Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar
fagnar framkominni hugmynd um
olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum
og hefur lýst yfir vilja til samstarfs
við hlutaðeigandi aðila.
Íslenskir og rússneskir athafna-
menn hafa sett fram hugmyndir um
að reisa olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum. Stefnt er að því ef sam-
vinna fæst við stjórnvöld að stöðin
rísi á næstu fjórum árum og þar
skapist rúmlega 500 störf.
Talið er að stöðin myndi afkasta
átta milljónum tonna af hráolíu á
ári.
Fjórðungssamband Vestfirðinga
hefur boðað til fundar þann 22. maí
vegna umræðna um olíuhreins-
unarstöð á Vestfjörðum.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Ályktun Frá Patreksfirði.
Samstarfsvilji
í bæjarstjórn
FIMM stjórnarmenn í Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga sóttust eftir
sæti á Alþingi í nýliðnum kosn-
ingum og náðu allir kjöri.
Sveitastjórnarmennirnir fimm
og nýbakaðir alþingismenn eru
þessir:
Árni Þór Sigurðsson (V), Reykja-
vík, Björk Guðjónsdóttir (D),
Reykjanesbæ, Kristján Þór Júl-
íusson (D), Akureyri, Ragnheiður
Ríkharðsdóttir (D), Mosfellsbæ, og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir (S),
Reykjavík. Varamenn þeirra í
stjórn Sambands íslenskra sveitar-
félaga eru Svandís Svavarsdóttir,
Aldís Hafsteinsdóttir, Sigrún Björk
Jakobsdóttir, Gunnar Einarsson og
Stefán Jón Hafstein.
Allir fimm náðu
kjöri til Alþingis
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Birni
Bjarnasyni dómsmálaráðherra:
„Pólitísk auglýsing Jóhannesar
Jónssonar kaupmanns gegn mér
birtist í öllum dagblöðum föstudag-
inn 11. maí í því skyni að hafa áhrif á
kjósendur í Reykjavík suður í kosn-
ingunum daginn eftir. Meira en 80%
kjósenda flokksins höfðu áskorun
Jóhannesar að engu.
Í fréttatíma sjónvarpsins að kvöldi
15. maí var látið að því liggja, að
óvenjulegt framtak Jóhannesar
mætti rekja til þess, hvernig staðið
var að því að auglýsa embætti rík-
issaksóknara. Þetta er alrangt. Jó-
hannes birti auglýsingu sína til að
ófrægja embættismenn, sem hafa
komið að ákærum í Baugsmálinu
svonefnda, auk mín, sem á engan
hlut að ákærunum.
Baugsmálið var hafið áður en ég
varð dómsmálaráðherra. Til minna
kasta kom haustið 2005, þegar ég
setti Sigurð T. Magnússon, héraðs-
dómara, sérstakan saksóknara í mál-
inu. Fyrir nokkrum mánuðum setti
ég síðan Rúnar Guðjónsson, sýslu-
mann í Reykjavík, ríkislögreglu-
stjóra í skattsvikamáli tengdu
Baugsmönnum, en það er til rann-
sóknar hjá efnahagsbrotadeild.
Þegar ég setti Sigurð T. Magnús-
son töldu Baugsmenn mig vanhæfan
og létu árangurslaust á þá skoðun
sína reyna fyrir dómstólum.
Í auglýsingunni gaf Jóhannes
Jónsson meðal annars til kynna, að
aðstoðarlögreglustjórinn í Reykja-
vík hefði eitthvað „á mig“ og þess
vegna myndi ég skipa hann ríkissak-
sóknara. Þessi kenning varpar ljósi á
einkennilegan hugarheim auglýs-
andans og síðan meginboðskapinn:
Vegna auðs míns og verslunarum-
svifa skal ég hafa mitt
fram!
Í ljósi síendurtek-
inna yfirlýsinga Jó-
hannesar um pólitískt
samsæri sjálfstæðis-
manna gegn sér og fjöl-
skyldu sinni kemur í
sjálfu sér ekki á óvart,
að hann beiti auði sín-
um og viðskiptaáhrif-
um gegn stjórnmála-
mönnum, sem hann
telur standa í vegi fyrir
því, að hann geti farið
öllu sínu fram. Ekkert
réttarríki býr auð-
mönnum hins vegar
eftirlitslausar aðstæð-
ur.
Það þjónar almannahagsmunum,
að óháðir, opinberir aðilar fylgist
með hvernig stjórnendur og ráðandi
hluthafar almenningshlutafélaga
fara með þau verðmæti, sem þeim er
fyrir treyst. Með árásum á mig og
ákæruvaldið er Jóhannes að gera
veika stöðu almennra fjárfesta á Ís-
landi enn verri gagnvart stóreigend-
um. Hér ráða einkahagsmunir ferð
en ekki virðing fyrir rétti annarra.
Takist með opinberum, persónuleg-
um árásum að hræða lögreglu og
aðra eftirlitsaðila frá því að sinna
skyldum sínum er vegið að hags-
munum fleiri en þeirra, sem árásun-
um sæta.
Í framhaldi af auglýsingunni kem-
ur á óvart, að almennt hafa stjórn-
málamenn og álitsgjafar látið eins og
hún sé næsta eðlilegt ef
ekki sjálfsagt nýmæli.
Um svipað leyti og
Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður vinstri/
grænna, kveinkaði sér
undan því, að ungir
framsóknarmenn hefðu
birt af sér skopmyndir,
lýsti hann skilningi á
framtaki Jóhannesar.
Ágúst Ólafur Ágústs-
son, varaformaður
Samfylkingarinnar,
hlakkar yfir því, að ég
lækka á þingmanna-
lista. Egill Helgason
álitsgjafi segir: „Í al-
vörunni. Þetta er ein
aðferð kjósenda til að segja skoðun
sína – það næsta sem við komumst
persónukjöri í þingkosningum. Það á
að taka mark á slíkum skilaboðum.
Annars eru stjórnmálamenn að gefa
kjósendum langt nef.“
Ég lýsi áhyggjum yfir þróun
stjórnmálastarfs og raunar réttar-
ríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og
eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í
því skyni að tryggja sér viðhlæjend-
ur á þingi, í réttarsalnum og hjá
ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að
staldra við og líta á alvöru málsins?“
Stöldrum við – hugsum
um alvöru málsins
Björn Bjarnason
ATHUGULIR starfsmenn Olís á
Akranesi höfðu samband við lög-
regluna eftir að hafa veitt því at-
hygli að keypt hafði verið út á stolið
greiðslukort í einum af sjálfsölum
Olís. Öryggismyndavélar náðu
mynd bæði af bíl og manni. Lög-
regla hafði uppi á manninum og í
ljós kom að hann hafði stolið korti
úr vörubíl og notað það í einhverja
daga fyrir sjálfan sig og aðra. Þeg-
ar athæfið var stöðvað voru bensín-
úttektir á stolna kortið orðnar á
fjórða hundrað þúsund. Eigandi
kortsins hefur gert kröfu um bæt-
ur.
Notaði stolið
greiðslukort
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs-
ing frá Hreini Loftssyni, formanni
stjórnar Baugs Group:
„Með yfirlýsingu til fjölmiðla hefur
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, tjáð sig um auglýs-
ingu Jóhannesar Jóns-
sonar, kaupmanns í
Bónus, í dagblöðum
föstudaginn 11. maí sl.
Þar hvatti Jóhannes
kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík-
urkjördæmi suður til að
strika yfir nafn Björns
á kjörseðli við alþingis-
kosningarnar. Í yfirlýs-
ingu Björns er spurt
hvort ekki sé tímabært
að staldra við og líta á
alvöru málsins. Undir
það skal tekið en ekki
með þeim hætti sem
Björn leggur til. Í yfir-
lýsingu sinni reynir
ráðherrann að skapa sér samúð með
ódýrum hætti, þ.e.a.s. með því að láta
að því liggja að Jóhannes hafi í krafti
auðs síns haft áhrif á kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins líkt og hann geti
beygt næstum 20% þeirra undir vilja
sinn. Málið er ekki svona einfalt. Af-
staða Björns lýsir hroka hans í garð
lýðræðislegra ákvarðana sem teknar
eru af einstaklingum þegar þeir nýta
ein mikilvægustu mannréttindi sín,
kosningaréttinn. Þessir einstakling-
ar voru einir í kjörklefanum og eng-
inn veit hverjir þeir eru. Þeir þurfa
ekki að standa reikningsskil gerða
sinna við einn eða neinn og svo mikið
er víst að Jóhannes Jónsson stóð ekki
yfir þeim þegar þeir gengu til kosn-
inga.
Eftir því sem ég kemst næst fann
Jóhannes sig knúinn til að setja fram
afstöðu sína með afgerandi hætti
þegar spurðist í fjölmiðlum skömmu
fyrir kjördag að Björn hygðist fresta
skipun í embætti ríkissaksóknara
fram yfir kosningar, öndvert við það
sem áður hafði komið fram. Taldi Jó-
hannes það benda eindregið til þess
að það væri rétt sem haldið hafði ver-
ið fram í fjölmiðlum að ráðherrann
hygðist skipa Jón H.B. Snorrason í
embættið. Jóhannes er ekki einn um
þessa skoðun. Feluleikur ráðherrans
hefur reynst honum dýrkeyptur. Jó-
hannes hefur fullkomna heimild til að
setja afstöðu sína fram á þann hátt
sem hann gerði og er svo sannarlega
á færi fleiri en aðeins þeirra sem telj-
ast til „auðmanna“. Það sem hér
skiptir máli er frelsi
manna til að tjá sig og
hvort Jóhannes gerir
það með auglýsingu,
grein eða fréttatilkynn-
ingu er hans mál.
Björn er þekktur fyr-
ir brellur sínar. Hann
kýs að leggja málið
þannig upp að meira en
80% kjósenda flokksins
hafi haft áskorun Jó-
hannesar Jónssonar að
engu. Alvara málsins
fyrir Björn er hins veg-
ar sú að tæp 20% af
stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins í
kjördæmi hans hafa í
leynilegum kosningum ákveðið að
strika nafn hans út af lista. Með
brellu sinni reynir hann að draga at-
hygli frá þessum kjarna málsins. Að
bera kjósendum á brýn að þeir séu
einhverjar undirlægjur eða hand-
bendi „auðmannsins“ er móðgun og
lítilsvirðing í þeirra garð. Birni væri
rétt að hafa hugfast að yfirstrikanir
þessar koma í kjölfar prófkjörs þar
sem hann varð undir í baráttu um
annað sætið við Guðlaug Þór Þórð-
arson. Kjósendur í Reykjavík höfðu
áður hafnað Birni sem borgarstjóra
þegar sá möguleiki gafst þeim fyrir
nokkrum árum. Birni hefur þannig
áður verið hafnað af kjósendum án
þess að Jóhannes Jónsson hafi komið
þar nærri. Hér beitir Björn þeirri
brellu að kenna öðrum um í stað þess
að líta í eigin barm.
Björn beitir líka annarri brellu.
Hann samsamar sig við alla sjálf-
stæðismenn og heldur því fram að
Jóhannes og aðrir „Baugsmenn“ hafi
vænt þá um pólitískt samsæri gegn
sér. Hið rétta er að Jóhannes hefur
talið að öfl innan Sjálfstæðisflokksins
hafi tekið þátt í aðför að sér og fjöl-
skyldu sinni. Jóhannes á því ekkert
sökótt við aðra í þeim flokki, sem
hann segist reyndar tilheyra sjálfur.
Í yfirlýsingu sinni kemur Björn
Bjarnason enn og aftur upp um hug
sinn í Baugsmálinu svokallaða. Eft-
irfarandi kemur fram: „Fyrir nokkr-
um mánuðum setti ég síðan Rúnar
Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík,
ríkislögreglustjóra í skattsvikamáli
tengdu Baugsmönnum, en það er til
rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild.“
Ég undirstrika orðaval Björns. Ekki
verður betur séð en að ráðherrann
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
um „skattsvik“ hafi verið að ræða,
annars hefði hann einfaldlega sagt að
skattamál tengt Baugi væri til rann-
sóknar. Enn og aftur kýs Björn að
nota orðalag sem felur í sér huglæga
afstöðu hans til Jóhannesar og ann-
arra „Baugsmanna“.
Varðandi efni auglýsingar Jóhann-
esar er þetta að segja: Hann telur sig
hafa verið órétti beittan af lögreglu-
yfirvöldum og ákæruvaldi. Björn
Bjarnason ber pólitíska ábyrgð á
skipan manna sem stjórna þeim
málaflokki. Hvort sem Birni líkar
það betur eða verr þá eru störf hans
lögð í dóm kjósenda og sá dómur
liggur nú fyrir. Jóhannes hefur m.a.
haldið því fram að jafnræðisregla
hafi verið brotin á sér og að hann hafi
að ósekju mátt sitja á sakamanna-
bekk árum saman. Í auglýsingunni
segir hann að það keyri um þverbak
ef ráðherrann hyggst verðlauna einn
þessara manna með því að fá honum
æðstu metorð, þ.e.a.s. embætti rík-
issaksóknara. Hvað svo sem segja
má um þá afstöðu hans er hitt full-
komlega ljóst að Jóhannes hefur
heimild til að opinbera skoðun sína
en þegar hún kom fram svaraði
Björn henni í engu. Sagði aðeins eitt-
hvað á þá leið að hún dæmdi sig sjálf.
Það hefur hún svo sannarlega gert.
Hvort sem það er áskorun Jóhann-
esar til kjósenda Sjálfstæðisflokksins
eða eitthvað annað sem liggur að
baki því að tæplega 20% kjósenda
strika nafn Björns út af lista flokks-
ins þá hlýtur sú ákvörðun þessara
einstaklinga að vera verulegt
áhyggjuefni fyrir ráðherrann. Aðrir
ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum
hljóta að taka mið af þeim skila-
boðum sem þessir kjósendur flokks-
ins hafa sent þeim. Þetta er alvara
málsins.“
Já, Björn, skoðum alvöru málsins
Hreinn Loftsson
ICELAND Express hóf í gær form-
lega flug til fimm nýrra áfanga-
staða. Matthías Imsland opnaði
flugleiðirnar í gærmorgun með því
að rífa af miða fyrsta farþegans sem
steig um borð í vél félagsins.
„Iceland Express hefur staðið
fyrir aukinni samkeppni og fjöl-
breytni í áætlunarflugi á Íslandi frá
stofnun félagsins,“ sagði Matthías
við það tækifæri í gær.
París allt að þrisvar í viku
Nýju áfangastaðirnir fimm eru
París en þangað verður flogið tvisv-
ar til þrisvar í viku, Ósló, Eind-
hoven og Billund tvisvar í viku og
Basel einu sinni.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra flutti ávarp við opnunina.
Hann sagði Iceland Express hafa
með góðri þjónustu og hagstæðri
verðlagningu unnið sér traust Ís-
lendinga með starfsemi sinni
undanfarin fjögur ár.
Aukin þjónusta við
landsbyggðina
Iceland Express var stofnað fyrir
rúmum fjórum árum. Félagið hefur
þann tíma bætt jafnt og þétt við
áfangastöðum. Upphaflega flaug fé-
lagið til tveggja áfangastaða en nú
eru þeir orðnir 13 víðs vegar um
Evrópu.
Iceland Express mun í sumar
einnig efla þjónustu við landsbyggð-
ina með beinu flugi milli Akureyrar
og Kaupmannahafnar auk þess sem
ný flugleið milli Egilsstaða og
Kaupmannahafnar verður opnuð í
sumar.
Nýir áfangstaðir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra óskar Matthíasi
Imsland til hamingju með áfangann og stóraukna þjónustu.
Aukin fjölbreytni
í áætlunarflugi