Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 64
Röng „leiðrétting“
Verum andvíg stækkun
Grettistak Sivjar
Verndum Þjórsá
LAUGARDAGUR 24. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Leita til lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
þarf oft að skjóta skjólshúsi yfir
heimilislausa, þegar önnur úrræði
eru ekki fyrir hendi. Lögreglan lítur
svo á að fleiri úrræði vanti sem hægt
sé að beina þeim til. Líklega er það
einsdæmi að lögregla bjóði upp á
þessa „þjónustu“. »4
Mál næsta kjörtímabils
Flestir nefna samgöngumál sem
mikilvægasta mál næsta kjör-
tímabils, samkvæmt könnun Capa-
cent Gallup. Önnur mál sem oft voru
nefnd eru atvinnumál, umhverfismál
og málefni aldraðra og öryrkja. »6
Stórlaxar að hverfa
Í ársskýrslu Veiðimálastofnunar
kemur fram að ef stórlöxum heldur
áfram að fækka hlutfallslega með
sama hraða og á undanförnum árum
verða þeir nær horfnir úr íslenskum
laxastofnum eftir 15–20 ár. »2
Fagnar æfingabúðum
Hrafnhildur Skúladóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, fagnar fyr-
irhuguðum æfingabúðum íslenska
kvennalandsliðsins og segir tíma-
bært að leikmenn þess leggi harðar
að sér við æfingar, þannig að mögu-
leiki sé á að liðið nái lengra.
»Íþróttir
Íslendingar ekki í hættu
Átta Íslendingar sem eru í Mapútó,
höfuðborg Mósambík, voru ekki í
hættu þegar vopnabúr hersins
sprakk í loft upp í úthverfi borg-
arinnar á fimmtudag. 87 manns lét-
ust í sprengingunum. »18
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Hljóma betur á þýsku
Staksteinar: Réttarhöldin yfir Black
Forystugreinar: Almenningur og
heilbrigðisþjónusta | Bandaríkin
og Írak
UMRÆÐAN»
Andríkt marglyndi
Þrautaganga eða sigurför
Baráttumál frjálshyggjunnar
Múrsteinn í maga okkar
LESBÓK»
-
)8#$
, #(
)
9
##/#
# 1 1 1
1
1
1 1 1
1
1 1 1 +0 6 $
1
1 1 1 1
1
1 :;<<=>?
$@A><?39$BC3:
0=3=:=:;<<=>?
:D3$0#0>E3=
3;>$0#0>E3=
$F3$0#0>E3=
$7?$$3/#G>=30?
H=B=3$0@#HA3
$:>
A7>=
9A39?$7($?@=<=
Heitast 8 °C | Kaldast 3 °C
Sunnan 13–20 m/s
og rigning sunnan- og
vestantil, hægari og
þurrt na- og austantil
fram eftir degi. »8
Flóki Guðmundsson
veltir fyrir sér
hversu gott er að
spara aurinn og sofa
á flugvöllum á ferða-
laginu. »61
VEFSÍÐA»
Sofið á
flugvöllum
TÓNLIST»
Myndir frá tónleikum
Ólafar Arnalds. »63
Brandur Enni er
meðal þeirra fær-
eysku tónlistar-
manna sem koma
fram á tónleikum á
NASA. »58
TÓNLIST»
Færeysk
tónlist
FÓLK»
Jolie og Pitt aðstoða við
hjálparstarf í Súdan. »57
SAMKOMA»
En hvað um kjarn-
orkuver? »55
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Stærsta farþegaþota heims
2. Börsungar þögulir um Eið Smára
3. Tommy tottar tær
4. Fjölmenn óvissuferð til Spánar
ELLEFU bílar skemmdust í fimm
árekstrum sem urðu á um 100 m
kafla á Holtavörðuheiði í gærkvöldi.
Óhöppin urðu þar sem bílunum var
ekið inn í mikinn skafrenning og
hálku þar sem fer að halla norður af
á heiðinni. „Það fór allt þvers og
kruss og endaði í einni bendu,“ sagði
lögreglumaður frá Blönduósi. Engin
slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti
þrjá bílanna með dráttarbílum.
Fjöldi vegfarenda lenti í vandræð-
um á heiðinni vegna hvassviðris,
blindbyls og hálku í gærkvöldi.
Margir fóru út af og var veginum
lokað í um þrjár klukkustundir með-
an lögregla og björgunarsveitir að-
stoðuðu vegfarendur. Opnað var
fyrir umferð um Holtavörðuheiði
laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi.
Björgunarsveitirnar Húni úr
Húnavatnssýslu og Heiðar og Brák
úr Borgarfirði voru kallaðar út til
aðstoðar. Vegna óveðursins og erf-
iðra akstursskilyrða beindi lög-
reglan þeim tilmælum til fólks að
leggja ekki á Holtavörðuheiði að
nauðsynjalausu.
Árekstrahrina á
Holtavörðuheiði
MIKILL fögnuður braust út í Rým-
inu á Akureyri í lok frumsýningar á
nýju leikriti Þorvalds Þorsteins-
sonar, Lífinu – notkunarreglum, í
gærkvöldi. Leikarar, listrænir
stjórnendur og hljóðfæraleikarar
fengu dynjandi lófaklapp að laun-
um en allt ætlaði um koll að keyra
þegar höfundurinn Þorvaldur og
tónlistarsmiðurinn Megas voru
hylltir. Ævintýri Þorvalds um lífið
féll áhorfendum augljóslega afar
vel í geð og þá ekki síður seiðandi
músík Megasar, hans fyrstu tón-
smíðar fyrir leikrit. Það er leik-
hópur LA og útskriftarhópur leik-
listardeildar Listaháskóla Íslands
sem fara með hlutverkin og leik-
stjóri er Kjartan Ragnarsson. Upp-
selt er á fyrstu 15 sýningarnar.
„Lífinu“
var fagnað
innilega
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fögnuður Bjarni Snæbjörnsson, Vignir Rafn Valþórsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Megas að sýningu lokinni.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
KAPPDRYKKJA virðist vera að komast í tísku,
segir Matthías Halldórsson landlæknir sem séð
hefur ástæðu til að rita varnaðarorð vegna þess á
vefsvæði sínu. Á sama tíma er auglýst „stærsta og
flottasta drykkjukeppni á landinu“ og mun hún
fara fram á skemmtistaðnum Pravda í kvöld. Þar
bera þátttakendur alla ábyrgð á eigin heilsu og
hegðun – hvort sem er í keppninni sjálfri eða þeg-
ar líða tekur á kvöldið.
Keppnin ber enska nafnið „So you think you can
drink“ og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu henn-
ar hefjast leikar um kvöldmatarleytið. Þar kemur
einnig fram að þrír keppendur séu í liði og mark-
miðið; að drekka áfengið sem í boði er á sem
skemmstum tíma. Bæði á að teyga bjór og snafsa
og er í einum lið keppninnar notast við trekt. Sá er
stendur uppi sem sigurvegari mun hljóta titilinn
„Drykkjumeistari Íslands“.
„Við heyrðum að keppnin var auglýst á
skemmtistað í bænum og það hefur verið hringt í
okkur og spurt hvort þetta sé hættulaust,“ segir
Matthías og áréttar að kappdrykkja sé ekki
hættulaus og ekkert skemmtilegt sé við þær af-
leiðingar sem geta orðið af snöggri ofdrykkju. Þar
bendir hann á uppköst, en hættulegt er þegar inni-
hald maga fer ofan í lungu. „Einnig getur mikil of-
drykkja á stuttum tíma lamað öndunarmiðstöð
heilans og leitt til dauða,“ segir Matthías.
Skemmst er að minnast þess að þrjú ungmenni
voru flutt á sjúkrahús vegna gruns um áfengiseitr-
un eftir kappdrykkju á skemmtistað á Sauðár-
króki í mars á síðasta ári. Sigurvegari þeirrar
keppni innbyrti 36 snafsa.
Getur leitt til dauða
„Stærsta og flottasta drykkjukeppni á landinu“ fer fram á Pravda í kvöld
Landlæknir segir slíkt vera að komast í tísku og varar við afleiðingunum
Í HNOTSKURN
»Keppendur eiga að drekka tiltekiðáfengismagn á sem skemmstum tíma og
eru m.a. viðurlög við að kasta upp.
»Samkvæmt vefsíðu keppninnar eru að-standendur Dagdraumar, Pravda og Öl-
gerð Egils Skallagrímssonar.