Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 9
FRÉTTIR
the illusion of
perfection
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og kaupauka.
3 spennandi nýjungar
frá La Prairie:
• Lip Renewal Concentrate
• Lip Line Plumper
• Revitalizing Eye Gel
www.laprairie.com Kringlan • Sími 533 4533
Velkomin á kynningu í Hygeu Kringlunni
á morgun, föstudag, kl. 13-17.
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Glæsilegur fatnaður
Laugavegi 84 • sími 551 0756
Sumarjakkar og sumarbuxur
Blússur og bolir í úrvali
Full búð af nýjum vörum
Mikið af frábærum tilboðum
A la Carte - Modern ný stell
erum byrjuð að taka niður pantanir
Velkomin tilvonandi brúðhjón
16 gerðir af frábærum matar- og kaffistellum til sýnis á gjafadögum.
Mikið af nýjum stellum frá Rosenthal
Tilvonandi brúðhjón bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að skrá óskalista ykkar.
Allir sem versla á gjafadögum lenda í lukkupotti dregið í lok maí.
Vinningar eru falleg og mjúk sængurföt.
Full búð af nýjum vörum á verði fyrir alla. Líttu á allt um GJAFADAGANA á www.tk.is
KRINGLUNNI - Sími: 568 9955
hönnunar-vörur
útskriftargjafir - brúðhjónagjafir - afmælisgjafir - fermingargjafir - skírnargjafir - fyrirtækjagjafir
Gjafadagar
17-26 maí
ATH: Opið í dag 1-5
Hæðasmára 4
s. 544 5959
Opið í dag
uppstigningardag
Jakki
6.900
Pils
3.990
EINNIG TIL Í SVÖRTU
OG HVÍTU
ATLANTSOLÍU hefur verið út-
hlutað lóð í Bogarnesi. Hyggst fé-
lagið reisa þar stöð með tveimur
dælu.
Gengið var frá lóðarúthlutun í
síðustu viku og að sögn Alberts
Þórs Magnússonar, framkvæmda-
stjóra Atlantsolíu, gera þeir sér
vonir um að hægt verði að opna
stöðina í lok ágúst eða byrjun sept-
ember.
Atlantsolía rekur nú þegar 10
stöðvar og vill Albert meina að
bensínverð samkeppnisaðila sé um-
talsvert lægra í nágrenni við stöðv-
ar fyrirtækisins.
Íbúar Selfoss og Hveragerðis
mega eiga von á að stöðvar Atlants-
olíu rísi þar fljótlega þar sem við-
ræður eru á lokastigi um lóðir fyrir
bensínafgreiðslustöðvar Atlants-
olíu á þessum stöðum. Þá hafa við-
ræður við bæjaryfirvöld í Mosfells-
bæ hafist og yrði þar um að ræða
fyrstu sjálfsafgreiðslustöð bæjar-
ins.
Atlantsolía í
Borgarnes
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá emb-
ætti ríkislögreglustjóra:
„Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson,
telur ekkert tilefni til opinberrar
rannsóknar á embættisathöfnum
ríkislögreglustjóra. Þetta kemur
fram í bréfi hans til Haralds
Johannessen ríkislögreglustjóra,
dagsettu 15. maí sl.
Bréf ríkissaksóknara fylgir í
kjölfar bréfs Einars Þórs Sverris-
sonar, lögmanns Jóhannesar
Jónssonar, til ríkissaksóknara,
þar sem hann óskaði eftir því að
rannsakað yrði hvort Haraldur og
Jón H.B. Snorrason saksóknari
hefðu gerst brotlegir við lög,
einkum XIV. kafla almennra
hegningarlaga vegna ákæru á
hendur Jóhannesi o.fl. hinn 1. júlí
2005.
Í bréfi ríkissaksóknara til ríkis-
lögreglustjóra segir orðrétt:
„Tekið skal fram að erindi lög-
mannsins þykir ekki gefa nokkurt
tilefni til þess að ríkissaksóknari
mæli fyrir um opinbera rannsókn
á embættisathöfnum …“
Embætti ríkislögreglustjóra
mun ekki tjá sig frekar um málið
á meðan það er til stjórnsýslu-
meðferðar hjá ríkissaksóknara.“
Ekki tilefni til
rannsóknar
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
Í KJÖLFAR kosninga hefur Fram-
tíðarlandið ályktað um úrslitin og
kosningakerfið. Í ályktuninni segir
að traust og trúverðugleiki sé
grundvallaratriði í lýðræðisþjóð-
félagi og að stjórnmálamönnum beri
að virða þann vilja sem fram kemur í
kosningum.
Óánægja með stóriðjustefnuna
„Minnihluti kjósenda greiddi sitj-
andi stjórn atkvæði sitt í nýaf-
stöðnum kosningum,“ segir í ályktun
Framtíðarlandsins. „Einungis
tæknileg útfærsla kosningakerfisins
leiðir til þess að flokkarnir halda
meirihluta sínum á þingi. Óánægja
landsmanna með stóriðjustefnuna á
mikinn þátt í slæmu gengi annars
stjórnarflokksins, en talsmenn um-
hverfisverndar fengu hins vegar byr
undir báða vængi. Niðurstöður
kosninganna verður að túlka sem
ákall um breytta stefnu þar sem sátt
við fólk og náttúru er í fyrirrúmi,“
segir þar einnig. Stjórn Framtíðar-
landsins telur jafnframt að því er
segir í ályktuninni að í kosningunum
og kosningabaráttunni hafi ýmsir
misbrestir á kosningafyrirkomulagi
og reglum um kosningabaráttu kom-
ið fram. „Nægir að nefna ógegnsæj-
ar og torskiljanlegar reglur um út-
hlutun þingsæta í kjördæmum,
misræmi í atkvæðavægi og ofnotkun
skoðanakannana. Félagið hvetur ný-
kjörið Alþingi til að leita leiða til að
bæta úr þessum ágöllum á næsta
kjörtímabili,“ segir í ályktun.
„Ákall um breytta stefnu“
ÞEGAR lögreglumenn komu á vett-
vang umferðaróhapps mátti sjá að
þar hafði orðið tveggja bíla árekst-
ur. Tjónvaldurinn reyndist vera 13
ára stúlka sem hafði sest undir
stýri bíls og ekið honum á annan bíl
sem var kyrrstæður á sama bíla-
stæði.
Lögreglan hefur eftir stúlkunni,
að hún hafi ætlað að bakka bílnum
út úr stæðinu, snúa honum við á
planinu og bakka bílnum aftur á
sama stað. Bíllinn sem stúlkan ók
var bæði ólæstur og í gangi þegar
hún fékk þessa hugdettu. Ekki er
ljóst um hversu mikið tjón er að
ræða.
13 ára stúlka
undir stýri