Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Barcelona er höfuðborg Katalóníu á Spáni og af mörgum talin ein af
fegurstu borgum í heimi. Iðandi mannlíf, menning, saga, fallegar
byggingar og söfn. Í þessari 7 daga ferð verður gist í strandbænum
Salou. Skoðunarferðir verða til Barcelona og m.a. verður skoðuð
frægasta bygging borgarinnar, kirkjan Sagrada Familia (Heilög
fjölskylda) sem Gaudi hannaði. Farið til Tossa de Mar og Monserat
klaustursins, sem er í 1236 metra hæð. Góður tími verður til að fara á
Ramblas verslunargötuna og drekka í sig menningu og listir þessa lands.
Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson
Verð: 112.500 kr. Mikið innifalið!
SUMAR 10
15. - 22. ágúst
Sp
ör
-
Ra
gn
he
ið
ur
In
gu
nn
Ág
ús
ts
dó
tti
r
Barcelona
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Obbobbobb, ekkert útstáelsi, Nonni minn.
VEÐUR
Kristján Leósson og HildigunnurSverrisdóttir leituðu í gær að
ofnum í nýju íbúðina, annar ný-
fæddra tvíburanna í kerrunni og
hinn í fanginu á pabbanum.
Jóna Kristín Jónsdóttir málaði ogsetti upp gardínur í gær. Nú bíð-
ur hún bara eftir því að sólin fari að
skína. Þá koma barnabörnin í heim-
sókn frá Danmörku.
Birgir Birgisson og Kristín FjólaFannberg fóru í morgun til
Parísar með vinahjónum sínum.
Þau fengu pössun fyrir börnin. Það
ku vera rómantískt á þessum árs-
tíma við bakka Signu.
Bára Einarsdóttir lætur sérnægja að syngja: „Vaknaði í
morgun klár og hress, klæddi mig í
föt og sagði bless, sólin skein og
fuglar sungu í trjánum…“
Stefán Þ. Þorláksson las dagblöðog Spiegel í gær eins og vant
er, meira að segja eina eða tvær
sögur í smásagnasafni Erlings
Davíðssonar, og hugsaði en ekkert
af viti.
Sigríður Vigfúsdóttir átti aðeinskleinur með kaffinu. Og baðst
innilega forláts á því.
Veit þetta fólk ekki að það standayfir viðræður um myndun
næstu ríkisstjórnar?
Kannski gengur lífið bara sinnvanagang?
STAKSTEINAR
Tilveran á Fróni
Morgunblaðið/ÞÖK
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
!
"
"
#
$%%& %
:
*$;<
! "# *!
$$; *!
' &
( & # %
)%
=2
=! =2
=! =2
' #( * +,%-
>
*
'% (
% .& /
0!/
/
, /1 &
% .& 2
3 /
4#
%& /
=7
5 % "6!+
. % 2
%%
% & &/02
% /
13%77%
8 %
%*
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
2
2
.2
"/ /!
"/ /!
!/!
/!
/ 2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2! 2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sigríður Laufey | 16. maí 2007
Stjórnarsamstarfið
Markmið stjórnarand-
stöðunnar var að fella
ríkisstjórnina er ekki
tókst. Stefna Samfylk-
ingarinnar um innflutn-
ing landbúnaðarafurða
og inngöngu í ESB með
auðlindir þjóðarinnar sem skipti-
mynt er ekki traustvekjandi. Rökrétt
niðurstaða kosninganna varð því
fylgistap Samfylkingar þrátt fyrir að
vera í stjórnarandstöðu.
Vinstri grænir eru ekki traust-
vekjandi hvað varðar varnarmál,
draga í efa norrænt samstarf þar að
lútandi.
Meira: logos.blog.is
Eyþór Arnalds | 16. maí 2007
Sarkozy og Ísland
Vel má vera að Sar-
kozy takist að hafa
áhrif á ESB á við-
kvæmum tímum þegar
enn er tekist á um
stjórnarskrá.
Þýskalandi er
stjórnað af samsteypustjórn og
skiptir miklu hvað hin stóra stofn-
þjóðin vill í ESB-málum.
Vandi Íslands í ESB-málum er
ekki bara hvað ESB er, heldur óviss-
an um hvert ESB stefnir.
Stórríki „federalistanna“ er enn
möguleiki, þó flestar þjóðirnar séu
því mótdrægnar.
Meira: ea.blog.is
Óli Björn Kárason | 16. maí
2007
5%-reglan er
skynsamleg
Ekki veit ég hvort
Ómar Ragnarsson vill
enga þröskulda eða
lækka þann sem fyrir
er. Til að vera sjálfum
sér samkvæmur hlýtur
hann að berjast fyrir
fyrrnefndu leiðinni.
Með því að setja þröskuld af
þessu tagi er einmitt verið að draga
úr möguleikum þess að fram komi
ýmis smáframboð og að flokkakerf-
ið splundrist upp í marga smá-
flokka.
Meira: businessreport.blog.is
Kristinn Pétursson | 16. maí 2007
Fjósamjólk góð
gegn ofnæmi
Frétt af ruv.is:
„Börn sem drekka
óunna mjólk beint úr
fjósinu fá miklu síður
asma og ofnæmi en
börn sem drekka ger-
ilsneydda mjólk. Þetta
sýna nýjustu rannsóknir. Banda-
rískir og evrópskir vísindamenn
rannsökuðu 15.000 börn í dreifbýli í
Austurríki, Þýskalandi, Hollandi,
Svíþjóð og Sviss og þurftu foreldrar
þeirra að svara ítarlegum spurn-
ingalistum um mataræði og lífs-
mynstur barnanna.
Niðurstaðan var einföld: Vísinda-
fólkið komst að því að börn sem
drukku fjósamjólk þjáðust miklu síð-
ur af heymæði, asma og ofnæmi en
önnur börn. Sömuleiðis virtust ýms-
ar mjólkurafurðir sem unnar voru
heima á bóndabæjum draga úr lík-
unum á þessum kvillum en þó aðeins
ef börnin drukku líka ógerilsneydda
mjólk. Sama virtist gilda um egg úr
heimilishænunum.
Doktor Marco Waser við lækna-
deild háskólans í Basel í Sviss stýrði
rannsókninni og hann segir enn allt
á huldu um hvað það sé í óunninni
kúamjólk sem hafi þessi áhrif. Hugs-
anlega séu einhverjar örverur í
henni sem hverfi við gerilsneyðingu
en það kunni líka að vera eitthvað
allt annað. Hann segist þrátt fyrir
þetta ekki geta mælt með því að fólk
gefi börnunum sínum mjólk beint úr
fjósinu því henni geti alltaf fylgt
salmonella eða hættulegir kólígerl-
ar.
Fréttastofu Útvarps er hins vegar
ekki kunnugt um alvarlegar sýk-
ingar vegna mjólkur sem drukkin er
beint úr íslenskum kúm.“
Er þessi frétt ekki bara eitt dæmi
af mörgum – þegar homo sapiens
þykist geta toppað almættið – og
gert miklu betur – með því að „ger-
ilsneyða“ alvöru mjólk og rýra um
leið stórlega náttúruleg gæði?
Þegar athafnamaðurinn Thor Jen-
sen rak Korpúlfsstaðabúið gátu
mæður ungbarna í Reykjavík verið
áskrifendur að volgri nýmjólk sem
ekið var út á morgnana heim til
áskrifenda. Þetta var „lífræn rækt-
un“ þess tíma, besta mjólkin …
Þjónustulundin og framsýnin hjá
þeim mikla athafnamanni Thor Jen-
sen var ótrúleg.
Meira: kristinnp.blog.is
BLOG.IS