Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar peysur og bolir ÖRUGG FJÁRFESTING Á ÍSLENSKA HLUTABRÉFAMARKAÐN U M E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 18 4 Kynntu þér málið á kaupthing.is, í þjónustuveri bankans í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Vegna frábærra undirtekta á ICEin 0308 höfum við opnað fyrir sölu á ICEin 0408. Fjárfestu á íslenska hlutabréfamarkaðnum án fyrirhafnar og með takmarkaðri áhættu. ICEin 0408 er höfuðstólstryggður hlutabréfareikningur sem fylgir gengi íslenska hlutabréfa- markaðarins, OMXI15 vísitölunni (áður ICEX-15). • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Innlánið er bundið í eitt ár • Ávöxtun allt að 25% • Höfuðstóll er tryggður • Upphafsgengi ákvarðast í lok dags 26. apríl Sölutímabil ICEin 040816.-26. apríl EinkaleyfastofanEngjateigi 3 – 150 Reykjavík – Sími 580 9400 – www.els.is Einkaleyfastofan hefur nú flutt sig um set, frá Skúlagötu 63 – að Engjateigi 3 í Reykjavík. Opnum kl. 12 í dag, mánudaginn 23. apríl, og tilkynnum um leið breyttan afgreiðslutíma, frá kl. 10 til 16 alla virka daga. Við erum flutt SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR (D) fengi 40,9% atkvæða í Suðurkjör- dæmi væri gengið til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Sjón- varpið og Morgunblaðið dagana 15. til 19. apríl. Samfylkingin (S) fengi 24,0%, Framsóknarflokkurinn (B) 14,2% og Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V) fengi 13,7%. Frjáls- lyndi flokkurinn (F) fengi 4,8%, Ís- landshreyfingin (I) 2,2% og Bar- áttusamtökin (E) fengju 0,3%. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm kjör- dæmakjörna þingmenn í kjördæm- inu, Samfylkingin tvo þingmenn og Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir einn þingmann hvor flokk- ur. Næsti maður inn væri 3. maður Samfylkingar en lítill munur er á honum og 5. manni Sjálfstæðis- flokks. Þegar fylgið er greint eftir svæð- um kemur í ljós að í Árnessýslu er B-listi með hlutfallslega flesta kjósendur (23,6%). Í Vestmanna- eyjum er D-listi með langmestan stuðning (55,5%). F-listi sækir hlutfallslega flesta kjósendur sína til Suðurnesja (8,3%), líkt og E-listi (0,7%) og I-listi (3,7%). Stuðnings- menn S-lista eru hlutfallslega flest- ir á Suðurnesjum (27,6%) og V- lista á Suðurlandi austan Árnes- sýslu (23,2%). Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 800 manns 18 ára og eldri. Nettósvarhlutfall var 64,5%. D-listi með 55,5% fylgi í Eyjum FRAMSÓKN fengi ekki kjördæm- iskjörinn þingmann í Reykjavík suð- ur samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunar Capacent Gallup. Sjálfstæðisflokkur er með 42,5% fylgi og fengi fimm kjördæmiskjörna þingmenn, Samfylking er með 24,9% og fengi tvo þingmenn, VG er með 18,8% og fengi tvo þingmenn. Önnur framboð fengju ekki kjördæmiskjör- inn þingmann en Íslandshreyfingin er með 5,4% fylgi, Framsóknarflokk- ur með 4,5% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn með 3,9% fylgi. Fylgi Baráttusamtakanna var 0,0%. Niðurstöður eru úr símakönnun Capacent Gallup 15.–19. apríl sl. Í til- viljunarúrtaki úr þjóðskrá voru 800 manns 18 ára og eldri. Nettósvar- hlutfall var 60,7%. D-listinn í sókn í Reykjavík suður Nafn Álfheiður Ingadóttir. Starf Útgáfustjóri hjá Náttúru- fræðastofnun Íslands. Fjölskylduhagir Ég á mann og 16 ára son. Kjördæmi Reykjavík suður, 2. sæti fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Helstu áhugamál? Ætli ég verði ekki að segja pólitík á þessu stigi málsins. Ég á ósköp fjölþætt áhugamál en þau tengjast mjög mikið félagsmálum og félags- málastörfum. Ég hef alltaf verið í slíku starfi meðfram vinnu. Þar fyrir utan hef ég mest gaman af því að vera í kofanum mínum í Flatey á sumrin. Vetrarstarfið miðast við að komast þangað og geta verið þar sem lengst. Þar les ég, slappa af, stunda garðrækt, veiði fisk og tek því rólega. Hvers vegna pólitík? Af því að pólitíkin stjórnar lífi okk- ar og þróun samfélagsins og ég vil taka þátt í að móta það með góðu fólki. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já. Ég var þingfréttaritari í nokk- ur ár og ég hef komið þrisvar eða fjórum sinnum inn á Alþingi sem varaþingmaður. Mér þykir þetta mjög áhugavert starf og kvíði því sannarlega ekki. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Ætli það sé ekki síðasta mál sem ég mælti fyrir í haust. Ég vil að það verði endurgreiddur virðisauka- skattur af almenningsvögnum á öllu landinu til þeirra fyrirtækja sem hafa endurnýjað vagnana sína. Ég vil efla almenningssamgöngur en ekki láta þær vera tekjulind fyrir ríkissjóð. Í þessu felst að almenn- ingssamgöngur njóti jafnræðis á við hópbíla en 2⁄3 hlutar virðisaukaskatts á hópbílum fást endurgreiddir. Ég hef flutt þetta tvisvar eða þrisvar og það lýsa allir yfir stuðningi við málið. En ætli maður þurfi ekki að komast í ríkisstjórn til að breyta þessu? Þarf breytingar? Já, miklar breytingar! Og það er síðasti séns í svo mörgum málum. Nýir frambjóðendur | Álfheiður Ingadóttir Pólitíkin stjórnar lífi okkar Félagsmálatröll Álfheiður Inga- dóttir hefur alltaf verið í félags- störfum meðfram vinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.