Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 39 HLUTI af leikurum í sjónvarps- þættinum Heroes mætir hér í partí í Hollywood í seinustu viku á vegum NBC til að fagna lokum fyrstu þáttaraðarinnar. Frá vinstri eru: Hayden Panet- tiere, Jack Coleman, Greg Grun- berg, Adrian Pasdar og Ali Larter. Heroes liðar mæta í Hollywoodpartí FORNAR grafir – Dauðir fá mál (Ancient Graves: Voices of the Dead) er í sjónvarpinu kl. 20:15 í kvöld. Þetta er bresk heimilda- mynd þar sem sýnt er hvernig að- ferðum nútímavísinda er beitt til þess að svipta hulunni af leyndar- dómum fortíðar með rannsóknum á þúsunda ára gömlum múmíum og steingerðum leifum. Í myndinni er m.a. sýnt hvernig vísindamaður býr til múmíu með sömu aðferðum og Egyptar beittu til forna til þess að fræðast nánar um varðveislutækni þeirra. Eins sjást múmíur sem fundust í Ata- cama-eyðimörkinni í Síle og fornir fiskimenn útbjuggu. Ekki missa af … Fornar grafir – Dauðir fá mál Reuters AMERICAN Idol er sýnt á Stöð 2 í kvöld kl. 21:40. Simon Cowell dóm- ari komst í blöðin í vikunni því stað- hæft var að hann hefði ranghvolft augunum eins og honum væri sama þegar-rætt var um skotárásina í Virgina háskólanum í seinasta þætti. Cowell neitar þessum orðrómi. Simon ranghvolfdi ekki augunum SJARMATRÖLLIÐ Richard Gere sést hér ásamt eiginkonu sinni Ca- rey Lowell mæta á sérstaka frum- sýningu á myndinni The Hoax sem var haldin í Mann Festival Westwo- od Village í Los Angeles á dög- unum. Gere fer sjálfur með hlut- verk í myndinni. Gere og frú mæta á frumsýningu VEFSÍÐAN TMZ.com, sem sérhæf- ir sig í fréttum af fræga fólkinu, birti í lok síðustu viku upptöku af talhólfi 11 ára dóttur leikarans Alec Bald- wins þar sem hann skammar hana fyrir eitthvað sem hún hafði gert á hlut hans. Stelpan er dóttir Baldwin og leik- konunnar Kim Basinger en þau tvö hafa verið svarnir óvinir frá því þau skildu árið 2000 og hafa þau háð harða og langa baráttu fyrir dóm- stólum varðandi það hvort þeirra skuli hafa forræði yfir börnum sín- um. Baldwin sendi tilkynningu til fjöl- miðla þar sem hann biðst afsökunar á skammaryrðum sem hann lét falla um dóttur sína í símaskilaboðum. Á heimasíðu leikarans segist hann iðr- ast þess að hafa misst stjórn á skapi sínu og segir að rekja megi það til þeirrar streitu sem áralöng forræð- isdeila hans og Basinger hafi valdið. „Það er að sjálfsögðu ekki gott að foreldri missi stjórn á skapi sínu við barn sitt,“ segir m.a. í yfirlýsingu hans. „Allir þeir sem þekkja mig persónulega vita að ég hef gengið í gegnum margt á undanförnum árum vegna forræðisdeilunnar. Allir þeir sem þekkja mig persónulega vita að ákveðnir aðilar munu gera hvað sem er til að niðurlægja mig og spilla sambandi mínu við dóttur mína.“ Áður hafði lögfræðingur Baldwins lýst því yfir að hann myndi gera það sem móðir barnsins væri svo brjóst- umkennanlega ófær um, þ.e. að þegja og fara þar með að dóms- úrskurði. Lögfræðingar Basinger segja ásakanir Baldwins um það að hún hafi lekið upptökunni í fjölmiðla ein- ungis til marks um raunveruleika- firringu hans. Alec Baldwin Kim Basinger Skammaði dótturina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.