Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 55
Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari
einstaklega fögru borg. Flogið er út að morgni föstudagsins langa og
komið heim á fimmtudegi eftir páska (aðeins 3 vinnudagar). Prag hefur
skipað sér sess sem eftirlæti
Íslendinga sem fara þangað í
þúsundatali á hverju ári með
Heimsferðum. Fararstjórar okkar
gjörþekkja borgina og kynna þér
sögu hennar og heillandi
menningu. Apríl er frábær tími til
að heimsækja borgina - vorið
komið á fulla ferð og borgin
hreint yndislega falleg. Bjóðum
nú frábært tilboð á glæsilegum
fimm stjörnu lúxushótelum
Hilton Hotel eða Hotel Corintia
Towers. Gríptu tækifærið og
skelltu þér til þessarar frábæru
borgar og njóttu þess að hafa
allan aðbúnað í toppi.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Lúxuspáskar í
Prag
6.-12. apríl
frá kr. 69.990
Ótrúlegt verð - Aðeins 16 herbergi
Verð kr. 69.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi, 6. apríl í 6
nætur á Hilton Hotel ***** eða Hotel Corintia
Towers ***** með morgunmat.
Ath. takmarkaður herbergjafjöldi í boði á hvoru
hóteli fyrir sig.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Fimm stjörnu páskar
Hilton Hotel *****
eða
Hotel Corinthia Towers *****
6 nátta páskaferð
Vodafone live!
Nokia 6085
Krúttlegur með Bluetooth, myndavél,
útvarpi, steríó heyrnartólum, styður
minniskort og fæst í fleiri litum.
Ævintýraverð
16.900 kr.
Ævintýraleg
símatilboð
Komdu í næstu Vodafone verslun, hringdu í 1414 eða smelltu
þér á www.vodafone.is til að fá nánari upplýsingar.
Gríptu augnablikið og lifðu núna.
spyrja af hverju The Angela Test
hafi bombað um leið og hún kom út,
þ.e. hún varð lítt sýnileg. Arnar verð-
ur fyrir svörum.
„Sko … hún gerði náttúrlega ekki
neitt þessi plata,“ segir hann. „Ég
viðurkenni það alveg að mér finnst að
hún hefði átt að gera meira.“
Hallur segir að örlög plötunnar
skrifist að einhverjum hluta á þá
sjálfa. „Við sinntum ekkert þessum
markaði hérna heima og vorum ekki
nógu drífandi í kringum þetta ferli.
Platan kom út og fór framhjá öllum
um leið. Þetta er svolítið skrít-
ið … maður er oft spurður að því af
hverju það hafi farið svona lítið fyrir
þessari plötu. Sumir vita varla að hún
hafi komið út.“
Arnar segir að þeir hafi ekkert
dvalið við þetta, og hafi síst lagt
hendur í skaut.
„Maður hefur lært það í þessum
bransa að það þarf að horfa stöðugt
fram á við, halda áfram og gera
meira. Maður er ekkert að svekkja
sig of mikið á hlutunum, og snýr sér
heldur að þeim verkefnum sem liggja
fyrir. Þetta er líka búið að vera mikið
lærdómsferli fyrir okkur í hljóm-
sveitinni. Af einhverjum ástæðum
vorum við í öllum blöðum eftir fyrstu
tónleikana okkar. Hallur hafði aldrei
stigið upp á tónleikasvið áður! Miklar
væntingar og mikið skrifað og auð-
vitað var þetta dáldið fáránlegt.“
Eins og blaðamaður skynjaði þetta
á sínum tíma áttu margir einfaldlega
bágt með að trúa því hversu góð
þessi óþekkta sveit var. Leaves
spratt fram fullsköpuð og Hallur seg-
ir frá því að sumir hafi haldið að
bandið væri sett saman af einhverju
liði úti í bæ og það væri verið að
smygla þeim bakdyramegin inn(!?)
Arnar dæsir.
„Ég var búinn að starfa við tónlist í
um tíu ár áður en Leaves var stofnuð.
Þess vegna virkaði þetta svona full-
mótað. En okkur finnst eins og
hljómsveitin sé alltaf að verða meiri
og meiri hljómsveit. Sú hljómsveit
var að reyna að brjótast fram á The
Angela Test. Sú plata er frekar dökk
og í henni endurspeglast ákveðnar
hræringar hjá okkur sjálfum.“
Fyrsta plata Leaves, Breathe,
gekk ótrúlega vel erlendis. Sér-
staklega með tilliti til þess að þetta
var fyrsta plata nær óþekktrar
hljómsveitar. Hún fékk góða dóma í
helstu tónlistartímaritunum og seld-
ist í tugum þúsunda eintaka. Hún
hafnaði á árslista Q yfir bestu plötur
ársins og Rolling Stone mælti sér-
staklega með henni. Þrátt fyrir alla
þá velgengni („Í raun meikuðum við
það með þessari fyrstu plötu,“ segir
Arnar) voru þeir ekki sáttir og
ákváðu að hræra upp í hljómsveit-
inni.
„Við höfðum metnað fyrir mús-
íkinni, ekki meiki,“ segir Hallur og
kveður fast að. „Meikið var í góðum
gír en okkur langaði frekar til að
bæta og breyta hvað sjálfa tónlistina
varðaði.“
Þröskuldar
Síðasta ár hefur svo farið í að
vinna áfram með „nýju“ hljómsveit-
ina.
„Við höfum verið að prufa okkur
áfram,“ segir Arnar. „Auk þess sem
það þurfti að ljúka ýmsum persónu-
legum málum. Þetta getur tekið á.
Við vorum búnir að leggja einhvern
veginn allt undir og svo er kannski
ekkert mikið að koma til baka. En
samt … okkur þykir greinilega svo
vænt um þessa hljómsveit að við náð-
um að komast yfir alla þessa þrösk-
ulda.“
Nói segir að hann hafi t.d. komið
hálfringlaður heim eftir hausttúrinn
2005. „Það er alltaf pínusjokk að
koma aftur í raunveruleikann eftir að
hafa búið í rútu í nokkra mánuði.
Maður missti áhugann í smátíma en
nú er hann kominn aftur. Það er ein-
faldlega erfitt að halda fókus þegar
ekkert markvisst er að gerast.“
Hallur segir því að nú sé verið að
setja meiri kraft í vinnsluferlið á
plötunni. Það sé búið að ákveða að
platan skuli kláruð fyrir haustið og
menn gangi nú glaðbeittir til þeirra
starfa.
„Við erum allir tengdir frá því að
við vorum pínulitlir,“ segir Arnar.
„Við vorum saman í íþróttum t.d.
Þessi æskutengsl gera mikið í því að
halda bandinu saman. Ég get ímynd-
að mér að ef ég væri í hljómsveit með
einhverjum sem ég hefði kynnst bara
í gegnum tónlist hefðu hlutirnir get-
að þróast öðruvísi. Það hefur verið
alls konar rugl í gangi hjá okkur, fýla
og þrúgandi þagnir. En einhvern
veginn siglum við í gegnum þetta
alltaf.“
Arnar segir að lokum að þeir ætli
að belgja sig meira út á þessu ári, en
það verði gert á réttum forsendum.
Eftir undangengin ævintýr er komin
mikil uppsöfnuð reynsla í hópinn og
þeir sjá hlutina skýrar og í víðara
samhengi. Það er því mikill hugur í
Leaves þó að það hafi gengið á ýmsu
síðastliðin ár.
„Á sínum tíma var okkur kippt inn
í þetta og breytingin á lífi okkar varð
súrrealísk,“ rifjar hann upp og bros-
ir. „Ég og Hallur, sem leigðum sam-
an, ætluðum að stofna lítið húsband
og leika okkur en áður en við vissum
af vorum við farnir að bíða eftir sím-
tali frá Dreamworks!“
Tónleikar Leaves verða í Iðnó hinn
28. mars eins og áður segir og er
miðaverð litlar 1.000 krónur.
arnart@mbl.is
Svokallaður vakning-arviðburður verður haldinn ídag í íþróttahúsinu viðStrandgötu í Hafnarfirði í
tilefni af fyrirhugaðri stækkun ál-
versins í Straumsvík. Yfirskrift við-
burðarins er „En hvað með kjarn-
orkuver?“
Það er hafnfirska hljómsveitin
Úlpa sem á upptökin að vakningunni
en liðsmenn Úlpu segjast tilheyra
þeim hópi sem af margvíslegum og
ólíkum ástæðum er mótfallinn stækk-
un álversins. Vill hljómsveitin með
þessu framtaki leggja sitt lóð á vog-
arskálarnar og vekja Hafnfirðinga og
aðra landsmenn til vitundar um fram-
tíð bæjarins og landsins í heild sinni.
Fjölbreytt dagskrá
Dagskráin í kvöld
19.30 Þórður Marteinsson spilar á harmonikku.
20.00 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (varaformað-
ur skáksambands Íslands) opnar.
20.05 Ólöf Arnalds (tónlist).
20.30 Jón Baldvin Hannibalsson (fyrrverandi ut-
anríkisráðherra)
20.35 Úlpa (tónlist).
21.00 Finnbogi Jóhannsson (bóndi og talsmaður
gegn virkjunum í Þjórsá).
21.05 Rass (tónlist).
21.30 Árni Matthíasson (blaðamaður á Morgun-
blaðinu).
21.35 Múm (dj set) (tónlist).
22.10 Eyrún Ósk Jónsdóttir (leikstjóri).
22.15 Draumalandið (leikhús).
Af hverju ekki kjarnorkuver?
Mótmæli Rass er á meðal þeirra sem koma fram í Hafnarfirði í kvöld.