Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is
Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn-
arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FJÓRIR dómar féllu í Hæstarétti í gær um eign-
arréttindi á landi í svokölluðum þjóðlendumálum.
Fallist var á kröfur landeigenda um að svæðin
væru háð séreignarrétti þeirra. Áður hefur rétt-
urinn fellt 9 þjóðlendudóma en þess eru ekki
dæmi að Hæstiréttur hafi áður snúið dómi eða
úrskurði um þjóðlendu yfir í eignarland.
Í þremur málanna var deilt um svæði sunnan
Mýrdalsjökuls: Hvítmögu og Skógarfjall vestan
Sólheimajökuls og Stórhöfða sunnan Mýrdalsjök-
uls. Í málinu er varðaði Hvítmögu lá fyrir landa-
merkjabréf Ytri-Sólheimajarðar þar sem til-
greint var að svæðið tilheyrði jörðinni.
Hæstiréttur hefur hins vegar áður dæmt að
standi aðrir þættir, svo sem gróðurfar, stað-
hættir og eldri heimildir gegn orðum landa-
merkjabréfa þá geti það í ákveðnum tilfellum
ekki legið til grundvallar séreignarrétti yfir land-
svæði. Þrátt fyrir að Sólheimajökull standi nú á
milli jarðarinnar og Hvítmögu taldi Hæstiréttur
að ekki væri ljóst að svo hefði verið við landnám.
Af mörkum sveitarfélaga mætti hins vegar ráða
að svæðið tilheyrði eignarlandi Ytri-Sólheima.
Aðliggjandi Hvítmögu liggur svæðið Skógfjall
og líkt og þar náði landamerkjabréf jarðarinnar
Eystri-Skóga yfir svæðið. Talið var að ekki væru
rök gegn því að um eignarland væri að ræða
enda ekki hægt að ætla að landnám hefði stað-
næmst við Skógarfjall. Að svipaðri niðurstöðu
var komist varðandi Stórhöfða þar sem einnig
var dæmt eignarland.
Í máli íslenska ríkisins gegn Rangárþingi ytra
var deilt um hvort óbyggðanefnd hefði verið
heimilt að ganga lengra en íslenska ríkinu við af-
mörkun þjóðlendu á Rangárvallaafrétti. Skaut
sveitarfélagið úrskurði óbyggðanefndar til dóms í
kjölfar þess að nefndin úrskurðaði að þjóðlendan
væri stærri en íslenska ríkið gerði kröfu til.
Hafði nefndin talið að svæðið sem stóð umfram
kröfur íslenska ríkisins lægi að óumdeildum
mörkum aðliggjandi eignarlands. Hæstiréttur
féllst hins vegar ekki á að óbyggðanefnd gæti
gengið lengra en kröfur íslenska ríkisins, en því
hélt íslenska ríkið aftur á móti fram í málinu.
Dæmdi Hæstiréttur því að hluti Rangárvallaaf-
réttar væri eignarland.
Hæstiréttur dæmir eignar-
land í 4 þjóðlendumálum
Hefur ekki áður breytt úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendu í eignarland
Í HNOTSKURN
» Áður hafa fallið 9 hæstaréttardómar íþjóðlendumálum.
» Í þremur dómanna sem féllu í gær varfjallað um svæði sem liggja sunnan Mýr-
dalsjökuls og sumar eldri heimildir bentu
til takmarkaðra nytja á.
» Hæstiréttur leit einkum til þess að fárök væru til að landnám hefði verið tak-
markað líkt og óbyggðanefnd hafði talið.
» Í einu málanna afmarkaði óbyggða-nefnd þjóðlendu yfir stærra svæði en ís-
lenska ríkið hafði gert.
VAXANDI vantrú er á framhald
ríkisstjórnarsamstarfsins innan
bæði Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Ástæðan er ekki sú,
að einhverjar uppákomur hafi orðið
í viðræðum formanna flokkanna,
þeirra Geirs H. Haarde og Jóns
Sigurðssonar, heldur vegna hins að
í raun hafi ekkert gerzt í þeim við-
ræðum og þeim hafi ekkert miðað
áfram.
Innan Sjálfstæðisflokksins hafa
þingmenn og aðrir trúnaðarmenn
flokksins vaxandi efasemdir um, að
þingflokkur framsóknarmanna
verði nægilega traustur samstarfs-
aðili. Frá fulltrúum flokksins í
sveitarstjórnum og öðrum trúnað-
armönnum víðs vegar um land ber-
ast fréttir um að takmarkaður
áhugi sé meðal stuðningsmanna
flokksins á óbreyttu stjórnarsam-
starfi.
Innan Framsóknarflokksins telja
menn sig merkja meira áhugaleysi
meðal sjálfstæðismanna á framhaldi
stjórnarsamstarfsins en fyrr í vik-
unni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, hefur
gerzt talsmaður þeirra hópa innan
Sjálfstæðisflokksins, sem hallast að
samstarfi við Samfylkinguna. En
innan Sjálfstæðisflokksins eru líka
áhrifamiklir aðilar, sem telja, að
Vinstri grænir gætu orðið betri
samstarfsaðilar í ríkisstjórn. Ljóst
er að þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins munu fylgja leiðsögn Geirs H.
Haarde í þessum efnum. Formenn
stjórnarflokkanna ræddust við
a.m.k. tvisvar í gær en ekkert
bendir til þess að þau samtöl hafi
orðið til að viðræðum um áfram-
haldandi samstarf miðaði áfram.
Vaxandi
vantrú á
framhald
VELTA dagvöruverslana var
verulega meiri í apríl en á sama
tíma í fyrra og munar þar rúmum
11% skv. tölum frá Rannsókn-
arsetri verslunarinnar.
Einnig sýna tölurnar að lítil
breyting varð á milli veltu í apríl
og mars þrátt fyrir að páskar
væru í apríl. Segir í tilkynningu
frá rannsóknarsetrinu að aukn-
inguna nú megi fyrst og fremst
rekja til virðisaukaskattslækkana
í upphafi mars og afnáms vöru-
gjalda. Mun meiri sveiflur eru í
veltu fata- og skóverslunar á milli
mánaða en í dagvöru.
Velta fataverslunar dróst aftur
á móti saman um 16,8% og í skó-
verslun um 21,7% á milli mánaða.
Samanlögð velta í þeim flokkum
smásöluverslunar sem mælingar
Rannsóknarseturs verslunarinnar
ná til dróst saman um 3,5% á
milli mars og apríl. Skoðar setrið
verð dagvöru og áfengis auk skó-
fatnaðar og almenns fatnaðar.
Velta dagvöru-
verslana eykstMENNTARÁÐ fundaði í fyrsta
sinn í gær með nemendaráðum
grunnskólanna í Reykjavík og Júl-
íus Vífill Ingvarsson, formaður
menntaráðs, upplýsti að um 65
nemendur hefðu sóttu fundinn.
„Nemendur voru beðnir að koma
og opna hug sinn, ræða við okkur
um menntastefnuna og grunnskól-
ann almennt og ekkert undanskilið
í þeim efnum,“ segir Júlíus Vífill,
en endurskoðun menntastefnu
Reykjavíkurborgar er nú í gangi.
Að sögn Birnu Sigurjónsdóttur,
verkefnisstjóra á menntasviði,
voru nokkrar spurningar lagðar
fyrir krakkana og „það var ekki
annað að sjá en þetta væru
ánægðir grunnskólanemar“, sagði
hún.
Krakkarnir voru spurðir að því
m.a. hvort þeir fengju að taka þátt
í ákvörðunum í skólanum og var
svarið að þau vildu gjarnan gera
það í meira mæli. Einnig var spurt
hvaða breytingar ætti að gera í
grunnskólanum á næstu árum.
Sumir vildu betra mötuneyti, nem-
endur ættu að fá að setja fram
hugmyndir um hvað þeir mættu
læra og svo sögðust þeir vilja að
kennararnir væru skemmtilegir.
Einhverjir vildu taka út sam-
ræmdu prófin eða í það minnsta
breyta þeim. Símat þótti þeim
vænlegur kostur og að skólar í
hverfum ættu eitthvað sameig-
inlegt. Sérstaka athygli vakti að
ein ósk nemanna var að tungu-
málakennsla í grunnskólanum
hæfist fyrr.
Hugmyndir krakkanna verða
notaðar við endurskoðun mennta-
stefnunnar.
Morgunblaðið/Ómar
Krakkarnir vilja hefja tungumálanám fyrr
♦♦♦
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FJÓRIR viðskiptavinir netbanka Glitnis á Akur-
eyri sæta nú ákærum fyrir um 30 milljóna króna
umboðssvik með því að hafa misnotað aðgang sinn
að gjaldeyrisviðskiptakerfi netbankans.
Í atvikalýsingu ákæru efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra segir að sakborningarnir hafi
nýtt sér með kerfisbundnum og sviksamlegum
hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfinu sem
var til komin vegna forritunarmistaka banka-
starfsmanna.
Á fimmta þúsund færslur
Þessi mistök hafi leitt til þess að kaup- og sölu-
gengi víxlaðist og þannig telur ákæruvaldið að
fólkið hafi með á fimmta þúsund færslum á gjald-
eyrisreikningum aflað sér tuga milljóna króna.
Í öllum tilvikum keypti fólkið dollara fyrir evrur
og seldi síðan strax aftur fyrir evrur.
Vegna kerfisvillunnar hafi ákærðu fengið til sín
þá fjárhæð sem undir eðlilegum kringumstæðum
á að renna til bankans í formi álags.
Allt að sex ára fangelsi
Ákæruvaldið telur að þessi háttsemi varði við
249. gr. hegningarlaga sem kveður á um allt að sex
ára fangelsi fyrir brot af þessu tagi.
Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra og er fyrirtöku að vænta. Sakborn-
ingarnir eru á aldrinum 38-48 ára, þrír karlmenn
og ein kona.
Sökuð um tuga milljóna
umboðssvik í netbanka
ÖKUMAÐUR slapp án teljandi
meiðsla þegar hann velti bifreið
sinni á Möðrudalsöræfum, nánar
til tekið í Víðidal við Vegaskarð,
seinni partinn í gær.
Ökumaðurinn, sem var einn á
ferð, missti stjórn á bifreiðinni í
krapa með þeim afleiðingum að
hún valt.
Bifreiðin er mikið skemmd eft-
ir veltuna.
Bílvelta á
Möðrudals-
öræfum