Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 21 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SKEIFUDAGUR Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri var nú í fyrsta skipti haldinn í nýrri og glæsilegri reiðhöll á Mið-Fossum í Borgarfirði. Skeifu- dagurinn er hápunktur vetrarins hjá þeim nemendum Landbúnaðarháskóla Íslands sem áhuga hafa á hesta- mennsku og hrossarækt. Morgunblaðsskeifan er afhent þeim nemanda sem nær bestum árangri á prófum í frumtamningum og reiðmennsku og kom hún að þessu sinni í hlut Höllu Kjartansdóttur. Nú eru liðin 50 ár frá því Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt, en það var árið 1957. Gunnar Bjarnason, kennari og hrossaræktarráðunautur, hóf að kenna tamningar og reiðmennsku við skólann árið 1951. Hann fékk Morgunblaðið til liðs við sig og var Morgunblaðs- skeifan afhent í fyrsta skipti við skólaslit á Hvanneyri vorið 1957, þá sem heiðursverðlaun þess nemanda sem bestum árangri hafði náð í tamningum. Það var Örn Þorleifsson úr Reykjavík sem hlaut verðlaunin í fyrsta skiptið og í þeim stóra hópi manna sem hefur tekið við Morgunblaðsskeifunni eru margir landsþekktir hesta– og tamningamenn. Hestamennskan að eflast á Hvanneyri Margt fleira er gert á Skeifudaginn en afhenda Morgunblaðsskeifuna. Meðal annars kepptu nemendur í áfanganum um Gunnarsbikarinn sem Bændasamtök Íslands gáfu til minningar um Gunnar Bjarnason. Gunnarsbikarinn er gangtegundakeppni og sigraði Elísabet Axelsdóttir í þeirri keppni á laugardaginn. Eiðfaxabikarinn var veittur fyrir bestu hirðingu í vetur og voru tveir nemendur efstir og jafnir í atkvæða- greiðslu um þann bikar; Hildur Sigurgrímsdóttir og Halla Kjartansdóttir. Heiða Aðalsteinsdóttir fékk af- hentan verðlaunagrip sem Félag tamningamanna veitir árlega fyrir bestu ásetu. Þá sýndu nemendur og kenn- arar listir sínar og fram fór lokakeppni efstu keppenda úr mótaröð Hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði. Reynir Aðalsteinsson var aðalkennari í hesta- mennskunni á Hvanneyri í vetur en Þorvaldur Krist- jánsson kennari hefur umsjón með náminu. Þorvaldur segir að hestamennskan sé að eflast á Hvanneyri með bættri aðstöðu en Landbúnaðarháskólinn hefur gert samning við eiganda Mið-Fossa um afnot af reiðhöll- inni. Segir hann að aðstaðan skapi möguleika á auknu námskeiðahaldi. Þannig hafi Reynir Aðalsteinsson kennt á röð námskeiða í vetur sem voru liður í endur- menntunarstarfi skólans og komu þátttakendur víða að. Ný aðstaða lyftistöng fyrir hestamennskuna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gunnarsbikarinn Elísabet Axelsdóttir vann Gunn- arsbikarinn. Hjá henni standa Ágúst Sigurðsson rekt- or og Reynir Aðalsteinsson reiðkennari. HALLA Kjartansdóttir, sem fékk afhenta Morgun- blaðsskeifuna á Skeifudaginn á Hvanneyri, sér ekki eftir því að hafa hellt sér aftur út í hestamennskuna eftir nokkurra ára hlé. Hún segist hafa haft mjög gaman af náminu í hestamennskunni og farið mikið fram í vetur. Halla er á náttúru– og umhverfisbraut við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og er að ljúka öðru ári í almennri náttúrufræði. Námskeiðið í hrossarækt og hestamennsku er algerlega utan við hennar reglulega nám enda upphaflega hugsað fyrir nemendur í búfræði á framhaldsskólastigi. Nám- skeiðin eru nú opin öllum nemendum skólans og raunar starfsfólki líka þótt reglulegir nemendur skólans keppi einir um Morgunblaðsskeifuna sem veitt er þeim nemanda sem fær hæstu einkunnir úr prófum í frumtamningum og reiðmennsku. Halla er úr sveit, frá Ölvisholti í Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu, og ólst því upp við hesta. Hún fór í hönnunarnám við Iðnskólann í Reykjavík en ákvað að skipta yfir í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og hóf í upphafi nám í umhverfis- skipulagi. Þegar stofnuð var náttúru- og umhverf- isbraut leist henni betur á náttúrufræðinámið og skipti yfir í það. „Þegar ég flutti að Hvanneyri fannst mér ekki hægt annað en að nýta þetta tækifæri til að byrja aftur í hestamennskunni eftir nokkurra ára hlé,“ segir Halla og segist ekki sjá eftir því. Hún segir að Reynir Aðalsteinsson sé frábær kennari sem gefi sig allan í verkefnið. „Það er eins og maður heyri hinn endanlega sannleika þegar maður hlustar á Reyni. Hann kennir okkur mikið um eðli hrossanna og hvernig við getum náð sem bestum árangri. Það má segja að hann temji ekki bara hestana heldur okkur nemendurna líka,“ segir Halla. Halla tekur undir það að nemendum í hrossarækt- inni þyki heiður að fá Morgunblaðsskeifuna. „Þótt ég hafi ekki mikið hugsað um þetta í vetur, hlýtur það að hafa verið draumurinn hjá okkur flestum að fá þessa viðurkenningu,“ segir Halla. Hún lýkur námi sínu í náttúrufræði að ári og er að velta framhaldinu fyrir sér. Það verður þó ekki tengt hestum. Hún segir að hestamennskan verði tómstundastarfið, ekki vilji hún eyðileggja áhuga- málið með því að fara að vinna við það. Heiða Aðalsteinsdóttir varð í öðru sæti í keppninni um Morgunblaðsskeifuna, Einar Guðmundur Þor- láksson og Hildur Sigurgrímsdóttir í 3. til 4. sæti og Jón Guðlaugur Guðbrandsson í því fimmta. Ellefu nemendur voru í hestamennskunáminu í vetur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Morgunblaðsskeifan Halla Kjartansdóttir varð efst nemenda á Hvanneyri í hestamennsku og fékk Morgun- blaðsskeifuna afhenta á Skeifudaginn. Heiða Aðalsteinsdóttir varð í öðru sæti, Einar Guðmundur Þorláksson og Hildur Sigurgrímsdóttir í þriðja til fjórða sæti og Jón Guðlaugur Guðbrandsson í fimmta. Reynir temur nemendur sína ekki síður en hestana rkja verkefnið. Þannig síast vafasamari ni frá.“ veiðimenn eiga líka að græða endurreisn laxastofnanna við norðan- tlantshafið sagði Orri aðaláhersluna erið á að stöðva allar veiðar þar sem tofnar koma saman í hafinu. Aðeins sé að stjórna veiðunum þegar stofnarnir skildir eða í heimaám laxanna. Þá er að nota efnahagslegar og félagslegar r til að fá sanngjarnt verð fyrir laxinn og sanngjarnt verð. „Ég hef alltaf sagt að rði að standa þannig að þessu að allir – netaveiðimennirnir eiga líka að græða. astofnarnir hverfa tapa allir. vernda laxinn í sjónum er meginsjónar- Í öðru lagi er það að veiða og sleppa lax- ánum, en það hefur gert þrekvirki á m stöðum. Þriðja málið, sem ég á eftir na í, er að vernda frekar búsvæði laxins í og laga þau. Það er nokkuð sem ég vil mér í hér á landi á næstu árum; að laga, a og auðga búsvæðin.“ hefur komið sér upp fjölmennu neti em styður starfsemi Verndarsjóðsins með ráðum og dáð; sumir með háum fjár- upphæðum. Flestir stuðningsmannanna eru erlendir veiðimenn. „Þetta fólk er allt úti í hinum stóra heimi,“ sagði Orri. „Ég er kannski með einhverja fimm, sex stuðningsmenn hér heima sem skilja þetta. Og nánast engir af forystumönn- um veiðiréttareigenda eða stangaveiðimanna hafa tekið þátt í baráttunni.“ Það kemur á óvart, því laxagengd hefur verið afskaplega góð á Íslandi síðustu árin – aldrei fyrr hafa veiðst yfir 150.000 laxar samtals á þremur ár- um eins og síðustu ár. En hefur þetta ekki ver- ið varnarbarátta fyrir hönd laxins? „Jú, en nú er hún að snúast í útrás. Í gróða. Hér á landi veltir stangaveiði á annan tug milljarða. Það er furðulegt en satt að það er enn til fólk sem vill drepa allan lax!“ Orri hristi höf- uðið undrandi. „Ástæðan fyrir því að það gengur svona illa í fiskiðnaði um allan heim er fyrst og fremst ein: það hefur í allt of langan tíma verið drepið allt of mikið af fiski. Það er ekki flóknara en svo. Auðvitað blandast fullt af smáatriðum inn í það, en þetta er aðalatriðið. Til að veiðistjórnun gangi upp tel ég að það þurfi einfaldlega að gera viðskiptasamninga sem báðir undirrita. Ef verndarstefnan er við- skiptalegs eðlis, þá virða allir aðilar hana.“ Orri sagðist afskaplega ánægður með að fá Goldman-verðlaunin. „Þetta er stór punktur á mínum æviferli,“ sagði hann hugsi. Bætti svo við: „Þetta er auðvitað viðurkenning á því að hugmyndafræðin er góð, og hefur öðlast við- urkenningu. Fræðimenn við virtar stofnanir hafa verið að skrifa um þetta. Við erum ein- faldlega að reyna að leysa verkefnið á nokkuð nýstárlegan hátt, með hagrænum lausnum, ekki bara líffræðilegum.“ Hann sagði að vissulega væri hægt að líta á hugmyndir sínar um fiskveiðistjórnun sem til- lögu til lausnar á umhverfisvanda, einskonar „grænan kapítalisma“. Verndarsjóður íslenskrar náttúru Eftir alla þessa baráttu fyrir laxinn á Orri sér draum um að nota sömu hugmyndafræði til verndar og stuðnings íslenskri náttúru. „Það yrði verndarsjóður íslensku náttúrunnar. Við höfum verið að ræða þetta í litlum hópi. Það þyrfti til að mynda að beina sjónum að endurheimt votlendis. Fá grasrótarsamtök til liðs við okkur, þau söfnuðu fé til starfans, við gæfum þriðjung og sveitarfélögin annan þriðj- ung á móti. Þetta getur hæglega gengið,“ sagði hann og áætlun um nýja baráttuherferð var sýnilega tekin að mótast í huganum. því að n er góð Morgunblaðið/Golli ðlis, þá virða allir aðilar hana,“ segir nin í gærkvöldi. rlýsingu frá Goldman- lltrúi nýrrar tegundar m sameini viðskipta- rnda umhverfið. Hann er fyrsti fulltrúi viðskiptalífsins sem hlýtur Goldman-verð- launin. Roger Harrison, fyrrum framkvæmdastjóri dagblaðsins Observer í Bretlandi, segir að fjöldi fólks líti á Orra sem verndardýrling laxins. „Án viljafestu Orra og hæfileika hans til að ræða jafnt við ráðamenn í Washington og í Evrópu, sem og stóra hópa netaveiðimanna, væri lítil von um uppbyggingu þessarar merkilegu fiskitegundar,“ segir Harrison. Frá árinu 1989 hafa samtök Orra safnað yfir tveimur millj- örðum króna og notað féð til að kaupa upp net fiskimanna sem veitt hafa Atlantshafslaxinn í hafinu. NASF hefur starf- að með ríkisstjórnum landa við Norður-Atlantshaf, sem hafa tekið þátt í greiðslum til veiðiréttarhafa, en Orri hefur lagt áherslu á að allir sem hafa stundað veiðar úr laxastofnum í hafinu, eins og við Færeyjar og Grænland, og nú síðast neta- veiðimenn á Írlandi og Noregi, fái greitt fyrir að hætta veið- um. Áhrif þessara aðgerða hafa verið þau að á síðustu árum hefur fjöldi þeirra laxa sem ganga úr hafi til að hrygna í sín- um heimaám aukist að nýju. Samkvæmt áætlunum NASF hefur dregið úr veiðum atvinnumanna á laxi í Norður- Atlantshafi um meira en 75% á síðustu 15 árum. Áætlað er að um fimm milljónum laxa hafi verið bjargað frá að lenda í net- um. „Markmið mitt er endurreisa það magn villtra laxa sem fannst hér áður beggja vegna Atlantshafsins,“ er haft eftir Orra í yfirlýsingu Goldman-samtakanna. „Þetta næst aðeins með því að vernda fiskinn í hafinu. Ef fjölga á í laxastofnum, og í öðrum fiskistofnum í hafinu, þá verðum við einnig að vernda alla fæðukeðjuna.“ r tegundar tumanna“ Morgunblaðið/Einar Falur ví að vernda villta gt að veiða lax í ám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.