Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 35 * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * Sýnd kl. 6 ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU! ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... eeee LIB Topp5.is „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ V.I.J. Blaðið The Hills Have Eyes 2 kl. 6, 8 og 10 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 5:30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára Science of Sleep kl. 8 og 10 B.i. 7 ára -bara lúxus Sími 553 2075 M A R K W A H L B E R G Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU! LA SCIENCE DES REVES eeee „Kvikmyndamiðillinn leikur í höndum Gondrys!“ - H.J., Mbl eee - Ólafur H.Torfason eee - L.I.B.,Topp5.is eeee „Sjónrænt listaverk með frábærum leikurum“ - K.H.H., Fbl ÍSLEN SKT TAL Magnaður spennutryllir með súperstjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Sýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 Með ísl. tali ÍSLEN SKT TAL Sími - 551 9000 ÞEIR sem þekkja til grimmrar ver- aldar harðjaxlanna, kennda við Swag- ger-ættina, bregður ekki við ofbeldið, spennuna, dramatíkina né stórkarla- lega en útsjónarsama sögufléttuna. Allt eru þetta einkenni á bókum Stephens Hunter, (sem einnig er kvikmyndagagnrýnandi stórblaðsins Washington Post), um þrjá ættliði löggæslumannanna og stríðshetjanna með þetta ágæta eftirnafn. Skytta er byggð á Point of Impact, sem segir frá mannraunum yngsta Swaggers- ins, Bobs Lee (Wahlberg), fyrrum hermanns í Víetnam stríðinu, þar sem hann murkaði úr launsátri, lífið úr herdeild Víet Cong, og bjargaði þar með líftórunni. Einn síns liðs. Skytta er nokkuð breytt frá bók- inni, eins og gengur. Til að nálgast efnið frá nútímanum, er Swagger hetja úr stríði í Afríku, þar sem hann lenti í mannraunum og er hættur í landgönguliðinu. Þessi afburðaskytta er sest að, ásamt hundinum sínum Sámi, á eyðibýli í Klettafjöllunum og á sér einskis ills von þegar sérsveit- arforinginn Johnson (Glover), þefar hann uppi. Ástæðan að óttast er um að forsetanum verði sýnt banatilræði á næstu vikum og nú er þörf á ein- stökum hæfileikum Swaggers til að finna út hvar og hvenær afburða- skytta tekur í gikkinn. Johnson höfðar til föðurlandsástar Swaggers, sem kemur út úr hýði sínu og allt gengur samkvæmt áætlun uns skot leyniskyttunnar ríður af. Þá snöggskipast veður í lofti. Swagger uppgötvar á sama augnabliki að hann hefur verið leiddur í gildru – er blóra- böggullinn sem á að sitja uppi sem sökudólgurinn. En það tekst ekki að drepa hann í kjölfarið, gamla stríðs- hetjan kemst undan í borgarlandslag- inu, þrælmenntaður úr herskóla land- gönguliðs flotans og hertur úr fjölda styrjaldarátaka, er hann til að byrja með músin, alríkislögguherinn, kött- urinn. Fuqua (Training Day, Tears of the Sun), hefur ekki gert betur til þessa, hráefnin eru öll til staðar í handritinu og leikstjórinn keyrir myndina áfram án þess að áhorfandanum gefist tími til að blikka auga (eða velta fyrir sér framvindunni.) Hann býr okkur und- ir eftirleikinn í þrælmögnuðu upp- hafsatriði úr Eþíópíu þar sem sýnt er hvers leyniskyttan Swagger er megnug. Sallar niður sína sextíu og fimm, hér er maður á ferð sem betra er að hafa með sér en á móti. Skítt með að klína á hann morði, Swagger fyrirgefur þeim aldrei að drepa Sám fóstra. Til að gera slíkt ofbeldisævintýri, þar sem söguhetjan ann sér ekki hvíldar fyrr en hann hefur náð fram hefndum og er hundeltur í þokkabót, þarf sterkan karakter í burðinn. Lík- lega er betri leikari en Wahlberg vandfundinn, hann á rosalegan dag sem Swagger, maður kaupir allar hans gjörðir án þess að velkjast í vafa. Wahlberg hefur ekki verið betri sem spennumyndahetja og hefur skipað sér í fremstu röð. Mikið er ánægjulegt að sjá gamla góða Glover rísa upp úr gleymsku og þá með þvílíkum krafti að það er un- un að horfa á þá Wahlberg bítast um senustuldinn í hverju atriðinu á fætur öðru. Peña og Mara, sem eru einu persónurnar sem Swagger getur treyst sér til fylgilags, eiga góðan dag. Í það heila tekið er Skytta óvenju líflegur og hugvitssamlegur spennutryllir, skemmtun í þessari grein afþreyingar gerist ekki betri. Góð „Í það heila tekið er Skytta óvenju líflegur og hugvitssamlegur spennutryllir, skemmtun í þessari grein afþreyingar gerist ekki betri.“ Adrenalín, blý og blóð KVIKMYNDIR Laugarásbíói, Sambíóunum Álfa- bakka og Keflavík og Borgarbíói Akureyri. Skytta/ Shooter  Leikstjóri: Antoine Fuqua. Aðalleikarar: Mark Wahlberg, Michael Peña, Danny Glover, Kate Mara, Ned Beatty. 125 mín. Bandaríkin 2007. Sæbjörn Valdimarsson LEIKARARNIR og vinirnir George Clooney og Brad Pitt hafa samþykkt að leika í næstu kvikmynd Coen- bræðra, sem sögð er bera titilinn Burn after Reading. Vefsíða danska blaðsins Politiken segir frá þessu. Lítið hefur verið gefið upp um söguþráð myndarinnar en hún er þó sögð fjalla um leyniþjónustumann sem týnir disklingi með drögum að bók sem hann er að skrifa. Coen bræður þykja með sérstæðari kvik- myndagerðarmönnum Bandaríkj- anna, en myndir þeirra vekja þó jafn- an mikla athygli. Hvað þekktastar eru myndirnar Fargo og The Big Le- bowski auk myndarinnar O Brother Where Art Thou, en þar lék George Clooney einmitt aðalhlutverkið. Leika í næstu mynd Coen-bræðra Brad Pitt George Clooney

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.