Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 51

Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 51 65ára afmæli. Í dag, 24.mars, verður 65 ára Gerður R. Sveinsdóttir, Hjallabraut 82, Hafnarfirði. Hún er erlendis ásamt sam- býlismanni, Sigurði Jóhanns- syni, á afmælisdaginn. Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.) Tónlist Akureyrarkirkja | Vortónleikar KvAk í dag kl. 16. Einsöngvarar: Hildur Tryggvadóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Linda Guð- mundsdóttir, Sigríður H. Arn- ardóttir, Snæfríð Egilson. Stjórn- andi: Arnór B. Vilbergsson. Undirleikarar: Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó, Halli Gulli á slagverk. Dillon | Grasrætur spila í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22, frítt inn. Narfeyrarstofa | í Stykkishólmi. Kvartett Hauks Gröndal leikur í kvöld kl. 22. Á efnisskránni er djasstónlist frá 4. og 5. áratugn- um með áleitna sveiflu í fyr- irrúmi. Aðgangseyrir 1.000 kr. Norræna húsið | Richard Wag- ner-félagið sýnir fjórðu og síð- ustu Niflungahringsóperuna, Ragnarök, á morgun kl. 13. Um er að ræða myndbandsupptöku frá Festspielhaus í Bayreuth árið 1992. Leikstjóri sýningarinnar er Harry Kupfer og hljómsveit- arstjóri er Daniel Barenboim. All- ir velkomnir. Salurinn, Kópavogi | Sunnudag- inn 25. mars kl. 14. Kvennakór Kópavogs var stofnaður árið 2002 af Natalíu Chow Hewlett. Kórinn hyggur á kórakeppni í Búdapest á 5 ára starfsafmæli sínu. Stjórnandi er Natalía Chow, undirleikari er Julian Hewlett. Einnig koma fram Regína Ósk og Englakórinn, sem skipaður er 3–7 ára börnum. Miðaverð: 1500/1200 kr., frítt fyrir 12 ára og yngri. Uppl. í s. 570 0400 og á salurinn.is. Þjóðarbókhlaðan | Grove Music, stærsta tónlistargagnasafn í heimi, verður kynnt í fyrirlestr- arsal í dag kl. 11.30–12. Skemmtanir Lukku-Láki | Hljómsveitin Signia spilar í kvöld. Rocco | Karlakór Eyjafjarðar og hagyrðingar á 1929 (gamla Odd- vitanum) í kvöld. Húsið opnar kl. 20.30. Myndlist Anima gallerí | Bjarni Sig- urbjörnsson. Iður, málverkainn- setning. Olía á plexígler. 24. mars – 15. apríl. Opið kl. 10–22 alla daga. www.animagalleri.is. Listasafn ASÍ | Um helgina lýkur tveimur sýningum í Listasafni ASÍ. Guðrún Kristjánsdóttir – Veðurfar. Hún hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, í málverkum og öðrum miðlum. Etienne de France – Live sucks! Ljósmyndir sem fjalla um sýndarsamfélagið. Opið kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Menningarmiðstöð Fljótsdals- héraðs | Kvikmynda- og vídeó- listahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin í annað skiptið á Egilsstöðum og nágrenni í ár. 500 listamenn sóttu um að fá að sýna myndir og voru 100 valdar til sýningar. Sjá nánar á vefsíð- unni www.700.is. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar. Þjóðarbókhlaðan | Grove Art- gagnasafnið, sem er stærsta myndlistargagnasafn í heimi, verður kynnt í fyrirlestrasal í dag kl. 11–11.30. Söfn Minjasafnið á Akureyri | Hörður Geirsson, safnvörður ljós- myndadeildar, mun veita gestum innsýn í þróun ljósmynda- tækninnar frá 1820 fram til okk- ar daga í dag kl. 14. Einnig segir hann frá tilurð ljósmyndasýning- arinnar Þekkir þú … híbýli mann- anna? Uppákomur Kaffitár, Kringlunni | Leirlist- arfélag Íslands opnar sýningu á bollum í dag kl. 10. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á morgun, sunnudag, kl. 14. Thorvaldsensfélagið | Hádeg- isverðarfundur verður á hótel Nordica í dag kl. 12. Góðir gestir koma. Mætum vel. Kvikmyndir Skriðuklaustur | Sunnudaginn 25. og laugardaginn 31. mars verða heimildarmyndir og list- rænar myndir sýndar á Skriðu- klaustri kl. 13–18. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlestrar og fundir Félagsheimili Samtakanna ’78 | FAS og Samtökin ’78 kynna samstöðu- og fræðslufund í dag kl. 15 í húsnæði Samtakanna ’78 fyrir homma, lesbíur, foreldra, ættingja og vini. Boðið verður upp á forvitnilegt og skemmti- legt efni sem tengist því að vera samkynhneigður eða aðstand- andi samkynhneigðra og hafa áhuga á málefninu. Allir vel- komnir. Maður lifandi | Borgatúni 24. Opinn hláturjógatími Hlát- urkætiklúbbsins í dag kl. 10.30. Aðgangseyrir er 1000 kr. Allir velkomnir. Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari leiðbeinir. Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýningar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.isdagbók Í dag er laugardagur 24. mars, 83. dagur ársins 2007 Ídag, laugardag, standa FAS –samtök foreldra og aðstandendasamkynhneigðra, í samstarfi viðSamtökin ’78 fyrir kynningar- og fræðslufundi undir yfirskriftinni Ég er í Samtökunum ’78. Dagskráin stendur frá 15 til 17 og er haldin í húsakynnum Samtakanna ’78 á Laugavegi 3, 4. hæð. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir er for- maður FAS: „Félagið var formlega stofnað 2003 en hefur starfað frá árinu 2000. Starf okkar felst meðal annars í að halda mánaðarlega stuðnings- og um- ræðufundi yfir vetrarmánuðina, fræða um samkynhneigð og málefni samkyn- hneigðra, og vinna að réttarbótum fyrir þennan þjóðfélagshóp og aðstandendur þeirra,“ segir Ingibjörg. „Með dagskrá laugardagsins viljum við sýna gestum okkar ýmsa þætti úr lífi samkyn- hneigðra, og um leið hvetja ættingja og aðstandendur samkynhneigðra til að gerast meðlimir í Samtökunum ’78 og styrkja þannig það góða fræðslustarf og réttindabaráttu sem þar er unnin.“ Ingibjörg segir að ekki vanþörf á fé- lagsskap fyrir aðstandendur samkyn- hneigðra að fræðast og styrkjast: „Margir upplifa að þeir þurfa að fræð- ast betur um samkynhneigð til að geta staðið sem best við bakið á samkyn- hneigðum ættingja eða vini. Þar til ný- lega ríkti mikil þögn um málefni sam- kynhneigðra og mörg okkar hafa ekki fengið að læra um samkynhneigð sem jákvæðan og eðlilegan hlut í litrófi sam- félagsins,“ segir Ingibjörg. Stuttmyndir og erindi Á dagskránni í dag er meðal annars sýning á myndbroti úr heimild- arkvikmyndinni Hrein og bein, og sýn- ing stuttmyndarinnar Góðir gestir eftir Ísold Uggadóttur. „Flutt verða styttri erindi þar sem fyrirlesarar segja frá fyrstu hendi af þeirri upplifun að koma út úr skápum eða vera foreldri barns sem hefur hugrekki til að stíga þetta skref. Sagt verður frá rannsókn á til- finningalífi fjölskyldunnar, og frá fræðsluverkefni meðal kennara í grunn- skólum.“ Nánari upplýsingar um dagskrá laugardagsins má finna á heimasíðu Samtakanna ’78 á slóðinni www.sam- tokin78.is Fjölskylda | Fræðsludagskrá í Samtökunum ’78, Laugavegi 3, í dag frá kl. 15 til 17 Samkynhneigð og fjölskylda  Ingibjörg S. Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 1942. Hún lauk námi í hjúkrun í Ósló 1965 og BS- námi frá Háskóla Íslands 1987. Ingi- björg hefur starfað við hjúkrun um langt skeið, nú á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, Landakoti. Hún hef- ur verið formaður FAS frá 2006 og starfað með félaginu frá upphafi. Ingi- björg er gift Bergi Felixssyni, fyrrv. framkvæmdastjóra, og eiga þau fjög- ur börn. LEIKFÉLAG Hólmavíkur frumsýnir Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason í kvöld kl. 20.30 í Félagsheim- ilinu á Hólmavík. Næsta sýn- ing er á morgun kl. 15. Leikfélag Hólmavíkur var stofnað 3. maí 1981. Áður hafði þó löngum verið leikið á Ströndum, undir merkjum ýmissa ólíkra félagasamtaka. Miðapantanir eru í síma: 865 3838. Leikfélag Hólmavíkur Þið munið hann Jörund Félagsstarf Dalbraut 18–20 | Fjölbreytt félagsstarf alla daga. Mánudaga myndlist, leikfimi, brids. Þriðjudaga félagsvist. Miðvikudaga samvera í setustofu með upplestri. Fimmtudaga söngur með harmonikuundirleik. Föstudaga postulínsmálun og útivist þeg- ar veður leyfir. Heitt á könnunni og meðlæti. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dag- skrá, opnar vinnustofur, spilasalur, létt ganga um nágrennið, o.fl. Fimmtud. 29. mars kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“ félagsvist, samstarf eldri borgara og Fellaskóla, Garðheimar veita vegleg verðlaun, allir velkomnir. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans í Ásgarði, Stangarhyl 4, í kvöld kl. 20 og dans að henni lokinni. Hilmar Sverrisson leikur fyrir dansi. Kirkjustarf Boðunarkirkjan | Hlíðasmára 9, 3. hæð. Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11, allir hjartanlega velkomnir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með 2ja daga fyrirvara virka daga og 3ja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. H;gt er að hringja í s. 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Rvk HELGINA 30. mars – 1. apríl verða kyrrðardagar með jógaívafi í Skál- holti í umsjá sr. Jakobs Hjálm- arssonar dómkirkjuprests og Ás- laugar Höskuldsdóttur jógakenn- ara. Dagskráin er fjölbreytt þar sem blandað er saman kennslu í jóga- leikfimi, uppbyggilegum hugleið- ingum, samveru í kirkju og kapellu og hollri, íslenskri fæðu. Kyrrð- ardagarnir hefjast á föstudaginn kl. 18 með tíðagjörð í Skálholts- dómkirkju og þeim lýkur upp úr hádegi á sunnudag. Helgin kostar 14.000 kr. Skráning fer fram í síma 486 8870 eða á netfanginu rekt- or@skalholt.is. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kyrrðar- dagar í Skálholti FJÓRÐA umferðin í WPSA-mótaröðinni ísnjókrossi fer fram í miðbæ Ólafsfjarðar í dag, laugardaginn 24. mars. Búið er að gera braut í miðbænum og er aðstaða fyrir áhorfendur eins og best verður á kosið. Ástæða er til að vekja at- hygli á tímasetningu mótsins en keppni hefst kl. 18 á laugardagskvöldið og tekur um tvo tíma. Allir bestu snjókrossöku- menn landsins mæta og hart verður barist um stig til meistaratitla, segir í tilkynn- ingu. Snjókross í miðbæ Ólafsfjarðar Sævar Helgi Lárusson Sævar Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknanefnd umferðarslysa, var sagður Jónsson í frétt blaðsins í gær. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.