Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 27
Atvinnuauglýsingar
Stýrimann, vélavörð
og matsvein
vantar á Mörtu Ágústsdóttur
frá Grindavík til netaveiða
Upplýsingar í síma 854 2014 og 898 2013.
Duglegir menn!
Við störfum við pökkun, frágang og flutninga á
búslóðum milli húsa/landshluta og landa. Við
leitum að hraustum og duglegum mönnum á
aldrinum 20-40 ára til sumar- og framtíðar-
starfa. Æskil. að umsækjendur hafi bílpróf. Góð
laun fyrir góða menn. Umsóknir með uppl. um
aldur og fyrri störf sendist til olih@propack.is.
Bifvélavirki
Loftorka óskar eftir að ráða bifvélavirkja á
verkstæði sitt. Leitað er eftir vönum manni
með reynslu í viðgerðum vörubíla og vinnu-
véla. Fyrirtaks vinnuaðstaða, fæði á staðn-
um og heimkeyrsla.
Upplýsingar hjá Brynjólfi Brynjólfssyni verk-
stæðisformanni.
Loftorka, Reykjavík ehf.,
Miðhrauni 10,
310 Garðabæ,
sími 565 0876
Loftorka hefur síðan 1962 verið í verktakastarfsemi og unnið
í jarðvinnu og malbikun.
Raðauglýsingar 569 1100
Til sölu
Heildsala - Smásala
til sölu með eigin innflutning og góða
álagningu ásamt fínum samböndum.
Góð uppgrip framundan. Verð ca 12 m.
Svar merkt: ,,Tækifæri’’ sendist á netfang:
galle@isl.is
Félagslíf
I.O.O.F. 19 1874238 M.R.
I.O.O.F. 10 1874238 r.
HEKLA 6007042319 IV/VV LF
GIMLI 6007042319 I
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Slaktaumatölt
1. Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi
F: (7,37) - Ú: (7,83)
2. Sigurður V Matthíasson og Hylur frá
Stóra-Hofi F: (7,47) - Ú: (7,79)
3. Eyjólfur Þorsteinsson og Hárekur frá
Vindási F: (7,27) - Ú: (7,75)
4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Baldvin
frá Stangarholti F: (7,53) - Ú: (7,50)
5. Sævar Örn Sigurvinsson og Þota frá
Efra-Seli F: (7,20) - Ú: (7,42)
6. Hinrik Bragason og Glæsir frá Ytri-
Hofdölum F: (7,20)- Ú: (7,38)
7. Sigurður Sigurðarson og Frami frá Víði-
dalstungu F: (6,97) - BÚ: (7,13) - AÚ:
(7,21)
Flugskeið
1. Sigurður Sigurðarson og Drífa frá Haf-
steinsstöðum F: (5,76) - Ú: (5,65)
2. Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá
Keldudal F: (5,92) - Ú: (5,95)
3. Viðar Ingólfsson og Arna frá Varmadal
F: (5,97) -Ú: (6,01)
4. Sigurður V. Matthíasson og Birtingur
frá Selá F: (6,25) - Ú: (6,11)
5. Jóhann G. Jóhannesson og Ákafi frá
Lækjarmótum F: (6,05) - Ú: (6,21)
6. Valdimar Bergstað og Snjall frá Gili F:
(6,20) - Ú: (6,24)
7. Hulda Gústafsdóttir og Saga frá Lyng-
haga F: (6,19) - Ú: (6,26)
8. Lúther Guðmundsson og Gletta frá
Stóru-Seylu F: (6,31) - Ú: (6,31)
9. Haukur Baldvinsson og Hróður frá
Keldudal F: (6,01) - Ú: (lá ekki)
10. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Kjarri
frá Steinnesi F: (6,29) - Ú: (lá ekki)
Stigakeppni meistaradeildar
VÍS 2007
1. Viðar Ingólfsson með 50 stig
2. Sigurður Sigurðarson með 48 stig
3. Sigurbjörn Bárðarson með 44 stig
4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson
5. Hulda Gústafsdóttir
6. Sigurður Vignir Matthíasson
7. Jóhann G. Jóhannsson
8. Atli Guðmundsson
9. Sölvi Sigurðsson
10. Haukur Baldvinsson
11. Eyjólfur Þorsteinsson
12. Páll Bragi Hólmarsson
13. Hinrik Bragason
14. Sævar Örn Sigurvinsson
1. Lið IB.is með 724 stig
2. Lið Málningar með 695 stig
3. Lið Icelandair með 665 stig
4. Lið Kaupþings með 603 stig
Úrslit
HESTAR
MEISTARADEILD VÍS tók
óvænta stefnu á lokamóti deildar-
innar. Viðar Ingólfsson, sem var í
fjórða sæti yfir stigahæstu knap-
ana, kom sterkur inn á lokasprett-
inum. Í slaktaumatölti kom hann,
sá og sigraði með glæsibrag eftir
að hafa verið þriðji eftir forkeppni.
Í flugskeiðinu varð hann svo þriðji
og tryggði sér með því meistaratitil
meistaradeildar VÍS 2007.
Áður en keppni hófst stóð Þor-
valdur Árni Þorvaldsson efstur í
knapakeppninni. Hann byrjaði
kvöldið vel með því að fara efstur
inn í úrslit í slaktaumatöltinu á
Baldvini frá Stangarholti.
Ekki gekk honum þar sem skyldi
og endaði fjórði. Þorvaldur missti
svo endanlega af lestinni í úrslitum
flugskeiðsins þegar Kjarri frá
Steinnesi lá hvorugan sprettinn hjá
honum í úrslitum.
Mikil spenna
Í úrslitum slaktaumatöltsins var
mikil spenna og munaði ekki miklu
á efstu mönnum. Í b-úrslitum var
einvígi á milli Sigurðar Sigurðar-
sonar og Sigurbjarnar Bárðarson-
ar. Báðir þurftu nauðsynlega að
komast í aðalúrslit til að ná sér í
sem flest stig í knapakeppninni
enda var Siggi þá í öðru sæti og
Diddi í því þriðja. En svo fór að
Siggi fór alla leið þó svo ekki hafi
munað miklu á þeim. Í úrslitum var
gríðarleg spenna. Eftir frjálsa ferð
og hægt tölt var ljóst að Viðar væri
efstur. Ekki var samt langt í Sig-
urð V. Matthíasson sem fékk svo
hærri einkunnir fyrir slaktauma-
töltið en Viðar. Það voru því allir
með öndina í hálsinum þegar sigur-
vegarinn var kynntur. Sem fyrr
segir var það Viðar Ingólfsson sem
vann en hann reið Tuma frá Stóra-
Hofi sem hefur reynst honum gríð-
arlega vel síðustu ár. Fengu þeir í
einkunn 7,83. Næstur, með 0,04
stigum minna, eða 7,79, kom svo
Sigurður V. Matthíasson á Hyl,
einnig frá Stóra-Hofi.
Fljótur, fljótari, fljótastur
Fyrir flugskeiðið var Viðar því
búinn að skjóta sér upp í efsta sæti
stigakeppninnar með sex stiga for-
skot á næsta mann. Í forkeppninni
náði Viðar mjög góðum tíma strax í
fyrstu umferð og ákvað því að hvíla
hestinn og sleppa spretti númer tvö
líkt og nokkrir aðrir gerðu. Fljót-
astur inn í úrslit var Sigurður Sig-
urðarson á Drífu frá Hafsteins-
stöðum á tímanum 5,76 sekúndur. Í
úrslitum giltu svo tímarnir úr
undanrásum ekki og því allir með
hreint borð og með jafna möguleika
á að vinna. Eftir fyrri ferð leiddi
Sigurður Sigurðarson með tímann
5,80 sekúndur. Í annarri umferð
gerði Sigurbjörn Bárðarson svo at-
lögu að fyrsta sætinu en tókst ekki
betur en svo að hann náði aðeins
tímanum 5,95 og öðru sæti. Ljóst
var því Sigurður var búinn að vinna
áður en hann lagði Drífu í loka-
sprettinn. En Sigurður er nú ekki
þekktur fyrir að slaka á gerði enn
betur og fór brautina á 5,65 sek-
úndum.
Úrslitin voru því ljós og var Við-
ar Ingólfsson krýndur meistari
meistaranna í meistaradeild VÍS
2007. Viðar fór ekki tómhentur
heim í þetta skiptið. Fyrir sigurinn
fékk hann að launum 600 þúsund
krónur auk þess að hafa fengið 100
þúsund fyrir sigurinn í slaktauma-
töltinu og 30 þúsund fyrir þriðja
sætið í flugskeiðinu.
Í liðakeppninni sigraði lið IB.is
og fékk að launum 600 þúsund
krónur eða 100 þúsund á hvern
liðsmann.
Óvænt Viðar Ingólfsson kom á óvart á lokamóti meistaradeildar VÍS. Skeið Sigurður Sigurðarson og Drífa frá Hafsteinsstöðum á flugskeiði.
Viðar meistari meistaranna
Fögnuður Viðar Ingólfsson fagnar meistaratitlinum.
Eftir Eyþór Árnason
Fréttir í
tölvupósti