Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 32
Þeir líta mikið til Ís-
lands og vilja sjá meiri
samgang á milli eyjanna… 36
»
reykjavíkreykjavík
Ídag fögnum við alþjóðlegum degi bók-arinnar en Fluga og félagar kortlögðusumarfríið á Kaffi París á laugardaginnog kættust yfir öllum nýju þýddu frum-
útgáfunum á kiljum sem verða sko lesnar á
suðrænni ströndu undir pálmatré. Sérstaklega
kitlar lestrarlauka fraukanna Saffraneldhúsið
eftir Tessu de Loo og Musterisriddarinn eftir
Raymond Khoury. Og meira af bókum; milli-
lent var á Borgarbókasafninu til að byrgja sig
upp af eldsneyti, þ.e. bókum, og rakst gerið
þar á útvarpskonuna og Kontrapunktinn Unu
Margréti Jónsdóttur, pottþétt í sömu hugleið-
ingum. Á sumardaginn fyrsta hljómaði grát-
kór sannra miðbæjarmaddama í Austurstræti
þegar ungar Reykjavíkurdætur fáruðust yfir
rjúkandi rústum Pravda – heitasta og heitt-
elskaðasta hnakkastaðarins. Borgarbúar á
borð við leikkonuna og hefðardömuna Krist-
björgu Keld og Þorgeir Ástvaldsson yfirbítil á
Bylgjunni spásseruðu ábúðarfullir um mið-
borgina og fólk virti forvitið fyrir sér bruna-
rústirnar í Austurstræti og sleikti ís á meðan.
Römm brunalyktin hafði seiðmögnuð áhrif á
lífið í bænum um helgina og Skerjafjarðar-
skáldið Kristján Hreinsson mætti bóndalegur í
gamaldags sparifötum í stórborgina. Upp úr
aldamótum voru húsbrunar einmitt tíðir í
Reykjavík og var fyrrgreint skáld eins og
klipptur út úr svarthvítri mynd frá þeim tíma.
Fluguflokkurinn fríði fór svo í menningar-
og tískugönguför á laugardaginn, altso þræddi
Laugaveginn, og vakti sérstaka athygli og
kátínu að í hönnunarversluninni ELM í Banka-
stræti var útstilling á drifhvítum kvenspari-
fatnaði með nett kristilegu, eða alla vega púrí-
tönsku, ívafi. Skotmarkið eflaust fínu
fermingarmömmurnar. Mættum leikaranum
Benedikt Erlingssyni með nýbónaðan skall-
ann, blokkflautuskáldinu Gísla Helgassyni í
æðislegum rúskinnsjakka og líka gamla frétta-
hauknum Ingimari Ingimarssyni sem tölti
með hund sinn. Svo bar einnig vel í veiði er við
hittum vinina og rithöfundana Halldór Guð-
mundsson og Einar Kárason sem voru rölt-
andi og spjallandi á gömlum heimaslóðunum í
Hlíðunum. Klukkan sem stendur á Lækjar-
torgi, og á að vera eins konar tákn torgsins, er
alltaf biluð sem er auðvitað bara fáránlegt.
Villi minn; ertu ekki til í að gefa okkur borgar-
börnunum nýja, flotta klukku? Og þar sem
fröken Reykjavík er fuðruð upp, gætirðu ekki
sæmt fröken flugu þeirri eftirsóttu nafnbót í
leiðinni? Með viðhöfn, takk. | flugan@mbl.is
Ísleifur Þórhallsson og
Andrea Róbertsdóttir.
Elísabet Kvaran og Ingibjörg Skúladóttir.
Silja Ragnarsdóttir og Bjarni Arason.Hrefna María Eiríksdóttir og
Lilja Björg Eiríksdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Stefán Már Magnússon, Freyr Eyjólfsson, Guðni Már
Henningsson og Jakob Smári Magnússon.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svanhildur Björnsdóttir og
Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Bríet Ósk Magnúsdóttir og
Ásthildur Guðmundsdóttir.
Eva Guðjónsdóttir, Áróra Bergsdóttir og
Urður Bergsdóttir.
Bergþóra Þorsteinsdóttir og
Krístín Sigurðardóttir.
Rakel Hjartardóttir, Þórunn Elva,
Vigdís Gýja og Ylfa Ásgerður.
Jónas Halldórsson og Haukur Guðnason.
Lestrarlauka-
kitl og miðbæjar-
maddömur
. . . var fyrrgreint skáld eins og klipptur
út úr svarthvítri mynd frá þeim tíma . . .
»HljómsveitinSíðan skein sól
hélt tuttugu ára
afmælistónleika
sína á Stóra svið-
inu í Borgarleik-
húsinu.
» Söngleikurinn Grettir var frumsýndur í Borgarleikhúsinu.
»HalldórHrafn opn-
aði mynd-
listarsýningu
í Skotgallerí-
inu, Óðins-
götu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurður Ernir Þórisson og
Ásþór Þórisson.
Halldór Hrafn Guðmundsson og
Jón Pálmar Siguðsson.
flugan