðhjálpari
kirkjunnar bjóða upp á umfjöllun
og spjall um hið eilífa líf. Hvernig
eignast maður eilíft líf? Í hverju er
það fólgið? Hvernig lítur það út? Er
það einhver aðgerð eða meðferð
eða e.t.v. eitthvað ofan á brauð? Er
eftirsóknarvert að öðlast eilíft líf? Á
sama tíma koma 12 spora hópar
kirkjunnar saman til að halda
áfram sinni góðu vinnu og sínu and-
lega ferðalagi. Umsjón hefur Guð-
rún K. Þórsdóttir djákni. Það er
Þorvaldur Halldórsson sem leiðir
kvöldsönginn í kirkjunni ásamt
Gunnari Gunnarssyni, tónlistar-
stjóra Laugarneskirkju. Allir vel-
komnir
Fjölskyldudagar
Laugarneskirkju
í Vatnaskógi
Ertu að grínast í mér? - - Hvenær
urðu samskiptin svona snúin? Er yf-
irskrift fjölskyldudaga Laugarnes-
kirkju sem haldnir verða í Vatna-
skógi föstudaginn 30. og
laugardaginn 31. mars 2007. Þar
mun Hafliði Kristinsson fjöl-
skylduráðgjafi fjalla um samskipti
foreldra og unglinga undir yf-
irskriftinni hér að ofan. Boðið verð-
ur upp á kjarngott og samfélagsefl-
andi fæði, bæði andlegt og
líkamlegt. Leikir, íþróttir, göngu-
ferðir, kvöldvaka. Samvera og
spjall um lífið, trúna og tilveruna.
Um einstakt tilboð er að ræða!
Einstakt tækifæri! Það er mun
ódýrara að taka þátt í fjöl-
skyldudögunum en að vera heima.
Sjá nánari dagskrá og upplýsingar
á heimasíðu Laugarneskirkju
www.laugarneskirkja.is. Þar er
einnig hægt að skrá sig til þátttöku.
Síðasti skráningardagur er á
þriðjudaginn 27. mars 2007.
Boðunardagur Maríu
í Hallgrímskirkju
Fræðsla, helgihald, tónleikar.
Sunnudagur í Hallgrímskirkju
hefst á Fræðslumorgni í suð-
ursalnum kl. 10. Dr. Þóra Kristjáns-
dóttir, list- og sagnfræðingur, held-
ur erindi sem hún nefnir: Hin
mörgu andlit Maríu í Þjóðminja-
safninu. Í messunni kl. 11 prédikar
sr. Jón D. Hróbjartsson og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Birgir Ás-
geirssyni. Hópur úr Mótettukór
Hallgrímskirkju syngur undir
stjórn Björns Steinars Sólbergs-
sonar organista. Messuþjónar eru
úr röðum Listvinafélagsins, en í
messunni verður safnað til Listvina-
félags Hallgrímskirkju, sem í ár
fagnar sínu 25. starfsári. Barna-
starfið er á sama tíma. Eftir messu
verður boðið upp á kaffisopa. Kl. 14
er ensk messa í umsjá sr. Bjarna
Þórs Bjarnasonar. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson og for-
söngvari Guðrún Finnbjarn-
ardóttir. Fimmtu sálmatónleikar
Listvinafélagsins hefjast kl. 17 og
bera yfirskriftina Faðmur. Þar
syngur Kirstín Erna Blöndal, sópr-
an, um huggun og von. Flytjendur
með henni eru: Örn Arnarsson, gít-
ar, Gunnar Gunnarsson píanó og
Jón Rafnsson, bassi.
Helgihald í Kolaportinu
Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14
verður helgihald í Kolaportinu í
„Kaffi Port“. Um leið og gengið er
um og bænarefnum safnað, eða frá
kl. 13.30, syngur og spilar Þorvald-
ur Halldórsson ýmis þekkt lög bæði
eigin og annarra. Hann annast
einnig tónlistina í helgihaldinu.
Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og
sr. Þorvaldur Víðisson munu leiða
samveruna og prédika. Að venju er
boðið upp á að koma með fyrirbæn-
arefni og munu Margrét Scheving,
Ragnheiður og sr. Þorvaldur biðja
með og fyrir fólki. Allir eru vel-
komnir. Miðborgarstarfið.
Sólheimakapella
í Mýrdal
Guðsþjónusta verður í Sólheima-
kapellu í Mýrdal, nk. sunnudag, 25.
mars, kl. 14. Kristín Björnsdóttir
leikur á orgel og stjórnar almenn-
um safnaðarsöng. Fjölmennum.
Sóknarprestur
Kirkjuskólinn í Mýrdal
Munið samveru Kirkjuskólans í
Mýrdal í grunnskólanum í Vík laug-
ardaginn 24. mars nk. kl. 11.15.
Sóknarprestur.
Úthlíðarkirkja.
Á undanförnum misserum hefur at-
hygli manna mjög beinst að skák-
mönnum á borð við Topalov, Anand,
Kramnik og Leko. Þetta eru óneitan-
lega frábærir skákmenn sem koma
vel fyrir, kunna sína lexíu, tefla af ör-
yggi, klæðaburður þeirra er óaðfinn-
anlegur og mætti auðveldlega rugla
þeim saman við bankamenn á morg-
unverðarfundi. En það er samt eitt-
hvað sem vantar. Er skákheimurinn
hættur að tefla fram stórum og litrík-
um karakterum?
Um daginn lýsti hinn kunni kylf-
ingur Arnold Palmer svipuðu and-
rúmlofti meðal fremstu kylfinga; eng-
inn snarar lengur skröltormi upp úr
hreiðri sínu eins og hinn gamansami
kylfingur frá Mexíkó, Lee Trevino,
gerði á golfmóti árið 1971.
Á Amber-mótinu sem nú stendur
yfir í Mónakó og kennt er við dóttur
auðjöfursins og upphafsmannsins Jo-
op von Osterom, Melody Amber, bein-
ast augu manna nú skyndilega að
úkraínska stórmeistaranum Vasilij
Ivantsjúk sem leiðir mótið. Tefld er
tvöföld umferð, atskákir og blindskák-
ir. Staðan eftir 2x5 umferðir er þessi:
1.–3. Vasilí Ivantsjúk, Lev Aronjan
og Valdimir Kramnik 7,0 v. hver. 4.
Peter Svidler og Wisvanathan Anand
6 v. hvor. 6.–7. Boris Gelfand og Pet-
er Leko 5 v. hvor. 8. Alexander Mo-
rozevich 4 ½ v. 9. Magnus Carlsen 4
v. 10. Teimour Radjabov 3 ½ v. 11.
Vallejo Pons 3 v. 12. Loek Van Wely 2
v.
Það er eitthvað í fari Ivantsjúk sem
felur mönnum vel í geð. Hið virta
skáktímarit New in chess kallar Iv-
antsjúk einfaldlega meistara fólksins í
umfjöllun sinni um hið árvissa Capa-
blanca-mót í Havana á Kúbu.
Ivantsjúk er ekki sundurgerðar-
maður í klæðaburði en lætur það ekki
eftir sér að tefla við gesti og gangandi.
Eftir mótið sat hann klukkutímum
saman að tafli við unga þarlenda
skákmenn. Slíkt kunnu eyjaskeggjar
vel að meta.
Ivantsjúk kom fyrst til Íslands árið
1990 þegar Stórveldaslagurinn svo-
nefndi fór hér fram. Hann vakti enn
meiri athygli ári síðar á heimsbikar-
móti Stöðvar 2 þegar hann deildi efsta
sæti með Anatolij Karpov. Menn tóku
eftir því að þegar sat að tafli virtist
hann vera í einhverri leiðslu, ósjaldan
horfði hann út um gluggann, upp í
rjáfur eða í „gegnum“ andstæðinginn.
Sumir héldu að maðurinn væri nörd.
En í lokahófinu, sem varð nokkuð
frægt, flutti hann mikinn ljóðabálk á
rússnesku og þá varð mönnum ljóst að
hér var á ferðinni sannkallaður orig-
inal.
Lítum á skák hans úr fyrstu umferð
í Mónakó þar sem hann leggur besta
Hollendinginn til margra ára. Þó um-
hugsunartími sé minni en í venjulegri
kappskák þarf það ekki aðkoma niður
á gæðunum. Skákin snýst fyrst og
Athyglin beinist að Ivantsjúk
MeistarI fólksins Vasilí Ivantsjúk að tafli í Havana á Kúbu.
Skák
Amber-mótið í Mónakó
17.–29. mars