Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur Runólfs-dóttir fæddist í Syðri Tungu, Stað- arsveit, 8. mars 1920. Hún lést á Landakotsspítala 12. apríl 2007. For- eldrar hennar voru Runólfur Dagsson, f. 3.9. 1896, d. 16.5. 1953, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 17.9. 1890, d. 21.1. 1972. Systkini hennar: Stefanía, f. 6.6. 1923, Elín, f. 12.7. 1926, d. 24.6. 1997, Sig- urður, f. 6.6. 1928, Aðalheiður f. 10.11. 1929, og Hulda Aðalbjörg, f. 19.6. 1932, d. 29.6. 1935. Eiginmaður Unnar var Val- geir Kristjánsson, klæðskeri, f. 7.8. 1900, d. 10.9. 1961. For- eldrar hans voru Kristján Egg- son, f. 15.3. 1944. Börn þeirra: Sigurður Eggert, Ásgeir Már og Unnur. 4) Auður, f. 21.4. 1953, maki Sigurgeir Þráinn Jónsson, f. 26.2. 1952. Dætur þeirra: Sól- ey Ósk, Berglind og Auður Sif. Barnabarnabörnin eru orðin 23. Unnur og Valgeir bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap, lengst af í Nökkvavogi 29. Unn- ur flutti 1980 í Kambasel 85 og bjó þar til æviloka. Unnur starfaði í mörg ár á barnagæsluvelli í Vogahverfinu og sem matráðskona í Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Einnig vann hún í mötuneyti Íslenskra aðalverktaka, bæði í Hvalfirði og á Keflavíkurflugvelli. Nokkur sumur vann hún á Hótel Búðum hjá mágkonu sinni Lóu Krist- jánsdóttur. Unnur vann í 21 ár eða til starfsloka árið 1990 á Hrafnistu í Reykjavík, lengst af sem verkstjóri. Útför Unnar verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.00. ertsson, f. 10.3. 1872, d. 30.10. 1953, og Guðný Guðna- dóttir, f. 30.8. 1868, d. 11. maí 1958. Börn Unnar og Val- geirs eru: 1) Birna f. 17.1. 1941, maki Rúnar G. Guð- jónsson, f. 16.9. 1940. Börn þeirra: Ásgeir Örn, Valgeir, Ásdís María og Íris Ósk. 2) Víðir, f. 23.5. 1943, kvæntur Jakobínu Sig- urbjörnsdóttur, f. 20.11. 1942, þau skildu. Synir þeirra: Valgeir (látinn) og Unnar Víðir. Seinni kona Víðis var Guðrún Jóna Ib- sen, fædd 21.8. 1967, dáin 23.2. 1999. Börn þeirra: Íris Ósk og Ingólfur Snær. 3) Guðrún, f. 25.6. 1946, maki Ásgeir Sigurðs- Elsku amma mín. Þú hefur núna fengið hvíldina sem þú þráðir í lokin. Ég veit að þér líður betur en samt er söknuðurinn í hjarta mínu svo mikill. Minningarnar sem skjóta upp kollinum eru svo ljúfar. Þú áttir stóran þátt í uppeldi mínu og ég er þér þakklát fyrir það. Þegar pabbi var á sjónum leist þú eftir okkur systrum á meðan mamma vann. Okk- ur fannst þú stundum ofvernda okkur svolítið en ég skil það svo vel í dag enda orðin móðir sjálf. Við gátum alltaf skroppið til þín, því bjuggum við hlið við hlið á sama stigagangi í mörg ár. Þú varst svo klár í hönd- unum og ég leit svo upp til þín fyrir það. Þú gast saumað allt og það lék í höndum þínum. Mér fannst sauma- herbergið þitt alltaf svo áhugavert. Saumavélin gamla á saumaborðinu sem hægt var að fela ofan í borðinu var töfrum líkust. Skápurinn þinn, fullur af fallegum efnisafgöngum, sem þú geymdir, vakti líka forvitni mína. Ég held að ég hafi aldrei séð drasl heima hjá þér, ekki einu sinni pínulítið. Það var alltaf allt hreint og fínt hjá þér. Þú varst svo mikil kjarnakona og duglegri manneskju er erfitt að finna. Svo glæsileg og fín- leg en samt svo mikið hörkutól. Þú og Bryndís dóttir mín áttuð svo vel sam- an. Hún var alltaf svo róleg og ljúf í kringum þig og vildi helst sitja ná- lægt þér og spjalla svolítið. Þið voruð svo góðar saman og ljómuðuð báðar í návist hvor annarar. Þegar ég var lít- ið barn söngstu oft fyrir mig lítið lag fyrir svefninn. Ég vil enda á því að syngja það fyrir þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku besta amma mín. Lullu lullu bía, litla barnið mitt. Bráðum kemur dagurinn með blessað ljósið sitt. Bráðum kemu dagurinn með birtu og stundarfrið. Þá skal mamma syngja um sólskinið. (Davíð Stefánsson.) Þín Sóley. Elsku amma mín. Ég er niðurbrot- in að hafa misst þig og ég er svo þakklát fyrir samtalið sem við áttum kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim. Ég gat sagt þér hvað ég elska þig mikið og þú sagðir hve mikið þú elskaðir mig, elsku amma. Þú varst stoð okkar og vinur. Þú komst til okk- ar og hjálpaðir okkur í Hveragerði þegar mamma veiktist og varst alltaf að huga að okkur og vernda. Þegar hún dó fann ég hversu mikið þú elsk- aðir fólkið þitt, hlýjuna lagði frá þér. Þú kenndir mér að hirða hárið mitt og flétta það þegar við vorum í sum- arbústaðnum á Laugarvatni. Þá var nú gaman. Þú sagðir okkur að fara varlega í sundlauginni og sagðir „þið verðið eins og sveskjur ef þið eruð svona lengi í lauginni, sauðirnir ykk- ar“. Það var gaman að ferðast um landið með þér, þá varstu nú ánægð að sjá landið þitt. Manstu á Kirkju- bæjarklaustri, þá hélt fólkið að þú værir mamma okkar og að þú værir konan hans pabba. Þú varst svo ung- leg og falleg, elsku amma mín. Ég bið góðan Guð að passa þig og varðveita og vona að þú hittir mömmu, afa og alla hina. Þú unga tíð, þú unaðsvor, sem ísköld máir dauðans spor og lætur lífið glæðast, vorn hjartans kuldáog klaka þíð og kenn þú öllum Drottins lýð í andáað endurfæðast. (Valdimar Briem) Ég elska þig. Í Guðs friði. Þín Íris Ósk Ipsen. Í dag kveð ég elsku ömmu Unni. Amma var algjör kjarnakona. Hún vann ávallt mjög mikið og var oftar en ekki í fleiri en einni vinnu. Þegar amma Unnur vann á Hrafnistu man ég að hún kom stundum með sveskju- graut sem hafði orðið afgangs og þá fengum við sveskjugraut með rjóma út á. Ég hlakkaði líka alltaf óendan- lega mikið til fyrir jólaballið sem haldið var árlega á Hrafnistu. Oftar en ekki var amma að vinna í Bláa salnum þegar jólaballið var haldið og fengum við kökur og kaffi hjá henni. Amma passaði okkur systurnar mik- ið þegar við vorum yngri, þegar mamma var að vinna og pabbi á sjón- um. Við vorum svo heppnar að búa í sömu blokk og amma, í Kambaseli 85. Hún eldaði handa okkur, háttaði okk- ur, lét okkur bursta tennurnar og kom okkur svo í rúmið. Amma lét okkur alltaf fara með bænirnar og svo söng hún fyrir okkur Ó jesús bróðir besti. Ég man hvað mér fannst gott að knúsa hana því hún var alltaf svo mjúk. Eftir að við fluttum úr blokkinni var amma daglegur gestur hjá okkur og ég man alltaf að ef ég kom heim eftir að amma kom, þá vissi ég að hún væri í heimsókn því það var alltaf svo góð „ömmulykt“ í anddyr- inu. Mér fannst alltaf svo notalegt að fara í heimsókn til ömmu, hún tók alltaf vel á móti manni og ósjaldan bauð hún upp á ananassafa sem hún átti alltaf til í ísskápnum, enda var hann uppáhaldssafinn hennar. Hún lumaði líka yfirleitt á kexi en hún var sjálf aldrei mikið fyrir sætindi. Út- varpið hennar var alltaf í gangi enda mátti hún ekki missa af fréttunum. Henni fannst svo gaman að sjá Hrafnkel minn vaxa og dafna og tók alltaf fram að það færi ekki fram hjá neinum að hann væri strákur því hann væri svo stór og kröftugur. Amma Unnur minntist líka mjög oft á það hvað henni fyndist nafnið hans sterkt og fallegt. Ef ég kom ein í heimsókn til hennar þá spurði hún alltaf hvernig strákarnir mínir hefðu það en hún sagði mér oft hversu góð- an og ljúfan kærasta ég ætti. Já, hún amma Unnur sparaði ekki stóru orð- in og var alltaf mjög hreinskilin. Hún var alltaf mjög ákveðin og sjálfstæð og fannst hvergi betra að vera en heima hjá sér í Kambaselinu. Sama hvernig ástandið var á henni þá kom ekki annað til greina en að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin og setja upp jólagardínurnar og jólaskrautið. Og helst af öllu vildi hún gera þetta sjálf því það hafði hún alltaf gert. Elsku besta amma Unnur. Mikið á ég eftir að sakna þín en ég verð að sætta mig við að þinn tími var kom- inn. Núna veit ég að þér líður vel og þú ert loksins búin að hitta afa Val- geir aftur. Hvíldu í friði. Ég elska þig svo heitt. Þín ömmustelpa Berglind. Elsku besta amman mín er farin upp til Guðs. Hún kvaddi þennan heim eftir erfið veikindi sem ellin hef- ur oft og tíðum í för með sér. Þegar ég frétti af andláti hennar komu upp í huga mér óteljandi minningar um þessa hörkukonu sem öllum þótti svo vænt um. Óteljandi fallegar og góðar minningar um bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér og minnist ég hennar með gleði í hjarta og tárum í augum. Hún var stór persónuleiki þó ekki væri hún há í loftinu, hafði sínar skoð- anir á hlutunum og frábæran húmor. Þegar við systurnar vorum litlar gætti hún okkar oft meðan mamma var að vinna þar sem pabbi, sem var sjómaður, var oft og tíðum ekki heima. Amma var alltaf tilbúin að veita hjálparhönd. Amma mín var alltaf til staðar og stór partur af dag- legu lífi fjölskyldunnar. Það var alltaf svo gott að koma heim til ömmu. Litla íbúðin hennar var alltaf svo hrein og falleg og ilmaði af „ömmulykt“ sem mér fannst svo góð. Hún var eina amma okkar systranna þar sem föð- uramma okkar dó árið 1979. Amma kenndi okkur systrunum ýmsar bæn- ir sem við fórum með á kvöldin áður en við fórum að sofa. Ég minnist þess þegar ég var lítil að hafa skoppað yfir til ömmu til þess að fá rúsínur í serví- ettu og fannst mér það mikið sport! Amma var alltaf svo stolt af öllum barnabörnunum sínum. Hún var svo montin þegar þeim gekk vel í lífinu, hvort sem það var í skóla eða í vinnu. Ef þau eða aðrir fjölskyldumeðlimir voru veikir hringdi hún eða kom á hverjum degi til að athuga hvernig þeir hefðu það. Amma hafði rosalega gaman af handbolta og missti aldrei af lands- liðsleik strákanna okkar eins og hún kallaði þá. Þegar íslenska landsliðið var að spila á heimsmeistaramóti í fjarlægu landi vakti hún alltaf á nótt- unni til að horfa á leikina þeirra, þar sem tímamismunurinn var það mikill að sýna þurfti leikina á næturnar. Amma eyddi hátíðunum oft með okkur fjölskyldunni. Fyrir jólin saumaði amma stundum á okkur systurnar fallega jólakjóla, alla eins. Jólin voru alltaf svo einstaklega há- tíðleg þegar amma eyddi þeim með okkur. Messan í útvarpinu og kirkju- klukkurnar voru ómissandi partur af jólahaldinu. Alltaf var amma í miklu hátíðarskapi og var stutt í glensið. Ég er svo þakklát fyrir það að amma gat eytt með okkur síðustu jólum þrátt fyrir erfið veikindi. Hún var svo létt í lundu þetta kvöld og hafði ekki undan að taka utan af öllum fallegu gjöfun- um sem henni höfðu borist frá ástvin- um sínum. Einnig urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá að eyða gamlárskvöldi með ömmu en eftir það kvöld fóru veikindin að taka sinn toll af þessari duglegu konu og var hún meira og minna á spítala þar til hennar dagur kom. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú varst mér og allar fallegu minningarnar sem ég á um þig. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna hjá Valgeiri afa og fleiri ástvinum sem taka vel á móti þér. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur einn dag- inn. Ég elska þig, elsku amma mín. Þín ömmustelpa Auður Sif. Elsku amma mín. Mikið sakna ég þín og ég vona að þér líði vel á himn- inum hjá Guði og vona að þú hafir hitt afa, mömmu, Valgeir bróður og alla hina. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú hefur alltaf stutt okkur, gefið okkur von og hlýju, alltaf glatt okkur og styrkt, sérstaklega þegar mamma veiktist og þegar hún dó. Ég þakka þér fyrir allan saumaskapinn við fötin mín, að staga í öll götin og laga saumsprett- urnar. Þú sagðir að þetta væri eðli- legt, strákar væru svona en gleymdir aldrei að segja mér að hysja upp um mig buxurnar. Alltaf varstu viðbúin öllu eins og pabbi sagði: „amma getur allt, jafnvel lyft húsum og bílum“. Manstu þegar við ferðuðumst um landið okkar? Snæfellsnesið var í uppáhaldi hjá okkur, þú þekktir öll fjöllin, vötnin, árnar og hverja þúfu á Snæfellsnesinu okkar. Þú sýndir okk- ur leiðina þína í skólann þegar þú varst ung og staurinn sem þú þurftir ganga yfir til að komast yfir ána á leiðinni í skólann. Staurinn var þarna ennþá. Þú kenndir mér að þekkja blómin og jurtirnar sem mun alltaf gagnast mér vel. Þú varst svo ánægð þegar ég vildi stoppa til að sækja vatn í flösku í hverja lækjarsprænu sem við fórum yfir á Snæfellsnesinu því ég sagði að vatnið á Snæfellsnesinu væri besta vatn í heimi. Guð blessi þig og geymi, elsku amma mín. Ég elska þig. Þinn Ingólfur Snær „Kjafti bara“, ofboðslega var hún Helga konan mín hissa þegar hún heyrði frænku segja þetta í fyrsta skipti, með bros á vör, en Unnur var að svara strákapörum frænda síns. Svona var hún Unnur kjarnyrt, hreinskiptin og beint áfram, blíð og fínleg og ekki lá hún á skoðunum sín- um. En nú er hún Unnur stórfrænka mín öll. Mikið bregður manni alltaf við slík tíðindi þó innst inni sé vitað að hverju stefnir. Enn ein kjarnakona 20. aldarinnar er horfin á braut. Kona af þeirri kynslóð sem upplifði eitt mesta breytingaskeið þjóðarinnar, en við sitjum eftir í stórstraumi minn- inganna. Þar á meðal eru skemmti- legar heimsóknir hennar og Valgeirs á Laugateiginn í gamla daga og einn- ig þegar ég vann sumarlangt í Hval- firðinum fékk ég alltaf far með frænku í bæinn í litla ljósbláa Fíat- inum hennar. Ekki voru þetta nú neinar hraðferðir og gátum við því rabbað um heima og geima þegar við liðum í rólegheitunum Hvalfjörðinn á seinni hluta sjöunda áratugarins. Enn bý ég að þeim stundum sem við áttum saman á leið okkar í höfuðstað- inn og alltaf hef ég kunnað vel við leiðina fyrir Hvalfjörð þó ungum manninum á leið í helgarfrí hafi stundum legið meir á en henni móð- ursystur minni. Fleiri minningar geymi ég um góða, stolta og dug- mikla konu sem gustaði af þegar svo bar við. Unnur fluttist ung til Reykjavíkur vestan af Snæfellsnesi og stofnaði heimili með manni sínum. Þar tók hún á móti og liðsinnti yngri systrum sínum þegar þær komu suður til að freista gæfunnar í höfuðstaðnum og vinna fyrir sér. Alla tíð var hún stóra systirin og leiðtoginn í hópnum. Hún var í blóma lífsins þegar hún missti elskulegan eiginmann sinn frá stórum barnahópi en aldrei missti hún sjónar af takmarkinu að sjá sér og sínum farborða og halda fjölskyld- unni saman. Guð verndi þig elsku frænka og hvíl þú í friði. Ég og Helga votta börnum, mök- um og afkomendum, okkar innileg- ustu samúð. Minningin um góða konu lifir. Þinn frændi Rúnar. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Hún kom í heiminn 8. mars sem seinna varð alþjóðlegur baráttudagur kvenna! Hún óx upp „þar sem jökulinn ber við loft“ við mildi og hörku móður jarðar. Lífið var skólinn. Þá varð að ná landi með soðninguna og að mjólka kúna á réttum tíma. Vinnan var lífið. Í huganum kemur upp minning frá því ég var lítil. Er stödd í Nökkvavog- inum. Frændsystkini mín sitja við eldhúsborðið og læra fyrir morgun- daginn, en Unnur er að búa til kvöld- verðinn. Hún flakar ýsuna af kunn- áttu og leikni, meðan 6 sinnum taflan, áttahagafræðin og blaðsíða 16 í Gagni og gaman er fest í minni. Á pönnunni verður til herramannsmatur og ilm- urinn læðist um borð og bekki. Eftir matinn breytist eldhúsborðið í saumastofu. Þá klippti og saumaði Unnur hinn ýmsan fatnað, jafnt til hvunndagsbrúks og til spari. Það var svo gaman að horfa á hana vinna – ekkert fum né fát, það lék allt í hönd- unum á henni. Unnur frænka mín var ekki bara falleg stundum – heldur alltaf, því hún hafði reisn og hreinleika jökuls- ins. Að leiðarlokum þakka ég kært samfylgdina, frænka mín. Þín Ásta. Elsku Unnur. Mikið var ég hepp- inn að eignast þig fyrir tengda- mömmu, ekki bara af því að þú varst stórglæsileg kona, heldur af því þú ert ein sú besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Þegar Auður kynnti mig fyrir þér tókst þú mér opnum örmum og tókst fljótt með okkur mikil og góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Mér þótti vænt um þegar þú fórst að kalla mig drenginn sinn. Ég var sjómaður og þú þurftir alltaf að fylgjast með veð- urfregnunum og vita hvar ég var staddur á sjónum, þú vildir vita hvort drengurinn þinn væri óhultur. Alltaf gátum við rætt um allt milli himins og jarðar, við sátum oft heilu kvöldin og spjölluðum. Það var t.d. mjög gaman og fróðlegt þegar þú varst að segja mér frá æsku þinni er þú varst að alast upp á Snæfellsnesinu, þegar þú varst á sjó með pabba þínum og hvernig lífið var á þessum tímum. Þú Unnur Runólfsdóttir ✝ Faðir okkar, ÞORSTEINN EYJÓLFSSON fv. skipstjóri, Hrafnistu, áður Hraunstíg 7, Hafnarfirði, lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn 13. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 25. apríl og hefst athöfnin kl. 13.00. Eyjólfur Þorsteinsson, Sigurður B. Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.