Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VORIÐ er skriðið á land úr suðri og eirir hvorki fönn né frera. Á Kárahnjúkum, nyrst á hálendi Ís- lands, var í gær rjómaveður eins og þau verða fegurst á Íslandi á vorin, að sögn Sigurðar Arnalds verk- fræðings og almannatengslafull- trúa Kárahnjúkavirkjunar. „Hitinn er rétt yfir frostmarki, hlýindi framundan og kominn vorhugur í mannskapinn.“ Sigurður segir und- anfarna vetur og þann nýliðna hafa verið snjólétta miðað við það sem áður var, en þó hafi komið nokkrir erfiðir kaflar í vetur. Hann segir mikið að gera, snúning á öllu, og að mannskap hafi ekki fækkað nema síður væri. „Það er allslags frágangsvinna eftir, sérstaklega í jarðgöngunum og við stóru stífluna er verið að steypa yfirfallsrennu. Þetta er úti- vinna á miðju hálendi Íslands og vetur rétt að skríða burt.“ Sigurður kveðst telja að Impreg- ilo sé ennþá með um 1300 manns í vinnu, en með öllu starfsfólki séu þar um 1600–1700 manns. „Það er ekkert minna en þegar mest var. Þetta er endasprettur á ákveðnum þáttum við að koma virkjuninni í gang, en sá verkþáttur sem heldur áfram til ársins 2008, er vatnið sem á að koma úr Jökulsá á Fljótsdal, austan Snæfells. Þar verður haldið áfram út næsta ár. Þótt það al- mesta sé búið lýkur verkinu ekki fyrr en í árslok 2008.“ Hæðin í lóninu nemur nú tæpum 575 metrum yfir sjávarmáli, og þá vantar 50 metra upp á að lónið sé fullt. Dýpið næst stíflunni er orðið um 125 metrar. Sigurður segir vatnsborðið hafa hækkað mikið undanfarinn mánuð, eða um fimm metra. „Það hafa verið blotar og hlýindi upp á síðkastið. Við reikn- um með að fullri vatnshæð verði náð síðsumars.“ Gróður er lítið farinn að gera sig sumarlegan, enda hæsti hluti vinnusvæðisins í um 650 metra hæð yfir sjávarmáli. „Heiðagæsin er ókomin, en hún verpir innmeð öllu þessu svæði.“ Engin fækkun á mannskap Vorið er komið á Kárahnjúka þar sem nærri 1.700 manns eru enn við störf Ljósmynd/Þórhallur Árnason Kárahnjúkar „Hitinn er rétt yfir frostmarki, hlýindi framundan og kominn vorhugur í mannskapinn,“ segir Sigurður Arnalds. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld fékk lög- reglan í Reykjavík tilkynningu um að bíl hefði verið ekið upp á stein við Öskjuhlíð. Báðir líknarbelgirnir voru sprungnir og bíllinn hafði verið yfirgefinn. Haft var samband við skráð- an eiganda og í ljós kom að hann saknaði bíls- ins. Talið er að bílnum hafi verið stolið á laug- ardeginum. Eigandi hafði ekki orðið var við það að bíln- um hefði verið stolið fyrr en lögregla hafði samband. Bíllinn bíður þess nú að verða sótt- ur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Yfirgefinn með sprungna líknarbelgi „ÞAÐ er hægt að hafa eldvarnir samkvæmt lögum og reglugerðum í gömlum húsum ef þau eru tekin í gegn eins og t.d. Geysishúsið í Að- alstræti var tekið,“ segir Björn Karlsson brunamálastjóri. Berg- steinn Gizurarson, fyrrverandi brunamálastjóri, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að hefði brunahólfun verið í lagi í húsunum sem brunnu í miðborginni í síðustu viku hefði eldurinn ekki borist jafn hratt á milli húsa og raun bar vitni og því væri ljóst að eldvarnareft- irlit hefði brugðist. Bergsteinn, sem var brunamálastjóri í 15 ár, sagðist ekki taka þau rök gild að erfitt væri að koma upp nægileg- um brunavörnum í þetta gömlum timburhúsum. Slíkum húsum væri eins og öðrum hægt að skipta nið- ur í brunahólf. „Það hús [Geysishúsið] var meira eða minna skrallað að inn- an,“ heldur Björn áfram, „og eftir stóðu einungis útveggirnir. Húsið var síðan algjörlega endurbyggt með nútíma byggingarefnum og nútíma byggingaraðferðum. Þann- ig er hægt að ná upp góðum brunavörnum í svona gömlu húsi.“ Það segir Björn þó kosta um það bil þrisvar sinnum meira en að byggja alveg glænýtt hús. Björn segist vera sammála Bergsteini um að hægt sé að tryggja eldvarn- ir í gömlum húsum og segist fagna allri umræðu þar um. Skipulags- og byggingarlög eru ekki afturvirk „Stjórnvöld, þ.e.a.s. brunamála- yfirvöld og slökkviliðin í landinu, hafa hins vegar ekki stjórnvalds- heimildir til að krefja eigendur húsa sem eru hundrað ára eða eldri um að rífa húsið sitt og byggja það aftur,“ segir Björn. Aðspurður jánkar hann því að öll mjög gömul hús í landinu séu þannig í sömu áhættu gagnvart bruna, en bendir þó á að skipu- lags- og byggingarlög séu ekki aft- urvirk. Björn segir eldvarnareftirlitið geta farið í gömul hús og krafist þess að þau séu hólfuð af með eld- tefjandi efnum, gipsveggjum og slíku. „Það er gert og sett viðvör- unarkerfi í húsin. Eldvarnareftir- litið getur þannig farið fram á heil- miklar endurbætur í húsum þó að ekki sé hægt að fara fram á að húsið sé rifið til grunna og byggt aftur,“ segir hann með áherslu. „Það breytir ekki því að húsið er áfram gamalt og allir innveggir eru með holrýmum á milli og það sem var innan í veggjunum er þar ennþá. Auk þess er oft notað sag sem einangrunarefni á milli hæða. Þannig eru eldri hús einfaldlega í meiri brunahættu en ný hús.“ Gríðarlegur kostnaður fylgir því að tryggja brunavarnir í mjög gömlum húsum Ekki hægt að setja kröfur um að hús séu endurbyggð Í HNOTSKURN »Árið 2004 kviknaði íLækjargötu 2. Þá mátti engu muna að eldurinn næði sér verulega á strik. »Slökkviliðið var komið ástaðinn fimm mínútum eftir tilkynningu og var það talið hafa ráðið úrslitum um að tókst að stöðva útbreiðslu eldsins. ÞAÐ er sólríkt hjá Erlu, fimm ára tátu sem krítar hér fagurlega á Laugaveginn. Ef marka má Mary Poppins og vin hennar Bert, er fátt skemmtilegra en að kríta sig beinustu leið inn í ævintýraheimana. Krítað liðugt Morgunblaðið/Ásdís SVEITARSTJÓRNIR Aðaldælahrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa ákveðið að kanna kosti þess að sameina sveit- arfélögin og skipað til þess samstarfsnefnd samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Í nefndinni eiga sæti Bjarni Höskuldsson og Hólmgeir Hermannsson, f.h. Að- aldælahrepps, Böðvar Pétursson og Dagbjört Bjarnadóttir, f.h. Skútustaða- hrepps, og Ásvaldur Þormóðsson og Erlingur Teitsson, f.h. Þingeyjarsveitar. Erlingur er formaður nefndarinnar. Reinhard Reynisson á Húsavík hefur verið ráðinn í hlutastarf sem verkefn- isstjóri. Tilurð og starf nefndarinnar hefur verið kynnt félagsmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sameining rædd í Þingeyjarsveit EITT FÍKNIEFNAMÁL kom upp í Borg- arnesi og nágrenni um helgina og þrír voru teknir við akstur, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Upp komst um málin við hefðbundið eftirlit. Einn þeirra sem teknir voru var grun- aður um vörslu fíkniefna. Um er að ræða þrjú aðskilin mál. Að öðru leyti virtist vera rólegt yfir landsmönnum um helgina þó að eitthvað hafi verið um umferðarlagabrot. Fíkniefnamál í Borgarnesi SAMKVÆMT könnun Fréttablaðsins eru Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð með svipað fylgi. 20,3% segjast myndu kjósa Samfylkingu en 19,7% vinstri græna. Samfylkingin fengi því fjórtán menn kjörna og vinstri græn þrettán. Sjálfstæðisflokkur er með 41,2% fylgi og fengi 29 menn kjörna. Framsókn bætir við sig og mælist með 10,4% og fengi sjö þingmenn. Fylgi annarra flokka mælist innan við 5%. Framsókn fengi sjö menn kjörna KARLMANNI, sem færður var til yfir- heyrslu hjá lögreglunni á Selfossi eftir hnífstungu í Þorlákshöfn á laugardag, hefur verið sleppt. Atvik voru þau að karl- maður á þrítugsaldri var stunginn í hand- legg með eldhúshnífi rétt eftir hádegi á laugardag í Þorlákshöfn. Maðurinn hafði deilt við annan mann sem barði hann með stól auk þess að stinga hann. Áverkarnir voru ekki alvarlegir, en sá særði var flutt- ur á slysadeild á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. Lögregla leitaði gerandans og fann hann síðdegis á laugardag. Málið er í rannsókn. Karlmaður stung- inn í handlegg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.